Morgunblaðið - 23.02.1986, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986
MICHFL TOURNIER
Franska skáldið Michel Tournier er nú í stuttri heimsókn
á íslandi og flytur þá meðal annars erindi. Astæða virðist
til að segja nokkur deili á slíkum gesti, þvi Tournier er
eitt vinsælasta sagnaskáld sem nú er uppi í Frakklandi,
og nýtur jafnframt viðurkenningar bókmenntafræðinga
og þeirra líka. En það fer ekki oft saman við lýðhylli.
Toumier er liðlega sextugur, fæddist 19. des. 1924 í
París. Og þó á þesi heimsfrægi höfundur ekki langan
ritferil að baki, fyrsta bók hans birtist 1967, þegar hann
var 43 ára. En á þeim aldrei em flestir kunnir höfundar
búnir að gefa út margar bækur, og mynd þeirra orðin
mótuð í huga lesenda.
Tournier er af efnuðu
fólki, og höfðu báðir
foreldrar hans lagt stund
á þýskar menntir. Slíkt
var sjaldgæft í Frakk-
landi á þeim tímum,
enda hafði þar verið kynt
undir hatri á Þjóðveijum áratugum saman,
einkum eftir að þeir sigruðu Frakka 1871.
Tournier-fjölskyldan var í senn Þjóðveija-
vinir og andnasistar, og hefur mörgum
Frökkum þótt það undarleg afstaða þegar
Frakkland var hemumið af Þjóðvetjum, og
sérkennilegt þótti kunningjum Michel To-
umier að hann skyldi fara til Þýskalands
til framhaldsnáms í stríðslok. Hann lagði
stund á heimspeki í Tubingen, og þau fræði
hafa síðan átt huga hans öðmm fremur.
Honum tókst hinsvegar ekki að ná mjög
hörðu samkeppnisprófí sem veitir kennslu-
réttindi í Frakklandi, og vann síðan fyrir
sér með þýðingum úr þýsku og ýmiskonar
lausamennsku við útvarp, eftir að hann lauk
námi árið 1949. Sjálfur mat hann þau störf
síðar sem einkar góðan rithöfundarskóla,
þar sem hann hafi í senn þurft að temja
sér nákvæmni í orðalagi og að ná til almenn-
ings — nánar tiltekið, að vekja ímyndunarafl
almennings, en ekki bara fóðra hann á
einhverju fyrirfram gefnu. En grundvallar-
atriði í skáldskap Toumier er þó heimspekin.
Þetta skýrir Toumier í sjálfsævisögu
sinni, eða réttara sagt, sögu hugsunar
sinnar og starfs, Le vent Paraclet (titilinn
mætti þýða: Gustur af heilögum anda), sem
birtist 1977. Hann tekur þar til skýringar
fræga dæmisögu fomgríska heimspekings-
ins Platóns, hellissöguna.
ímyndum okkur bandingja í helli, sem
eru skorðaðir þannig, að þeir geta ekki
horft neitt annað en á klettavegginn í botni
hellisins, en úti fyrir munna hans brennur
bál, og milli þess og munnans ganga dýr
og menn, ýmislega búnir. Þar kennir marg-
víslegra lita og forma, en af því öllu fá
bandingjamir einungis ófullkomna, tvívíða
skuggamynd á hellisveggnum. Plató segir
þessa sögu til að setja fólki fyrir sjónir
hughyggju sína. Okkur dauðlegum mönnum
fer líkt og bandingjunum, það sem við
skynjum umhverfis okkur og köllum raun-
vemleika, er ekki nema ófullkomnar eftir-
myndir hins æðra raunveruleika. Þannig er
ást milli fólks ekki nema skuggi hinnar einu
sönnu ástar, eins er um réttlæti, fegurð,
o.s.frv.
Toumier tekur þessa sögu upp eftir Plató,
til að skýra að leið hans með heimspeki til
skáldskapar Iggur um goðsögur, svo sem
hellissöguna. Goðsögur eru á mörgum
hæðum. Á jarðhæð er saga fyrir böm, á
hæðinni fyrir ofan kenning um þekkingar-
fræði, þar fyrir ofan siðfræði, síðan háspeki,
o.s.frv., en alltaf er þetta sama sagan. Hver
þessara hæða er mikilvæg, sagan verður
að geta höfðað til fólks á margskonar hátt
í senn. Og þetta er reyndar eitt það sem
hrífur mest við verk Toumier, það er dýpt
þeirra, sífellt ljúkast upp fyrir lesendum
nýjar víddir í efninu sem þeir hafa kynnst
áþreifanlega, í lifandi frásögu og persónum.
