Morgunblaðið - 23.02.1986, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. PEBRÚAR1986
Olöf Halldórs-
dóttir—Kreðjuorð
Við hittumst fyrst á Sólvangi
þessar þrjár; Ólöf heitin, Auðbjörg
Albertsdóttir og ég. Svo hét eitt
stúlknaherbergið í héraðskólanum
í Borgarfírðinum okkar Ólafar, á
Hvítárbakka. Ég var aðeins þar til
bráðabirgða, eða þar til búið var
að raða niður í herbergin. Dagmar
Beck var ókomin að austan, en hún
hafði búið á Sólvangi veturinn áður
og fór þangað þegar hún kom.
Þó samvera okkar þriggja, Auð-
bjargar, Ólafar og mín yrði ekki
löng á Sólvangi kviknaði sá vináttu-
neisti þar, sem yijar og lýsir enn í
dag og aldrei bar skugga á fyrr en
þessi mikla sorg barði að dyrum,
að ólöf fórst í bílslysi fyrir ári.
Önnur stúlkan sem gisti Sólvang
með mér þessa þijá sólarhringa var
Auðbjörg Albertsdóttir, kvenkostur
ágætur frá Neðstabæ í Norðurárdal
j í Húnavatnssýslu. Hún er þekkt
fyrir ljóð og óbundið mál, sem henni
hefur tekist að skrifa þrátt fyrir
mikil umsvif og vinnu á myndar-
heimili í sveit, Hafursstöðum í
Húnávatnssýslu, þar sem hún bjó
með manni sínum og fímm bömum.
Þau hjónin búa nú á Blönduósi.
Aðallega í norðlenskum tímaritum
hefur ýmislegt birtst eftir Auð-
björgu, einnig í Húsfreyjunni.
Hin stúlkan, Ólöf Halldórsdóttir
frá Litlu-Skógum í Stafholtstung-
um, var líka fríð sýnum og meðal-
maður á hæð, grannvaxin og frekar
ljóshærð og bauð af sér hinn besta
þokka. Hún leysti allt prýðilega af
hendi sem hún átti að gera, að öðru
leyti fór mjög lítið fyrir henni. En
ef veikindi bar að höndum þennan
vetur eða einhver þurfti að láta
halda á ljósinu fyrir sig þá var hönd
Ólafar ævinlega til staðar.
Við Ólöf fluttum báðar til
Reykjavíkur, hún átti lengur heima
í Borgarfírðinum, en flutti ásamt
móður sinni suður. Faðir hennar
var þá dáinn fyrir nokkrum árum.
Hreinlæti og þokki var það sem
mætti augum mínum, þegar ég kom
til að heilsa upp á Ollu mína þó að
Iftil væri íbúðin og ófullkomin. En
þær mæðgur voru ekki lengi leigj-
endur, en fluttu ásamt bróður Ólaf-
ar í stóra íbúð í Hlíðunum, sem þá
var nýtt hverfí. Ólöf vann alltaf úti
en móðirin hugsaði um heimilið.
Það var alltaf jafn gaman að hitta
Ollu hvort sem ég skrapp til hennar
eða hún leit inn til mín. Hún var
alltaf jafn brosmild og hafði jrfír
engu að kvarta. Og þannig liðu
árin. Þar kom að, að móðirin eltist
og lasnaðist. Þá keypti Ólöf sér
vélar og tók að vinna heima, en
stundaði móður sína þegar þess
þurfti, einkum hin síðustu ár sem
hún lifði.
Þegar hún var dáin breytti Ólöf
til og réð sig eitt ár í íslenska
sendiherrabústaðinn í Danmörku,
þar sem frænka hennar var ráðs-
kona. Eftir árið kom hún heim
aftur, fór að vinna á hóteli, en kaus
t
Móðir okkar og amma,
ÞORBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR,
Háaleitisbraut 18,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. febrúar kl.
10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á
Blindravinafélagiö.
Ragnhildur Sigurðardóttir,
Þórður Sigurðsson,
Birna Elín Þórðardóttir,
Sigurður Þór Garðarson.
+ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi.
JÓN G. KJERÚLF, Laugarnesvegi 80,
verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 25. febrúar
kl. 13.30. Guðlaug P. Kjerúlf,
Þórunn K. Ivey, David P. Ivey,
Pétur Kjerúlf, Hafdís Ágústsdóttir,
Vilborg Kjerúlf, Jens Nielsen,
Ásta Haraldsdóttir, Hjálmar Sveinsson
og barnabörn.
t
Sambýlismaður minn, faöir okkar og tengdafaöir,
SÆMUNDUR GUÐBJÖRN LÁRUSSON
bifreiðastjóri,
Gnoðarvogi 20,
verður jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. febrúar
kl. 15.00.
