Morgunblaðið - 23.02.1986, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986
Það er tónlist þessa manns sem ræður ríkjum í kvöld og annað kvöld á Gauki á Stöng.
m GAUKURA STONG - fffff .
Lennon-kvold
BÍTLA VINAFÉLAGIÐ FL YTUR
30 LÖG EFTIR KAPPANN í KVÖLD OG
ANNAÐ KVÖLD
30 lög eftir John heitinn Lennon verða flutt á
Gauki á Stöng í kvöld og annað kvöld. Kvöld
þessi kallar Guffi á Gauknum hreinlega Lenn-
on-kvöld og hef ur hann fengið til liðs við sig
nýstofnaða hljómsveit sem loksins hefur hlot-
ið nafn; Bftlavinafélagiðl Bítlavinafélagið skipa
þeir Rafn Jónsson, Eyjólfur Kristjánsson,
Stefán Hjörleifsson og Haraldur Þorsteinsson.
Svo má ekki gleyma hljómborðsleikaranum
en nafni hans hefur Popparinn steingleymtl
Bítlavinafélagið hefur verið iðið við aefingar
undanfarna daga og hafa tónar úr smiðju Lenn-
on ómað viö Rauöarárstíginn og Miklubrautina,
vegfarendum vonandi til mikiliar ánægju.
Meðlimir Bítlavinafélagsins segjast styðjast í
öllum aðalatriðum við upphaflegar útsetningar
laganna sem flutt verða. Ekki ku Eyjólfur og
hljómborðshárkollan þó gera mikið í því að
herma eftir söngrödd Lennons enda engum
greiði gerður með því.
Þessi 30 lög Lennons spanna allan hans feril,
frá upphafsárum Bítlanna til dauðadags hans.
Gestir Gauks á Stöng geta hlýtt á lög eins og
Please please me, Come together, A day in the
life, Help, Nobody told me, Oh Yoko, Lucy in
the sky with Diamonds, Woman, Starting over,
Imagnie og allar þessar geðþekku perlur sem
vinurinn lokkaði úr dægurlagasænum silfraða.
Bítlavinafélagiö hyggst ekki rekja feril Lenn-
ons í máli og myndum og ekki muna þeir leika
lögin í réttri tímaröð. „Við hrærum þessi bara
saman og sjáum svo til hvernig smakkast,"
sagði einn liðsmanna félagsins.
Ef aðsókn á Lennon-kvöldin tvö sem verða
í kvöld og annað kvöld verður ógnvænleg er
aldrei að vita nema því þriðja verði bætt við.
Hljóðfærasláttur og söngur hefst á slaginu tíu
bæði kvöldin. Óstaðfestar fregnir herma að
vegleg verðlaun verði veitt þeim sem tekst best
upp í að líkjast Yoko Ono. Verðlaunin yrðu þá
Uncle Beans hrísgrjón.
M PAXVOBIS
uassaleikara-
skipti
■i <c.
JakobMagnússon
í stað Skúla
Sverrissonar
Eftirmaður Skúla Sverris-
sonar í Pax Vobis er fundinn.
Sá leikur auðvitað á bassa eins
og Árbæingurinn og heitir
Jakob Mangússon og hefur
gert garðinn frægan með
TappaTíkarrassi, Das Kapital
og Grafík meðal annars. Jakob
er góður bassaleikari og reynd-
ar með allt annan stíl en Skúli
og hefur ósjaldan nögl sértil
fulltingis. Það verður spenn-
andi að sjá og heyra hvort tón-
list Pax Vobis mun taka stakka-
skiptum við þetta. Popparinn
segir nú bara: „Strákar mínir.
Vegniykkurvel."
Jakob Magnússon,
nýr bassaleikari Pax
Vobis er hér
á fullri ferð
SMÁSKÍFUR VIKUNNAR
Sú besta
Public Image Ltd. — Rise
Johnny Lydon syngur eins og
engili. Er það ekki saga til næsta
bæjar? Hljóðfæraleikurinn er
einfaldur en vandaður en einn
maður stendur þó upp úr. Það
er gítarleikarinn Steve Vai.
