Morgunblaðið - 23.02.1986, Síða 59

Morgunblaðið - 23.02.1986, Síða 59
59 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1986 PT-—■ —, ■'■•».» .'T>i'' ■< ‘ • sat þá að störfum. Sögusagnir voru á kreiki um að herstjómin ætlaði að handtaka Mario Soares en til þess kom aldrei, enda hefði þá allt farið í bál og brand og kommúnista- flokkurinn væntanlega áttað sig á því. Hins vegar leit svo út um hríð að Soares myndi hrökklast úr landi á ný þar sem halaklipping flokks hans hélt áfram. Þegar Soares ákvað að virkja flokksmenn sína til mótmælafunda um gervallt landið í júlí 1975, eftir að PS hafði farið úr stjóm, greip herstjómin til ýmissa ráða. Fundur í Lissabon var ákveðinn 19. júlí en nokkm áður hafði verið fundur í Oporto og hann hafði verið mjög fjölmennur. Herstjómin hafði skotið mann til bana, sem sagður var hafa haft uppi áróður gegn henni, og kommúnistar höfðu reynt að hleypa upp fundinum. Daginn fyrir Lissabonfundinn bytjuðu kommúnistar að reisa götu- vígi í úthverfum borgarinnar og setja upp vegartálmanir á þeim götum sem lágu að Almeda-svæð- inu, þar sem fundurinn átti að vera. Kommúnistar hótuðu að skjóta hvem þann sem reyndi að rífa niður vígin og menn gengu um með spjöld þar sem hvatt var til að menn fjöl- menntu á fundinn og hleyptu hon- um upp, þar sem í hlut ættu „endur- Soares og Vigdís Finnbogadóttir er hún var í opinberri heimsókn í Portúgal 1984. skoðunarsinnar og fasistar". Þessar aðgerðir mæltust svo illa fyrir, að herinn rak loks kommúnista frá götuvígjunum og tók við eftirliti. Varð algert umferðaröngþveiti á leiðum til Lissabon, því að hver bfll var stöðvaður og nokkrir vom handteknir þegar þeir lýstu því yfír, að þeirra erindi til Lissabon væri að sækja nefndan útifund. Svo alvarleg ögmn þótti þessi aðgerð stjómarinnar, að meira að segja forystu kommúnistaflokksins blöskraði og gekk í málið. Síðdegis fundardag var öllu eftirliti hætt og tálmanir teknar niður. Þetta er eitt út af fyrir sig einkennandi fyrir ástandið í landinu um sumarið. Þegar Lissabonfundurinn var haldinn var ég í Portúgal og ákvað vitanlega að sækja fundinn. í grein sem ég skrifaði um hann nokkm síðar segir m.a.: „Þegar ég kom til Almeda-svæðisins tveimur tímum áður en fundurinn hófst var sýnt á öllu, að þar stóð mikið til. Verið var að leggja síðustu hönd á að ganga frá kröftugu hátalarakerfí og ræðu- palli. Bílar þeyttu flautur sínar og óku hring eftir hring um svæðið. Fólk veifaði fánum sósíalista og selt var blaðið þeirra sem einhvers staðar hafði verið prentað á laun. Þegar fundurinn hófst um hálf átta- leytið var svæðið orðið þéttskipað fyrir löngu og mannhafið var ótrú- legt. Menn lýstu yfír samstöðu með flokknum. íspinnasalamir höfðu átt góða vertíð. Kommúnistar sáust hvergi. Þegar Mario Soares birtist á ræðupallinum fór kliður um mann- fjöldann. „Mario Soares — Mario Soares, við treystum þér“ kvað við þúsundraddað. Menn reyndu að ryðjast nær ræðupallinum. Þar hafði blaðamönnum verið búin að- staða þótt að þeim þrengdist þegar á fundinn leið. Mario Soares veifaði lengi til mannfjöldans við mikil fagnaðar- læti. Hann var stillilegur og heims- mannslegur í fasi. Þó fannst mér