Morgunblaðið - 22.01.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.01.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1986 33 Stefán Þorhallur Stefansson Fæddur 26. desember 1915 Dáinn 14. janúar 1986 í dag verður Þórhallur verkstjóri, eins og hann var jafnan kallaður hér í Hamrahlíð 17, kvaddur frá Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 1.30. Stjóm Blindravinnustofunnar og stjóm Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17 senda eiginkonu hans og fjöl- skyldu allri hugheilar samúðar- kveðjur vegna fráfalls Þórhalls heitins. Þórhallur var nýlega orðinn sjötugur er fráfall hans bar að höndum, nú fyrir rúmri viku. Hann hafði um árabil átt við erfíðan sjúk- dóm að stríða, sem hann mætti með mikilli karlmennsku og ótrúlegri hugarró. Þórhallur starfaði fyrir Blindra- vinnustofuna og Blindrafélagið rúmlega helming ævi sinnar og rækti öll störf sín með sérstakri alúð og samviskusemi og mætti jafnan á vinnustað enda þótt hann væri hættur störfum, allt fram til hinstu stundar og studdi okkur með ráðum og dáð. Stjóm Blindravinnu- stofunnar og Blindrafélagsins vilja þakka þessum látna heiðursmanni drengskap og ósérplægni í störfum og þá einstæðu alúð er hann sýndi blindum og hagsmunamálum þeirra á sinn kyrrláta og einstæða hátt. Raunar má segja að Þórhallur hafí verið einn af dyggustu máttarstólp- um Blindrasamtakanna undanfama ijóra áratugi og er nú skarð fyrir skildi vegna fráfalls hans. En minn- ingin um góðan dáðadreng mun lifa og fordæmi hans mun verða okkur félögum Blindrafélagsins og starfs- fólki þess hvatning um ókomin ár. F.h. stjómar Blindravinnu- stofunnar, Guðjón Guðmundsson F.h. stjóraar Blindrafélags- ins, Halldór S. Rafnar. Þegar sól hækkar smám saman á lofti og skammdegið hopar undan hverfur allt í einu ágætur sam- ferðamaður úr hópnum. Stefán Þór- hallur Stefánsson lést 14. janúar og verður borinn til moldar í dag frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Stefán Þórhallur fæddist hér í borg 26. desember 1915, sonur hjónanna Vigdísar Sæmundsdóttur og Stefáns Guðnasonar verkstjóra. Ólst Stefán Þórhallur upp í Reykja- vík og bjó lengst af á Bergstaða- stræti 17 en síðast í Álftamýri 50. Síðustu tuttugu og fímm ár ævi sinnar starfaði hann sem verkstjóri í blindravinnustofunni í Hamrahlíð 17 við góðan orðstír. Heyrði ég oft kunnuga bera honum ljúfmennsku og nærgætni í samskiptum við blinda fólkið þar. Annars fer varla milli mála að tónlistin átti sér í lagi hug og hjarta Stefáns Þórhalls Stefánssonar enda var Stefán faðir hans gæddur ríkri — Minnmg tónlistargáfu og snillingur í hljóð- færaleik. Stefán Þórhallur var í hópi fyrstu nemenda tónlistarskólans og helgaði sig hljóðfæraleik frá ungum aldri, fyrst sem atvinnumaður og síðar sem áhugamaður. Lék hann nokkur ár í Sinfóníuhljómsveit ís- lands en síðar með Lúðrasveit Hafnarfjarðar og víðar. Einnig fékkst hann við tónsmíðar allt til hinstu stundar. Heyrast lög eftir hann stundum í útvarpi, og hafa sérfróðir menn lokið lofsorði á þau. Stefán Þórhallur hirti hins vegar lítt um metorð í launaskyni fyrir tón- smíðar sínar. Hann var félagslyndur og sóttist gjarnan eftir að vera nærstaddur þar sem kostur gafst á hljóðfæraslætti eða söng en kærði sig ekkert um að standa einn í sviðsljósi. Metnaður hans fólst í alúð og nákvæmni, og hann mat árangur til annars og meira en lófataks. Hygg ég að Stefán Þórhallur hafí verið of dulur til