Morgunblaðið - 19.01.1986, Page 12

Morgunblaðið - 19.01.1986, Page 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR19. JANÚAR1986 Rúgbrauðs- réttir Rúgbrauð, eða öllu heldur pottabrauð hefur um aldaraðir verið bakað hérlendis. Var það brauð seytt, þ.e. bakað við lágan hita í langan tíma. Við það brotnar sterkja komsins niður — karmellast — og sykur myndast. Við könnumst sennilega öll við hið sæta bragð seydda brauðsins. Islendingar og Þjóðverjar munu vera einu þjóðimar sem seyða rúg- brauðin sín. Þó er einn mikill munur á brauðum Islendinga og Þjóðverja. Þjóðveijar nota í sitt pumpemickel, mjög gróft og komótt rúgmjöl, en íslendingar nota aftur á móti mjög fínmalað kom. Hveiti og rúgmjöl er eina mjölið sem hefur gluteninnihald, en það myndar eins konar grind í brauðinu við bakstur. Þó er innihald og gerð glutens mismunandi í þessum tveimur tegundum mjöls. Þarf ekki annað en bera brauðin saman, þá sést hversu lyfting þeirra og þéttleiki er mismunandi. Rúgbrauð er mjög mismunandi. Fer það eftir bökunaraðferð, mölun komsins og hvort öðmm tegundum mjöls er bætt út í rúgmjölið. Mikil breyting hefur orðið á komskurði og allri annarri vinnu við skurð og þreskingu koms hin síðari ár. Núna em alls staðar notaðar vélar. Áður vom komöxin lamin niður tii að komið sáldraðist úr hulstmnum, einnig vom stór- gripir stundum látnir ganga á kominu til þess að losa það úr. Gæta verður mikillar nákvæmni við þurrkun á komi. Ef það er þurrkað við of mikinn hita getur það eyðilagt gluten- innihald komsins, en það má ekki gerast, einnig hefur hár hiti áhrif á eggjahvítuefni komsins. Kom er oft geymt í háum tumum (sílóum). Við mölun koms em nú alltaf notaðar véla- samstæður, en áður vom hraunsteinar notaðir hérlendis í kommyllur. Ýmsar tegundir rúgs getum við keypt í verslunum, t.d. rúgsigtimjöl, rúgrnjöl, valsaðan rúg og heilan rúg. Ef við notum heilan rúg í brauð, þurfum við að leggja hann í bleyti áður en við bökum úr honum. Margt gott er hægt að búa til úr rúgbrauði. Flestir kannast við brauðsúpu, ljúffengan eftirrétt, sem var fyrir nokkmm ámm algengur á borðum íslendinga. Danir hafa enn í dag miklar mætur á sinni brauðsúpu — öllebröd. En fleira en súpu er hægt að búa til úr rúgbrauði, svo sem alls konar kökur og ábætisrétti. Birtist hér auk brauðsúpunnar nokkrar gerðir þeirra. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON & uyur Súkkulaðirúgbrauðskaka með hindbergjasultu 4 eggjarauður 250 g sykur 125 g rifíð óseytt rúgbrauð 1 msk hveiti 1 msk kartöflumjöl 1 msk kakó 3 tsk lyftiduft 50—100 g heslihnetukjamar eða möndlur 4 þeyttar eggjahvítur 1—2 dl hindbeijasulta 1 peli ijómi 20 g suðusúkkulaði 1. Hrærið eggjarauður með sykri þar til það er orðið ljóst og Iétt. 2. Rífíð rúgbrauðið fínt á rifjámi 3. Sigtið kakó, hveiti og kartöflumjöl út í deigið, setjið rúgbrauðsraspið saman við og blandið varlega saman með sleilqu. 4. Þeytið eggjahvítumar og setjið saman við með sleikju. 5. Smyijið 2 kringlótt mót (20 sm í þvermál), setjið deigið í mótin. 6. Hitið bakaraofninn í 200°C, setjið kökumar í miðjan ofninn og bakið í 15 mínútur. Kælið örlitið, en losið þá úr mótúnum og leggið á kökugrind. 7. Leggið kökumar saman með hindbeijasultu. 