Morgunblaðið - 19.01.1986, Qupperneq 1
ið stökkbreytta gen sem veldur
sjúkdómnum hefur erfst gegnum
þtjár greinar og sex ættliði á um
tvö hundruð ára tímabili og það
leiðir sterkar líkur að því að sama
stökkbreytingin liggi til grundvallar
í öllum fjöldskyldunum og hana
megi rekja til eins og sama forfor-
eldrisins. Alls hafa 128 sjúklingar
verið greindir með þennan arfgenga
sjúkdóm í þessum átta fjölskyldum.
Af þeim fjölda hafa 52 verið til
rannsóknar á taugalækningadeild
Landspítalans og fleiri deildum
sjúkrahúsanna í Reykjavík. I 76
tilvikanna er eingöngu stuðst við
greiningu á dánarvottorðum , sem
ná aftur til 1911. Á síðustu 5 til 6
árum hefur verið unnið að yfírliti
um þennan sjúkdóm. Flestar ofan-
greinar upplýsingar eru úr grein
eftir Ólaf Jensson lækni sem send
verður til birtingar í Læknablaðinu
innan tíðar. Ólafur Jensson er for-
maður samstarfshóps um rann-
sóknir á arfgengri heilablæðingu.
Aðrir íslendingar í hópnum eru
Alfreð Árnason, Leifur Þorsteins-
son og Ingibjörg Pétursdóttir sem
Byggðin í kringum Breiðafjörðinn hefur um nær tveggja
alda skeið verið vettvangur fjöldskylduharmleiks sem
enn sér ekki fyrir endann á. í átta fjöldskyldum sem
að líkindum eiga uppruna sinn í sama forforeldri hefur
ríkjandi erfðasjúkdómur orðið þess valdandi að ungt fólk
hefur hrunið niður, ýmist dáið snögglega eða lifað við
harmkvæli um árabil. Sjúkdómur þessi er arfgeng
heilablæðing og mun hvergi þekktur nema á Islandi, en
svipaðs sjúkdóms hefur orðið vart í Hollandi og hafa
menn leitt getum að þvi að hann kunni að stafa frá
íslenskum manni sem þar hafi komið fyrir löngu síðan,
en það eru einungis getgátur. Arfgeng heilablæðing
hefur verið mikið rannsökuð að undanförnu og hafa
vísindamenn, bæði hér á landi og í Bandaríkjunum,
Svíþjóð, Englandi og víðar fengið æ meiri áhuga á
þessum rannsóknum enda tengjast þær á ýmsan máta
öðrum rannsóknum sem fram hafa farið í þessum löndum
að undanförnu.
Sjá „Arfgeng heilablæðing á
íslandi" á bls.
HILDUR LEIFSDÓTTIR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
SUNNUDAGUR19. JANUAR1986
BLAÐ
Kort af íslandi þar sem merkt er
inná það svæði þar sem arfgeng
heilablæðing er upprunnin.
I skugga válegrar
ættarfylgju
Rœtt við ÓlafJensson, Gunnar Guð-
mundsson, Guðfinn Þórðarson og
Hildi Leifsdóttur sem öll hafa haft
náin kynni afþessum sjúkdómi