Morgunblaðið - 22.01.1986, Síða 18

Morgunblaðið - 22.01.1986, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986 Amnesty International: Fangar mánaðarins —janúar 1986 Mannréttindasamtökin Am- nesty Intemational vilja vekja athygli almennings á máli eftir- farandi samviskufanga í janúar. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína við að slík mannréttindabrot eru framin. Júgóslavía: Radomir Veljkovic er fyrrverandi foringi í hemum, sextugur að aldri. Á árunum 1969—1972 gaf hann út nokkrar stefnur á hendur Tito, fyrrverandi forseta, þar sem hann dró Tito til ábyrgðar á meintri brotlegri hegðun öryggislögreglunnar. í kjölfar þess var hann í marz 1973 dæmdur sekur um að „rýra álit ríkisins" og flytja „flandsamlegan áróður", en talinn ósakhæfur og „hættulegur umhverfí sínu“, og var því dæmdur til að flytjast á geðveikrahæli. Þetta stingur mjög í stúf við niðurstöður 5 eldri geðrannsókna sem hann gekkst undir að eigin vilja þegar atvinnuleysi beið hans eftir að hann hafði verið látinn hætta í hemum árið 1967. í öllum tilvikum var niðurstaðan sú að hann væri heill á geðsmunum og fullfær um vinnu. Veljkovic staðhæfir áfíýjun dóms- ins að hvorki honum né þeim lög- fræðingum sem hann kaus sér hafí verið leyft að vera viðstaddir réttar- höldin. Líbýa: Tíu manns em enn í fang- elsi síðan yfírvöld Líbýu hófu menn- ingarbyltinguna í apríl 1973, en þá vom 3-400 manns handteknir. Opinber yfírlýsing frá þessum tíma hljóðar svo: „Við munum fangelsa þá sem em pólitískt sjúkir... kommúnista, Marxista, guðleys- ingja, bræðraregiu Múhameðstrú- armanna sem stundar leynilegar aðgerðir .. .hvem sem flytur áróður fyrir vestræn ríki eða boðar kapítal- isma.“ Þessri 10 fangar vom ákærðir í júní 1974 fyrir að skrifa gagnrýni á stjómina, og fyrir að eiga aðild að ólöglegum samtökum (Frelsisflokki Múhameðstrúar- manna), sem hefði það markmið að steypa stjóminni. Horfíð var frá réttarhöldum síðar á árinu og föng- unum sleppt, en þeir vom teknir aftur samdægurs. 19. feb. 1977 var einn þeirra dæmdur í 5 en hinir í 15 ára fanglsi, en ríkisstjómin breytti öllum dómnum í ævilangt fangelsi. Samkvæmt heimildum AI var réttað aftur í máli 4 af fongun- um í apríl 1983 og þeir dæmdir til dauða, og einn líflátinn. AI hefur leitað eftir staðfestingu líbýskra yfírvalda á þessu án árangurs. Filippseyjar: Fjórir menn em enn í haldi síðan í maí—júní 1982 þegar a.m.k. 26 manns, flestir bændur, vom handteknir í hémðunum Ba- lamba og Asturias og kærðir fyrír uppreisn, vegna meintrar aðildar að nýja þjóðarhemum (NPA), sem er vopnaði armurinn í kommúnista- flokki Filippseyja. Einn dó í haldi, en þrýst var á flesta hina að játa sekt sína til að verða sleppt. Alberto de la Cmz, 34 ára grasalæknir, og bændumir Leopoldo Gonzales, 66 ára, Innocento Requirón, 44 ára, og Gregorio Algabre, 53 ára létu að sögn einnig undan hótunum og játuðu aðild að NPA, en breyttu síðan vitnisburði sínum og neita nú öllum sakargiftum. Gonzales sagði eitt sinn í brefi til félaga í AI: „Við munum heldur týna lífínu en játa. Guð veit að við emm saklausir." Þeir sem vilja leggja málum þessara fanga lið, og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, em vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við skrifstofu íslandsdeildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykja- vík. Þar fást nánarí upplýsingar sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef óskað er. Morgunblaðið/J6n Sig. Kári Snorrason (fyrir miðju) á brúarvæng Gissurar hvita ásamt Ævari Kögnvaldssyni (til hægri) og Gunnari Ólafssyni. Kári Snorrason á Blönduósi: Fiskveiðasjóður tók ekki hæsta boði í Helera S. Blönduósi, 18.janúar. ^ „ÞAU virðast skrítin vinnubrögðin hjá Fiskveiðasjóði,“ sagði Kári Snorrason framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Særúnar á Blönduósi í samtali við Morgunblaðið. Særún hf. gerði 70,6 millj. kr. tilboð i 240 tonna bát, Helga S. frá Keflavík, sem Fiskveiðasjóður átti. Ekki var gengið að þessu tilboði, heldur var 68 millj. króna tilboði frá Samherja á Akureyri tekið. Kári sagði ennfremur, að ekki hefði verið kannað af hálfu sjóðsins með tryggingar á greiðslum hæstbjóðanda. „Það er greinilegt að þessi sala á bátnum Helga S. var fyrirfram ákveðin. Það var varla liðin sólar- hringur frá því Samheiji á Akureyri eignaðist bátinn og þar til þeir vom búnir að selja hann til Haftiarfjarð- ar í skiptum fyrir dýrara skip.