Morgunblaðið - 23.02.1986, Page 29

Morgunblaðið - 23.02.1986, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986 29 IMá ekki sinna drjúgum parti hinna opinberu samskipta við aðrar nor- rænar þjóðir með símtölum og bréfaskrifum eða fjarskiptum af öðrutagi? Sumar utanlandsferðir eru bein- línis óhjákvæmilegar, einkum þær sem tengjast stjómmálasambandi og viðskiptum okkar við önnur ríki. Það getur t.d. kostað umtalsverða peninga, að senda hóp embættis- manna til að kanna nýja markaði fyrir íslenska framleiðslu, en þau útgjöld geta að sjálfsögðu skilað sér margfaldlega til baka. Ýmis kostn- aður vegna utanríkisþjónustu sting- ur þó í augu, einkum í tengslum við það þegar sendiherrar afhenda trúnaðarbréf og kveðja. Sú spum- ing hlýtur að vakna, hvort nauðsyn- legt sé að rækta á þennan hátt stjómmálasamband við flölmörg, flarlæg ríki. Vafamál er ennfremur, að tfkið eigi að standa straum af ferðum ráðherra, þegar þeir em ekki í opinberum erindum. Eitt dæmi um það er för Steingríms Hermanns- sonar á fund Alþjóðasambands ftjálslyndra flokka í Madrid í fyrra- haust, sem greidd var úr ríkissjóði. Loks má velta því fyrir sér hvort ekki sé fullkominn óþarfi, að láta ráðuneytismenn sitja margra vikna fundi alþjóðastofnana, þegar ör- uggt er að uppskeran er í engu samræmi við tilkostnað. Hér er t.d. átt við þing Alþjóðavinnumálasam- bandsins. Upplýsingaskylda stjórnvalda Fram hefur komið, að það kostaði fjármálaráðuneytið hvorki meira né minna en 160 þúsund krónur að taka saman svarið við fyrirspum Kristínar S. Kvaran, enda er um að ræða rit upp á 46 blaðsíður. Af lestri ritsins má ætla, að það sé unnið í nokkrum flýti. Sums staðar er uppgefið tilefni ferðar mjög óná- kvæmt („menningarmál", „fundur í Feneyjum", „ferð til Englands", „Stóriðjunefnd", „dagvistarmál", „skattamál", „orkumál" o.s.frv.). Á nokkrum stöðum er tilefni ferða hreinlega ekki nefnt og fyrir kemur að dagsetningar vantar. Af þessu tilefni virðist við hæfi að spyija, hvort ekki sé einfaldast að ráðuneytin og allar stofnanir rík- isins taki reglulega (árlega, árs- flórðungslega eða mánaðarlega) saman skýrslu um opinberar utan- landsferðir starfsmanna sinna og slíkar skýrslur verði gerðar að- gengilegar öllum, sem áhuga hafa á að kynna sér þær? Þetta ætti ekki að þurfa að vera mikið verk- efni, þegar það er unnið jafnt og þétt, en í slfkri samantekt er aug- ljóslega fólgið nokkurt aðhald fyrir viðkomandi ráðuneyti og stofnanir, svo ekki sé minnst á hitt, að skatt- borgaramir hljóta að eiga siðferði- legan rétt á upplýsingum af þessu tagi. Það eru þeir, sem á endanum borga brúsann. gististaðirnir Sömu Royal Jardin de Mad -íSSíSííK" •æsæí- ATLANTIK býður, sjötta sumarið í röð, sólarferðir til MALLORKA Brottfarardagar: 26. mars 23. júlí 9. apríl 13. ágúst 25. maí 3. september 15. júní 24. september 2. júlí 22. októbert Beint leiguflug — dagflug rnfxvrn FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580 I Hraðlestrarnámskeið Viltu auðvelda þér námið og vinnuna? Viltu margfalda lestrarhraða þinn? Viltu bæta náms- og vinnutækni þína? Viltu margfalda lestiu- þinn á fagurbókmenntum? Viltu auka frítíma þinn? Ef svörin eru játandi þá skaltu drífa þig á næsta hraðlestrarnámskeið sem hefst þriðju- daginn 4. mars. Skráning á kvöldin kl. 20-22 í síma 611096. Hraðlestrarskólinn. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ^ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokkslns veröa til víötals i Valhöll, J Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið á I móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum k borgarbúum boöiö að notfæra sér viðtalstíma þessa. ^ Laugardaginn 22. febrúar, verða til viðtals Katrin Fjeldsted,- ® formaður Heilbrigðisráðs og í stjórn Umferðarnefndar Reykja- víkur, og Július Hafstein, formaður iþróttaráðs Reykjavikur, j samstarfsnefndar um ferðamál og í stjórn SVR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.