Morgunblaðið - 22.01.1986, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 22.01.1986, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986 Hver á að rann- saka hvern? eftirPál V. Daníelsson Alþingismenn þurftu að taka rispu skömmu fýrir jólin út af Hafskipsmálinu og voru þar ekki spöruð stór orð í garð einstakra manna og svo þurfti náttúrlega að koma pólitískum svip á allt „svínarí- ið“. Tap þjóðarinnar upp á 500 milljónir króna og missir atvinnu 160 manns var mjög í hámælum höfð. Hér þyrfti nú Alþingi að koma til skjalanna og rannsaka málið í botn svo að þar lægju engin óhrein- indi og allt yrði almenningi að fullu ljóst. Sannarlega er hér um hörmulegt mál að ræða. En maður líttu þér nær Hins vegar sýnir þetta mál vel tvískinnungshátt margra þing- manna. Án þess að nokkur hreyfi hönd eða fót á Alþingi þá eru §ár- lög afgreidd þar sem þjóðfélagið er skattlagt um ca. 1.000 milljónir króna, umfram tekjur af áfengis- sölu, til þess að standa undir kostn- aði við áfengisviðskiptin í landinu, tvöfalda tapupphæðina vegna Haf- skipsmálsins, og í leiðinni eru ekki 160 manns gerðir atvinnulausir, heldur er ríflega sá hópur sendur á sjúkrahús og í gröfína fyrir aldur fram. Og þetta gerist ár eftir ár, að fólk verður að bera slíka skatt- byrði og þola þær þjáningar, sem af niðurgreiðslu á áfengisstarfsem- inni í landinu hlýst. Og þingmenn þegja Yfír þessu stórmáli grúfír þögn í þingsölum. Og þó. Sumir vilja auka þessi útgjöld og auka bölið. En af hverju eru þessi mál ekki rannsökuð? Ha menn fengið ein- PáU V. Daníelsson „Og- þetta gerist ár eftir ár, að fólk verður að bera slíka skattbyrði og þola þær þjáningar, sem af niðurgreiðslu á áfengisstarfseminni í landinu hlýst.“ hveija inngjöf svo að þeir megi ekki mæla. Vonandi ekki neina hagsmunasprautu. Ég veit að sumir álíta að opna megi flestar dyr með peningum, slikt hefur heyrst frá útlöndum. En ég hefí ekki viljað trúað því að það viðgengist hér á landi. Hvað ætti þá að verða því til fyrirstöðu að orðhvatir þingmenn risu upp og krefðust þess að sett væri á stofn rannsóknamefnd til þess að skoða þessi mál og reyna Morgunblaðið/Skapti Hallgi-imsson Halldór Blöndal rseðir við Björa Magnússon, húsgagnasmið f Trésmiðjunni Þór, þegar þeir Björn Dagbjartsson komu þangað f heimsókn. Akureyri: Þingmenn heim- sækja fyrirtæki að bjarga fólki frá ógæfu og dauða fyrir aldur fram? Það hljóta að vera til menn á Alþingi, sem vilja setja manninn og velferð hans aurum ofar. Og það er fleira sem þyrfti að rannsaka En það er fleira sem rannsaka þarf. Forsætisráðherra hefur lýst því yfír að þjóðin væri komin á ystu höf í erlendri skuldasöfnun. Hver á þar sökina? Ekki hinn al- menni borgari. Nei, það er Alþingi. Er annars til nokkur alþingismaður, sem er saklaus af því gjaldþroti, sem þar blasir við? Á sama tíma hefur þeim tekist að koma sjálfum sér öðrum betur fyrir launalega og ekki síst eftirlaunalega og enginn þeirra segir neitt. Hann er sætur samtryggingarsopinn. Þegar svona er komið þá er ekki óeðlilegt að margur, sem streðar undir skatt- byrðinni telji að það sé farið að á grynnka á orðinu „spilling" og jafn- vel að það sé að komast upp á yfírborðið. Hvað er til ráða? En fólkið kýs þingmennina segja