Morgunblaðið - 23.02.1986, Side 57

Morgunblaðið - 23.02.1986, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDÁGUR 23. FEBRÚAR1986 57 Guiaume Floury, fyrir- myndin að söguhetjunni Tann. Þesai myndarlegi sjómaður var margar ver- tíðir á skútum á íslands- miðum, eins og söguhetj- an. ber þar þó ekki beinin eins og Sylvestre í skáldsögunni og átti eftir að vera 25 vertíðir á fiski- skútum á íslandsmiðum. Hann lést ekki fyrr en 1934, 72ja ár að aldri og er grafinn í kirkjugarð- inum í Ploubazlanec, þeim hinum sama sem geymir alla minningar- skildina um þá sjómenn sem fór- ust við ísland. Aðrir telja að mikið sé líka í þessari sögupersónu af vininum Pierre le Cor, sem hann hafði áður notað sem fyrirmynd. Þessi ungi bretónski sjómaður, sem hvorki gat lesið eða skrifað, var um nokkurt árabil mjög hand- genginn Loti og hann hafði hann með sér innan um menntafólkið í París, sem vakti umtal og sögu- sagnir og einnig fóru þeir saman um sjávarþorpin á Bretagne þar sem Pierre átti vini og fjölskyldu. Þar hitti Loti móður sjómannsins, og lofaði að gæta hans, svipað og kemur fyrir í skáldsögunni. En drykkjuskapur sjómannsins fór vaxandi og þótt Loti reyndi lengi að koma honum til bjargar, varð hann að lokum að gefast upp. Ein sögupersónan enn verður minnisstæð, Moan amma Sylves- tres, og þykir Loti hafa notað lýs- inguna á sinni eigin móður á hana, þessari konu sem lifði fyrir son sinn og beið alltaf eftir honum. Auk þess sem myndin er almennt dregin af gömlu konunum á Bretagne. Loti sagði sjálfur að móðir Pierres le Cor minnti sig mjög á móður sína og ætti margt sameiginlegt með henni. Þótt ekki þekkti Loti ísland, þá hafði hann góðar upplýsingar í höndunum frá þessum vinum sínum um vertíðamar á skútun- um. Raunar var hann 1883 að Ekknakrossinn á yata höfðanum, þar sem konurnar stóðu og horfðu eftir skipunum. Og þar stendur Maud láka í sögunni dögum saman og bíður eftir skipinu sem aldrei kemur. gera gælur við að komast hingað og þá væntanlega með herskipun- um sem voru send sem hjálparskip með fiskiflotanum, en varð ekki af. Og Pierre Loti lagði vinnu í að afla gagna um sögusviðið, siði og hætti alla, bæði þar og á Bretagne. Til dæmis er til bréf frá útgerðarmanninum M. Louis Huchet du Guermeur í Paimpol, sem svarar 10 spurningum af margvíslegu tagi frá rithöfundin- um, um miðnætursólina við Is- land, um tæknileg atriði varðandi veiðamar, brúðkaupssiði í Plo- ubazlanec, kveðjuhátíð kirkjunnar fyrir sjómennina áður en þeir halda á miðin og íjölmargt fleira. Enda er allt slíkt talið mjög ná- Celestine Floury, fyrir- myndin að Gaud, lifði til hárrar elli, gift sjómann- inum sinum. kvæmt í skáldsögunni, nema hvað eitthvað mun vera ruglað tveimur kirkjuhátíðum þar sem kveðjuhá- tíðin fyrir íslandsförin var í mars og síðar í febrúar, eftir að þeir fóru að fara fyrr af stað, og einnig höfuðbúnaði bretónsku kvenn- anna eftir þorpum. Hvert þorp hefur sinn búnað. En sögusviðið er allt innan ramma sem nær yflr fiskibæina Paimpol, Pors-Evan og Ploubazlanec. Ferðafólki sýnt hús ungu stúlkunnar Gamla húsið sem Loti notar sem fyrirmynd að heimili ungu stúlkunnar Gaud stendur enn við aðaltorgið í Paimpol, Place de Martray. Myndarlegt gamalt hús, sem hæfir vel hýbýlum útgerðar- manns, sem voru glæsileg á þess- um tímum. Það var á sínum tíma hótel, Hotel Richard, og þar bjó Loti sjálfur þegar hann dvaldi í PaimjK)!, allt frá því hann kom þar fyrst 1868. Þaðan hefur hann sjálfur alveg eins og unga stúlkan í sögunni einmitt getað staðið bak við gluggatjaldið og virt fyrir sér ungu sjómennina úti á torginu. Og þar í kring eru allar mjóu götumar þar sem þeir héldu sig, með kránni, búðunum þar sem útbúnaður var keyptur o.s.frv. Þetta hús er nú jafnan sýnt ferða- mönnum og er frægt sem húsið þar sem hún Gaud bjó — og Pierre Loti. Mörgu öðru hafa menn á þessum 100 árum síðan bókin var skrifuð getað fundið