þess að njóta sín í miskunnarlausri samkeppni um svokallaðar vegsemdir. Auk þess var listsköpun hans löngum hjáverk en maðurinn smekkvís og kröfu- harður. Stefán Þórhallur Stefánsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðlaug Gísladóttir. Börn þeirra eru þijú: Asa Gíslína, gift Jóni B. Guðmundssyni; Vigdís, sem hefur lengi verið búsett í Bandaríkjunum, og Skafti Sæmundur, kvæntur Þórnýju Jónsdóttur. Seinni kona Stefáns Þórhalls er Unnur Torfa- dóttir Hjaltalín frá Garðsenda í Eyrarsveit í Grundarfírði, og lifír hún mann sinn. Dætur þeirra eru tvær: Ásdís, gift Óttari Helgasyni, og Torfhildur, gift Bimi Ó. Vem- harðssyni. Bamaböm Stefáns Þór- halls em fjórtán. Vom þau kær afa sínum, og hafði Stefán Þórhallur alltaf tíma til að sinna þeim, þó að hann ætti annríkt. Atvinnu sína stundaði Stefán Þórhallur af stakri samviskusemi jafnvel eftir að hann var farinn að kröftum. Hann lét alltaf sitja í fyrirrúmi að gera skyldu sína. Tóm- stundum varði hann einkum til tón- smíða og bóklestrar. Stefán Þór- hallur var og hestamaður, þótt aldrei yrði hann stórbóndi í þeim efnum. Áður en heilsan bilaði fór hann að sumarlagi oft um helgar ásamt Ásu dóttur sinni og Jóni manni hennar í sumarbústað austur í Holtum er þau smíðuðu sjálf. Bamabömin nutu og þessara ferða eftir að þau komust á legg. Stefáni Þórhalli var hressing og endumær- ing að hverfa brott úr ysi höfuð- borgarinnar og leita næðis og hvíld- ar í faðmi íslenskrar náttúm. Hann unni íslandi vegna fegurðar þess og tignarleika en jafnframt af aðdáun á smávinunum sem það elur við bijóst sér. Leyndi sér naumast að augu Stefáns Þórhalls vom næm á svipaðan hátt og eym hans. Hann tók eftir ýmsu sem öðmm duldist og fannst til um staði er flestum virðast sem steinar í fjöm. Man ég Minning: Kjartan Ó. Bjarnason húsasmíðameistari Fæddur 22. júní 1943 Dáinn 14. janúar 1986 í dag er borin til hinstu hvildar okkar góði vinur Kjartan Ó. Bjama- son húsasmíðameistari. Það er erf- itt að trúa því að þessi glaðværi og góði drengur eigi ekki eftir að koma í heimsókn oftar, með glað- lega brosið og stöðuga bjartsýni, þrátt fyrir mótlæti. Það er sárt að sjá á bak góðum dreng á besta aldri, sem átti svo margt ógert. Hann var stórhuga og duglegur, og hafði margt í huga varðandi framtíðina. Hann gafst ekki upp þó á móti blési. Kjartan var sérlega vel gerður maður, hjálpfús og hjartahlýr, betri heimilisvin er vart hægt að hugsa sér. Hann hafði lengi haft hug á að komast á togara. En að það yrði ástæðan til endaloka hér á jörð hafði engan gmnað. Kjartan var trúaður og athugull, margar stundir ræddum við um líf og dauða, og allt þar á milli, hann var mjög vel heima á öllum sviðum, og sérlega áhugaverður viðmæl- andi. Okkur brestur orð til að lýsa þeim söknuði sem fráfall þessa góða vinar hefur á okkar fjölskyldu. Megi góður Guð styrkja hans elskulegu móður, systkini og bömin hans þijú, sem hann unni mjög. að Stefán Þórhallur hafði einhvem tíma á orði að honum fyndist rang- nefni að tala um „dauða" náttúm. Hann leit á sköpunarverkið sem lifandi og samræmda heild. Ljúfari maður en Stefán Þór- hallur mun torfundinn. Snyrti- mennska, kurteisi og alúð ein- kenndu hann. Hrindingar og pústr- ar ófyrirleitinnar samkeppni vom honum móti skapi. Hann naut sín best í fámenni. En á gleðistundum var næsta þægilegt að vera sessu- nautur hans og félagi. Þá kom í ljós hver þessi duli og hægláti maður var. Skapgerð hans