Morgunblaðið - 23.02.1986, Side 58

Morgunblaðið - 23.02.1986, Side 58
58 38í>i HAúnaa'? 8sjhjdá<iiivimtj8 gisáismtjojiom MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986 Með stuðnings- konu. Einarður maður og vinsæll og lýðræðissinni fram í fingurgóma SVIPMYND Á SUNNUDEGI/ Mario Soares forseti Portúgals ÚRSLIT forsetakosninganna 1 Portúgal á sunnudaginn voru engan veginn fyrirséð: Öllum hlaut að vera ljóst að mjótt yrði á munum með þeim Mario Soares og Freitas do Amaral. Sá síðarnefndi hefur um alllanga hríð búið sig undir forsetakosningarnar og málflutningur hans um „Áfram Portúgal — inn í Evrópu“ hefur fengið mikinn hljómgrunn, eins og raunar kjörfylgi do Amarals sýndi. I fyrri umferðinni hlaut Soares aðeins um 25 prósent. Þar sem forseti í Portúgal þarf helming greiddra atkvæða, eins og lög mæla fyrir um í flestum lýðræðisríkjum, til að vera rétt kjörinn varð því að halda aðra umferð Eftir að fram- bjóðendur í fyrri umferð Salgado Zenha, sem fékk 21 prósent atkvæða, og Maria L«udes Pintassilgo, 7%, lýstu yfir stuðningi við Soares og kommúnistaflokkur landsins, undir forystu Alvaros Cunhal hvatti stuðningsmenn sína til að sameinast gegn „frambjóð- anda fasiskra heimsvaldasinna" — sem þeir köiluðu Freitas do Amaral var sýnilegt að seinni umferðin yrði afar spennandi. Erfitt var að sjá hvert do Amaral gæti sótt aukið fylgi og í undirbúningi seinni um- ferðarinnar reyndi do Amaral eink- um að höfða til þeirra 25 prósenta, sem ekki höfðu greitt atkvæði í fyrri umferð. Niðurstaðan er nú öllum kunn og Mario Soares tekur senn við embætti forseta Portúgals. „For- setatíð hans mun án efa einkennast af reisn og virðuleika," sagði íslend- ingur sem hefúr verið búsettur í Portúgal í tvo áratugi, Kirsten Thorberg Sa Machado, í símtali við Mbl. og áður hefúr verið vitnað til. En það er ekki búizt við að miklar breytingar verði og draga menn þá áiyktun meðal annars af því að Mario Soares hefur þrátt fyrir allt ekki reynzt útsjónarsamur forsætisráðherra né hefur honum tekizt metnaðarfullt ætlunarverk, sem hann hefur án efa óskað í upphafi ferðar. Það hlýtur að hafa verið dálítið erfitt fyrir Soares að kyngja því — og verður sjálfsagt enn um hríð — að til þess að ná kjöri varð hann að þiggja stuðning kommúnista sem hafa alla tíð verið hans erkifjendur og ekki hvað sízt með hliðsjón af því, sem hér að framan var sagt um baráttu hans fyrir að treysta lýðræðið í Portúgal eftir „heita sumarið 75“. Alvaro Cunhal komst kynduglega nokkuð að orði að margra dómi þegar hann bað stuðn- ingsmenn flokksins að veita Soares atkvæði sitt: „Þegar þið greiðið atkvæði getið þið haldið með vinstri hendinni yfír myndina af Mario Soares á kjörseðlinum og greitt honum atkvæði með hægri hönd- inni.“ Mario Alberto Nopre Lopez Soar- es fæddist í Lissabon 7. desember 1924. Faðir hans, Joao Soares, var prófessor að atvinnu og gegndi embætti menntamálaráðherra í síð- ustu lýðræðisstjóm landsins fyrir valdatöku hersins árið 1926 í Portú- gal. Soares eldri gagnrýndi stjóm fasista harðlega og sat oft í fang- elsi vegna skoðana sinna. Svo virðis sem Mario Soares hafi á unglings- ámm einnig hneigst til kommún- isma, ef til vill vegna áhrifa frá föður sínum. Og kannski væri hugsanlegt að landafræðikennari hans í framhaldsskóla hafi á sinni tíð haft áhrif á piltinn. Sá kennari var Alvaro Cunhal. Mario Soares lauk