Morgunblaðið - 22.01.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986 Dr. Jóns Helgasonar minnzt í Danmörku Kaupmannahöfn 21. janúar. Frá Guðrúnu Láru Ásgeirsdóttur, fréttaritara Moigunblaðsins. í DÁG er Jóns Helgasonar próf- essors minnst í dönskum blöðum. í Politiken segir m.a. að með honum sé sá genginn sem gerst þekkti íslensku handritin og að ævistarf dr. Jóns Helgasonar sé fyrirmynd þess hversu undirbúa skuli útgáfu íslensku skinnhandrit- anna og annarra heimildarrita fom- sagnanna. Við ljósmyndun og frá- gang fyrir heimsendingu handrit- anna hafi aðferðum Jóns Helgason- ar alla tið verið fylgt. Greint er frá því að Jón prófessor hafi numið norræn málvísindi í Kaupmanna- höfn en varið doktorsritgerð sína í Minningarathöfn um Jón Helgason í Dómkirkjunni Minningarathöfn um Jón Helgason, prófessor S Kaup- mannahöfn, verður S Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 23. janúar og hefst hún klukkan 13.30. Útför Jóns Helgasonar verður gerð frá Frederiksbergskirlqu í Danmörku sama dag kl. 12. heimalandinu og orðið forstöðu- maður Ámasafns 1927, en um leið verið prófessor í íslensku og íslensk- um bókmenntum við Hafnarhá- skóla, þar sem hann hélt fyrirlestra sína „lágróma og sprenglærður, heilshugar unnandi viðfangsefnis síns“. Þá er hins þekkta íslenska fræði- manns minnst í Berlingi á þessa leið. Dr. phil Jón Helgason prófessor stóð bæði sem íslendingur og um leið forstöðumaður Ámasafns í miðri eldlínunni þegar íslensku handritin vom send heim. Hann var hugdjarfur alla tíð, segir í blaðinu, og prófessorsstöðu sinni við Hafn- arháskóla gegndi hann allt til sjö- tugs. Stuttu fyrir áttræðisafmæli hans, útnefndi Hafnarháskóli hann heiðursdoktor í heimspeki í virðing- arskyni fyrir vísindastörf hans í hartnær hálfa öld. Einnig var hann heiðursdoktor við Oslóarháskóla. Að lokum segir blaðið að Jón Helga- son prófessor hafi búið flölda rita til útgáfu sem vísindamaður og ljóðabóka hans er getið og útgáfu hans á þýðingu Jóns Ólafssonar frá Gmnnavík á „Niels Klims Undeijordiske Reise" eftir Ludvig Holberg. Húsvíkingar kaupa Kolbeinsey að nýju Kaupverð 178,8 milljónir — skipið gæti hafið veiðar um helgina STJÓRN Fiskveiðasjóðs hefur nú falið forstjórum sjóðsins að ganga til samninga við íshaf hf. á Húsavík um kaup á togaranum Kolbeinsey. Kaupverð er 178,8 milljónir króna og lánar Fisk- veiðasjóður 75% af upphæðinni. Fyrsta útborgun er 28 milljónir og 16,2 milljónir verða greiddar á þessu og næsta ári. Tryggvi Finnsson, stjómarfor- maður Ishafs hf., sagði í samtali við Morgunblaðið, að Húsvíkingar væm ánægðir með að fá botn í málið og gengju endanlegir samn- ingar fljótt fyrir sig, gæti skipið hafið veiðar um næstu helgi. Hann sagði að þeir hefðu ekki verið jafnánægðir með að hafa verið knúnir til hækkunar kaupverðs, en miðað við tilboðin í Sigurfara II, virtust þeir mega vel við una, Kol- beinseyin væri hagkvæmari í rekstri. Þetta verð væri þó í hæsta lagi og ljóst væri að ekkert mætti bera út af í rekstrinum, ætti hann að ganga. Hlutafé í íshafí er um 30 milljónir króna og að auki fær hlutafélagið 18 til 20 milljónir króna að láni hjá Byggðasjóði samkvæmt heimild á lánsfjárlöguni. Hluthafar munu ganga í eigin ábyrgð fyrir láni Byggðasjóðs, þannig að veðsett lán á skipinu verða ekki umfram lán Fiskveiðasjóðs; Sjóðurinn mun enn- fremur veita íshafí sama vaxtaaf- slátt og öðmm skuldunautum sjóðs- ins. Ekki er ljóst hve mikill hann verður á þessu ári, en hann var 60% á síðasta ári. Er Fiskveiðasjóður keypti skipið hvíldu á því skuldir að upphæð rúmar 280 milljónir króna. m j\'s* j AÐEINS fimm meinatæknar verða starfandi á Landspítalanum á morgun, fimmtudag, en undir venjulegum kringumstæðum eru þeir 50. Þetta gera þeir til að þrýsta á um betri launakjör og bætta starfsaðstöðu við vinnu á áhættusýnum. Landspítalinn: