Morgunblaðið - 23.02.1986, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 23.02.1986, Qupperneq 28
28 MORGUNBLÁÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. PEBRUáR 1986 Utanferðir ríkisstarfs- mannaí sviðsljósinu UTANLANDSFERÐIR ríkisstarfsmanna hafa verið í sviðsljósinu undanfarna daga í framhaldi af ýtarlegu svari Þorsteins Pálssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Kristínar S. Kvaran, þingmanns Bandalags jafnaðarmanna, um það efni. í þessari grein er vikið að nokkrum atriðum, er fram koma í skýrslu ráðherra og umhugsunar- verð eru. í svari fjármálaráðherra kemur fram, að á tímabilinu 26. maí 1983 og til ársloka 1985 nam utanfara- kostnaður ráðuneyta tæplega 85 milljónum króna (og þá er kostnað- ur áranna 1983 og 1984 ekki fram- reiknaður til núvirðis). Á síðasta ári var þessi kostnaður samtals 39.5 milljónir króna, þar af fóru 18.6 m. kr. í fargjöld og 20,9 m. kr. í dvalarkostnað. í þessum tölum er ekki ferðakostnaður annarra rík- isstofnana (Orkustofnunar, Lands- virkjunar eða ríkisbanka, svo eitt- hvað sé nefnt), en sennilega mundu upphæðimar hækka mjög verulega ef sá kostnaður væri tekinn inn í myndina. Þegar litið er til kostnaðar ein- stakra ráðuneyta á síðasta ári kemur ekki á óvart, að utanríkis- ráðuneytið er þar efst á blaði (um 9,5 millj. kr.) og viðskiptaráðuneyt- ið í öðru sæti (um 5,2 millj. kr.). Iðnaðarráðuneytið er í þriða sæti (um 4,6 millj. kr.) og menntamála- ráðuneytið í fjórða sæti (um 4,5 millj. kr.), en síðan lækka upp- hæðimar talsvert. Utanfarakostn- aður félagsmálaráðuneytis er um 2,7 millj. kr., fjármálaráðuneytis um 2,4 millj. kr., heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis um 2,2 millj. kr., dómsmálaráðuneytis um 2,2 millj. kr., forsætisráðuneytis um 1,8 millj. kr., sjávarútvegsráðuneytis um 1,1 millj. kr. og landbúnaðar- ráðuneytis um 880 þús. kr. A ferð og flugi Af ráðhermm ríkisstjómarinnar var kostnaður við 6 utanlandsferðir Steingríms Hermannssonar, for- sætisráðherra, og 9 ferðir Geirs Hallgrímssonar, utanríkisráðherra, mestur eða um 1,6 milljón króna hjá hvomm um sig. Dýrasta ferð forsætisráðherra var á afmælisfund Sameinuðu þjóðanna, en hún kost- aði um 438 þús. kr. Mestur ferða- kostnaður utanríkisráðherra var vegna setu hans á Allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem kostaði um 550 þús. kr. Þriðji í röðinni var Matthías Á. Mathiesen, þáverandi viðskiptaráðherra, en útgjöld vegna 6 ferða hans námu um 1,5 milljón kr. Dýmst var seta hans á ársfundi Alþjóðabankans og heimsókn til Japans í sömu ferð (um 721 þús. kr.). Sjö ferðir Alberts Guðmunds- sonar kostuðu um 780 þús. kr., 9 ferðir Ragnhildar Helgadóttur um 607 þús. kr., 6 ferðir Jóns Helga- sonar um 492 þús. kr., 4 ferðir Sverris Hermannssonar um 434 þús. kr., 3 ferðir Matthíasar Bjama- sonar um 422 þús. kr., 1 ferð Alex- anders Stefánssonar um 212 þús. kr. og 3 ferðir Halldórs Ásgrímsson- ar um 178 þús. kr. Sá embættismaður í Stjómarráð- inu, sem flestar utanlandsferðir fór á síðasta ári, var 16 sinnum erlendis og nam kostnaður vegna þeirra ferða rúmlega 1,1 millj. kr. Hér er um Jón Júlíusson, deildarstjóra í viðskiptaráðuneytinu, að ræða og tengjast flestar ferðir hans reglu- legum fundum staðgengla sam- starfsráðherra Norðurlanda. Nokk- ur hópur embættismanna fór 7-10 utanlandsferðir á síðasta ári, en algengara er að þeir, sem á annað borð eru sendir utan, fari 4-5 ferðir eða færri. Svo er auðvitað mjög stór hópur ráðuneytismanna, sem aldrei fer utan í opinberum erindum. Reg'lugerðin var aldrei