menn. En heftir það ekki harla lítið áhrif? Mikið var um skeið talað um nauðsyn þess að breyta lögum á þann veg að fólk gæti valið á milli manna í kosningum í ríkari mæli en nú er. Slíkar raddir virðast þagnaðar. Jafnframt hafa próf- kjörsreglur jrfírleitt verið þrengdar. Áhrif hins almenna manns á val frambjóðenda minnkuð. Það virðist því ekki vera hægt að ná þing- mönnunum úr fílabeinstumi sínum öðruvísi en að ógna flokkunum með framboðum af hálfu fijálshuga fólks. Slík ógnun við flokkaveldið gæti orðið til þess að þeir tækju sé tak og nálguðust fólkið og ynnu traust þess. Flokkasamtryggingin sem virðist ráða iögum og lofum í þjóðfélaginu hefur gengið sér til hijðar og hana þarf að bijóta á bak aftur. Höfundur er viðskiptafræðingur. Akureyri. 17. janúar. HALLDOR Blöndal og Björn Dagbjartsson, alþingismenn Sjálfstæðisflokksíns í Norður- landskjördæmi eystra, hafa verið á yfirreið um Akureyri siðustu daga. Þeir félagar hafa heimsótt fjölda fyrirtækja, spjallað við starfsfólk og skoðað starfsem- ina. í dag voru Halldór og Bjöm mættir í Vegagerð ríkisins kl. 9 fyrir hádegi og dmkku morgunkaffí með starfsmönnum. Síðan fóm þeir í Trésmiðjuna Þór, jámsmíðaverk- stæðið Jámtækni og rafeindafyrir- tækið DNG. Undanfama daga hafa þeir Hall- dór og Bjöm heimsótt um 50 vinnu- staði á Akureyri — nýtt tímann til þess þar til alþingi kemur saman að nýju eftir jólalejrfi eftir helgina. ^Dale . Camegie, námskeiÖið Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn nk. fímmtudag, 23. janúar 1986, kl. 20.30 í Síðumúla 35, uppi. Allir velkomnir. ★ Námskeiöiögeturhjálpaöþéraö: Öölast hugrekki og meira sjálfstraust. Bæta minni þitt á nöfn, andlit og staö- reyndir. Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sann- færingarkrafti, í samræðum og áfund- ★ ★ um. ★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virö- ingu og viðurkenningu. ★ Taliö er aö 85% af velgengni þinni séu komin undir því, hvernig þér tekst aö umgangast aöra. ★ Starfa af meiri lífskrafti — heima og á vinnustaö. ★ Halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíöa. Fjárfesting í menntun gefur þér arö ævi- langt. Innritun og upplýsingar í síma 82411 Einkaleyfi á Islandi STJÓRNUNARSKÓLINN Konráö Adolphsson Valborg Vestfjörð Emilsdóttir 70 ára Kær vinkona okkar hjóna, Val- borg ljósmóðir, Borgarholtsbraut 27, Kópavogi, er sjötug í dag. Mér fínnst vel við hæfi að hennar sé getið lítilsháttar um leið og við sendum henni ámaðaróskir. Valborg fæddist á Þinghóli, Tálknafírði, og ólst þar upp með systkinum sínum, á menningar- heimili. 15 ára missir hún föður sinn, og má geta sér til að það hefur verið mikið áfall fyrir §öl- skyldu hennar. Foreldrar hennar voru Emil Óskar Vestfjörð Sæ- mundsson, bóndi á Þinghóli, og kona hans Kristjana Guðmunda Guðmundsdóttir. Valborg var snemma tápmikil, og 16 ára braust hún í því að afla sér kvennaskólamenntunar á Blönduósi, en brátt tekur lífsbraut hennar nýja stefrtu. Ungur búfræð- ingur, Guðmundur Ólafsson frá Dröngum á Skógarströnd, kemur til að vinna plægingar og jarðabóta- störf þar vestra. Þau kynnast og ákveða að láta eitt jrfír bæði ganga, og taka lífsbaráttuna sameiginlega. Ekki hefí ég spurt þau um vígslu- dag, en 18 ára er Valborg í