Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1986
23
um dómi. Mig langar að nefna
tvennt: ríkisbankakerfíð og skipu-
lag vinnumarkaðarins.
Það er nánast einsdæmi í okkar
heimshluta, að allir stærstu við-
skiptabankar hér eru ríkisbankar.
Eins og allir vita er þeim stjórnað
af fulltrúum stjómmálaflokkanna.
Það er ekki tilviljun, heldur þvert
á móti tilgangur slíks kerfís, að
lánveitingar ráðast hvað eftir annað
af stjómmálahagsmunum, ekki af
venjulegum viðskipta- og hag-
kvæmnisjónarmiðum. Þvf hafa
óarðbær útlán bankakerfísins áreið-
anlega verið miklu meiri en ef hér
væm öflugir einkabankar, sem
gerðu sanngjamar arðsemiskröfur.
Vegna þess að mörg fyrirtæki hafa
ekki þurft að lúta arðsemisaga
einkabanka hefur peningaprentun,
erlendar skuldir, verðbólga og of-
veiði orðið verri viðfangs en ella.
Mér sýnist að sjálft ríkisbankakerf-
ið torveldi stjóm efnahagsmála,
ekki vegna þess að ríkisbankar
þurfi endilega að vera verr reknir
en einkabankar, heldur af því að
þeir stjómmálahagsmunir, sem rík-
isbankamir lúta, stangast iðulega
á við hagsmuni almennings. En það
verður erfitt að breyta þessu, því
það er aldrei auðvelt að fá stjóm-
málamenn til að sleppa völdum, sem
þeim hafa verið fengin.
Skipulag vinnumarkaðarins hef-
ur líka valdið alvarlegum skaða í
efnahagslífi hér að mínum dómi.
Allir vita hvemig vinnuveitendur
og verkalýðsforingjar semja um
kaup og kjör: Þeir ákveða tíma- eða
vikukaup upp á svo og svo margar
krónur, hvað sem öðru líður. Þetta
er vond aðferð, því setjum svo, að
það komi afturkippur í efnahagslíf-
ið, t.d. vegna þess, að Bandaríkja-
menn kaupi minni fisk. Hvað eiga
fyrirtækin þá að gera? Ef þau eiga
ekki gilda varasjóði og ríkið neitar
að prenta peninga eða fella gengið
verða þau að draga úr kostnaði.
Þar sem vinnulaun em langstærsti
kostnaðarliðurinn í flestum fyrir-
tækjum verða þau annaðhvort að
lækka kaup eða fækka fólki. Ef
kaupið er fast samkvæmt kjara-
samningi er ekki um annað að ræða
en fækka fólki. í þessu kerfi hafa
fyrirtækin ekki svigrúm til að
bregðast við svona áföllum öðruvísi
en með uppsögnum. Þess vegna er
þetta vont kerfi. Ég held, að í
nærliggjandi löndum sé umtalsverð-
ur hluti atvinnuleysisins fólginn í
þessu. íslenzka aðferðin hefur hins
vegar verið sú að veita öllum áföll-
um út í verðlagið með peninga-
prentun og gengisfalli.
Japanir fara öðru vísi að. Þar er
ekki aðeins samið um fast kaup,
heldur líka um fastan hlut starfs-
fólks í hagnaði fyrirtækja. Þegar
japanskt fyrirtæki verður fyrir
skakkaföllum lækkar hlutur hvers
í samræmi við minni hagnað, en
enginn missir vinnuna. Með þetta
í huga þarf engum að koma á óvart,
að atvinnuleysi og verðbólga í Japan
er miklu minni en í Evrópu og
Ameríku og hagvöxtur meiri. Við
getum lært af þessu.
