Morgunblaðið - 19.01.1986, Side 24
24 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR19. JANÚAR1986
*
Aster___
... að borða
spaghettíið sam-
an.
sjússakynningu á tísku-
kynningum?
HÖGNI HREKKVÍSI
Þessir hringdu . .
Páli Gíslasyni
þökkuð for-
ganga
7094-6181 hringdi: „Ég vil
þakka heiðursmanninum Páli
Gíslasyni borgarfulltrúa fyrir for-
göngu hans um að reisa þjónustu-
miðstöð og íbúðir fyrir aldraða á
homi Vesturgötu og Garðastræt-
is, ásamt stórri bflageymslu á
neðri hæðum. Þetta tel ég vera
mjög skynsamlega tillögu sem
kemur til með að bæta úr biýnni
þörf á tveimur sviðum. Þar að
auki ætti þessi fyrirhugaða bygg-
ing, ef hún verður vel hönnuð, að
verða til prýði fyrir þennan bæjar-
hluta sem hefur vægast sagt orðið
útundan hjá borgaryfirvöldum á
undanfömum árum. Þama hefur
mikið landsvæði og heldur óhijá-
legt staðið að mestu ónotað ára-
tugum saman rétt við miðborgina,
án þess að nokkuð hafi verið að
gert. Er óskandi að borgarstjóm
láti nú hendur standa fram úr
ermum og komi byggingunni upp
sem allra fyrst. Til þess er henni
vel treystandi með hinn dugmikla
Davíð borgarstjóra í broddi fylk-
ingar."
Fáninn tákn
þjóðarinnar — en
ekki eitthvert
leiktjald
Hrefna Tynes hringdi: „Mig
langar til að lýsa óánægju minni
með það að hafa íslenska fánann
á gólfinu í þessum leik „Rauð-
hóla-Ransý“. Mér finnst þetta svo
mikil óvirðing við fánann. Og
burtséð frá því hvort þetta er ólög-
legt eða ekki, eins og talað er um
í Morgunblaðinu á föstudag, þá
er þetta óvirðing við fánann okkar
og mér finnst að engum ætti að
líðast að fara á þennan hátt með
íslenska fánann. Mér finnst þetta
mjög ósmekklegt. Fáninn er tákn
þjóðarinnar en ekki eitthvert
leiktjald."
Setjum upp
björgunarhringa
við bryggjur og
hafnarbakka
Þorsteinn Pétursson hringdi:
„Mig langar til að koma því á
framfæri í sambandi við óhappið
sem varð á Akureyri fyrir
skömmu, er ung stúlka féll út af
bryggju, að mér þykir undarlegt
að ekki sé komið fyrir björgunar-
hringjum á stöðum sem þessum.
í fréttum sem birtust um þetta
kom fram að pilturinn sem bjarg-
aði stúlkunni náði taki á einhveiju
með tveim fingrum og gat þannig
haldið sér og henni upp úr sjónum
í um 20 mínútur. Þegar menn
komu á vettvang var hvorki kaðal-
stigi né björgunarhringur til taks,
og hefði þarna getað farið illa
fyrir bragðið. Nú er björgunar-
hringur ekki dýrt tæki — varla
er það ofviða fyrir slysavamar-
menn að koma björgunarhringjum
upp sem víðast við bryggjur og
hafnarbakka. Það er allt of al-
gengt að fólk drukkni vegna þess
að það fellur milli skips og
bryggju. Oft er áfengisneyslu
kennt um en það er ekki nærri
alltaf orsökin. Það þarf að gera
átak f þessum málum.
Víkveiji skrifar
Víkveiji var fyrir skömmu á ferð
á Akureyri og hafði þá ekki
komið til höfuðstaðar Norðurlands
í nokkum tíma. Viðbrigðin vom
mikil. Hönd stöðnunar og samdrátt-
ar hafði lagzt yfir þennan íjörmikla
og fallega bæ. Menn vom yfírleitt
svartsýnir á ástandið í atvinnumál-
um, jafnvel þótt ástandið virðist
hafa lagazt örlítið síðustu mánuði.
Einn viðmælenda Víkveija flutti
til Akureyrar frá Reykjavík fyrir
nokkmm ámm. Þá var vemlegur
uppgangur á Akureyri og nóg að
gera í hans fagi, byggingaiðnaðin-
um. Starfandi vom 19 byggingar-
fyrirtæki og íbúðir sem byijað var
á ár hvert skiptu hundmðum. í dag
em byggingafyrirtækin teljandi á
fingmm annarrar handar. Hin hafa
annaðhvort verið lögð niður eða
tekin til gjaldþrotameðferðar. Nú
telst það til tfðinda ef byijað er á
nýjum íbúðarhúsum. „Éf rífa á
þetta byggðarlag upp aftur verður
að koma til stóriðja af einhveiju
tagi,“ sagði þessi viðmælandi Vík-
veija.