Sigríður Geirlaug Kristinsdóttir,
Hulda Sæmundsdóttir, Gerhard Olsen,
Guðlaugur Sæmundsson, Ingibjörg Aðalsteinsdóttir,
Kristján Sæmundsson, Guðrún Einarsdóttir,
Anna Markrún Sæmundsdóttir, Baldur Þórðarson.
t
Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
EGGERT EGGERTSSON
frá Hellissandi,
Maríubakka 6, Reykjavík,
veröur jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 25. febrúar kl.
15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd.
Jensfna Óskarsdóttir,
Sigurður Eggertsson, Elfnborg Gfsladóttir,
Minnie Eggertsdóttir, Sigmundur Þórisson
og barnabörn.
svo heldur svipaða vinnu og hún
áður hafði stundað og réð sig hjá
Bláfeldi. Næst þegar ég heimsótti
Ollu vinkonu mína var hún flutt í
fjögurra herbergja íbúð í Stigahlíð
20, sem hún átti ein. Þangað átti
ég eftir að koma oft til hennar og
stundum að gista, jafnvel við fjórða
mann í boði Ólafar á árunum sem
ég dvaldi utanbæjar. Það voru böm
sem með mér voru og var alltaf
mikil tilhlökkun að koma í bæinn,
ekki síst að mega gista hjá Ollu.
„Hafí einhver verið fædd fóstra,
þá var það hún Olla frænka mín,“
segir Áslaug í sínum fögru og sönnu
kveðjuorðum við útför Olafar.
Ólöf Halldórsdóttir var merkileg
persóna, hraust og létt á fæti gekk
hún í og úr vinnu, eins kom hún
oft gangandi þegar hún leit inn um
helgar. Hún var alltaf. eftirsóttur
og góður gestur og greip gjaman
eitthvað upp í hendumar til hjálpar
heldur en að láta hafa fyrir sér,
einkum ef hún vissi að heilsan var
ekki í besta lagi hjá þeim sem hún
kom að heimsækja. Hún talaði lítið
um sjálfa sig, þó sagði hún mér
einu sinni, að sig hefði aldrei vantað
dag í vinnu, hvorki vegna veikinda
eða af öðmm ástæðum, og aldrei
beðið um frí þegar hún átti að
vinna, og aldrei komið of seint í
vinnu, bætti ég við. Hún var snill-
ingur í því sem öðm að hlusta á
aðra rekja raunir sínar, létta þannig
á hjarta sínu, en ef svo var spurt,
„en hvað segir þú af sjálöi þér?“
var svarið „það er ekkert af mér
að frétta, ég hef það ágætt“.
Manni gat flogið í hug að þetta
gæti ekki alltaf verið sannleikanum
samkvæmt. En þegar hún missti
heilsuna um tima sagði hún satt
og blátt áfram frá því: „Ég var að
koma úr ferðalagi og skrikaði fótur
þegar ég fór út úr bílnum, fékk
kvöl í bakið og niður í fót, varð að
segja upp vinnunni hjá Bláfeldi."
Við læknisskoðun kom í ljós að
bijóskið í bakinu var orðið mjög
slitið, að öðm leyti var hún ágæt-
lega hraust.
Eftir að hún kom heim af spítal-
anum lá hún mikið í rúminu og las
og hlustaði á útvarp. Verkurinn í
bakinu var lengi að hverfa. En
sumarið eftir kom hún gangandi til
mín, þvert yfír holt og hæðir frá
Stigahlíð uppá Laugarás og varð
ekki meint af.
Hún fékk eklri slæmt kast í bakið
aftur svo ég vissi. Við töluðum
saman í síma daglega. Það var
oftast á kveldin, þá vomm við einar
heima. Það var svo gaman. Ef ég
missti t.d. lestur úr útvarpssögu eða
frétt úr blöðunum, sem ég hefði
viljað sjá, þá var ekki annað en að
hringja f Ollu. Hún var fljót að
bæta úr þvf, minnug og kunni listina
sem var virt háu verði í mínu
ungdæmi, þá að kunna að segja
skýrt og rétt frá, helst orðrétt.
Ólöf sagðist ekki ætla að taka
neina vinnu. Hún þyrfti þess ekki,
enda komin á eftirlaunaaldurinn.
„Auramir mínir endast mér,“ sagði
hún. Þó var það svo að síðasta árið
var hún farin að vinna í hádeginu
á blindraheimilinu f forföllum ann-
t
Útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu,
JÓNÍNU EMILÍU ARNUÓTSDÓTTUR,
Hátúni 10,
fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Þeim
sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd.
Bryndís Guðmundsdóttir, Gissur Simonarson,
Hannes Guðmundsson, Hallgerður Gunnarsdóttir,
Jón Levý Guðmundsson, Stefanfa Sófusdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför móöur okkar, ömmu og langömmu,
SÚSÖNNU GUÐJÓNSDÓTTUR,
Stórholti 24.
