Morgunblaðið - 19.01.1986, Page 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR19. JANÚAR1986
4
m
HEKLAHF
Laugavegi 170 -172 Sími 21240
JÓRUNN KARLSDÓTTIR
fundizt það eitthvað svo tilgangs-
laust. Maður verður þreyttur og
leiður, og svo stirður að erfitt
reynist að gera eitthvað af viti.
En fyrir hálfu öðru ári gerðist
nokkuð sem leiddi til þess að ég
skipti um skoðun.
Amma mín lét innrita sig hjá
félagsstarfí aldraðra, og hefur það
valdið svo miklum breytingum á
lífí hennar að ég hef átt erfítt með
að fýlgjast með hvað var að ger-
ast. Núna stundar hún leikfími,
leikur billjarð, lærir tauþrykk,
þjóðdansa o.fl. Og ef hún hefur
ekki mætt síðustu tvö, þrjú skiptin,
er hringt og spurt hvemig hún
hafí það. Hvort hún sé orðin leið
á þessu eða veik. Amma er orðin
svo ung á sál og líkama. Nú er
svo auðvelt að tala við hana og
við getum gert svo margt saman.
Þar af leiðir að mig langar meira
til að heimsækja hana, og það
gerir okkur báðum gott. Mér fínnst
að allir, sem komnir eru til ára
sinna, ættu að reyna þetta félags-
starf. Sjálf hef ég að minnsta kosti
ekkert á móti því lengur að verða
gömul!
Of seint að iðrast
Það var einu sinni mamma sem
átti svo annríkt. Allan daginn var
hún að þrífa og pússa, og þegar
frænkumar komu í heimsókn
horfðu þær öfundaraugum á íbúð-
ina og sögðu: „Ó, það er svo fínt
hjá þér, hvemig getur þú alltaf
haft allt í svona röð og reglu?"
Hversdagsleikanum
fylgir hamingja
Hér sit ég við eldhúsborðið mitt
með kaffilögg fyrir framan mig.
Ég var að senda þá yngstu í skól-
ann. Hún á að fara til skólalæknis-
ins svo það var nóg að gera í
morgun, en annars erum við vön
að taka lífinu með ró og kveikja á
eldhúsborðinu meðan við borðum
morgunverðinn. Við höfum ákveð-
ið að hittast hjá skólalækninum,
og þar sem ég sit hér og horfi á
fuglana, sem eiga lítið fuglahús
fyrir utan gluggann, er ég fegin
því að hafa tíma til að fara með
henni. Hún minntist á stelpu sem
verður að fara ein, því móðir henn-
ar hefur ekki tíma. Og í gærkvöldi
sagði hún mér frá einum strákanna
í bekknum, sem eins var ástatt
hjá. Skólalæknirinn vill að við
komum, en þær hafa ekki tíma til
þess þar sem þær eru útivinnandi.
Ég vildi að fleiri vissu að það
eru þessir hversdagslegu hlutir
sem færa okkur hamingju
í stað þess að vera sífellt
á þönum að vinna fyrir
meiri peningum. Já, þeir
veita okkur hamingju, þótt
við verðum enn að bíða
eftir nýju húsgögnunum,
sem við ef til vill höfum verið
að óska okkur í mörg ár.
í þetta skiptið er Dyngjan nokk-
uð öðruvísi en venjulega. í sumum
erlendum tímaritum, sem stöku
sinnum berast inn á borð Dyngju-
höfundar, er talsvert um bréf frá
lesendum um margvísleg efni. Hér
á eftir fara glefsur úr þremur
svona bréfum, sem nýlega birtust
í tímaritum á Norðurlöndum.
Ekkert á móti því
að eldast!
Ég hef alltaf verið hrædd við
það að verða gömul.
Mér hefur
Þessi mamma átti einnig böm.
Meðan þau vom lítil, spurðu þau
hana oft hvort hún gæti ekki lesið
fyrir þau sögu. En hún hafði sjald-
an tíma til þess. „Þið verðið að bíða
þartil í kvöld,“ sagði hún.
En þegar kvöldaði voru bæði
hún og bömin orðin svo þreytt að
ekkert varð úr sögulestri.
Nú em bömin orðin stór með
eigin áhugamál utan heimilisins.
Mamman situr ein á kvöldin, og
hún þarf ekki að hafa áhyggjur
af því að einhverjir komi í heim-
sókn og róti til á heimilinu
En það er svo tómlegt, og hún
hugsar oft:
En hvað tíminn líður hratt. Það
er ekki langt síðan bömin vom lítil
og vildu hlusta á sögur. Hún
minnist og iðrast. Ósköp hef ég
verið heimsk, hugsar hún. Ég hefði
ekki þurft að vera svona einstreng-
ingsleg varðandi húsverkin. Hefði
ég þess í stað varið meiri tíma í
bömin, þá hefðu þau ef til vill
komið til mín nú með áhyggjur
sínar og trúnaðarmál.
Já, tíminn líður hratt og það er
ekki hægt að snúa klukkunni til
baka. Það em vissulega til betri
minningar fyrir bæði móður og
böm en glampandi gólf og ryklaus
húsgögn.
V2000 myndbandaleiga.
Myndbandaleigan Video Sport, Nýbýlavegi 28 Kópavogi,
hefur fest kaup á öllum V2000 myndunum úr myndbandaleigu Heimilistækja hf.
Stór sending af nýjum myndum er nýkomin og enn stærri sending
væntanleg á næstu dögum.
Heimilistæki óska nýjum eigendum góðs gengis.
PÝSKUR KOSTAGRIPUR
með íramhjóladrií
VOLKSWAGEN
JETTA
Búnadur eítii vali:
# Dieselvél - 2 geröir.
# Bensínvél ■ 4 geröir.
# Sjálfskipting meö íríhjólun.
# Handskipting - 4 gíra/5 gíra
m.sparnaöargír.
# 0.íl.
V.W. JETTA er allt í senri:
# Heíðbundinn heimilisbíll.
# Forlátagóöur íeröabíll.
# Snaggarlegur sportbíll.
# Og íyrsta ílokks
íjáríesting.
Verö írá kr. 530.000
r? ...........
JETTA íellur jaínan vel ad umhveriinu
-------V
inu. \
±1 - ■
1 *■
Til umhugsunar