Popparinn er enn að jafna sig
eftir að hafa hlýtt á lagið. Lagið
er engu líkt og Popparinn er enn
að leita að einhverri samlíkingu.
Það gengur ekki vel. Svona eiga
sýslumenn að vera.
Aðrar ágætar
Alarm — Spirit of ’76
Þetta er gott rokk.
Eurythmics — It’s alright
Nú ætlar Popparinn að hætta
OBOXERS ERU HÆTTIR
Joboxers eru hættir. Sean McClusky, Chris Bostock
og Rob Marche eru nú að leita að söngvara sem getur
samið texta. Ef einhver sem þetta les er spenntur fyrir
starfinu þá má hinn sami senda mynd af sér og upp-
töku með eigin rödd til Englands. Heimilisfangið er:
Starcrest, Management, 163 Caledonian Road, London
N1, England.
Nýtt lag
með
John
Taylor
á leiðinni
Hinn ekki mjög svo ómynd-
arlegi meðlimur Duran Duran,
John Taylor sendir frá sór ílok
þessa mánaðar lag sem hann
samdi sjálfurog syngur. Lagið
er úr kvikmyndinni „ Nine and
a halfweeks".
AFFJÖLSKYLDU FEARGALS SHARKEY
Oskemmtileg
lífsreynsla
Móðir og systir Feargal Sharkeys urðu fyrir heldur óskemmti-
legrilífsreynslu fimmtudagsmorguninn 13. febrúar. Þærvoruí
heimsókn hjá vinafólki þegar byssumenn IRA hersins lögðu
undirsig húsið og sátu þar fyrir öryggissveitum. Ekki særðust
þær neitt mæðgurnar en móðir næturgalans Sharkeys féll i
yfirlið. Sybil Sharkey er reyndar nýflutt til Spánar en var stödd
iLondonderry þar sem verið varað jarða fjölskylduvin.
að lemja höfðinu við steininn og
bara viðurkenna að þau skötu-
hjú, Lennox og Stewart, eru
mikið gáfufólk sem kann að fara
með raddbönd og hljóðfæri.
Sálin er mjkil í þessari melódíu
og söngur Önnu er í sérflokki. *
Five Star — System Addict
Gott danslag. Hér er ekki
verið að nota öll hljóðfæri
heimsins bara til þess að nota
þau heldur snyrtimennskan
númer eitt, tvö og þrjú. Það er
allt of sjaldgæft í svona tónlist.
Lagið er nokkuð skemmtilegt.
Arcadia — Goodbye is
forever
Aldrei hélt Popparinn að
Arcadia myndi komast í þennan
flokk, en kraftaverkin gerast
enn. Le Bon syngur betur en«, „
áður og tekst vel upp þegar
hann notar falsettutæknina. Nú
þarf hann bara að klippa kjökrið
í enda hvers orðs af og þá myndi
Popparinn glaður bjóða honum
að syngja bakraddir á næstu
plötu. Gítarleikur í þessu lagi er
skemmtilegur og lagið vel sam-
ið. Það vinnurvel á.
Elvis Costello — Don’t let
me be misunderstood
Þetta er ekkert frumlegt en
samt alveg frábært. Costello
svíkur sjaldan eða aldrei og fer
vel með þetta gamla Animals-
lag Það munaði litlu að þetta V*
færi í efsta flokk.
Talk Talk — Live is what
you make it
Öðruvísi? Hvort það er. Hér
er til dæmis enginn bassaleikur
heldur djúpar flygilnótur notaðar
í staðinn. Hugmyndaauðgi pilt-
anna í þessari sveit eru engin
takmörk sett og það ber að
virða. Lagið er í sjálfu sér ekkert
svo merkilegt en söngur og út-
setning í sérflokki. ^
Afgangurinn
Peter Frampton — Lying
Má ég þá frekar biðja um
Huey Lewis?