Morgunblaðið - 22.01.1986, Side 27

Morgunblaðið - 22.01.1986, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986 27 Leikhópurinn ásamt höfundi. Þjóðleikhúsið: „Upphitun“ eftir Birgi Engilberts frumsýnt 31. jan. ÞJOÐLEIKHUSIÐ frumsýnir nýtt íslenskt leikrit, „Upphitun“, eftir Birgi Engilberts föstudaginn 31. janúar nk. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson, tónlist eftir Gunnar Þórðarson, ieikmynd og búninga gerði Sigurjón Jóhannsson, dansar eru eftir Nönnu Ólafsdóttur og lýsingu annast Páll Ragnarsson. Með hlutverkin í leiknum fara Kristbjörg Kjeld, Þóra Friðriks- dóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Guðrún Þ. Stephensen, Bryndís Pétursdóttir, Guðrún Þórðardóttir, ballettdansararnir Katrín Hall, Helena Jóhannsdótt- ir, Lára Stefánsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir auk telpna úr Listdansskóla Þjóðleikhússins. Birgir Engilberts nam leik- myndagerð í Þjóðleikhúsinu á fyrra helmingi sjöunda áratugar- ins og hefur gert fjölda leikmynda við sýningar Þjóðleikhússins. Einnig hefur hann áður sent frá sér fimm stutt leikrit og eitt smá- sagnasafn. Kunnasta leikrit Birg- is mun vera fyrsta verk hans, „Loftbólumar", sem Þjóðleikhúsið sýndi á litla sviðinu í Lindarbæ árið 1966, og varð Birgir þar með yngsti höfundur sem Þjóðleik- húsið hefur sýnt verk eftir. Loft- bólur urðu síðan fyrsta leikritið sem tekið var upp í sjónvarpi hér og var auk þess sýnt á Norður- löndunum. Onnur leikrit hans eru Lífsneisti, Sæðissatíran, Ósigur, Hversdagsdraumur og árið 1982 sendi hann frá sér bókina And- vökuskýrslumar, sem geymir þijár sögur. Þeim sem þekkja fyrri leikrit Birgis Engilberts mun hugsanlega koma þetta nýja leikrit, Upphitun, nokkuð á óvart, segir í frétt frá Þjóðleikhúsinu, en í þessu verki er hann hinsvegar á svipuðum slóðum og í Andvökuskýrslunum og rær á djúpmið sálarlífsins. Þama er m.a. fjallað um tímann og þá fortíð fulla af vonum og fyrirheitum, sem ekki verður höndluð á ný, og er það reyndar stef úr fyrri leikritunum. Þama er fjallað um manneskjuna, sem getur ekki hörfað aftur til bemsk- unnar þegar hún stendur and- spænis ósigri í lífinu. í miðju leiksins standa systum- ar Þórey og Sóley og hefst at- burðarásin þar sem móðir þeirra er látin og þær eru komnar ofan í kjallara gamla hússins tii að fara í gegn um gleymda og grafna hluti úr fortíðinni, vinsa heillegt úr og henda öðru. Og víst er að kjaliarinn er fullur af dýrindis drasli, engu hefur verið hent á þessu heimili. En í þessu dóti öllu lifir fortíðin, hún gerist áleitin, kveikir minningar og bregður loks miskunnarlausri birtu á líf systr- anna. Sárin ýfast og í ljós kemur að ómögulegt er að sætta sig við ósigur. (Úr fréttatilkynningu.) Nefnd frá Akureyri hjá iðnaðarráðherra: Rætt um breytingu á ver ðj öfnunargj aldi Akureyri, 20. janúar. „VIÐ ræddum t.d. um breytingar eða millifærslu á verðjöfnunar- gjaldi," sagði Helgi Bergs, bæjar- sljóri á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið í dag — en nefnd frá Akureyri, sem sett var á laggimar til að ræða við iðnaðar- ráðherra um málefni Hitaveitu Akureyrar, hitti ráðherra að máli í Reykjavík í morgun. Bæjarráð tilnefndi Helga ásamt bæjarráðsmönnunum Sigurði Jó- hannessyni og Sigurði J. Sigurðs- syni í nefndina. Sigurður J. lagði einmitt til í Bæjarstjóm Akureyrar á síðasta hausti að athugað yrði hvort það borgaði sig að selja hlut Akureyrar í Landsvirkjun og er það ein þeirra hugmynda sem ræddar verða. „Á Akureyri, Akranesi og í Borg- amesi er innheimt verðjöfnunar- gjald af rafmagni og þeir peningar sem þannig fást fara til Rafmagns- veitna ríkisins og Orkubús Vest- §arða — og þessar veitur selja síðan rafmagn til húshitunar á lægri töxtum en gert er í áðumefndum bæjum. Margir telja þetta rang- læti,“ sagði Helgi Bergs í gær. Á fundi ráðherra og nefndarinnar FYRIRTÆKIÐ ADDA-vinnu- kerfi gengst fyrir námskeiði