Sigríður Sigurðardóttir,
Guðlaug Ería Sigurðardóttir,
barnaböm og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúö og hlý-
hug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar,
JÓNS JÓSTEINS GUÐMUNDSSONAR
frá Kleifum, Kaldbaksvík.
Margrét Kristjánsdóttir og böm.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
MATTHÍASAR HELGASONAR,
Skólavegi 14,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á deild 4a, Borgarspítalanum
fyrir frábæra hjúkrun og umönnun.
Stefanfa Bergmann,
Hulda Matthfasdóttir, Magnús Björgvinsson,
Stefán B. Matthfasson, Ingunn Ingimundardóttir,
Ingólfur H. Matthíasson, Sóley Birgisdóttir,
Magnús B. Matthfasson, Mekkfn Bjarnadóttir,
Guðlaug B. Matthfasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
arra, og fannst sér ekki verða neítt
umþað.
í fyrrahaust fékk hún kvefræmu
og fór ekki út að óþörfu til þess
að losna við hana. Ég var líka dálít-
ið bundin heima, en við töluðumst
alltaf við f síma og var það mín
besta skemmtun.
Eitt kvöld í nóvember sagðist hún
vera orðin góð af kvefínu og færi
að koma. Seinna var dagurinn
ákveðinn. „En ég verð ekki komin
fyrr en klukkan §ögur,“ sagði Olla.
En klukkan þijú þann daginn var
dyrabjöllunni hringt. Grafalvarleg
opnaði ég hurðina, en þá stóð Ólöf
Halldórsdóttir hlæjandi fyrir utan.
„Hvað, fékkstu frí?“ „Nei, ég er
ekkert fastráðin. Ég fór bara í fyrra
lagi.“
Það var gott veður og ánægjulegt
að fá Ollu í heimsókn. Okkur leið
svo vel þennan dag. Hún lék mikið
við 16 mánaða gamlan vin, sem ég
var að passa. Hann var einþykkur
og vanafastur, en nú brá svo við
þegar við fórum að borða að hann
seildist upp á borðbrúnina og færði
diskinn með matnum sínum til Ólaf-
ar og vildi að hún mataði sig. Við
brostum og mér datt í hug: Vinurinn
hefur með sínu bamslegu töfrum
krækt sér í góða vinkonu, sem öllum
fremur er líkleg til að taka um litla
hönd og leiða hann spölkom ef
hann þyrfti þess með.
„En þeim var ekki skapað nema
að skilja."
Fljótlega eftir matinn sagðist
Ólöf ætla að ganga niður á Lang-
holtsveginn, „veðrið er svo gott og
þá þarf ég heldur ekki að skipta
um vagn“. Það hafði hún gert oft
áður, svo að mér fannst það eðlilegt.
Morguninn eftir fékk ég sorgar-
fréttina. ÓLöf vinkona mín var dáin.
Enn einu sinni hafði verið ekið
ógætilega fram hjá strætisvagni í
kyrrstöðu með þeim afleiðingum að
hún OHa slasaðist svo, að hún var
dáin fyrir miðnætti.
„Tíminn græðir manna rnein."
Ekki fínnst mér hann hafí grætt
þetta djúpa sár á árinu sem liðið
er síðan Olla mín fórst. Ég sakna
hennar alltaf jafn mikið.
Þegar ég hugsa um líf hennar
svo fagurt og lýtalaust, þá finnst
mér það helst líkjast alparósinni
minni, sem veldur undmn allra sem
til þekkja. Allt árið stendur hún
þijá mánuði í einu alsett stómm
rósum og byijar alltaf aftur eftir
dálitla hvfld. Og svo er eins og hún
segi: „Ég skal ekki breiða of mikið
úr blöðunum mínum, svo að ég
þrengi ekki að öðmm eða taki birt-
una frá þeim.“ Það er huggun harmi
gegn, að mér fínnst oft að hún
Olla sé hjá mér, þó að ég sjái hana
ekki. í þeirri von að svo sé ætla ég
að biðja hana og hennar fólk vel-
virðingar á þessum fáu línum.
Guðrún Brynjólfsdóttir
Ég sit hér hljóð og hugsa til
minnar gömlu vinkonu, Ólafar. Upp
í hugann koma minningamar um
það hve hún var ætíð indæl og blíð.
Okkar samvemstundir mun ég
geyma um leið og ég minnist trygg-
lyndis hennar, ástrikrar vináttu og
göfugleika. Ólöf var sannarlega
geisli á heimili vina sinna.
Auðbjörg
Blómastofa
FriÖjinm
Suðurtandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið ölt kvötd
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.