Morgunblaðið - 23.02.1986, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 23.02.1986, Qupperneq 46
 agexfLAU í 1 t I ? atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna BORGARSPÍTALINN LAUSAR STÖDUR Hjúkrunardeildarstjóri Deildarstjóri óskast á skurðstofu kvensjúk- dómadeildar Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem fyrst. Nánari upplýsingar veita Guðjón Guðnason yfirlæknir og Árni Ingólfsson læknir í síma 22544. Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslustöðin í Fossvogi óskar eftir hjúkrunarfræðingi í 50% starf. Um afleys- ingastarf er að ræða. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 685099 milli kl. 11.00-12.00. Læknaritari Staða læknaritara við endurhæfingadeildir Borgarspítalans er laus til umsóknar. Starfs- vettvangur verður móttaka, vélritun, sjúkl- ingabókhald o.fl. við sjúkra- og iðjuþjálfun á Borgarspítalanum í Fossvogi. Góð vélritunar- kunnátta nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 681200-350. BORGARSPÍTALINN <>681200 Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar óskar eftir að ráða: ráðunaut á sviði utanríkisviðskipta og þróunarmála og deildarritara við fjárhalds- og stjórnsýsludeild. Norræna ráðherranefndin var sett á stofn árið 1971. Verksviö nefnd- arinnar er að taka ákvarðanir varðandi norræna samvinnu, sem tekur til flestra sviða samfélagsins. Skrifstofan í Osló og Menningarmálaskrifstofan í Kaupmannahöfn annast daglegan rekstur norrænnar samvinnu. Þar er unnin undirbúningsvinna og séð til þess að ákvörðunum ráð- herranefndarinnar, og annarra stofnana, sé framfylgt. Ákveðið hefur verið að sameina þessar tvær skrifstofur. Áætlað er að því verki verði lokið i júni á þessu ári og veröur skrifstofan frá þeim tíma i Kaupmannahöfn. Vegna fyrirhugaðrar sameiningar þarf að fjölga starfsfólki. Ráðunautur Ráöunautnum er ætlað að starfa á sviöi utanríkisviðskipta og þróun- armála. Hann mun í samvinnu við annan ráðunaut hafa umsjón með þeirri vinnu sem innt er af hendi á skrifstofunni vegna norrænu embættisnefndarinnar um utanríkisviöskipti auk þess mun hann stjórna 4-5 verkefnum á hverjum tíma. Ráðunauturinn mun eiga samstarf við ríkisstjórnir og ráðuneyti á Noröurlöndum. Þess er einnig vænst að ráðunauturinn eigi frumkvæði að samnorrænum verkefnum og geri fjárhagsáætlanir. Ráðunautnum kunna einnig aö vera falin önnur verkefni en hér hafa verið upp talin. Þess er krafist aö viðkomandi hafi viöeigandi menntun og reynslu af stjórnunarstörfum. Þeir umsækjendur, sem hafa sérþekkingu eöa reynslu af ofangreindum málaflokkum munu ganga fyrir. Ráðunauturinn þarf að hafa stjórnunarhæfileika, vera samvinnufús og geta starfað sjálfstætt. Stöðu þessari fylgja ferðalög innan Norðurlanda. Deildarritari Hann mun starfa við fjárhalds- og stjórnsýsludeild og sinna hefð- bundnum störfum ritara fyrir ráðunauta og deildarstjóra. Þá mun viökomandi samræma störf ritara deildarinnar auk þess að sjá um gerð fundalista og fleira. Hann mun sjá um að flokka þann póst sem berst og þjálfa nýliða i skrifstofustörfum. Viðkomandi umsækjendur þurfa að vera samstarfsfúsir og geta starfaö sjálfstætt. Krafist er reynslu af skrifstofustörfum, góðrar vélritunarkunnáttu og reynslu af ritvinnslu. Um báðar þessar stöður gildir að krafist er mjög góðrar dönsku-, norsku- eða sænskukunnáttu. Skrifstofan hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um stöður þessar. Viökomandi munu starfa i Kaupmannahöfn. Æskilegt er aö þeir geti tekiö til starfa sumarið 1986. Samningstiminn er venjulega 3 til 4 ár. Framlenging hans er hugsan- leg. Rikisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá núverandi starfi. I boði eru góð laun og ákjósanleg starfsskilyrði m.a. mun skrifstofan aðstoöa við að útvega húsnæði i Kaupmannahöfn. Umsóknarfresturertil 12. mars 1986. Nánari upplýsingar veita Ragnar Kristoffersen, skrifstofustjóri (ad- ministrationsshef) og Harald Lossius, ráöunautur, i sima: (Oslo) 11 10 52 eða Mette Vestergaard I síma: (Kaupmannahöfn) 11 47 11. Seppo Suokko, deildarstjóri veitir einnig upplýsingar um stöðu ráöu- nautar og einnig veitir Alf Nilsson, fjármálastjóri (budsjettsjef) upplýs- ingar um stöðu ritara. Báðir eru þeir i síma (Oslo) 11 10 52. Skriflegar umsóknir skal senda: Nordisk Ministerrad, Generalsekretæren, Postboks 6753, St. Oiavs Plass, 01300slo 1. Atvinna óskast Ég óska eftir góðu starfi. Hef mikla reynslu af stjórnunarstörfum og almennum rekstri. Undanfarin ár hef ég starfað við þróunarverk- efni erlendis. Menntun er kandidatspróf í búfræðum. Tilboð merkt: „Markaður — 3344“ sendist auglýsingadeild Morgunblaðs- ins fyrir nk. föstudag. Með öll tilboð verður farið sem