laganámi og starfaði sem Iögmaður og tók einatt að sér að veija andstæðinga fasista- stjómarinnar sem vom ákærðir vegna andstöðu við Salazaar. Hann varð fljótlega mjög fráhverfur kommúnistaflokknum sem starfaði í leynum og hefur alla tíð verið mjög fylgjandi Moskvulínunni. Soares sat hvað eftir annað í fang- elsi og einu sinni var hann fluttur í nauðungarvinnu til Sao Tome, þáverandi nýlendu Portúgala undan Afríkuströnd. Árið 1970 fyrirskipaði Marcelo Caetano, sem tók við af Salazaar, að hann skyldi rekinn úr landi vegna þess að hann léti ekki af þeirri iðju sinni að gagnrýna éinræðisstjóm- ina. Soares fluttist þá búferlum til Frakklands og kenndi við Sor- bonne-háskólann. Hann og ýmsir félagar hans stofnuðu þá Sósíalista- flokkinn og hann var kjörinn for- maður hans. Þremur dögum eftir að einræðis- stjóm Caetano hafði verið steypt, eða þann 28. apríl 1974, sneri Soares heim úr útlegðinni. Tug- þúsundir fögnuðu heimkomu hans þegar hann sté aftur á portúgalska gmnd á aðaljámbrautarstöðinni í Lissabon og í hugum Portúgala var hann hið skærasta tákn lýðræðisins, sem nú átti að koma á í landinu. En næsta ár eftir byltinguna reyndist Portúgölum erfítt og þeir reyndust eiga erfítt með að ná átt- um í hinu nýfengna lýðræði. Ári eftir byltinguna var svo komið að jaðraði við að stjómleysi væri í landinu, herinn hafði undirtökin og ráðskaðist með allt. Hver maður varð að vera vinstrisinnaður ella hlyti hann að vera fasisti og svikari við lýðræðið. Kommúnistar óðu uppi og þegar þessa tíma er minnzt nú í Portúgal er talað um „heita sumarið ’75“. Mario Soares átti sinn mesta þátt í að snúa taflinu við og það er án efa meginástæðan fyrir því að Soares hlaut fylgi nú sem dugði honum til sigurs. Skal þetta tímabil nú rifjað ögn upp, lesendum til glöggvunar. Sumarið 1975 var stjóm Vascos Golcalves við völd en hann taldist vera mjög hallur undir kommúnista. Flokkur Mario Soares, Sósíalista- flokkurinn, átti aðild að stjóminni og Soares og Salgado Zenha — sem nú var einnig frambjóðandi til for- setakjörsins — voru ráðherrar flokksins. Eftir hatrammar deilur innan stjómarinnar, þar sem full- trúar Sósíalistaflokksins og al- þýðudemókrata, sem nú heita sós- íaldemókratar, gagnrýndu bæði herstjómina svo og reyndu að spoma við auknum og annarlegum áhrifum kommúnista, ákvað Mario Soares, að flokkurinn hætti aðild að ríkisstjóm og þeir Zenha fóra úr stjóminni. Skömmu síðar fóra svo alþýðudemókratar að dæmi þeirra. Ekki vora allir flokksmenn þeirra Soares og Zenha á eitt sáttir með það hversu viturlegt hefði verið að fara úr stjóm. Margir sögðu að með því hefði Soares stuðlað að því að einangra flokkinn og hann ætti nú varla nokkurra kosta völ, þar sem herstjómin virtist svo sterk að hót- anir stærsta flokks landsins virtust ekki áhrifameiri en vatni hefði verið skvett á gæs. Aðrir fögnuðu og fóra viðurkenningarorðum um Soares og Zenha. Áður en Sósíalistaflokkur- inn PS fór úr stjóminni hafði flokk- urinn þó verið tekinn kverkataki. Auk opinberra ráðstafana gegn honum var sú aðferð notuð að yfír- lýstir stuðningsmenn hans vora reknir úr vinnu, símhleranir og njósnir stundaðar leynt og ljóst. Ymsir flokksmenn vora handteknir og af málum sumra fréttist ekki fyrr en eftir dúk og disk, þrátt fyrir fyrirspumir í stjómlagaþinginu sem Soares og Harold Wilson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.