var slétt á yfírborði, en undir niðri vöktu geðsmunir og umbrot listamanns- ins. Hann gat orðið frægur af tón- smíðum og hljóðfæraleik. Svo varð þó eigi. Samt gafst honum unaður sá er leitin veitir. Og sú tilfinning spratt ekki af neinum draumómm. Stefán Þórhallur Stefánsson kunni slík skil á verkefnum sínum að hann greindi jafnan milli draums og vemleika. Honum leið vel í heimi sem hann bjó sér til og átti sjálfur. Hann skrýddist ekki þungri purp- urakápu en bar með sóma létta og viðfelldna skikkju. Stefán Þórhallur var gætinn maður og orðvar. Helst gaf hann sér lausan taum ef honum var aðdáun í huga. Fyrir nokkmm ámm rákumst við á að loknum samsöng Fóstbræðra, og spurði ég hversu honum líkaði skemmtunin. Stefán Þórhallur minnti á lítið en fallegt lag sem Fóstbræður hefðu sungið snilldarlega. Ég efa ekki að það hafí þeir sungið best því sinni. Hann fer ekki oftar á samsöngva eða hljómleika í þessari veröld, en sé annað líf til mun hann rækja tónlist þar eins og hér. Helgi Sæmundsson í dag kveðjum við Þórhall Stefáns- son, verkstjóra Blindravinnustof- unnar að Hamrahlíð 17. Hann kvaddi okkur starfsfélaga sína, ef svo má að orði komast, er hann bauð okkur mánudaginn 6. janúar upp á kaffí og ijómatertur í tilefni 70 ára afmælis síns sem var 26. desember 1985. Honum var þakk- að, menn tókust í hendur og vom glaðir í lund. Lát hans kom ekki á óvart, síðustu tvö árin var hann oft sárlasinn. Hann hætti störfum hjá Blindravinnustofunni fyrir ári sfð- an, en var þó alltaf með hugann við starfsemina, fylgdist náið með öllu og var boðinn og búinn til hjálp- ar ef eitthvað bar út af. Með einstöku jafnaðargeði og lagni leysti hann ávallt hvem þann vanda sem upp kom og hafði engar óþarfa áhyggjur. Reyndist hann starfsfólki sínu einkar vel og var^ fómfús í starfí og gekk í öll verk hver sem þau vora ef á þurfti að halda. Þórhallur tók mikinn þátt í félagslífi Blindrafélagsins. Var með þeim fyrstu sem las sögur inn á segulband fyrir félagsmenn, las í hádeginu og kaffítíma helstu fréttir úr blöðum og jafnframt vom stund- um ráðnar í sameiningu krossgátur dagblaðanna. Hann var í mörg ár í skemmtinefnd félagsins og hafði veg og vanda af árshátíðum og öðmm skemmtunum félagsmanna. Þórhallur var Reykvíkingur ogir' stoltur af, kominn af góðu fólki og fékk í arf virðulegt yfírbragð, gleði- legt og ljúfmannlegt fas. Hann vann að tónsmíðum í tóm- stundum sínum og hafði hlotið við- urkenningu á því sviði. Hann lék á ýmiss hljóðfæri, lék hér áður fyrr með Sinfóníuhljómsveit íslands, í lúðrasveitum og á dansleikjum. Hann flíkaði hvergi þessu áhuga- máli sínu og við vitum að hann átti ýmislegt í fómm sínum. Við kveðjum félaga og sam- starfsmann, við eigum góðar minn- ingar um góðan dreng sem reyndist sínum vel og lét lítið yfír sér. Við vottum konu hans, bömum og allri íjölskyldunni samúð okkar. Starfsfólk Blindrafélags- ins. 1 Hjalti Þórhannisson, Grindavík—Minning Fæddur 24. júní 1900 Dáinn 26. ágúst 1985 Hann fæddist á Fæti við Skötu- fjörð. Hjalti varð ungur að fara að vinna fyrir sér, eins og títt var í þá daga. Hann gerðist sjómaður, honum var sjomennskan í blóð borin. Árið 1935, að égheld, fluttist hann til Grindavíkur. Þar stundaði hann sjómennsku í fjöldamörg ár, eða meðan hann hafði heilsu til. Skömmu síðar kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Kristbjörgu Jó- hannsdóttur, elskulegri vinkonu minni, Böggu eins og ég kalla hana alltaf. Þau