Á vinnumarkaðnum skiptir miklu
máli hver semur við hvern. Lítum
aftur á Japan. Þar er samið um
kaup og kjör í hverju fyrirtæki fyrir
sig. Þegar japanskir launþegar gera
kaupkröfur vita þeir, að ef þeir
spenna bogann of hátt, þá fer þeirra
eigið fyrirtæki á hausinn og sjálfir
missa þeir vinnuna. Þeir hafa því
beinan hag af hófsamlegum kröf-
um. En li'kt og í t.d. Danmörku og
Englandi er hér samið um kaup
eftir starfsgreinum. Þannig eru t.d.
allir trésmiðir í tilteknum landshluta
í sama verkalýðsfélagi, þó þeir vinni
hjá ólíkum fyrirtækjum, sumum vel
reknum, öðrum illa eins og gengur.
Foringjar smiðanna semja um laun
við fulltrúa allra þessara vinnuveit-
enda. Meðalsmiður í meðalfyrirtæki
hefur engan hag af hóflegum kröf-
um, veit reyndar, að ef kaupið
hækkar um of geta veikustu fyrir-
tækin komizt í kröggur, en sjálfum
er honum yfirleitt óhætt. Og þegar
kaupkröfur eins eru í þann veginn
að kosta annan vinnuna, segir ríkis-
Það er til dæmis ekki nóg að
skella skuldinni á almennt
aðhaldsleysi í peningamálum
án þess að hugleiða hvort það
væri yfir höfuð vinnandi veg-
ur að veita öflugt
aðliald í bankakerf - ÉA
inu sem við búum við. W V
stjómin helzt ekki: „Þér var nær“,
heldur prentar peninga eða fellir
gengið, svo fyrirtækin haldist á
floti. Þannig virðist mér samninga-
kerfið hér hafa stuðlað að miklum
ríkisafskiptum af kjarasamningum
og mikilli verðbólgu.
Meinsemdin í vinnumarkaðskerf-
inu hér er því tvíþætt: Fyrirtækin
hafa ekki svigrúm til að takast á
við tekjumissi nema með því að
fækka fólki eða heimta verðbólgu-
ráðstafanir af ríkinu. Og launþegar
hafa iðulega hag af því að knýja
fram kauphækkanir, sem ríða fjölda
fyrirtækja að fullu, nema ríkisvaldið
hleypi vandanum út í verðlagið.
Japanska kerfíð hefur hvorugan
þennan galla.
SD: En ef yfirburðir japanska
kerfisins eru algerir, hvers vegna
erum við þá ekki löngu búin að
taka það upp? Einhverjir hljóta að
eiga hagsmuna að gæta í óbreyttu
ástandi eðahvað?
ÞG: Einmitt og þar stendur
hnífurinn í kúnni. Þegar japanskt
fyrirtæki eða þjóðarbúið allt verður
fyrir áfalli missa allir eitthvað en
enginn allt, enginn missir vinnuna.
Þegar sama gerist í Evrópu eða
Ameríku halda allir öllu sínu
nema þeir sem missa vinnuna.
Meirihlutinn, sem tapar engu beint,
heldur kannski, að hann hafi hag
af þessu. En það er skammsýni.
Ef núverandi vinnumarkaðskerfi
okkar er sá verðbólgu- og atvinnu-
leysisvaldur, sem ég held það sé,
þá bitnar það á flestum eða öllum
á endanum.
SD: Meginviðfangsefni í efna-
hágsmálum hér mörg undanfarin ár
hefur verið verðbólgan. Af hveiju
er verðbólga hættuleg?
ÞG: Vegna þess að hún raskar
öllu efnahagslífinu og mörgum
öðrum þáttum þjóðlífsins og hlýtur
að bitna á lífskjörum almennings,
þegar til lengdar lætur.
Riflum upp, þegar verðbólgan
rauk upp hér fyrir rúmum áratug.