Ennfremur er það einkenni goðsögu, segir
Toumier, að allir þekkja hana fyrir; lestur
skáldsögu, sem byggist á goðsögu, er að
verulegu leyti upprifjun. Toumier nefnir sem
dæmi, að þegar hann var að semja lengstu
skáldsögu sína, Météores, þá spurði fólk
hann stundum hvað hann væri að gera. „Ég
er að skrifa bók um tvíbura," sagði hann.
Þá spurði enginn frekar, heldur fór viðmæl-
andinn ævinlega að segja honum sögur af
tvíburum. Og Toumier ályktaði af þessu,
að hann hlyti að vera á réttri leið. Allt hitt
kemur þá af sjálfu sér með nógu mikilli
vinnu og þolinmæði, segir hann, enda er
hann fimm til sjö ár með skáldsögu í smíð-
um, og þarf þá ekki öðru að sinna. Hann
þefur lýst því, sem margir aðrir höfundar,
hvemig efnið tekur þá völdin af höfundi
sínum, rekur hann út í rannsóknir á hlutum
sem hann hefur aldrei haft minnsta áhuga
á. Rétt eins og kraftalítill verkamaður sem
fer sér hægt, hefur þó hlaðið tonnum eftir
mánaðartíma, þannig yfirstígur skáldverkið
höfund sinn smám saman, rúmar skáldskap
og jafnvel visku, sem engum gæti dottið í
hug að byggi í þessari hversdagslegu per-
sónu, segir Toumier af lítillæti. Til þess
þarf hvorki náðargáfu né innblástur, aðeins
það að höfundur gefist efninu á vald, og
leyfi verkinu að vaxa eins og í því býr, eins
lengi og með þarf. — Þessi vitnisburður
mikils skálds mætti nú þegar verða þeim
til umhugsunar, sem enn kynnu að halda
að skáldgáfa sé frumafl sem bijótist út við
hvaða aðstæður sem vera skal, gott ef ekki
helst við þær, að skáldið líði skort og þurfi
að láta allskyns störf ganga fyrir ritstörfun-
um.
En hversvegna skyldi skáld halda sig við
goðsögur? Tournier segir, að það felist í
þjóðfélagslegu hlutverki skálda, sem er
einkum það að þroska tilfínningalíf lesenda
og ímyndunarafl. Franski spekingurinn La
Rochefoucauld spurði hve mörgu fólki myndi
hugkvæmast að verða ástfangið, ef það
hefði aldrei heyrt talað um ástina. Engum
dytti það þá í hug, svarar Toumier, róm-
antísk ást varð til þegar Goethe birti skáld-
söguna Þjáningar Werthers unga, árið
1774, um líkt leyti fann Rousseau upp
fegurð §allanna, en fram að því að hann
skrifaði, fannst öllum fyöll vera hryllileg.
Mannsálin myndast af goðsögum umhverfís-
ins sem hvert bam elst upp í. Hlutverk
skálda er að halda goðsögunum lifandi,
leggja rækt við þær og þroska þær. Geri
skáldin það ekki, deyja goðsögumar. Dauð
goðsaga nefnist allegoría, eða táknsaga.
Þjóðfélag þar sem skáldin geta ekki skrifað
eins og þeim dettur í hug, fyllist af táknsög-
um, líflausum eins og gifsstyttur. Og hugsun
almennings stirðnar í klisjum. Tamin, gelt
skáld slíks þjóðfélags, bundin við róandi
hefðir, þau verða líka að gifsstyttum, sem
yfírskyggja sín ómerkilegu verk. En lifandi
skáldverk sem verður virk goðsaga í hjarta
lesenda, það skyggir hins vegar á höfund
sinn. Spænska skáldið Tirso de Molina
skrifaði leikritið Flagarinn frá Sevilla árið
1630. Allir þekkja aðalpersónu þess, Don
Juan, og sögu hans, en hver þekkir Tirso
de Molina? Aðeins fáeinir sérfræðingar.
Verk Toumier hrífa þá, eins og svo
margra annarra skálda, vegna þess að þau
byggjast á meginatriðum í hugarheimi le-
senda. „í fímmtán ár skrifaði ég í skúffum-
ar,“ segir hann, hvert handrit var eins og
fósturlát. loksins í lok ársins 1966 fannst
mér komið birtingarhæft verk. Það var
Vendredi (Fijádagur). Eins og nafnið bend-
ir til, byggist það á sögunni um Robinson
Crasoe. Allir þekkja manninn á eyðiey,
hversu margar myndaskrítlur skyldu birtast
um hann árlega, bara í íslenskum blöðum?