hann stundum hálfþreytulegur, þegar mannfjöidinn lét öllum illum látum, og það hvarflaði að mér sú hugsun, að alþýðleiki hans væri honum frekar taminn en áskapaður. Þetta hafði verið heitur dagur í Lissabon, yfír '30 stig í forsælu, en það kulaði þegar leið á kvöldið. En enginn rótaði sér og hlýtt var á ræður manna af athygli og tekið undir hvatningarhróp af hinum mesta þrótti. Um mitt kvöld kemst þó allt í einu hreyfing á mannfjöld- ann. Það er einhver að ryðja sér braut að pallinum. Ungur fánaberi er dreginn upp á pallinn. Maðurinn virðist lémagna. Allt ætlar af göfl- unum að ganga. Þeir Soares og fánaberinn fallast í faðma og síðar fellur hann í faðm flestra annarra þama uppi á pallinum og mikil geðshræring hefíir gripið um sig. Þeir höfðu lagt af stað frá Co- imbra, hópur stuðningsmanna PS. Þegar þeir nálguðust Lissabon réð- ust fylgismenn kommúnista á göngumenn og logaði brátt allt í slagsmálum, hermenn komu á vett- vang og handtóku menn úr báðum fylkingunum. Fánaberinn einn komst undan og í skjóli myrkurs brauzt hann enn um langan veg á leiðarenda. Nú kveður við marg- raddað öskur frá mannfjöldanum „Cunhal til Síberíu! Cunhal til Síber- íu“. Næst síðastur á mælendaskrá er Salgado Zenha. Geðþekkur maður með afbrigðum og sýnilega mjög dáður. En nú eru allir að bíða eftir Soares. Fólk virtist ekki verða fyrir vonbrigðum með ræðu hans, það má af öllu merkja. Og þegar hann talaði féll ég í leiðslu eins og aðrir. Hann hefur nokkuð grófa rödd sem stingur nokkuð í stúf við prútt útlit- ið. Hann talaði hægt og skýrt af Portúgala að vera, baðaði mikið út höndunum. Ræða hans var óvægin árás á kommúnista og herstjómina. „Hann hefur sjaldan verið svona stóryrtur," segir einn PS-maður við mig, sem hefur leyft mér að setjast á pallinn, við fótskör Soares. Undanfama daga höfðu þing- menn PS sumir reynt að nálgast kommúnista í umræðum á þinginu og mæltist það misjafnlega fyrir. En þetta kvöld kvað Soares upp úr með það, að flokkur hans vill ekki kommúnisma af neinu tagi, hann vill lýðræði, umfram allt lýðræði, og það grundvallað á hugsjónum portúgalska Sósíalistaflokksins." Síðar í greininni segir frá því að þegar fundi lauk hafði ég tækifæri til að spyija Mario Soares hvort hann hafi verið ánægður með fund- inn og hvort hann haldi að þáttaskil séu á næsta leyti. „Fundurinn hafði staðið í þijá klukkutíma og þreytu- merki sáust á ýmsum. Soares var hress í bragði, en brosið var angur- vært og lífsþreytulegt. Hann lýsti ánægju sinni með þá órofa sam- stöðu sem ríkti á fundinum og fjöl- mennið fór fram úr glæstustu von- um. Hann telur að herstjómin geti ekki hundsað slíka viljayfirlýsingu og hann hefur vonir... Vonir um hvað? Hann hefur vonir um að allt verði gott að lokum. Ekkert hefst án baráttu og fundir PS, sérstaklega Lissabonfundurinn, hafa sýnt hver er hugur fólksins til herstjómarinn ■ ar og annarra sérkennilegra afla í landinu. Hann hefur trú á samtaka- mætti og samstöðu, ofbeldi og öfgar beri að forðast. Svo brosir hann kurteislega því brosi, sem margir telja að haldi líf- inu í lýðræðisvon þorra landa hans um þessar mundir. Hann tekur undir hönd fánaberans frá Coimbra og þeim er