hjóna- bandi, nánar tiltekið 19. maí 1934. Þau hefja búskap á Dröngum, á einu versta kreppuári aldarinnar, fátæk efnalega, en rík af bjartsýni og hagnýtum dugnaði. Ifyrstu þijú árin voru þau í sambýli með foreldr- um Guðmundar, en þau voru Ólafur póstur Guðmundsson og Kristín Stefánsdóttir. Ungu hjónunum bún- aðist vel, þau ræktuðu jörð og byggðu upp hús og hlöður. Drangar eru þingstaður og einskonar mið- stöð sveitarinnar. Þjóðvegurinn gámli lá um bæjarhlað. Gestakoma var mikil á þeirra tíma vísu. Ungu hjónin voru vandanuntyvaxin. Þar var öllum vel tekið. Sjálfsagt þótti að veita ókejrpis veitingar við mannamót og á ungmennafélags- fundum, og voru þau hjón þar virkir félagar, svo og í öðrum framfara- málum sveitarinnar. Guðmundur tók við landpóst- störfum af föður sfnum við giftingu og rejmdar nokkru fyrr, og var viðurkenndur traustleikamaður á því sviði, sem öðru, en ég veit að ekki mundi honum líka ef ekki væri getið þáttar Valborgar í því starfí. Allar Qarvistir heimilisföður kalla á aukna fyrirhöfn og ábyrgð húsmóður, og Valborg var þeim vandavaxin. En nú komu ný viðhorf til sögu. Valborg var beðin að læra ljósmóð- urstarf fyrir Skógarstrandarum- dæmi. Vart hún við þeirri beiðni og lauk ljósmóðurprófí 30. septem- ber 1935. Hún.var ljósmóðir þar vestra til 1968, ósérhlífín ogtraust. Skógstrendingar kunnu vel að meta störf hennar og heiðruðu hana sér- staklega með gjöfum og samsæti á 50 ára afmæli henanr. Þau hjón hættu búskap eftir 34 ár á Dröng- um og fluttu til Kópavogs. Var það af heilsufarsástæðum Guðmundar. Þurfti hann að fá sér léttara starf en búskap, og hefur unnið hér við bókband og bókbandskennslu. Er hann viðurkenndur snillingur á því sviði. Hér syðra hefur Valborg starfað, og starfar enn, við ljósmóð- urstörf, hjúkrun í heimahúsum og viðmæðraskoðun. Ég minnist þess sem ungur maður, er ég var við jarðræktar- vinnu á Snæfellsnesi, hversu glæsi- leg hún var þessi unga aðflutta húsfreyja á Dröngum. Hún bar með sér ákveðinn svip, og glaðlegt við- mót. Ekki er ég frá því að sumir sveitungamir hafí öfundað Guð- mund. Mörgum hefur fundist þau hjón enn vera á trúlofunarstiginu, svo samhent eru þau. Eftir komu þeirra til Kópavogs átti Guðmundur við þungbær og þrálát veikindi að stríða, af og til, á annan áratug. Hans trausta stoð var þá sem endranær kona hans. Sem betur fer hefur hánn á síðustu árum fengið þar nokkra bót. Ég hygg að Valborg telji sig gæfukonu, og þá ekki síst fyrir það að þau hjón hafa eignast og komið til þroska 5 mannvænlegum böm- um, en þau em: Ólafur Kristinn, húsasmiður og byggingafulltrúi, Hrossholti, Snæfellsnessýslu, Kristjana Émilía, bókbindari, Kópa- vogi, Unnsteinn, skrifstofumaður, Höfti, Hornafírði, Rósa Vestfjörð, auglýsingastjóri, Akureyri, Kristín Björk, kennari, Varmahlíð, nú sér- kennari í Osló. Öll em vel gift, og munu bamabömin vera 18 á lífi. Bamabamaböm era 5. Tengdaböm, svo og allir afkom- endur, hafa verið Valborgu sérstak- lega hugfólgin. Virðing, tillitssemi og hjálpfysi hefur verið einkennandi fyrir hana og hennar nánustu alla tíð. Um leið og ég óska henni heilla á komandi ámm, vil ég þakka þeim hjónum löng og góð kynni. Þórður Kárason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.