Morgunblaðið - 23.02.1986, Síða 35

Morgunblaðið - 23.02.1986, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1986 ---------------|----------------------- „Lafsgæðaþyrstir" íslendingar vorum við kölluð í grein hér í blaðinu í vikunni. Hittir líklega naglann á höfuðið. Og þessum mikla lífsþorsta fylgir þá vitan- lega að vera þurftarfrekur, rétt eins og hæfir kjafti skel, svo notuð sé líking orðheppins manns í öðru samhengi. Við þurfum víst ein- faldlega meira en aðrir. Og hver á ekki fá það sem hann þarf. Niðurstaðan: Við eigum að fá meira en aðrir, ekki rétt? Dæmi: í opinberri skýrslu um hámarksaðstoð til íslenskra náms- manna erlendis kemur fram að okkar fólk þarf meira til að lifa á en námsmenn annarra Norður- landaþjóða á sömu stöðum, nema hvað Norðmenn ná okkur í tveim- ur af þessum ijórum löndum sem dæmi eru tekin um. Annars er einfaldast að birta hér í Gárum tölumar í þessum dæmum frá flórum löndum sem miðaðar eru við gengi 7. jan. 1985. Munar æði miklu á því t.d. hvað íslenskur námsmaður þarf í Bandaríkjunum ( 33 þús kr.) og danskur (13.506), finnskur (13.253), norskur (23.077) eða sænskur (14.413) og er eflaust vel rökstutt. Eða er ekki námsaðstoðin miðuð við þarfir? Þessar tölur, sem koma fyrir almenningssjónir í umræðum um ónógar fjárveitingar til námslána, komu Gáruhöfundi raunar ekkert á óvart. Svotil nýbúinn að læra að það er hin viðurkennda gullna regla að Islendingar þurfi meira en annarra þjóða fólk í útlöndum og eigi að fá það. Þarfnast kannski skýringar. Undirrituð lenti í því að vera send á ársfund nokkum hjá Evrópuráðinu í Strassbourg, þar sem verða að vera fulltrúar frá öllum þáttöku- löndunum. Evrópuráðið borgar því kostnað fulltrúanna, þ.e. far- gjald til og frá heimalandi og þriggja daga dagpeninga. Strax fyrsta morguninn kom í ljós að morgunverðurinn á hótelinu var þrisvar sinnum dýrari en sami morgunverður í ráðstefnuhöllinni, sem gaf tilefni til að kanna dag- peningana. íslendingnum sýndist að þörf væri á að hafa heldur auga með tilkostnaði ef hann ætlaði ekki að borga með sér — enda á dýrara hóteli en fulltrúam- ir frá hinum þjóðunum öllum. Þetta var ekki neitt fólk í ráð- herra- eða þingmannaklassa og því eflaust í öðmm og lægri dagpeningaflokki. Sem betur fer vom fleiri landar á öðmm fundum Evrópuráðsins á þessu hóteli, sem raunar er ekkert lúxushótel og veitir fslendingum gjaman sann- gjamt verð. Og þessir embættis- menn gátu upplýst viðvaninginn um að ekki þyrfti að hafa af þessu áhyggjur. Næðu dagpeningar hans frá ráðinu ekki þeirri upp- hæð, sem íslendingum sæmir og em ætlaðir til slíkra sendiferða fyrir opinbera aðila á íslandi, þá ætti ríkissjóður að bæta manni það upp þegar heim kæmi. Og mikið rétt, þegar grennslast var um þetta við heimkomuna virtust allir vita um þessa reglu sem gildir á íslandi. Enda varla hægt að ætlast til þess að við, þurftarfrekt fólk, höfum ekki það sem við á að éta við skyldustörf í útlöndum. Fulltrúamir frá hinum löndunum sem vom á sama fundi þurftu ekki meira en dagskammt Evr- ópuráðsins enda ekkert meira að fá að heiman. Því skyldu náms- menn sem læra í okkar þjóðfélagi þá ekki þurfa meira en aðrir námsmenn. Enda komnir frá landi sem — eins og hann Eggert Þor- leifsson leikari lýsti svo í viðtali nýlega:„ Þetta er svona lególand sem við eigum heima í, þar sem allir þurfa að eiga allt dótið." Afskaplega er gott að vera frá svona landi, þar sem fyrst em kannaðar þarfimar eins og maður leggur þær upp sjálfur og þær síðan uppfylltar. Mann getur nú vantað ýmislegt sem aðrir geta verið án eða hvað? Það er ágætt að hafa fengið þetta á hreint núna þegar í qöl- miðlum er allt í einu farið að tala um hvað þetta og hitt kosti þjóð- ina. Fólk vill fara að fá að vita fyrir hvað það er að borga með sköttum sínum. Vill kannski bráð- um líka fara að meta það í hvað eigi að eyða. Afleiðingin sú að fjölmiðlafólk er sífellt að plaga sjóðstjórana með spumingum um