Meinatæknar aðeins með neyð- arvakt á morgun íhuga úrsögn úr BSRB MEINATÆKNAR, sem starfandi eru á Landspítalanum, hyggjast starfa eins og á sunnudögum á morgun, fimmtudag, þ.e. haldið verður einungis uppi neyðarvakt, til að vekja athygli á kröfum sínum um bætt laun og bættan öryggisútbúnað varðandi vinnu áhættusýna. Fimm meinatæknar verða á vaktinni á morgun; tveir á blóðmeinadeild, tveir á meinefnadeild og einn á göngudeild til að sinna þeim sem pantað hafa tíma, en undir venjulegum kring- umstæðum eru 50 meinatæknar starfandi á virkum dögum, að sögn Helgu Ólafsdóttur formanns Meinatæknafélags íslands. Nú þegar hafa sex meinatækn- tækna væru í mótun nú en þeir ar hætt störfum á Landspítalan- um og aðrir sjö hafa sagt upp störfum frá 1. janúar 1986. „Hér er ekki um neinar samræmdar aðgerðir meinatækna að ræða heldur eru þetta allt einstaklings- bundnar uppsagnir. Störfin hafa verið auglýst en enginn hefur sótt um. Þá var nám meinatækna lengt frá tveimur og hálfu ári upp í þijú og hálft ár og var því enginn meinatæknir útskrifaður í þijú ár, frá 1982 til 1985, þannig að hæg viðkoma er hjá stéttinni." Helga sagði að kröfur meina- miðuðu sig gjaman við tækni- fræðinga þar sem báðar stéttimar væm útskrifaðar úr sama skóla. „Byijunarlaun meinatækna eftir stúdentspróf og þriggja og hálfs árs nám í tækniskóla er aðeins 27.000 krónur. Komið hefur til tals á meðal félaga í Meinatækni- félagi íslands að fara að dæmi kennara og segja okkur úr BSRB og ganga í BHM, en þó hefur engin ákvörðun verið tekin um það ennþá," sagði Helga. Félags- menn í Meinatæknifélagi íslands eru 340 talsins. Keflavík: Ingólfur í fyrsta sæti INGÓLFUR Falsson varð efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Keflavík, með 481 atkvæði alls, þar af 255 í fyrsta sæti. Alls kusu 772, auðir seðlar og ógildir voru 10. Prófkjörinu lauk á mánudagskvöld. „Þetta var allt gott fólk sem var í framboðinu. Ég tók stefnuna á fyrsta sætið þegar Tómas Tómas- son hætti sem forseti bæjarstjómar eftir langt og giftusamt starf fyrir bæinn. Eg er ánægður með úrslitin og vonast til _ að geta unnið hér gott starf. Og eg vonast til að flokk- urinn verði í meirihluta í bæjar- stjóm eins og verið hefur undan- farin 32 ár,“ sagði Ingólfur. í öðru sæti var Garðar Oddgeirs- son með 281 atkvæði í fyrsta og annað sæti, 516 atkvæði alls. I þriðja sæti var Jónína Guðmunds- dóttir með 375 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti, 584 atkvæði alls. Krist- inn Guðmundsson var í fjórða sæti með 345 atkvæði í fyrsta til íjórða sæti, 469 atkvæði alls. Stella B. Baldursdóttir var í fimmta sæti með 337 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti, 385 atkvæði alls. Þessir hlutu meira en helming atkvæða og er kosning þeirra því bindandi. í sjötta sæti var Einar Guðberg með 377 atkvæði, f sjöunda Svan- laug Jónsdóttir með 368, í áttunda sæti var Hjörtur Zakaríasson með 293 atkvæði og í níunda sæti var Sigurður Garðarsson með 283 at- kvæði. Rói af íslenzku bergi brotinn Færeyingurinn Rói Patursson, sem í gær voru veitt bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs fyrir ljóðabókina Lfkasum, er af íslenzku bergi brotinn. Langamma hans hét Guðný Eiríksdóttir og var frá Karl- skála í Eskifirði. Þess má að auki geta, að Rói vann á Bessastöðum árið 1967, þegar Ásgeir Ásgeirsson var forseti. Sjá frétt og viðtal við Róa Patursson á blaðsíðu 21. Vopnaburður lögreglu: Engin ástæða til að draga í efa hæfni víkingasveitanna — segir Sverrir Haukur Gunnlaugsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins í BRÉFI Landssambands lög- isins eru nefnd fjögur gagn- reglumanna til dómsmálaráðu- rýnisatriði vegna ákvörðunar- neytisins og utanrikisráðuneyt- innar um að lögreglumenn beri Tilboð opnuð í Sigurfara og Sölva Bjarnason: 40 milljóna munur á hæsta og lægsta tilboði í