“ Kári Snorrason sagði, að Særún hf. hefði í tvígang sent Fiskveiða- sjóði bréf og óskað skýringa á því hversvegna hæsta tilboði var ekki tekið en ekkert svar hefði borist frá sjóðnum. Aðspurður um gang rækju- og skelveiða sagði Kári Snorrason að rækjuveðum mundi ljúka um næstu mánaðamót, því þá væri kvótinn fylltur. Rækjukvóti Blönduóss er mjög lítill samanborið við ná- grannabyggðarlög en hann er 270 tonn af rækju. Við Særúnarmenn emm afar óhressir með skiptinguna á rækjukvótanum við Húnaflóann. Blönduósingar hafa einungis 10% af kvótanum en Hólmvíkingar og Drangsnes hafa 50%, Skagaströnd 22% og Hvammstangi hefur 18%. Öðm máli virðist gegna um skelkvó- tann en hann skiptist jafti milli þessara byggðarlaga. Þess skal þó getið að Blönduósingar em fmm- kvöðlar í skelfískveiðum við Húnaf- lóann og höfðu á sínum tíma yfír 50% af kvótanum. Þetta jaðrar við valdníðslu af hálfu sjávarútvegs- ráðuneytisins sagði Kári Snoorra- son varðandi skiptinguna á rækjuk- vótanum. Ef ekki fæst leiðrétting á kvótan- um verður að leggja tveimur bátum og segja upp eitthvað af starfsfólki um næstu mánaðamót. Skelfískk- vótinn er 450 tonn og er honum skipt jafnt á milli staða við Húnaf- lóann eins og áður hefur komið fram. Ætli skelin endist ekki eitt- hvað fram í marsmánuð sagði Kári Snorrason að lokum. — Jón Sig. Fundur Samtaka um jafnrétti milli landshluta í Sjallanum: „Fyrst og fremst til að létta á störfum alþingis“ — segir Pétur Valdimarsson, formaður Samtakanna um hugmyndir að breyttri stjórnskipan Akureyri, 20. janúar. SAMTÓK um jafnrétti milli landshluta héldu fund í Sjallanum á laugardag til að kynna drög að nýrri stjómarskrá sem samin hefur verið af nefnd innan samtakanna. Frummælendur á fundin- um vora þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra auk fulltrúa samtakanna. Um 250 manns komu á fundinn. Halldór Blöndal var einn frum- annars staðar,“ sagði Halldór. mælenda. Hann sagði ljóst að hugmyndir samtakanna um breytta stjómarskrá fælu í sér gjörbreytta stjómskipan - „Al- þingi verður vængstýft og forset- inn mun dragast inn í dægurpóli- tík með því að honum verður gert að bera ábyrgð á verkum ríkis- stjómar eins og hveijum ráðherra gagnstætt því sem nú er - er forsetinn stendur fyrir ofan Al- þinp og ríkisstjóm sem samein- ingartákn," sagði Halldór. Þá sagði Halldór það hafa vald- ið sér vonbrigðum að Kolbrún Jónsdóttir alþingismaður og Pétur Valdimarsson, formaður samtak- anna, „skyldu leggja lykkja á leið sína til að lýsa andstöðu við það að Byggðastofnun verði á Akur- eyri. Sem skýrir í hnotskum hvers vegna stijálbýlið stendur höllum fæti gagnvart Reykjavíkursvæð- inu. Byggðastofnun er við lýði og það starf sem þar er unnið verður unnið áfram. Spumingin er bara hvort það verði í Reykjavík eða Pétur Valdimarsson, formaður Samtaka um jafnrétti milli lands- hluta, sagði góða gagnrýni hafa komið frá alþingismönnunum. „Það sem við höfum útbúið em ekkert annað en drög til að vinna enn meira úr. Þess vegna eru allar nýjar góðar tillögur vel þegnar.“ Aðalbaráttumál samtakanna er að aðskilja löggjafar-, fram- Frá fundinum i Sjallanum á laugardaginn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson Pétur Valdimarsson, formaður Samtaka um jafnrétti milli landshluta. kvæmda- og dómsvald betur en nú. í því formi að framkvæmda- valdið verði flutt út í héruðin. „Með þessu móti er fyrst og fremst verið að létta á störfum Alþingis — til að það geti snúið sér betur að löggjafarvaldinu. Menn eru sammála um að dreifa valdinu en spumingin er um að- ferðir," sagði Pétur. í drögum samtakanna að stjómarskrá er lagt til komið verði á fylkisþingum. Landinu yrði skipt í 5 fylki sem ráða sjálf málefnum sfnum. „Það yrði hlutverk fylkis- þinganna að ákveða framkvæmdir — hvar við byggðum hafnir, skóla, vegi o.s.frv. Alþingi á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því,“ sagði Pétur Valdimarsson. Háskólaráðsfundur: Lögð fram til- laga um að mót- mæla stöðu- veitingum Á háskólaráðsf undi sl. fimmtu- dag var lögð fram tillaga til ályktunar frá Páli Skúlasyni deildarforseta heimspekideildar um að háskólaráð mótmæli stöðuveitingum þar sem gengið er fram hjá áliti dómnefnda og afgreiðslu deilda. Höskuldur Þráinsson varadeild- arforseti heimspekideildar kjmnti tillöguna á fundi ráðsins þar sem Páll er erlendis, og var afgreiðslu frestað fram til næsta fundar há- skólaráðs að ósk Páls Skúlasonar deildarforseta þar sem hann vildi fylgja tillögunni eftir. Barðaströnd: 5 hús í smíðum Innri-Múla, Barðaströnd. Á Krossholtum eru í smíðum raðhús með fjórum íbúðum og hefur ungt fólk héðan úr svcit- inni fest kaup á þeim. Einnig er verið að smíða íbúðarhús í Haga og er það refabóndi, sem byggir það. Jólaskemmtun var haldin í fé- lagsheimilinu Birkimel 29. desem- ber og komu þar saman ungir sem aldnir sér til skemmtunar. Yngsti samkomugesturinn var tæplega 2ja mánaða og sá elzti 85 ára. SJ.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.