Enda þekkja allir einsemdina, sem þeir verða
að sigrast á með einhveijum ráðum. Sumir
með því að fylgja einhverri útbreiddri fyrir-
mynd, aðrir með sköpun.
Toumier umsnýr sögu Daniel Defoe. I
báðum á Robinson skipsfíak fullt af góssi,
til að planta enskri verkmenningu á eyði-
eyna. En þegar enginn kemur að bjarga
Robinson Toumiers, fyllist hann örvænt-
ingu, leggst í drallupoll með villisvínum, og
fínnur þar hlýju og öryggi félagsskaparins.
Seinna rífur hann sig upp úr þessu og fer
að koma skipulagi á umhverfí sitt, ræktar,
girðir og safnar forða. Þetta er allt eins og
nýlenduveldin á þeim tíma, og nú kemur
„innfæddur" maður, Frjádagur, til að full-
komna myndina með undirgefni sinni. En
ólíkt sögu Defoe fer nú Robinson að sjá
sjálfan sig með augum Fijádags, og sér að
hann hagar sér eins og geðsjúklingur í
öryggisþörf sinni, með óþörfum höftum,
Michel Toumier
girðingum, áætlunum og birgðasöfnun. Að
fordæmi Fijádags fer hann nú að njóta lífs-
ins eins og það er, tekst á við aðstæður
síhar á skapandi hátt, í stað þess að fylgja
bara fyrirmyndum sem hann hafði alist upp
við, og neitar loks að yfírgefa eyna þegar
honum býðst far burt.
Saga þessi hlaut helstu verðlaun frönsku
akademíunnar (Grand prix de l’Academie
francaise), og fyrir næstu bók hlaut Toumi-
er eftirsóttustu bókmenntaverðlaun Frakk-
lands, prix Goncourt. Það var árið 1970
fyrir Álfakónginn, langa skáldsögu, sem
segir frá flækingi fransks stríðsfanga um
Þýskaland á stríðsáranum. Þar finnur hann
köllun sína við að annast unglinga á kyn-
bótastöð. Því eðli þessa manns er að bera
bam á höndum sér, eins og heilagur Kristó-
fer bar Jesú. Goðsaga þessi táknar ástina,
maðurinn verður heill við það að hefja annan
upp. Sagan er afar litrík, og lifandi iengst-
um, en þó fínnst mér burðarásar hennar,
sértækar hugmyndir, helsti áberandi. Það
verður hinsvegar ekki sagt um næstu sögu,
enn lengri, Météores eða Loftsteina, sem
birtist 1974. Hún íjallar um tvíbura eins
og áður segir, og lýsir sambandi þeirra, sem
er svo náið, eins og Toumier orðar það, að
sifjaspcll annars vegar en ástir homma
hinsvegar, er aðeins ófullkomin endurspegl-
un af þessari sterku hvöt: sækjast sér um
líkir. Svo fer þó, að annar tvíburinn brýst
út úr þessari sameind mannlífsins, ef svo
má kalla, og leitar til venjulegs fólks. En
hinn eltir hann hnöttinn um kring, og kemur
meðal annars við á íslandi. Toumier hafði
sjálfur farið þessa hnattferð sem hann lætur
tvíbura sína fara, hann fór um ísland í júní
1972. Saga þessi er heillandi, ekki síst vegna
víðfeðmra þjóðlífs- og náttúramynda, sem
gegna mikilvægu hlutverki í þróun sögunnar
í persónum og hugmyndum.
Saga þessi hneykslaði meira en flestar
aðrar bækur Toumier, og eins og hann orðar
það sjálfur, hún hneykslaði, ekki vegna þess
að ein litríkasta og mest áberandi persóna
hennar er hommi, heldur vegna þess að
sagan sýnir heterósexúelt fólk utanfrá! Ég
nota þetta ankannalega orð, heterósexúa-
listar, um andstæðu homma, þá sem hneigj-
ast að gagnstæðu kyni, til að sýna hvað
Toumier er að fara. í hugum flestra er
þetta hugtak nefnilega ekki til, þetta heitir
bara að vera normal, eðlilegur. En þessi
persóna sögunnar, Alexandre, leggur sig
fram um að sýna hve grámygluleg, leiðinleg
og aðlærð hversdagsleg meðalhegðun sé,
einnig í kynlífí. Nú er þetta auðvitað ein-
staklingsbundið sjónarmið. Honum fínnst
heterósexúalismi grár og leiðinlegur, af
því að hann táknar afneitun innstu ástar-
þrár hans sjálfs — og milljóna annarra, sem
ei hneigðin til eigin kyns. En Toumier
leggur þá líka kapp á að draga fram menn-
ingararf homma og lespa, sem Jahve reyndi
árangurslaust að afmá af yfirborði jarðar
með eldi og brennisteini. Síðan hefur þetta
fólk verið huldufólk, eins og allir vita.