sett Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Á leið úr landi. AF INNLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND MAGNÚSSON athyglin beinist að utanlandsferð- um ríkisstarfsmanna eða þær sæta gagnrýni opinberlega. Fyrir hálfu þriðja ári greindi Morgunblaðið frá því, að tveir af þremur ráðuneytis- stjómm í utanfaranefnd ríkisins hefðu sagt sig úr nefndinni, þar sem þeir töldu ekki nægilegt tillit tekið til álits hennar. í framhaldi af þessu lagði nefndin upp laupana, en henni var ætlað að meta utanferðir ríkis- starfsmanna og virka sem „bremsa" á þær, og gekk af þeim sökum undir nafninu „bremsunefnd." Síð- an hafa ákvarðanir um utanlands- ferðir embættismanna verið teknar í hveiju ráðuneyti fyrir sig, en upphæð dagpeninga er hins vegar ákveðin af sérstakri ferðakostnað- amefnd, sem skipuð er fjórum mönnum. Albert Guðmundsson, þáverandi fjármálaráðherra, lýsti því að vísu yfir í samtali við Morg- unblaðið 30. september 1983, að hann hygðist setja nákvæma reglu- gerð um utanlandsferðir opinberra starfsmanna, sem miðaði að því að fækka utanferðum til muna, en að sögn Sigurðar Þórðarsonar, skrif- stofustjóra í fjármálaráðuneytinu, hefur þessi reglugerð aldrei verið sett. Misjafnar reglur um ferðakostnað Samkvæmt upplýsingum ferða- kostnaðamefndar og fjárrnálaráðu- neytis eru þrenns konar reglur í gildi um greiðslur vegna opinberra utanlandsferða ráðherra og emb- ættismanna. Embættismenn (sem ekki em ráðuneytisstjórar) fá far- gjaldið greitt að fullu og auk þess dagpeninga meðan þeir dveljast erlendis, og eiga þeir að nægja fyrir hótelkostnaði, fæði, ferðum erlendis og öðrum brýnum nauðsynjum. Þessir dagpeningar eru nú 120,5 SDR [„sérstök dráttarréttindi" - jafngildi um 5.600 fsl. kr.], nema í New York, þar sem hótelkostnaður er mjög hár, 158 SDR. Dagpening- ar skerðast hins vegar þegar menn hafa verið 3 vikur eða lengur á sama stað. Ráðuneytisstjórar fá ferðir greiddar og sömu dagpeninga og aðrir embættismenn, en að auki eru hótelreikningar þeirra borgaðir sérstaklega. Hótelkostnaður ráð- herra er einnig greiddur sér, en auk þess fá þeir 20% álag á dagpeninga sfna. Við það er miðað, að Ferðaskrif- stofa ríkisins annist allar utanlands- ferðir opinberra starfsmanna, þótt frá því séu undantekningar, og er þetta verulegur hluti af viðskiptum ferðaskrifstofunnar. Forráðamenn ferðaskrifstofa í einkaeign hafa ekki verið ánægðir með þetta. Þegar utanferðir ríkisstarfsmanna voru til umræðu haustið 1983 lýsti þáverandi formaður Félags ís- lenskra ferðaskrifstofa því yfir, að þær teldu sig oft geta gert hagstæð- ari farseðlakaup, en Ferðaskrifstofa ríkisins. „Það hlýtur og að teljast eðlilegt, að allir, ríkisgeirinn þá meðtalinn, megi versla við þá, sem veitt geta góða þjónustu og ég er vitaskuld ekkert að setja út á þá þjónustu sem Ferðaskrifstofa ríkis- ins veitir," sagði hann. Má draga saman seglin? Kostnaður vegna utanferða ráð- herra og embættismanna í ráðu- neytum nam, sem fyrr segir, tæpum 40 milljónum króna á síðasta ári. Sú spuming vaknar hvort þetta sé of há upphæð og hvort þama megi spara umtalsverða íjármuni? Þetta er auðvitað mikið álitamál, en hér verður drepið á nokkur atriði til umhugsunar í þessu samhengi. Það er líklega opinbert leyndar- mál, að í ráðuneytunum er öðrum þræði litið á utanlandsferðir sem uppbót á laun, sem ekki þykja nógu há. Þeir, sem eiga t.d. vini eða ættingja á hinum erlenda dvalar- stað, fá oft inni hjá þeim og spara sér þannig umtalsverð útgjöld, sem færu í að greiða hótelreikninga. Vitað er líka, að embættismenn sækjast eftir því að