Morgunblaðið - 22.01.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.01.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 22. JANÚAR1986 Utsendarar á friðar- hreyfingu kvenna London, 20. janúar. AP. VIKURITIÐ Jane’s Defence, sem fjallar um hemaðar- og öryggis- mál, hélt því fram í dag, að konur, sem væm þjálfaðar sem útsendarar af Sovétmönnum, hefðu komizt inn í búðir friðar- hreyfingar kvenna við Green- ham Common, um 80 km fyrir vestan London. Blaðið hefur frétt sína m.a. eftir sovézkum flóttamönnum og fleiri heimildum. Heldur það því fram, Noregur; að 3—6 sovétþjálfaðir útsendarar frá ríkjum Varsjárbandalagsins en einnig frá löndum Vestur-Evrópu, þar á meðal Bretlandi, væru „alltaf til staðar", síðan býrjað var að koma stýriflaugunum upp við Greenham Common árið 1983. Sovézka sendiráðið í Bretlandi hefur mótmælt þessu alfarið og haldið því fram, að markmiðið með þessu væri að hvetja til andúðar á Sovétríkjunum. Islamabad, 21. janúar. AP. SOVÉZKAR herþotur vörpuðu sprengjum á borgir og þorp í ýmsum hlutum Afganistans fyrir skömmu og ollu þar miklu mann- tjóni. Var það gert í hefndar- skyni fyrir hernaðaraðgerðir skæruliða. Þannig gerðu sovézkar flugvélar loftárásir á borgimar Charikar í Parwan-héraðinu og borgina Ku- histan í Kapisa-héraðinu í norður- hluta Afganistan. Er það haft eftir einni áreiðanlegri heimild, að gerðar hafi verið „margar" loftárásir á þessar tvær borgir dagana 10,—13. janúar, þar sem um 100 óbreyttir borgarar voru drepnir. Þá berast einnig fregnir af því, að sovézkar flugvélar hafi gert loftárásir á svæðið fyrir sunnan Ghazni-héraðið í suðurhluta lands- ins, eftir að skæruliðar gerðu mikla árás á bílalest afganska hersins 5. janúar sl. Kandahar, sem eitt sinn var næststærsta borg Afganistans, hefur hvað eftir annað orðið fyrir loftárásum að undanfömu. Hafa Rússar lagt á það mikið kapp að reka skæruliða á burt þaðan, en þeim hefur tekizt að halda þar nokkrum hluta borgarinnar. Presthus formaður Hægriflokksins? Osló, 21. janúar. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. Hægriflokksmenn hafa átt í nokkrum vandræðum með að vinna nýjan formann en líklega eru þau mái nú að leysast. Margt bendir til, að Rolf Prest- hus, fjármálaráðherra, sé til- búinn tU að taka við formanns- stöðunni nú í vor af Erling Norvik, sem notið hefur mikilla vinsælda í embættinu. Rolf Presthus hefur þótt standa sig mjög vel sem ijármálaráðherra og vitað er, að Káre Willoch, for- sætisráðherra, vill helst ekki sjá á eftir honum úr því embætti. Það þykir hins vegar ekki á einn mann leggjandi að vera hvort tveggja í senn formaður Hægriflokksins og fjármálaráðherra og því er það hugsanleg lausn, að Presthus fái „léttara" ráðherraembætti. Þess má geta, að formenn hinna stjóm- arflokkanna tveggja, Kristilega þjóðarflokksins og Miðflokksins, era ráðherrar. • »• #»• 1 • Ai'/oinittiiiynu Æfareiðir fiskimenn Sjómannasamtökin í New Bedford í Massachusetts í Bandaríkjunum efndu til verkfalls meðal félags- manna sinna fyrir nokkrum dögum til að knýja á um betri laun. Ekki eru þó allir fiskimenn á staðnum í verkalýðsfélaginu og hafa þeir róið hvað sem verkfallinu líður. Félagsbundnu sjómenn- irnir hafa tekið því illa og reynt að koma í veg fyrir að aflinn sé boðinn upp. Hér má sjá þá nokkra senda fiskkaupendum tóninn. Afganistan; Fjöldi manns drepinn í loftárásum Sovétmanna „Dreymandinn er fallinn — en draumurinn lifir“ Minningardagurinn um Martin Luther King hátíðlegur haldinn AtlaJita. Georgiu, 21. janúar. AP. MINNINGARDAGUR um friðar- leiðtogann og mannréttinda- frömuðinn Martin Luther King, sem myrtur var í Memphis i Tennessee árið 1968, var hátíð- legur haldinn í Bandarikjunum i gær, mánudag. Farið var í kröfugöngur, bænagjörðir haldnar, kirkjuklukkum hringt, ræður fluttar og heitstrengingar itrekaðar um áframhald mann- réttinda- og friðarbaráttu Kings. Tilfinningar fólks krist- ölluðust í orðum bandariska þingmannsins Ronalds Dellums, sem sagði: „Dreymandinn er fallinn - en draumurinn lifir.