fyrir stjómendur fyrirtækja um mannaforráð og vinnukerfi nk. laugardag og sunnudag frá 9-17. Fjallað verður um hvemig hvetja megi starfsfólk og þátttakendum em kynntar ýmsar aðferðir til að hafa áhrif á hegðun fólks. Þá verður meðal annars rætt um markaðssetningu og hvernig var einnig rætt um niðurfellingu söluskatts og verðjöfnunargjalds á rafmagni á dælur sem dæla vatni en þegar hafa nefnd gjöld verið felld af rafmagni á varmadælur. nota megi þessar aðferðir til að flýta þvi að ná settu marki. Leiðbeinandi verður Guðríður Adda Ragnarsdóttir tilraunasál- fræðingur. Hún hefur verið ráðgef- andi við starfsmannastjómun og kennt atferlisgreiningu við Háskóla íslands og við háskólann í Exeter í Englandi, þar sem hún jafnframt stundaði rannsóknir á vinnustýr- andi launakerfum. ADDA-vinnukerfi: Námskeið um manna- forráð og vinnukerfi Flugstöð á Reykjavíkurflugvelli: Fyrsta skóflustung- an tekin að ári liðnu? „EF MÁLIN þróast áfram án óvæntra tafa, má búast við að fyrsta skóflustungan fyrir flugstöð á Reykjavíkurflugvelli verði tekin ein- hvem tíma á útmánuðum næsta árs,“ svaraði Birgir Guðjónsson, deildarstjóri í samgönguráðuneytinu, og formaður byggingaraefnd- ar, þeirri spumingu, hvenær vænta mætti að framkvæmdir hæfust við flugstöðvarbyggingu í Reykjavík. Eins og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu var deiliskipulag flugvallarsvæðisins í Reykjavík samþykkt á borgarstjóraarfundi í síðustu viku. í því er meðal annars gert ráð fyrir byggingu flugstöðvar. Að sögn Birgis Guðjónssonar líkindum tekið upp við Qárlagagerð vinnur nefnd undir forsæti Birgis ísleifs Gunnarssonar alþingismanns að athugun á fjármögnunarleiðum fyrir flugstöðvarbygginguna. Birgir sagði að niðurstaða nefndarinnar ætti að liggja fyrir á næstu mánuð- um og síðan yrði málið að öllum á Alþingi í haust. Aætlaður kostn- aður við gerð flugstöðvarinnar er 235 milljónir króna. Þar af er talið að röskar 118 milljónir fari til sjálfr- ar byggingarinnar, en rúmar 96 milljónir í vegagerð og brautarlagn- Bæjarsljórn Hafnarfjarðar: Mótmælir tollgæzlu frá Reykjavík „Um síðustu áramót ákvað fjár- málaráðuneytið að fela tollgæsl- unni í Reykjavík að sjá um hluta af tollafgreiðslu og tolleftirliti í Hafnarfirði, sem starfsmenn bæjarfógetans i Hafnarfirði hafa séð um í áratugi. Bæjaryfirvöld telja að breytingar þessar séu alls óþarfar og af þeim hljótist mikið óhagræði. Að þessu tilefni hafa hafnarstjóm og bæjar- stjóm samþykkt ályktanir. Bæjarstjóm samþykkti eftirfar- andi ályktun á fundi 14. janúar sl.: „Bæjarstjóm Hafnarfjarðar ítrekar mótmæli hafnarstjómar Hafnarfjarðar við þeim breytingum á tollafgreiðslu og tolleftirliti með skipum og flutningum um Hafnar- fjarðarhöfn, sem tilkynnt em í bréfi fjármálaráðuneytis til bæjarfóget- ans í Hafnafirði frá 20. des. 1985. Bæjarstjóm bendir á að Hafnar- fjörður er ein af aðaltollhöfnum landsins og hvað vöramagn og umfang snertir er hún önnur stærsta höfnin. Um áratuga skeið hefur verið $ Hafnarfirði alhliða tollþjónusta, sem hefur fengið orð fyrir góða og fljóta þjónustu. Hið nýja fyrirkomulag að færa þessi verkefni til Reykjavíkur virðist ekki hafa annað í för með sér en að afgreiðsla verði tafsamari og kostn- aðarsamari og getur auk þess valdið Hafnarfjarðarhöfn röskun og tekju- tapi. Þá valda breytingar sem þess- ar mikilli röskun hjá ýmsum þjón- ustugreinum, sem tengjast í at- vinnulegu tilliti starfsemi hafnar- innar.“ 120 atvinnu- lausir um ára- mót á Akureyri Akureyri, 20. janúar. UM áramótin vora 120 manns skráðir atvinnulausir á Akureyri, 90 karlar og 30 konur. í desember vora skráðir 1.895 heilir atvinnu- leysisdagar sem svarar til þess að 86 hafi verið atvinnulausir allan mánuðinn. Gefin vora út í desember 158 atvinnuleysisbótavottorð með samtals 1.280 heilum bótadögum. Ný sending tekin upp í dag Qlísm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.