Mörg ár liðu áður en vöxtum var
breytt til hins betra til samræmis
við verðbólguna. Eignatilfærslan,
sem varð í millitíðinni, hefur að vísu
ekki verið kortlögð, en var örugg-
lega gríðarleg. Augljósustu fórn-
arlömbin voru gamla fólkið. Sparifé
þess brann á verðbólgubálinu,
meðan unga fólkið baðaði sig í
byggingarljóma. Hvers vegna gerði
fólk ekki uppreisn gegn þessu arð-
ráni? Kannski er ein ástæðan sú,
að eignir fluttust ekki milli ólíkra
þjóðfélagshópa fyrst og fremst, eins
og gerðist í Þýzkalandi eftir fyrra
stríð, þegar óðaverðbólgan þurrkaði
út eignir þýzku miðstéttarinnar og
Hitler köm í kjölfarið, heldur innan
fjölskyldna. Ömmur og afar fóru
ekki á mótmælafundi úr því bömin
stóðu með pálmann í höndunum.
En þetta er ekki allt. Sparnaður
hætti að borga sig. Hagtölur frá
þessum tíma sýna vel, að banka-
sparnaður fólks og fyrirtækja
minnkaði snarlega miðað við tekjur,
og innlent ráðstöfunarfé bankanna
minnkaði eftir því. Eina leiðin til
að bankarnir gætu haldið áfram að
lána fyrirtækjum var að prenta
peninga og taka lán í útlöndum.
Þannig má segja, að erlendi skulda-
bagginn, sem við berum nú og er
níðþungur á heimsmælikvarða, sé
að sumu leyti bein afleiðing verð-
bólgunnar. En þrátt fyrir öll erlendu
lánin tókst ekki að koma í veg
fyrir, að verðbólgan skerti lífskjör-
in. Hagvöxtur hér hefur minnkað
verulega síðustu árin, sumpart af
völdum verðbólgunnar að mínum
dómi, svo tekjur okkar hafa dregizt
alvarlega aftur úr tekjum hjá öðrum
þjóðum. Allt þetta mátti sjá fyrir
og hefur verið margsagt.
SD: Hvers vegna var látið reka
á reiðanum allan þennan tíma?
ÞG: Mér dettur helzt í hug, að
tvennt, sem gerðist á sama tíma
og verðbólgan rauk upp, hafi ruglað
menn. Fiskaflinn jókst verulega í
kjölfar landhelgisútfærslunnar og
giftar konur flykktust út.á vinnu-
markaðinn. Hvort tveggja bætti
lífskjörin mikið, þrátt fyrir verð-
bólguna. Annars held ég við hefðum
brennt okkur fyrr og verr á verð-
bólgunni. Ég held líka, að okkur
hefði nýtzt landhelgisútfærslan og
vaxandi vinna kvenna utan heimils
miklu betur hefði verðbólgan ekki
grafið undan afrakstrinum.
SD: Þú leggur áherzlu á, að
verðbólgan hafi grafið undan inn-
lendum spamaði framan af. Sparifé
brann lengi, áður en vextir voru
hækkaðir. Má líta svo á, að stjóm-
málamenn í bankakerfinu hafí
ekkert verið að flýta sér að breyta
þessu, því þeir gátu beint niður-
greiddu lánsfé, þangað sem þeir
kusu?
ÞG: Jú, ég held, að hefðum við
búið við einkabankakerfi, þegar
verðbólgan fór úr böndum, hefðu
vextir trúlega lagazt fyrr að verð-
bólgunniog hún orðið minni.
SD: Ýmsum þykja vextir hér
háir. Hvað segirðu um vexti núna?
ÞG: Raunvextir hér hafa að
undanfömu verið ívið lægri en í
mörgum löndum í kring. Þeir em
að vísu allmiklu hærri en áður en
það er erfitt fyrir lítið land að halda
raunvöxtum fyrir neðan raunvexti
nágrannanna til lengdar. Ég trúi
varla, að gagnrýni á raunvaxta-
stefnu stafi af því, að fólki þyki
óeðlilegt að endurgreiða lán að
fullu, þ.e. með verðbótum auk
vaxta. Raunvextir af húsnæðislán-
um em enn yfirleitt neikvæðir, að
greiddum sköttum. Ég held að
gagnrýni stafi frekar af því kaup-
máttur launa hefur minnkað mikið
síðan vísitölubinding launa var
afnumin, meðan lán em yfirleitt
verðtryggð. Þess vegna em margir
húsbyggjendur og aðrir að sligast
undan skuldum sínum.