Goðsagnaskáldskapur Toumier felur meðal
annars í sér að afhjúpa samkynhneigðina
sem víða liggur meira eða minna dulin og
bæld í goðsögum þeim sem bera uppi vest-
ræna menningu. Enn sem komið er hefur
hann þó léitt hest sinn hjá því augljósasta
á því sviði, fomgrískri menningu. En að
þessu leyti rís skáldskapur Toumiers upp
af þeirri réttindabaráttu undirokaðra hópa,
sem verið hefur áberandi síðan 1968.
Enginn skyldi nú ætla af þessu, að skáld-
skapur hommans Toumier höfði þá bara til
tiltölulega þröngs hóps, meðvitaðs minni-
hluta í kynhneigð. Það er þvert á móti, eins
og jafnan þegar skáld eys af innstu brannum
sálar sinnar, nær hann til fólks almennt,
fyrr eða síðar. Ást og gimd era samar við
sig, að hveijum svo sem þessar hvatir bein-
ast. En höfundur sem fylgir bara fyrirmynd,
gegn eigin tilhneigingum, hann skrifar lit-
laust og leiðinlega.
Ég sagði hér á undan, að ekki færi oft
saman lýðhylli rithöfunda og viðurkenning
sérfræðinga um bókmenntir. Ástæðan er
sú, að söluhæstu rithöfundar semja iðulega
eftir formúlum sem þeir hafa fundið út úr
vinsælum bókum. Þetta er einskonar til-
raunastarfsemi bókmenntafræðinga, en
helguð — ekki menningarlegri sköpun, held-
ur eftirsókn eftir hámarksgróða, eins og
efnahagslífíð allt. En þeir sem fjalla um
bókmenntir við háskóla eða sérhæfða fjöl-
miðla, era hrifnari af bókum sem þeir geta
eitthvað lært af, verkum sem mótast af
sköpun framlegs skálds. Slík era verk
Toumiers, svo sem ég vona að hafí komið
fram hér á undan. En þau era ólík verkum
framúrstefnuhöfunda, sem mestan svip setja
á franskar bókmenntir, og hafa lengi gert.
Nefni ég þar til dæmis Claude Simon, sem
fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum nú fyrir
skömmu. I verkum hans skortir ekki á lif-
andi myndir persóna og umhverfís. En
höfundur forðast að raða þeim saman um
söguþráð þar sem skýrt mótaðar persónur
takast á í dramatískum atburðum, svo sem
lesendur hafa lengi átt að venjast — forðast
það vegna þess að þessu hafa lesendur átt.
að venjast.
Toumier segist geta skilið að heimamenn
í ríki bókmenntanna bijóti og bramli í kring
um sig dótið sem þeir hafí alist upp við,
og séu orðnir leiðir á, finnist vera til traf-
ala. En hann lítur á sig sem aðkomumann
í bókmenntaheiminum, heimspekifræðing,
sem þarf á þessu hefðbundna dóti að halda,
til að færa lesendum framspekilegar hugs-
anir. Því era verk hans jafnan tvíbent, svo
ekki sé meira sagt, annars vegar litrík, lif-
andi skáldsaga, með eftirminnilegum per-
sónum í dramatískum átökum, og auðugu
sálarlífi, en hins vegar heimur andans, sem
þetta jarðlíf vísar til, svo ég leyfí mér
nærtæka líkingu úr guðfræði. En þessi
æðri sannindi í ríki andans, það eru grund-
vallaratriði í hugarheimi almennings.
Þroskaferill Toumier var langur, og það
era ekki mörg verk sem liggja eftir hann.
Hér að framan hefí ég talið þijár skáldsög-
un Fijádag 1967, Álfakóngínn 1970,
Loftsteina 1974. Smásagnasafnið Le coq
de bruyere (Orri) birtist 1978, ári síðar
en sjálfsævisagan, sem ég nefndi. 1980 kom
skáldsaga um vitringana þijá frá Austurl-
öndum: Gaspard, Melchior et Balthazar,
og 1983 Gilles et Jeanne sem gerist á
miðöldum. Auk þessara skáldrita hefur
Toumier gefíð út bækur með Ijósmyndum
sínum sem stuttir textar fléttast saman við,
einnig ritgerðir; en ekki verður rætt um það
hér. Vonandi gefst (slenskum almenningi
kostur á að lesa þessi merkilegu verk áður
en langt um líður.