samræma orlof sitt og opinber erindi. Oft er það mikið vafaatriði hve- nær stjómvöld eiga að senda full- trúa sína á fundi og ráðstefnur erlendis. Stundum komast þau naumast hjá því vegna skuldbind- inga, sem fylgja aðild að alþjóða- stofnunum eða alþjóðlegum sátt- málum. Norræn samvinna heimtar sitt og er kannski einna drýgsti utanfaraþátturinn, en þar eru fund- ir þó auðvitað misjafnlega mikil- vægir, eins og á öðrum vettvangi. __________Brids Arnór Ragnarsson Gengið frá kaupunum á Sigtúni 9 Bridssamband íslands og Reykjavíkurborg hafa gengið frá kaupum á Sigtúni 9 þar sem Dansstúdíó Sóleyjar er til húsa. Húsnæðið er um 350 fermetrar og er kaupverðið 9 V2 milljón króna. Bridssambandið hyggst nota húsnæðið undir eigin starfsemi en þá munu Reykjavíkurfélögin einnig eiga innskot í húsnæðið. Reykjavíkurborg hyggst hins vegar nota húsnæðið á daginn undir tómstundastarf eldri borg- aranna. Eins og bridsáhugamenn vita gaf Guðmundur Kr. Sigurðsson Bridssambandinu íbúð sína í vetur en hún kemur sem greiðsla frá sambandinu upp í kaupin. Hús- næðið verður afhent 15. desember nk. Bridsfélag Hveragerðis Þremur umferðum er lokið í Esso-sveitakeppninni en 7 sveitir taka þátt í keppninni. Staðan: Einar Sigurðsson 71 Jón Guðmundsson 47 Hans Gústafsson 43 Ragnheiður Guðmundsdóttir 42 NielsBusk 41 Sturla Þórðarson 41 Bjamþór Bjamþórsson 38 Næsta umferð verður á þriðju- daginn í Félagsheimili Ölfusinga. Hefst keppnin kl. 19.30. Bridsdeild Breiðfirð- ingafélagsins Nú er aðeins 6 umferðum ólokið í barometerkeppninni og er staða efstu para þessi: Guðmundur Thorsteinsson — Gísli Steingrímsson 730 Helgi Nielsen — Alison Dorosh 673 Jón Stefánsson — Magnús Oddsson 602 Sveinn Þorvaldsson — Hjálmar Pálsson 602 Sveinn Sigurgeirsson — Baldur Ámason 548 Jóhann Jóhannsson — Kristján Sigurgeirsson 505 Öm Scheving — Steingrímur Steingríms. 398 Albert Þorsteinsson — Sigurður Emilsson 391 Halldór Jóhannsson — Ingvi Guðjónsson 386 Guðlaugur Karlsson — Óskar Þráinsson 365 Þorsteinn Laufdal — Þröstur Sveinsson 356 Guðmundur Aronsson — Sigurður Ámundason 302 Bridsféiag Reykjavíkur Nú er aðaltvímenningskeppnin hálfnuð. Þessi pör hafa yfir 100 stig í plús. Jón Baldursson — Karl Sigurhjartarson 486 Hrólfur Hjaltason — Oddur Hjaltason 385 Ragnar Magnússon — ValgarðBlöndal 358 Guðm. Sv. Hermannsson — Bjöm Eysteinsson 289 Jón St. Gunnlaugsson — Björgvin Þorsteinsson 234 Jón Hjaltason — Hörður Amþórsson 222 Stefán Guðjohnsen — Þórir Sigurðsson 195 Rúnar Magnússon — Stefán Pálsson 193 Jón Hilmarsson — Logi Þormóðsson 166 Kristján Blöndal — Einar Jónsson 153 Sigurður Sigurjónsson — Júlíus Snorrason 145 Þórarinn Sigþórsson — Þorlákur Jónsson 127 Hrannar Erlingsson — Matthías Þorvaldsson 100 Bridsdeild Barðstrendinga- félagsins Staðan í aðalsveitakeppni fé- lagsins eftir 12 umferðir: Þórarinn Ámason 231 Sigurður ísaksson 220 Gunnlaugur Þorsteinsson 218 Viðar Guðmundsson 210 Guðmundur Jóhannsson 200 Síðasta umferð verður spiluð mánudaginn 24. febrúar nk. „Barometer" hefst síðan mánu- daginn 3. mars nk. og er þegar fullbókað í þá keppni. Spilað er í Síðumúla 25 og hefst keppni stundvíslega kl. 19:30. Keppnis- stjóri verður Hermann Lárusson. Bridsdeild Rangæinga- félagsins Sjö umferðum af 9 er lokið í sveitakeppninni og er staða efstu sveita þessi: Gunnar Helgason 154 SigurleifurGuðjónsson 147 Gunnar Alexandersson 142 Gunnar Guðmundsson 108 Auðséð er að „Gunnurunum“ verður ekki þokað úr efstu sætun- um en næstsfðasta umferðin verður spiluð 26. febrúar í Ármúla 40. I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.