8. Þeytið ijómann og setjið ofan á kökuna. Rífíð síðan súkkulaðið og stráið yfír. Brauðsúpa úr seyddu rúgbrauði með sítrónu Handa 4 500 g seytt rúgbrauð 12 dl vatn safí úr 1 stórri sítrónu 1 lítil sítróna í sneiðum 1 dl sykur 1 dl rúsínur 1. Skerið brauðið í sneiðar eða bita, hellið vatninu á það og látið blotna vel upp. Sjóðið síðan í 30 mínútur. 2. Meijið brauðið í pottinum með kartöflustappara. 3. Kreistið safann úr sítrónunni og setjið saman við ásamt sykri og rúsínum. Látið sjóða í 5 mínútur. 4. Skerið litlu sítrónuna í þunnar sneiðar og setjið saman við súpuna. Sjóðið í 2 mínútur. 5. Ausið súpunni á diska eða hellið í skál og berið fram. Meðlæti: Þeyttur ijómi, ijómabland eða mjólk. Athugið: Hægt er að nota gamalt brauð, en láta það þá liggja lengur í bleyti í vatninu. Brauðsúpa með eplum o g negul Handa 4—5 500 g óseytt rúgbrauð 2 dl vatn 1 fíaska maltöl 2 tsk púðursykur 1 lítil fema eplasafí 5 negulnaglar eða V4 tsk negulduft 1 epli 1. Skerið brauðið í sneiðar eða bita, skerið skorpuna af því ef hún er hörð, hellið vatninu á brauðið og látið blotna vel upp. 2. Hellið maltöli og eplasafa á brauðið og látið sjóða við hægan hita í 15 mínútur. Meijið brauðið í pottinum með kartöflustappara. 3. Setjið negul og púðursykur út i. Afhýðið eplið, stingið úr því kjamann, skerið síðan í litla bita. Setjið út í súpuna og látið sjóða áfram í 10 mínútur. 4. Ausið súpunni á diska eða hellið í skál og berið fram. Meðlæti: Þeyttur ijómi, ijómabland eða mjólk. Leiðrétting í síðasta þætti, „Brauð", féll niður helmingur þess sem átti að vera í uppskriftinni heilhveitibrauð með hunangi. Uppskriftin er rétt svona: 500 g heilhveiti V2 msk salt 50 g þurrger eða pressuger 1 msk hunang 4 '/2 dl volgt vatn Súrmj ólkurbúðingnr með rúgbrauði 100 g seytt rúgbrauð 1 msk sykur saman við rúgbrauðið 2 msk hindbeija- eða jarðarbeijasulta 2 V2 dl súrmjólk 2 msk púðursykur saman við súrmjólkina 1 peli ijómi 5 blöð matarlím 1. Rífíð rúgbrauðið fínt, setjið sykur saman við það. Setjið á pönnu og látið brúnast svolítið. Gætið þess að þetta brenni ekki, en erfítt getur verið að sjá það vegna þess hversu dökkt rúgbrauðið er. Setjið á botn- inn í skál. 2. Hitið sultuna og smyijið yfír rúgbrauðið. Kælið. 3. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 10 mínútur. Vindið upp úr vatninu og bræðið í íláti ofan í heitu vatni. Kælið síðan örlítið. 4. Þeytið súrmjólkina með púðursykrinum, hellið matar- líminu síðan út í í mjórri bunu og hrærið vel saman. 5. Þeytið ijómann og bætið út í súrmjólkina með sleikju. Hellið þessu síðan yfír rúgbrauðið í skálinni. Setjið í kæliskáp og látið stífna í minnst 2 klst. + Abætisréttur eða kaka úr rúgbrauði, súkkulaði og eplum Handa 5—6 400 g óseytt rúgbrauð lOOgsykur 50 g smjör 1 lítill pk suðusúkkulaði (100 g) 5súrepli(græn) 2 msk sykur saman við eplin 2 tsk vanillusykur V2 dl vatn 1—2 pelar ijómi 1. ' Rífíð rúgbrauðið fínt, blandið sykrinum saman við það. 2. Bræðið smjörið á pönnu, setjið rúgbrauðsraspið út í, hrærið í þar til þetta fer að brúnast. Setjið í breið- botna skál eða djúpt fat. 3. Rífíð súkkulaðið og stráið yfír heitt rúgbrauðið. Geymið örlítið til að skreyta með. 4. Afhýðið eplin, stingið úr þeim lqamann, skerið í bita og setjið í pott. Setjið sykur, vanillusykur og vatn saman við og látið sjóða við hægan hita í 15 mínútur. Hellið heitu yfír það sem er í skálinni. Kælið. 5. Þreytið ijómann og setjið yfír. Stráið súkkulaði yfír.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.