Þessi maður hefur góða atvinnu
á Akureyri og hefur ekki yfir neinu
að kvarta f þeim efnum. En ef hann
og kona hans hygðu á flutning til
Reykjavíkur vandaðist málið. Mjög
erfitt er að selja fasteignir á Akur-
eyri um þessar mundir því sárafáir
em í þeim hugleiðingum að flytja
þangað. Það er helzt að verkalýðs-
félög í Reykjavík séu í íbúðakaupa-
hugleiðingum á Akureyri. íbúðimar
leigja þau félagsmönnum sfnum til
orlofsdvalar. Raunverð íbúða hefur
lfka lækkað veralega og andvirði 4
herbergja íbúðar á Akureyri dugir
ekki nema fyrir 2 herbergja íbúð í
Reykjavík.
XXX
Akureyringar glíma við marg-
víslegan vanda og á það ekki
sízt við um hitaveituna þar í bæ.
Af viðtölum við ýmsa menn á
Akureyri verður ekki annað skilið
en ýmislegt hafi farið úrskeiðis í
uppbyggingu hitaveitunnar og oft
hafi verið unnið meira af kappi en
forsjá. Skuldir hitaveitunnar munu
nema hátt á annan milljarð króna
og þessi staða birtist notendum á
innheimtuseðlunum. Eigandi 200
fermetra íbúðar sagðist borga
5.000 krónur á mánuði fyrir heita
vatnið og síðan þá hefur enn ein
hækkun orðið. Þetta er margfalt
hærra verð en t.d. í Reykjavík.
Rétt er að geta þess að nú mun
unnið að því kappsamlega að koma
hitaveitunni á réttan kjöl, m.a. með
nýju mælakerfí, sem draga á stór-
lega úr vatnsnotkun. En það verk-
efni mun að öllum líkindum taka
langan tíma.
Vonandi ná Akureyringar tökum
á þessum vanda sem og öðmm, sem
hijá bæjarfélagið nú um stundir.
Brýnast virðist aðkomumanni að
rennt verði frekari stoðum undir
atvinnulífið. Án blómlegs atvinnu-
lífs þrifst ekki blómlegur bær.
XXX
Ný tegund strætisvagna er
komin á götur höfuðborgar-
innar, Scania Vabis. Áður hafa
eingöngu verið vagnar af Volvo-
og Mercedes Benz-gerð. Nýju vagn-
amir era hljóðlátir og sætin í þeim
em einkar þægileg. Vagnamir em
búnir merkilegri nýjung, þeir lækka
um nokkra tugi sentimetra þegar
staðnæmzt er á biðstöðvum og er
það gert til að auðvelda farþegum
uppgöngu. Þessi snjalla nýjung
kemur fyrst og fremst eldra fólki
til góða.
Víkvetji fer oft í strætisvagni til
og frá vinnu og tekur gjaman
vagninn fram yfír einkabílinn. Það
er ódýr og þægilegur ferðamáti að
nota strætisvagna og tekur í mörg-
um tilfellum litlu meiri tíma en ef
ekið er í einkabfl. Þægindi em ekki
sízt fólgin í því að þurfa ekki að
hafa áhyggjur af akstrinum og geta
í þess stað notað tímann til að velta
fyrir sér málum sem ekki gefst
næði til að hugsa um á erilsömum
vinnustað.
XXX
Mönnum hefur að undanfömu
orðið tíðrætt um breytingar á
Ríkisfjölmiðlunum. Óumdeilanlega
hefur verið hresst upp á bæði útvarp
og sjónvarp og em þessar breyting-
ar fyrst og fremst raktar til hins
nýja útvarpsstjóra.
Eitt af því sem hefur breytzt til
batnaðar em íþróttafréttir útvarps-
ins. Með ráðningu tveggja íþrótta-
fréttamanna í stað eins áður opnuð-
ust möguleikar til flölbreyttari og
nútímalegri þjónustu. íþróttafrétta-
mennimir senda nú beinar lýsingar
af tveimur eða fleiri leikjum sam-
tímis og inn á milli em leikin létt
lög. Hlustendur verða fyrir bragðið
beinir þátttakendur í því sem fram
fer á íþróttasviðinu. Gott dæmi um
þessa þróun er handknattleiksmót-
ið, sem fer fram í Danmörku um
þessar mundir. Fólk fylgist spennt
með, jafnvel þótt gengi íslenzka
landsliðsins hafi verið misjafnt.
XXX
Víkveiji hefur undir höndum
skrá yfir flugvélar skráðar á
íslandi, gefin út af Flugmálastjóm.
Hún heitir ekki „íslenzk flugvéla-
skrá“ heldur „Icelandic aircraft
register" gefna út af „Directorate
of civil aviation". Allar upplýsingar
em á ensku, t.d. segir að TF-STR,
flugvél af Cessna-gerð, sé eign
„Hjálmar Halldórsson & others" og
vélin sé „operated by Flugfar hf.,
Reykjavík". Það er gjörsamlega
óþolandi að opinber íslenzk stofnun
skuli senda svona skrá frá sér á
ensku hér á íslandi. Þar til bær
yfírvöld verða að taka í taumana.
1