Sigurfara TILBOÐ voru í gær opnuð hjá Fiskveiðasjóði í togarana Sölva Bjamason og Sigurfara II. Átta tilboð bárust í Sigurfara og voru þau á bilinu 190 til 150 milljónir króna. í Sölva Bjamason bárust 5 tilboð á bilinu 150 til 128 millj- ónir króna. Tilboðin hafa enn ekki verið metin eftir greiðslutil- högun og tryggingum, en slíkt mat kann að breyta þeim nokkuð. Tryggingaverð á Sölva er 160,9 milljónir en 186,6 á Sigurfara. Tilboðin í Sigurfara eru frá eftir- töldum aðilum: Bragi Bjamason og fleiri, Höfn f Homafírði, 190 millj- ónir króna. Haraldur Böðvarsson og Co., Akranesi, 187,5, Útgerðar- félag Akureyringa 177,3, Skag- strendingur hf., 172, Siglunes hf., Gmndarfirði, 168,3, Hraðfrystihús Grundaifyarðar hf. 165, Sæberg hf., Ólafsfírði 165 og Þorbjöm hf. Grindavík 150 milljónir króna. Eftirtaldir aðiljar buðu í Sölva Bjamason: Útgerðarfélag Bflddæl- inga hf., 150,5 milljónir króna, Bjami Andrésson, Tálknafirði, 147,1, Jón Erlingsson og Hafliði Þórsson, Sandgerði, 132,5, Siglfírð- ingur hf., Siglufírði, 131,5 og út- gerðarfélagið Gunnvör, ísafirði 128 milljónir króna. Sigurfari II var áður gerður út af Hjálmari Gunnarssyni á Gmnd- arfirði. Skipið hefur á þessu ári áunninn kvóta upp á 800 lestir af þorski og alls 2.801 lest. Þorskafla- hámark skipsins í sóknarmarki, sé það gert út frá Suður- og Vestur- landi er 1.150 lestir, en 1.750 lestir verði það gert út frá öðmm lands- hlutum. Sölvi Bjamason var áður í eigu Tálkna hf á Tálknafirði, en síðustu árin í leigu á Bfldudal. Áunninn þorskkvóti skipsins er 1.346 lestir í aflamarki og þorskaflahámark í sóknarmarki er háð sömu reglum og gilda um Sigurfara og reyndar aðratogara. skotvopn á Keflavíkurflugvelli: ótrygg réttarstaða, ímynd lög- reglubúningsins, slysatrygg- ingar lögreglumanna og launa- kjör. Fulltrúar ráðuneytanna munu ræða við lögreglumenn um þessi atriði á næstunni. I bréfi LL segir um þessar ástæð- un „Réttarstaða lögreglumanna, sem þurfa að beita skotvopnum og kunna að skaða óbreytta borgara, hlýtur að vera ótrygg, ekki síst með tilliti til þess að ekki hefur fengist niðurstaða í viðræðum Landssam- bands lögreglumanna og dómsmála- ráðuneytisins um þau mál. Stjóm Landssambands lögreglu- manna mótmælir því, að almennur einkennisbúningur lögreglumanna sé notaður við slfk störf, þar sem hann er þekktur sem búningur óvopnaðra lögreglumanna. Hættu- legt er að breyta þeirri ímynd. Lögreglumenn eru slysatryggðir en ekki er þar gert ráð fyrir þeirri auknu áhættu, sem fylgir vopnuðum störfum. Launakjör lögreglumanna eru ekki miðuð við að lögreglumenn stundi störf sín vopnaðir vélbyss- um.“ Morgunblaðið sneri sér til Sverris Hauks Gunnlaugssonar, skrifstofu- stjóra vamarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins. Hann sagði að bréf LL hefði ekki borist ráðuneyt- inu, en benti á að þegar á þriðja degi eftir að vopnaðir lögreglumenn hófu gæslu á Keflavíkurflugvelli, hefðu lögreglumenn klæðst öðrum búningum og það hefði gerst áður en kunnugt varð um afstöðu Lands- sambandsins. Landssambandið hefði ekki í sjálfu sér snúist gegn vopnaburði lögreglumanna, heldur vakið athygli stjómvalda á réttarstöðu þeirra, slysatryggingum og launakjörum. Sverrir Haukur sagði ennfremur „Þjálfun víkingasveitar lögreglunnar hér á landi er að fyrirmynd sérsveita norsku lögreglunnar og stenst fylli- lega samanburð við hana. Kröfur sem gerðar em til norsku sveitarinn- ar eru strangari en í ýmsum ná- grannalöndum okkar og því engin ástæða til þess að draga í efa hæfni meðlima íslensku víkingasveitanna." Hjalti Zóphaníasson, skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði að ekki hefði verið tekin afstaða til bréfs Landssambandsins. Þeir sögðu að á næstunni færu fram viðræður á vegum ráðuneytanna um efnisat- riði bréfs Landssambandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.