SD: Sem sagt, það hefur verið
klippt af kaupinu, en ekki af vöxt-
um, svo fólk þarf að borga sívax-
andi hluta launa í vexti af lánum?
Hvað er til ráða?
ÞG: Það er nú ekki mín deild,
heldur langar mig til að spyija
annarrar brennandi spumingar á
móti: Hvers vegna em vinnuveit-
endur í landinu ekki borgunarmenn
fyrir hærra kaupi, en raun ber vitni?
Mér sýnist ein ástæðan sú, að hér
hefur ekki orðið nægileg endurnýj-
un í ýmsum greinum efnahagslífs-
ins. I gamla miðbænum í Reykjavík
em sífellt að skjóta upp kollinum
nýjar og nýjar verzlanir, þar sem
aðrar vom fyrir. Þar á sér stað
stanzlaus endurnýjun, enda er
verzlun blómleg og bærinn fallegur
eftir því. Hvemig ætli værí umhorfs
í bænum, ef búðareigandinn færi
beint í bankann sinn, hvenær sem
búðin kæmist í kröggur, og fengi
lán til að halda taprekstrinum
gangandi og reikningnum væri
svo vísað á almenning með peninga-
prentun og gengisfellingu? Þá væri
ljótt við Laugaveginn er ég hræddur
um, auk þess sem tapreksturinn
væri dragbítur á lífskjör almenn-
ings. Ef aðrar atvinnugreinar
fengju frið til sams konar endurnýj-
unar, held ég, að efnahagslífið allt
gæti orðið jafn blómlegt og búðirnar
í bænum.
Texti: Sigrún Davíðsdóttir
NÁMSKEIÐ
Myndræn tjáning —
„Art Therapy11 tækni
Námskeiðið er ætlað kennurum, þroskaþjálfum,
fóstrum, fangelsisvörðum og fólki úr heilbrigðis-
stéttum.
Byggt er á þvi viðhorfi að mikils ósamraemis gæti á
milli hinna andlegu og veraldlegu þátta i lífi nútima-
mannsins.
A námskeiðinu kynnsst þótttakendur:
★ Markvissri sjálfstjáningu I eigin myndsköpun.
★ Markvissri sjálfsskoðun í gegnum eigin myndsköpun.
Námskeiðið verður haldið að Klapparstfg 26 hvert mánu-
dagskvöld frá 3. mars til 14. aprfl nk., milli kl. 18 og 21.
Leiðbeinandi verður Sigríöur Björnsdóttir listmeðferðarfræð-
ingur. Innritun og upplýsingar í sima 17114 fyrir hádegi.
©
... það er ekki það sama
að selja og afgreiða
Þetta er nýstárlegt námskeið í sölutækni sem
samið hefur verið sérstaklega fyrir kaupmenn
og starfsfólk í verslunum þar sem leggja verður
áherslu á persónulega sölumennsku ef árangur
á að nást.
Á námskeiðinu verða þátttakendur þjálfaðir í því
að byggja upp söluna og Ijúka henni.
Unnin verða raunhæf verkefni í sölutækni fengin
úr umhverfi þátttakandans.
Námskeiðið er árangur af samstarfi Verslunar-
skóla íslands og Kaupmannasamtaka íslands.
Námskeiðstími: Mánud. og miðvikud. kl.
13.30—15.00, námskeiðið hefst 3. marz nk. og
lýkur 12. mars.
Kennsla fer fram í húsakynnum Kaupmannasam-
taka íslands, Húsi verslunarinnar, 6. hæð.
Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Helgi Baldurs-
son, viðskiptafræðingur.
Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Kaupmannasam-
taka íslands, Húsi verslunarinnar, í síma 687811.
JUDO
Ný byrjendanámskeið fyrir drengi hefjast
27. febrúar.
Þjálfari Þóroddur Þórhallsson.
Innritun og upplýsingar í síma
83295, alla virka daga frá kl.
13—22.
Júdódeild Armanns
Ármúla 32.