Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 23.02.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1986 63 meira að segja nokkra læknishjálp. „Ég fæ að lesa heilmikið og get hvílt mig,“ sagði hann. Sovézk yfír- völd höfðu bersýnilega ákveðið að sleppa honum og láta hann líta vel út þegar hann kæmi til Vestur- landa. TENGILIÐUR Móðir Shcharanskys, Ida P. Mil- grom, sem er 81 árs gömul, barðist ósleitilega fyrir frelsi hans, ekki síður en Avital, og var aðaltengilið- ur þeirra. Hún heimsótti son sinn hvenær sem hún gat og setti ekki fyrir sig háan aldur og 750’ km vegalengd frá heimili hennar skammt frá Moskvu til vinnubúð- anna í Úralljöllum. Líkamleg heilsa hennar er farin að bila, en andlegur þróttur hennar er óbugaður. Ida og eldri sonur hennar, Leon- id, fengu ekki að heimsækja Anatoli nema sex sinnum þau níu ár sem hann var í haldi — síðast fyrir 13 mánuðum. Hann fékk að skrifa móður sinni einu sinni í mánuði, iniklu oftar en konu sinni. Ida hringdi í Avital í hverri viku og las fyrir hana bréfín frá syni sínum. Ida varð aldrei úrkula vonar um að Anatoli yrði sleppt, þótt hún þyrði ekki að vona að hún lifði það. En draumur hennar varð að veru- leika. „Tolya na volye! (Anatoli er fijáls!). Guði sé lof,“ sagði hún þegar hún heyrði fréttina. „Ég trúði því að honum yrði sleppt, en ég hélt ekki að ég mundi lifa það. Ég gerði allt sem í mínu valdi stóð. Ég barð- ist fyrir hann. Ég sneri mér til allra sem ég gat . . . Nú er ég róleg. Hann verður í landi sínu hjá konu sinni.“ Vestur-þýzka blaðið Bild telur sig hafa góðar heimildir fyrir því að Idu verði leyft að flytjast til ísra- el. Hún hefur mikinn hug á því að setjast að hjá syni sínum og tengdadóttur, þótt hvorki hún né Leonid hafí enn sótt um vegabréfsá- ritun til þess að flytjast þangað. FRAMTÍÐIN Avital Shcharansky er feimin og dul. Ólíklegt er að hún hefði sótzt eftir frægð í öðrum tilgangi en þeim að bjarga manni sínum. Hún hefur verið lengi í sviðsljósinu og það virtist hafa lítil áhrif á hana, en kannski hefur það breytzt í seinni tíð. Hún missti aldrei trúna á að barátta sín mundi bera árangur og að hún og Anatoli mundu að lokum geta lifað eðlilegu fyölskyldulífí í Israel. „Ef hann verður áfram í fangelsi verður það mikið órétt- læti,“ sagði hún fyrir nokkrum árum „og ég trúi því ekki að svo mikið óréttlæti sé til í heiminum." Frú Shcharansky verður 35 ára á þessu ári. Hún heldur sér vel, en ber það með sér að hún hefur orðið að þola mikið. Hár hennar er farið að grána, hún hefur horazt og er með dökka bauga undir augum. Avital hefur búið hjá rússneskri fjölskyldu í Jerúsalem. Fyrir nokkr- um árum hóf hún nám í helgum fræðum gyðinga og málaralist í kvennaskóla skammt frá Tel Aviv. Hún hefur jafnan farið eftir ströng- ustu trúarsiðum gyðinga. Nú hefur hún gengið skrefi lengra og gengið í lið með hópi strangtrúarmanna (Gush Emumim). Menn eins og Kahane, sem margir kalla lýð- skrumara, fara í smiðju til þeirra. A síðari árum hefur Avital öðlazt töluverð áhrif í opinberu lífí í ísrael. Þótt lff hennar hafí snúizt um mál- stað eiginmanns hennar hefur áhugi hennar beinzt meir og meir að trúmálum upp á síðkastið. Ana- toli er greinilega ekki eins strang- trúaður. Avital Shcharansky ræðir við Ronald Reag- an forseta. Ida Milgrom móðir Shcharanskys. GYLLIBOÐ Öflugir hópar gyðinga hafa boðið Shcharansky gull og græna skóga. Hann er ekki ginkeyptur fyrir slík- um gylliboðum fremur en öðrum tilboðum, sem hann hefur áður kynnzt. Aðlögun hans getur orðið erfið eins og margra annarra rúss- neskra andófsmanna, sem hafa setzt að á Vesturlöndum. Tíminn leiðir það í ljós. Eftir fangaskiptin á Glienické- brúnni í Berlín á dögunum kom í ljós að sovézki KGB-strokumaður- inn Vitali Yurchenko sagði banda- rískum embættismönnum áður en hann sveik þá og leitaði hælis í sovézka sendiráðinu í Washington í haust að félagar hans í KGB hefðu logið upp njósnaákærunum gegn Shcharansky fyrir níu árum. Eng- um á Vesturlöndum gat komið þetta á óvart. Los Angeies Times segir að þessum upplýsingum Yurchenkos hafí verið komið á framfæri við sovézka valdamenn á „varfærinn hátt“ (e.t.v. á fundi Reagans og Mikhail Gorbachevs), í von um að mál Shcharanskys yrði tekið til endurskoðunar. í Washington er sagt að Gorbachev kunni að hafa verið sannfærður um sekt Shchar- anskys. Sennilega ákvað stjómin í Kreml að sleppa Shcharansky í von um að þar með mætti ryðja úr vegi hindrunum fyrir bættri sambúð við. Bandaríkin og eðlilegu stjómmála- sambandi við Israel. En ekkert virð- ist geta bugað baráttumenn mann- réttinda í Sovétríkjunum, þótt þeir séu alltaf barðir niður öðm hveiju. A bak við Shcharansky standa hundruð annarra hugrakkra karla og kvenna og þau virðast ósigrandi. —GH Sumir vakna •Sveigjanleiki tiyggir rétta *Latex gúmmlið bœgir ♦ Loftrœstíkerfi heldur frg ryki og sýklum. loftínu hreinu og raka- ♦ Fallegt áklœði stiginu réttu. að eigin vali. gúmmlsins flððrun. Latex dýna Latex dýnan er eina dýnan á markaðnum sem gerð er úr ekta náttúrugúmmfi. Latex dýnan fjaðrar vel og veitir líkamanum góðan stuðning. Þyngri líkamshlutar sökkva hœfi- lega djúpt í dýnuna en hún veitir jafnframt stuðning undir hina léttari. Stabiflex rúmbotn Stabiflex er einstaklega traustur og vandaður rúmbotn sem hentar sérstaklega vel undir Latex dýnuna. Samspil dýnu og rúmbotns er þar f full- komnu samrœmi við hreyfingar og þyngd Ifkamans. ♦Hryggsúlan helst bein •Stabiflex rúmbotninn er sniðinn undlr Latex og það slaknar á vöðvum. dýnuna - samvirkandi og hljóðlaust kerfl. . I __ Of hörð dýna. Latex dýnan: Dýnan lagar sig að líkamanum - hryggsúlan er bein. Of mjúk dýna. LVr&TADUn •Botnrammlnn er gerður úr nlðsterku Itmtré. Dugguvogi 8-10 Slmi 84655 • Þverrimlamír eru gerðir úr llmtré •Þverrimlamir hvíla á veltiörmum og bogna upp á við um miðjuna úr gúmmli sem hreyfast eftír - eru sveigjanlegir. þrýstíngi. • Hœgt er að hœkka rúmbotninn undir höfði og fótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.