kostnaðinn af þessu eða hinu. Ekki veit ég af hveiju slíkri upp- lýsingaöflun er tekið með ólund. Sýna slíkar upplýsingar ekki bara okkar þarfir og að mennimir séu önnum kafnir við að reikna þær út og uppfylla þær. Hér um árið þegar Gámhöfund- ur var ábyrgur borgarfulltrúi í Reykjavík kom hann með þá hugmynd alla leið inn í borgar- stjóm að engin tillaga yrði þar samþykkt sem fæli í sér kostnað fyrr en lögð væri fram um leið, eða útreiknuð af starfsmönnum, kostnaðaráætlun. Þetta þótti ósvífin krafa — að vita hvað hlut- imir kosta áður en samþykkt yrði að framkvæma þá. Hvílík ósvinna, gott ef það væri ekki stjómar- skrárbrot, sögðu minnihlutamenn hver um annan, hneykslaðir úr ræðustól. Það væri að hindra kjöma fulltrúa í að samþykkja tillögur, hvorki meira né minna. Að lokum samþykkti meirihlutinn, samstarfsmenn Gámhöfundar, að stefna að því að vita hvað hlutimir kostuðu áður en þeir væm sam- þykktir. Enda famir að sjá að ekki mætti neyða neinn til þess. Allir vom ánægðir — en lítt hefur til málsins spurst síðan. Hug- myndin var þó hvorki fmrnleg né heimatilbúin — svona hafa þeir þetta nefnilega hjá Sameinuðu þjóðunum. Ef ekki fylgir kostnað- aráætlun tillögu, sem hefur kostn- að í för með sér, er málinu frestað og starfsmenn samtakanna vinna í snarheitum slíka kostnaðaráætl- un svo hægt sé að taka afstöðu til málsins. Eftir svona útreið sá höfundur að auðvitað gilti ekki það sama í fjármálum á heimavelli eins og í útlöndum. Og þorði raunar ekki að leggja út í framhaldstillöguna sem hann hafði í huganum — orðaði hana bara svona utan dagskrár og í ræðum. Ætlaði vissulega ekki að fara að neyða kjöma fulltrúa til að láta leiðinleg- ar kostnaðampplýsingar í té — enda vísast stjómarskrárbrot. Sú óframlagða tillaga fólst í því að láta ávallt fylgja á reikningum, miðum og öðm sem frá opinbemm stofunum kæmi, sundurliðaðan kostnað. Bæði það sem viðkom- andi borgar sjálfur og það sem ríki og borg borga niður fyrir hann á viðkomandi þjónustu eða vöm. Menn krossuðu sig hver um annan, sögðu það geta t.d. farið fyrir bijóstið á sjúklingi ef hann hefði hugmynd um kostnaðinn við að lækna hann eða honum svelgj- ast á meðalinu sínu ef hann gmn- aði hvað það kostaði. Engar undir- tektir fékk svo háskaleg hug- mynd. Sjálfsagt getur verið tvíeggjað að vita hvað hlutimir kosta. Annars vegar þau alkunnu sann- indi að allt sem er dýrt sé dýrmæt- ara en það sem er ódýrt eða ókeypis og þá verður örið eftir uppskurðinn þeim mun finna sem hann er dýrari. Eða það leiðir til óhóflegs spamaðar eins og í sög- unni sem hann Páll Lfndal sagði mér einhvem tíma frá þeim ámm er hann var sendill í einu ráðu- neytinu og „mikið raritet, því hann kunni á ritvél". Þar var þá Inga Magnúsdóttir, fyrsta vélrit- unarstúlkan sem ráðin var í Stjómarráðið. Hún fékk pínulítið borð og gat hvergi lagt frá sér pappírinn. Fékk leyfi ráðherra til að láta smíða hillu á vegginn til að leggja á handritin. Þá kom Guðmundur Sveinbjömsson, emb- ættismaður og heiðursmaður í hvívetna, horfði á smiðina setja upp hilluna og varð að orði: „Þér eigið eftir að verða Stjómarráðinu dýr, fröken Inga!“ Dæmigerð hámarksnámsaðstoð, að viðbættum bóka- og tækjakostnaði, á mánuði til norrænna námsmanna við nám í Bretlandi, V-Þýskalandi, Ítalíu og USA 1983—84. Allar upphæðir eru í ísl. kr., gengi miðað við 7. jan. 1985. Danskir Finnskir íslenzkir Norskir Sænskir Bretland 13.506 13.253 21.584 18.349 14.413 V-Þýskaland 13.506 13.253 16.636 17.101 14.413 ítalia 13.506 13.253 16.438 16.566 14.413 Bandaríkin (B) 13.506 13.253 33.000 23.077 14.413 Qj '-3 Laun, kosninga- loforð og skattar eftir Grétar H. Óskarsson Launþegar sitja nú sveittir og rejma að koma skattskýrslu sinni saman. Þau em sjálfsagt mörg mannráðin á landsvísu, sem fara í það að fylla út skattskýrslur, að ótaldri þeirri vinnu sem endurskoðendur og aðrir hafa af því að aðstoða menn við slíkt. Þetta skapar atvinnu að vissu leyti, en