mdd braut gegnum mannfjöldann." Þau straumhvörf sem spáð var reyndust skammt undan, eins og margsinnis hefur verið sagt frá í yfirlitsgreinum um portúgölsk stjómmál. Eanes var kjörinn forseti og hefði án efa varla náð því ef ekki hefði komið til stuðningur Soares. Síðan hefur gengið á ýmsu í pólitíkinni og eins og áður er vikið að hefur Soares valdið vonbrigðum sem forsætisráðherra en þeirri stöðu hefur hann gegnt þrisvar sinnum á þessum tíu ámm. Að vísu tók hann við þrotabúi í efnahags- málum og ringulreið í þjóðmálum, og þótt enginn vilji draga góðan hug hans í efa, að vinna þjóðinni sem bezt, fór það fyrir lítið. Fylgi hefur sömuleiðis hranið af flokkn- um einkum í síðustu þingkosningum og meðal annars þess vegna álitu margir að sigurmöguleikar Soares nú væm takmarkaðir. Það kom í ljós í skoðanakönnunum, að yngri kynslóðin hafði flykkzt til að kjósa do Amaral, en miðaldra og roskið fólk studdi margt Soares. Með þró- un síðasta áratugs í huga verður það — þótt það hljómi e.t.V. mót- sagnakennt — að teljast eðlilegt um margt. Mario Soares er sagður mikill skapmaður og hefur það komið fram í samskiptum hans og Eanes forseta margsinnis. Hann er snjall ræðumaður og á sérstaklega auð- velt með að laða fólk að sér með málflutningi sínum. Hann er sagður heiðarlegur pólitíkus og lýðræðis- sinni út í fíngurgóma. Kona hans er Maria Barroso og eiga þau hjón son og dóttur. Kona hans var þekkt leikkona og hefur síðustu árin verið skólastjóri í Lissa- bon. Soares hefur unun af lestri samtíðarbókmennta og heimspeki- rita og er sagður áhugasamur mál- verkasafnari. Mario Soares verður fyrsti forseti Portúgals í sextíu ár, sem kemur úr röðum óbreyttra borgara. Samantekt: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR er úðunarefni úr hreinni jurtaolíu sem kemur í veg fyrir að kakan festist í forminu eða maturinn á pönnunni. sparar smjör og smjörlíki og er drjúgt í notkun, því dósin úðar 100 sinn- er fyrir allan bakstur, kökumar detta úr form- á pönnuna, fyrir i>önnu- kökur, spæld egg og alla steikingu. hindrar ísmyndun sé því úðað í frystihólfið. F.mkauinboð á lulaodi. ÞÞÞ.ÞORGRÍMSSQN&CQ —^ 'Arnlula 16 * Reykjavik ■ sími 38640 fjölgarekki hitaeining- -um og er upplagt fyrir fólk sem forðast fitu- og kolvetnaríka fæðu. Corona ATP ferðatölvan er samræmd ÍBM-PC-AT, og er hraðvirkasta AT tölvan á markaði hérlendis! En hún er jafnframt sú minnsta. * 512k minni (má stækka) * 20Mb fastur diskur * Innbyggð grafík * Serial og Parallel tengi * Verð kr. 235.000 MICROTOLWM!] Siöumúla 8 - Símar 830A0 og 83319 ^\uglýsinga- síminn er 2 24 80 Psoriasis- sjúklingar Ákveðin er ferð fyrir psoriasis-sjúklinga 16. apríl nk. til eyjarinnar Lanzarote, á heilsugæslustöðina Panorama. Þeir sem hafa þörf fyrir slíka ferð snúi sér til húð- sjúkdómalækna og fái vottorð hjá þeim. Sendið það merkt nafni, heimilisfangi, nafnnúmeri og síma til Tryggingarstofnunar ríkisins, Laugavegi 114, 3. hæð. Umsóknir verða að berast fyrir 10. marz. Tryggingastofnun ríkisins. Blaðburöarfólk óskast! Austurbær Laugarásvegur 1-37 Hvassaleiti 18-30 Kópavogur (Blokkir!). Sunnubraut

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.