stað, svo sem leiðum út í þorpin sem þar er lýst, helgikrossum o.s.frv. sem ekki er ástæða til að rekja hér nánar. Birtist fyrst í köflum Loti gafst ekki færi á að skrifa bókina í einum áfanga eins og margar aðrar af bókum sínum. Hann mun hafa byijað að skrifa söguna á árinu 1884 og frá ára- mótum 1885 getur hann unnið að henni heima í Rochefort. I marsmánuði sýnir hann Alphonse Dautet, rithöfundinum fræga, þá kafla sem hann er búinn með. Þá kveðst hann vilja ljúka bókinni áður en skip hans siglir, en „þetta verk veldur mér talsverðum erfíð- leikum og krefst meiri vinnu en aðrar sögur sem ég hefl skrifað", skrifar hann vini sínum. Hann kveðst vakna snemma og fara seint í háttinn. Daudet svarar honum: „Bókin þín er falleg. Hafðu ekki áhyggjur af því þótt þú þurflr að fara . . . ljúktu bara við bókina um borð.“ Vorið 1885 var hann aftur sendur á herskipi til Tonkin-flóa og eyddi síðustu dögunum fyrir brottförina við að skrifa Pécheur d’Islande heima í Rochefort. Hann heldur því áfram að skrifa um borð í La Triomphe á leið til Austurlanda, undir brennandi hitabeltissól, um óveðr- in við ísland. Kannski ekki að furða þótt hann kvarti undan því Café des Islandais eða Kaffihús íslandssjómannanna, þar sem þeir hóldn sig gjaraan áðnr en þeir héldu á vertíð og meðan þeir vora að búa sig út. í bréfum að honum veitist þettaV ekki eins léct og hann kysi. „Eina ráðið er að einbeita mér að um- hugsuninni um hana sem ég elska enn og sem á þessi sömu heim- kynni sem Gaud. Það er leiðin til að flnna sársaukann." Það virðist ekki vera fyrr en önnur söguper- sóna Madame Chrysantheme (Madame Butterfly) um dvöl í Japan, sem kom út 1887, tekur við, að hann getur snúið huganum annað. Sagan birtist fyrst sem framhaldssaga í tímaritinu La Revue des Deux Mondes undir heitinu Au Large — A sjó. Áður en skáldsagan kemur út í einu lagi breytir hann um nafn á henni og sendi frá sér nokkrar hug- myndir að titlum þegar hann er að undirbúa útgáfuna um borð í La Triomphante. Þann 17. febrúar skrifar hann í fyrsta skipti í dagbók sína að Ijúka Pécheur d’Islande. Og nafnið hefur ekki skipt svo litlu máli til að tengja þessa mikið lesnu skáldsögu Is- landi. Sagan birtist í tímaritinu frá 15. mars og fram til loka maí við sívaxandi vinsældir, en kemur svo út í bókarformi. Bókin sú eykur við frægð hans og skömmu síðar veitir Academie francaise honum 5000 franka styrk. Um það leyti sem hann lést var búið að þýða skáldsöguna á 14 tungumál. Göt- ur voru skírðar eftir honum síðar. 1887 var hafnarbakkinn í Paimpol skírður í höfuðið á honum, en hann þurfti að bíða fram til 1901 eftir því að sjá íslandsfar, sem bar hans nafn, sigla á miðin við ísland. En það var ekki lengi, flskiskútan Pierre Loti fórst við Island ásamt skipunum Marie- Louise, Mouette, Sirene, Pervenc- he og Morgane 1905. Strax eftir að skáldsagan um Islandssjómennina kom út, eða árið 1887, hafði Pierre Loti hafíð með grein í dagblaðið Le Figaro í París fjársöfnun handa ekkjum og bömum sjómannanna af gól- ettunum Petite Jeanne og Cat- harine sem ekki komu aftur af íslandsmiðum. Og hann var sjálf- ur í Paimpol þégar féð var afhent, og skrifaði aðra grein. Báðar greinamar vom prentaðar í riti Félags til hjálpar Qölskyldum dmkknaðra sjómanna. í fyrri grein um Pierre Loti varð höfundi á í messunni, fæð- ingarbær hans Rochefort mun ekki tilheyra Bretagne-héraði, en er á vesturströnd Frakklands. (Helstu heimildir: Paimpol et son Terroir, Pierre Loti eftir Lesley Blanch, Pécheur d’lslande.) Eftir Elínu Pálmadóttur Frá gömlu hofninni i Paimpol þar «em akúturnar era að búa sig af »taðá íslandsmið. Myndin er frá svipuéum tíma og sagan Pécheur d’Islande er skrifiud. Teikning eftir höfnndinn sjálfan af Guiaume Floury, sem varð að Stóra Tann i skáldsögunni. Hér er hann um borð í Surveillante 18S2. r ÍSlttl náttfJ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.