Morgunblaðið - 22.01.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.01.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1986 23 Viðbrögð við Ermarsundsgöngunum: Bretum þykir ekki í nógu mikið ráðist Óánægja með að ekki skuli gerð bifreiðagöng London, 21. janúar. m Valdimar Unnari Valdimarssyni. VIÐBRÖGÐ BRETA við þeirri ákvörðun breskra og franskra stjóm- valda að tengja Bretland við meginlandið með jámbrautargöngum hafa öðm fremur einkennst af því sjónarmiði að ekki sé í nógu mikið ráðist. Flestir Bretar hafa orðið fyrir vonbrigðum vegna þess að ein- göngu er fyrirhugað að smíða jámbrautargöng í fyrstu atrennu en ekki göng fyrir bifreiðaumferð. Skoðanakannanir í Bretlandi höfðu sýnt að 75 af hundraði landsmanna vildu að seinni leiðin yrði farin og sjálf hafði Margareth Thatcher oft látið í ljós áhuga sinn á bifreiðagöngum. Þegar til kast- anna kom létu bresk stjómvöld hins vegar undan síga fyrir ríkis- stjóm franskra sósíalista, sem lagt hefur ofurkapp á að hafíst yrði handa sem fyrst — enda kosningar framundan í Frakk- landi. Talsmenn bresku stjómar- innar segja að líkast til hefði ekkert verið aðhafst ef ekki hefði verið fallist á kröfu Frakka um jámbrautarleiðina. Þykir ýmsum Bretum súrt í broti að pólitískar aðstæður í Frakklandi skuli hafa knúið bresk stjómvöld til að fall- ast á þann kost sem er Bretum síst að skapi. Við undirritun samkomulagsins um jámbrautargöngin reyndi Margareth Thatcher að gera lönd- um sínum til geðs er hún upplýsti að fyrirtækið, sem tekið hefur jarðgangagerðina að sér, muni innan 15 ára setja fram áætlun um smíði ganga fyrir bifreiðaum- ferð. Mörgum þykir þó lítið koma til loforða af þessu tagi, ekki síst vegna þess að sjái fyrrgreind fyrirtæki sér ekki fært að smíða bifreiðagöng kunna að líða önnur 20 ár áður en hugmyndum um slík göng verður hrint í fram- kvæmd. Þá verður árið 2020 gengið í garð og er ekki laust við að sumir Bretar hugsi til þess með hryllingi hversu lengi þeir þurfa kannski að bíða eftir því að geta státað af sunnudagsbfltúr til Frakklands. Meðal þeirra sem látið hafa í ljós óánægju með þá ákvörðun sem nú hefur verið tekin em tals- menn breskra flutningafyrir- tækja. Efast þeir um að jám- brautargöngin muni koma sér að umtalsverðu gagni, meðal annars vegna þess hversu hátt gjald þurfí að greiða af stómm vömflutn- ingabifreiðum, sem fara munu um göngin á jámbrautarvögnum. Telja raunar sumir að feijumar gömlu og góðu muni ekki eiga í hinum minnstu erfíðleikum með að veita jámbrautargöngunum skæða samkeppni. Enda þótt ýmsum þyki nýgerð- ur samningur Breta og Frakka einkennast af skammsýni og skorti á frumlegum nýjungum er ekki annað að sjá en flestir Bretar telji jámbrautargöngin að minnsta kosti spor í rétt átt. Em menn yfirleitt sammála um að göng þessi muni mjög örva sam- skipti við meginlandið, ferða- mannastraumur muni aukast og verslun blómstra sem aldrei fyrr. í einu héraði Bretlands ber fólk þó ugg í bijósti og það ekki að ástæðulausu. íbúar Kent-héraðs em langflestir, níu af hveijum tíu, andvígir fyrirhugaðri jarðganga- gerð. Þessi mikla' andstaða á meðal annars rætur að rekja til þess að jarðgöng um Ermarsund munu óhjákvæmilega stefna í voða afkomu þúsunda manna, sem starfað hafa í tengslum við Ermarsundsfeijumar. Andstaðan í Kent stafar þó ekki síður af því að jarðgangagerðinni mun fylgja gífurlegt jarðrask og nátt- úmspjöll í þessu héraði, sem róm- að hefur verið fyrir fegurð. Belgía: Hryðju- verka- menn teknir Brussel, 21. janúar. AP. LÖGREGLAN í Belgíu tilkynnti í dag, að fundist hefði eitt af fylgsn- ; um annarra helstu hryðjuverkasam- taka landsins og að handtekinn hefði verið sprengjusérfræðingur hins hryðjuverkahópsins. Ríkissaksóknarinn í Belgíu, Andre van Doren, skýrði frá þvf í dag, að sex kíló af dýnamíti, skjöl og áróðurspésar alls konar frá Baráttusveitum komm- únista hefðu fundist sl. fimmtudag í íbúð í Brussel. Hann vildi hins vegar ekkert segja um fréttir um, að meðal skjalanna hefðu verið áætlanir um að ráða af dögum ýmsa frammámenn í belgísku atvinnulífi og stjómmálum, þar á meðal Jean Gol, dómsmálaráð- herra. í fyrra mánuði handtók lögreglan Pierre Carette, forsprakka Baráttu- sveitanna, og þijá samstarfsmenn hans. Að eigin sögn ber þessi hryðju- verkahópur ábyrgð á 21 sprengingu, og orðið tveimur mönnum að bana sl. 14 mánuði. Van Doren sagði einnig, að sl. fimmtudag hefði lögreglunni tekist að hafa hendur í hári Luc van Acker, sprengjusérfræðings Byltingarsamtaka öreiganna, annars hryðjuverkahóps, sem stóð fyrir tveimur sprengingum í apríl í fyrra. Sagði Van Doren, að búast mætti við frekari aðgerðum lögreglunn- ar á næstu dögum og vikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.