vom samstillt hjónin, bæði vildu allt gott fyrir alla gera, sem þau gátu. Kannski oft meira, það var ekkert talið eftir á því heimili. Ekki skemmdi einkasonurinn, Jó- hann, það. Jói, eins og hann var alltaf kallaður af mér. Hann fetar í fótspor föður síns, góður sjómaður, trúr og tryggur, á ekki langt að sækja mannkostina. Sú kona, sem fengi hann fyrir lífsfömnaut, væri sæl að eiga hann sér við hlið. Hjalti var hvers manns hugljúfí, aldrei lagði hann annað en það besta til allra. Blessað brosið hans Við vitum að hann fær góðar mót- tökuráæðrasviði. Guð varðveiti okkar góða vin. Blessuð sé minning Kjartans. Skarphéðinn og Erla og kærleikurinn, sem skein frá honum, hið þögla spaug og hlýjan í augunum og öllum orðum hans og gjörðum. Það yljar mér enn og mun endast mér lífíð. Ef ég ætti ósk, mér og þjóð minni til handa, til i:ags og gæfíi, að allir lifðu lífínu með svona blessaða hlýju til allra manna og dýra, og þennan hreina hug, þá væmm við ekki á köldum klaka, íslendingar. Ég vildi lifa þann dag. Þá skini sólin og blíðan í hring um okkur öll, háa og lága, hvar svo sem við væmm í þjóð- félagsstiganum. Þó ég sakni Hjalta sárt, hvað þá um hans nánustu? En við vitum að við hittum hann bak við þessi huldu- ský, og ég veit hann hjálpar allt sem hann má, öllum vinum sínum og ástvinum. Okkar síðasti dagur var yndislegur. Hjá mér vom þau þijú að hjálpa mér. Jói minn að bóna bílinn, Hjalti minn að leika sér við Daisy mina og oma sér með bless- aða brosinu og fallegu orðunum sínum. Svo fékk hann sér smáblund. Hann var sjúkur þó hann hefði ekki orð á því. Hún var yndisleg okkar kveðju- stund laugardagskvöldið 24. ágúst 1985. Hann signdi mig. Það er sú hjartnæmasta kveðja sem ég hef verið aðnjótandi. Það er alveg ógleymanlegt. Ég vissi þá, að ég sæi hann ekki fyrr en í næsta lífi, bak við móðuna miklu. Guði séu lof að hann fékk að kveðja ástvini sína heima hjá sér. Ég vissi að það var hans heitasta ósk, í faðmi þeirra sem hann unni svo undur heitt. Hjalti vinur minn var vel skyggn. Það var fátt sem kom honum á óvart. Alltaf fór Jói með föður sinn niður að höfn til að sjá sjóinn og skipin. Og Hjalti minn kom alltaf glaðari til baka. Það var víst og satt að þeir feðgar nutu þeirra ferða og Jói blessaður alltaf jafnviljugur að gleðja föður sinn, enda mjög samrýndir. Við Bagga mín undum okkur við gamlar minningar á meðan. Mikið var ég heppin að hitta Böggu aftur eftir öll þessi ár. Það er gott að eiga svona góða vinkonu, og ekki síður með svona góða fylgd- armenn. Já, lífíð hefur verið mér gott, að eiga samleið með þeim. Það er mikil Guðs gjöf, sem aldrei verður fullþökkuð. Ykkur, vinir mínir, Bagga mín og Jói, ég bið Guð að vemda ykkur og blessa. Það er sárt að missa, en það er sælt að hittast öll aftur. Við Gísli vottum ykkur innilega samúð okkar. Ég vil enda þessar fátæklegu lfn- ur með ljóði eftir einn af skáldsnill- ingum okkar, Sigurð Sigurðsson frá Amarholti. Sól. Stattu kyrr, þó að kalli þig sær til hvílu - ég elska þig heitar. Þú blindar mín augu, en þú ert mér svo kær, og eins hvort þú skín, eða bæn minni neitar. Ég sæki þér nær, þótt þú færir þig fjær- Þótt þú fallir í djúpið, mitt hjarta til geisl- annaleitar. Olga Benediktsdóttir Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingár, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróðrarstöö við Hagkaup, sími 82895.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.