trúnaðarmál. Réttingarmenn Okkur vantar nú þegar mann vanan blarétt- ingum á verkstæði okkar, Lágmúla 5. Mjög góð vinnuaðstaða. Upplýsingar gefur þjónustustjóri sma 681555. Gbbusa Lágmúla 5, sími 81555. Ritstjóri Staða ritstjóra Orðabókar Árnanefndar er laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. júlí 1986 eða sem fyrst eftir þann tíma. Krafist er ítarlegrar þekkingar á bókmenntum og tungum Norðurlandaþjóða auk mjög góðrar dönskukunnáttu. Æskilegt er að við- komandi kunni nútíma íslensku og hafi starf- að að gerð orða- og/eða alfræðibóka. Nánari upplýsingar um stöðu þessa veitir ritari Árnanefndar í síma: 01 54 22 11 /2164. Ráðning fer fram samkvæmt gildandi sam- komulagi á milli danska fjármálaráðuneytis- ins og stéttarfélags danskra magistera. Sérstök nefnd mun leggja mat á þær um- sóknir sem berast. Umsækjendum verða sendar niðurstöður nefndarinnar. Nefndin mun ákveða hver umsækjenda hlýtur starfið. Óskað er eftir að þau ritverk og rannsókna- verkefni, sem umsækjendur telja að komi að haldi við mat á hæfni þeirra, fylgi með í þríriti. Umsóknir skal merkja Árnanefnd (Den arna- magnæanske kommission) og senda þær rektor Kaupmannahafnarháskóla, sem er formaður nefndarinnar. Heimilisfangið er: Frue Plads, 1168 Köbenhavn K. Umsóknarfrestur rennur út þann 15. mars kl. 10.00. Fyrirtæki í Reykjavík er útflytjandi á frystum og ferskum sjávarafurðum og innflytjandi á veiðarfærum og umbúðum, einnig rekurfyrir- tækið fiskvinnslustöð ásamt útgerð. Útflutningur sjávarafurða Sölumaður Útflutningsdeild okkar sem fer stöðugt vax- andi vantar duglegan og framtakssaman mann til að markaðssetja sjávarafurðir um allan heim. Um er að ræða starf sem byggist mikið á samskiptum við innlenda og erlenda aðila. Krafist er góðrar enskukunnáttu ásamt kunn- áttu í a.m.k. einu Norðurlandamáli. Einnig þarf viðkomandi að hafa innsýn í veiðar og vinnsluáfiski. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt og hafa góða samstarfshæfileika. í boði er góð starfsaðstaða í krefjandi starfi hjá fyrirtæki þar sem er góður starfsandi. Laun fara eftir hæfileikum. Allar umsóknir verður farið með sem trúnað- armál og öllum verður svarað. Umsóknir sendist augl.deild Mbl. merkt: „K — 0490" fyrir 5. mars nk. 22ja ára maður óskar eftir vel launuðu starfi. Hefur stundað ýmis verslunarstörf og unnið 1 ár í banka. Hefur góða reynslu sem sölumaður. Upplýs- ingar í síma 99-2380. Hagvangur hf RÁÐNINCARPJÓNUSTA CRENSÁSVECI 13, 108 REYKJAVÍK SÍMAR: 83666 - 83472 - 83483 Rekstrar- og tækniþjónusta Námskeiöahald Markaðs- og söluráögjöf Tölvuþjónusta Þjóöhagfræðiþjónusta Ráðningarþjónusta Skoöana- og markaöskannanir Þórir Þorvarðarson Katrín Óladóttir og Holger Torp. Einkaritari (353) Fyrirtækið er heildsölufyrirtæki í Reykjavík. Vinnutími: frá kl. 9.00 til 13.00. Starfssvið: erlendar og innlendar pantanir, vélritun, tollútreikningur, bréfaskriftir, telex, skjalavarsla, útskrift reikninga, tölvuritun o.fl. Við leitum að ritara með nokkurra ára starfs- reynslu, góð enskukunnátta skilyrði. í boði er fjölbreytt og krefjandi starf. Góð laun. Einkaritari (354) Fyrirtækið er innflutningsfyrirtæki í Reykja- vík. Starfssvið: útskrift reikninga, innlausn vara úr tollvörugeymslu, sala til verslana og fyrir- tækja. Við leitum að: manni með reynslu af sölu- mennsku, góða framkomu og hæfileika til að starfa sjálfstætt. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi bíl. í boði er hlutastarf, vinnutími samkomulag. Ritari (355) Fyrirtækið er þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið: telex, vélritun, skjalavarsla o.fl. Við leitum að ritara með góða ensku- og vélritunarkunnáttu. í boði er sveigjanlegur vinnutími, góð laun og traust framtíðarstarf. Laust strax. Bókari (346) Fyrirtækið er þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið: merking fylgiskjala, afstemming- ar, uppgjör, frágangurtil endurskoðenda. Við leitum að manni með góða verslunar- menntun og/eða reynslu af bókhaldi. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti unnið sjálfstætt og skipulega. Laust strax. Fatahönnuður (6) Óskum að ráða „free-lance“-fatahönnuð til starfa hjá þekktu fyrirtæki á framleiðslu ullar- fatnaðartil útflutnings. Við leitum að ungum velmenntuðum og hugmyndaríkum hönnuði. Æskileg sérmenntun eða sérþekking á hönn- un ullarfatnaðar. Áhugasamir hafi samband við Þóri Þorvarð- arson eða sendi umsóknir merktar „Fata- hönnuður (6)“ til skrifstofu okkar. Vinsamlegast sendið umsóknir á eyðublöð- um sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkomandi starfs. Hagvangur hf Sl'RH.Æ - n RÁÐNINOARPJÓNUSTA BYCC.U Á G/'.ONKVÆMUM TRÚNA0I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.