annað mál er, hversu þjóð- hagslega hagkvæm sú atvinna er. I reynd væri alger óþarfi fyrir launþega að gera nokkra skatt- skýrslu, því öll laun þeirra em gefin upp af vinnuveitendum og lítið mál væri að mata tölvu á þeim upplýs- ingum og skattleggja eftir því, ef skattleggja á launatekjur á annað borð. En á sama tíma og mannárin fjúka við skattskýrslugerð og ótalin mannár em eftir hjá skattstjómm að yfirfara skattskýrslumar, þá sitja launþegafulltrúar á rökstólum við atvinnurekendur og ríkisvald um það, hvemig bæta megi kjörin. Ríkisstjómin hefur gleymt kosn- ingaloforðum sínum um að afnema launamannaskattinn og hótar óða- verðbólgu á ný verði launin hækk- uð. Launþegar vilja kjarabó, at- vinnurekendur frið á vinnumark- aðnum og þjóðarhagur krefst þess að svo verði. Alþjóð veit að það er hægt að ná þessum markmiðum, ef vilji er fyrir hendi, og ríkisstjóm, atvinnurekendur og öreigaforingjar vita það líka. Það sem meira er, þeir vita líka hvemig hægt er að ná þessum markmiðum. En það var þetta með launa- mannaskattinn. Launþegar em ekki tilbúnir til þess lengur að vera einir teknir út úr í þjóðfélaginu og skatt- lagðir sér á báti. Við launþegar vinnum fyrir launum okkar og emm ekkert tilbúnir að láta ríkisvaldið fara í vasa okkar og taka stóran hluta af þeim aftur á meðan aðrir þegnar þjóðfélagsins þurfa þess ekki frekar en þeir vilja. Þetta em skilaboð sem mætti ætla að hefðu náð eyrum forystumanna í ríkis- stjóm ef marka má síðustu kosn- ingaloforð, en svo héfur ekki verið í reynd. Góður kunningi minn sagði við fjármálaráðherra hér um daginn, að það væri skítt að þurfa borga 5000 kr. fyrir eitt bfldekk og færi meira en helmingur af verðinu beint í ríkiskassann. En, bætti hann við, „ég fékk þó dekkið". Hvað fáum við launþegar fram yfir aðra borg- ara þessa lands fyrir það að borga einir tekjuskatt Eið fullu? Áhrifarí- kust refsins er að taka úr.pyngju manna, láta þá borga. Emm við launþegar sakamenn? Sjálfsagt hafa stjómmálaforingj- ar vorir ástæður sem þeir telja gild- ar sjálfir til þess að skattleggja okkur launþega sérstaklega, en við eram bara ekki á sama máli. Það em kosningar í vor. alþingiskosn- ingar em heldur ekki langt undan. En hafa ríkisstjómarflokkamir möguleika á að bæta ráð sitt og standa við gefín kosningaloforð og veita launþegum einu raunhæfu kjarabótina, lækkun beinna skatta. Þetta er eina raunhæfa kjarabótin, því hún eykur ekki verðbólgu og íþyngir ekki atvinnuvegunum. Tekjuskattinum er skipt í 3 þrep eftir tekjum, 20%, 31% og 44% skatt. Nær tekjulaust fólk, svo sem „Enn hafa ríkisstjórn- arflokkarnir mögnleika á að bæta ráð sitt og standa við gef in kosn- ingaloforð og veita launþegum einu raun- hæfu kjarabótina, lækkun beinna skatta.“ skólakrakkar sem vinna hluta úr ári lenda í 1. þrepinu. Það er glæp- samlegt að fara ofan í vasa þessa fólks og taka peninga í Kröfluævin- týri, Víðishús eða súrmjókurhallir og önnur mistök stjómmálamanna. i 2. þrepinu lenda launþegar sem rétt eiga til hnífs og skeiðar, lifa að vísu á launum sínum en hafa ekki afgang til neins, síst af öllu til þess að borga niður matvömr í útlendinga, halda uppi byggð á Útkjálkavík eða greiða bflakostnað ráðherranna. Að leggja tekjuskatt á tekjur sem falla undir 1. og 2. þrep er aleger- lega siðlaust. Tekjuskattur á tekjur sem falla undir 3. þrep er óréttlátur, rangur og eykur misrétti í þjóð- félaginu á meðan hann er einungis lagður á launþega, en aðrir hafa sjálfdæmi um greiðslu hans. Við launþegar bíðum eftir við- brögðum stjómmálamanna vorra. Höfundur er flugvélaverkfræð- ingur og framkvæmdastjóri loft- ferðaeftirlitsins. unn ATHUGIÐ a z 09 TI'SKA GÆÐI FERMINGARSKÓR Úrleðri Litir: hvítt Svart Svart lakk Blátt Stærðir 36—41 Verð: 1.695.- Litir: Hvítt Svart Grænt Bleikt Blátt Stærðir 36—41 Verð: 1.589.- Lena skór skrefi framar Stjörnuskóbúðin Laugavegi 96 R. Sími 23795. „

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.