“ Um 15.000 manns fóru í kröfu- göngu um götur Atlanta eftir þriggja klukkustunda langa minn- ingarguðsþjónustu í Ebenzarkirkj- unni, þar sem King þjónaði. Aður hafði Dexter, sonur hans, lagt blómsveig á gröf foður síns og forseti Samtaka kristinna kirkju- deilda í Suðurríkjunum, séra Jós- eph Lowery, minnst stofnanda og fyrrverandi leiðtoga samtakanna í predikun sinni við guðsþjónustuna. Hann bað menn halda áfram starfi Kings og vinna að jafnrétti kyn- þáttanna. „í nafni Martins Luthers Kings bið ég þess, að við hverfum ekki frá stefnu hans,“ sagði Lowery í ræðu sinni. „Til þess erum við komin allt of langt áleiðis, höfum lagt allt of hart að okkur, farið í of margar kröfugöngur, beðið of heitt, grátið of beiskt, fórnað of miklu af blóði og dáið of ung.“ Þessi mynd var tekin á fundi, sem Martin Luther King efndi til við Lincoln-minnismerkið í Washington i ágúst 1963. Fundur þessi varð hinn fjölmennasti, sem haldinn hefur verið í Bandaríkj- unum. Um 250 þúsund manns söfnuðust þá saman og hlýddu á King flytja frægustu ræðu sína: „Ég á mér draum“. í Bandaríkjunum Séra Lowery gekk til kirkjunnar ásamt George Bush varaforseta, Desmond Tutu, biskupi frá Suður- Afríku, Edward Kennedy öldunga- deildarþingmanni, Andrew Young, borgarstjóra I Atlanta, og ijöl- skyldu Kings. „Það kann að vera, að dreym- andinn hafl fallið, en draumurinn lifir," sagði bandaríski þingmaður- inn Ronald Dellums við minningar- athöfn um King í Olympia í Was- hington-ríki. í San Francisco fögnuðu um 60 þúsund manns Dianne Feinstein borgarstjóra ákaflega, er hún sagði í ræðu, að draumar Kings hefðu þá fyrst ræst, er „svartur banda- ríkjamaður sest í Hvita húsið". í Kennedy-menningarmiðstöð- inni í Washington var haldinn hluti af mikilli tónlistarhátíð, sem þrjár borgir stóðu fyrir í minningu Kings. Samkomunni stjómaði Stewie Wonder, sem barist hefur fýrir því í sjö ár, að afmælisdagur Kings yrði hátiðlegur haldinn. Þar kom fram margt frægra tónlistar- manna, m.a. Bob Dylan og Peter, Paul og Mary, og söng Stewie Wonder ásamt þeim mótmælasöng Dylans, „Blowing in the Wind“. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Janvier Perez de Cuellar, tilkynnti í gær, að framvegis yrði afmælis- dagur Martins Luthers Kings frí- dagur hjá samtökunum. Fóru full- trúar 51 Afríkuríkis fram á, að svo yrði gert. Veður Lægst Hæst Akureyri 0 snjókoma Amsterdam 6 8 skýjað Aþena 6 14 heiðskirt Barcelona 13 þokum. Berlin 4 8 skýjað Briíssel 8 skýjað Chicago +3 2 skýjað Dublin 4 7 skýjað Feneyjar 6 skýjað Frankfurt 1 8 skýjað Genf 1 9 heiðskírt Helsinki 4-23 +17 heiðskírt Hong Kong 17 20 heiðskírt Jerúsalem 4 10 heiðskírt Kaupmannah. 0 3 skýjað Las Palmas vantar Lissabon 10 14 rigning London 7 9 skýjað Los Angeles 15 20 heiðskírt Lúxemborg 4 skýjað Malaga 13 skýjað Mallorca Vantar Miami 17 24 skýjað Montreal 1 2 rigning Moskva +2 1 snjókoma NewYork 3 7 heiðskirt Osló 4-10 +9 skýjað Paris 4 10 heiðskirt Peking 4-10 0 heiðskfrt Reykjavik +6 skýjað Rfóde Janeiro 22 33 skýjað Rómaborg 10 13 skýjað Stokkhólmur +5 +1 snjókoma Sydney 21 26 heiðskírt Tókýó 4 8 skýjað Vinarborg 6 9 skýjað Þórshöfn 3 rigning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.