Morgunblaðið - 23.02.1986, Page 64

Morgunblaðið - 23.02.1986, Page 64
STAÐFEST1ÁNSTRAUST WS4 ómissandi SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Staða samningamála í hádeginu í gær: Flest frágengið nema kaup og kauptrygging GERÐ nýrra kjarasamninga milli ASÍ og samtaka atvinnu- rekenda var á lokastigi um hádegisbilið í gær, en þá hafði samningafundur staðið látlaust í sextán tima í húsi Vinnu- veitendasambands íslands við Garðastræti. Verulega miðaði áfram á föstudagskvöldið og aðfaranótt laugardags, sam- kvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér. Voru nánast öll atriði frágengin — að undanskiidum kauphækkun- ar- og kauptryggingarákvæðum samninganna, en allt var háð því, að um þau atriði tækist samkomulag. Mikið var unnið alla nóttina og húsinu lokað fyrir utanaðkomandi svo samningamenn fengju frið. Engin bein tilboð eða gagntilboð um kaup og kaupmáttartryggingar fóru á milli samninganefndanna en stöðugar þreifingar voru í gangi og höfðu aðilamir nálgast verulega um hádegið í gær. Var þá talið að framvinda næstu klukkustunda myndi ráða því hvort samningar tækjust eða ekki. Sáttafundur í deilu BSRB og rík- isins var boðaður kl. 16 í gær og var talið að hann gæti orðið langur, ekki síst ef samkomulag væri orðið eða um það bil að takast hjá ASI og vinnuveitendum. Sáralítil hreyf- ing hefur orðið í viðræðum BSRB og ríkisins undanfama daga — samningamenn BSRB töldu aug- ljóst, að af hálfu ríkisins væri beðið tíðinda úr samningum hins almenna vinnumarkaðar — og eins, að þeir samningar myndu verða forskrift annarra samninga í landinu. Samn- ingafundur viðræðunefnda BSRB og ríkisins stóð fram að miðnætti á föstudagskvöldið. Mjólkurkvótinn: Umsóknir í hundraðavís til Framleiðsluráðs NOKKUR hundruð bændur hafa þegar skrifað Fram- leiðsluráði landbúnaðarins bréf með athugasemdum við útreikning mjólkurkvótans eða óskir um aukningu sam- kvæmt ákvæðum reglugerðar um sijórnun mjólkurfram- leiðslunnar. Framleiðsluráð hefur óskað eftir fyrirmælum landbúnaðarráðherra hvern- ig með þessi bréf skuli fara. Gunnar Guðbjartsson fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs sagði að óhemju mikil vinna færi í að flokka þessi bréf eftir efni þeirra og ekki væri ljóst hver ætti að úr- skurða um efni þeirra. Sum bréfin væru augljóslega ekki á rökum reist, í sumum væri beiðni um aukningu úr milljón lítra pottinum sem ráðherra úthlutar og öðrum beiðni um aukningu úr 5% pottinum sem heimamenn eiga að gera tillög- ur um úthlutun úr. Umsóknarfrestur um úthlutun úr milljón lítra pottinum rennur úr 25. ágúst og eiga menn að senda Fram- leiðsluráði umsóknir sínar. Milljón ítramir eiga fyrst og fremst að ganga til að auka fullvirðisrétt bænda með bú sem eru innan við 300 ærgildi. Frestur til að gera athugasemdir við fullvirðisútreikn- ingana rennur út 1. mars og eiga menn einnig að snúa sér til Fram- leiðsiuráðs með það. Umsóknarfrestur um hlutdeild í 5% pottinum sem er til jöfnunar innan búmarkssvæðanna rennur út 10. mars og skal umsóknum skilað til viðkomandi búnaðarsambands. Menn geta sótt um aukningu úr þeim potti á ýmsum forsendum, svo sem vegna uppbyggingar búa, stofnunar félagsbúa, þeir hafi orðið fyrir einstaklingsbundnum áföllum í mjólkurframleiðslu vegna búfjár- sjúkdóma eða annars og fleira. Morgunblaðið/ól.K.M. Mastraskógur Möstur hvalveiðibátanna eru tilkomumikil þó bátarnir liggi aðgerðarlausir í Reykjavíkurhöfn bíð- andi verkefna sumarsins. Þegar þar að kemur verður líklega maður í hverri tunnu og hrópar: „Hvalur á stjór“. Með lýsi í farangrinum: Tekinn fyrir eiturlyfjasmygl ÍSLENDINGUR sem fyrir nokkru fór á sýningu í Hannover, varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu, vegna lýsisflösku, sem hann hafðiípússi sínu. Flogið var til Amsterdam og þaðan farið með lest til Vestur- Þýskalands. í landamærabænum Oldenzaal komu tveir vopnaðir verðir inn í lestarklefann og hófu rannsókn á farangrinum. Allt gekk vel þar til fyrir þeim varð lýsisflaska, sem hinn sanni íslend- ingur hafði haft með sér. Fahnst hinum borðalögðu það meira en grunsamlegur metall, rifu allt upp úr töskunum og rannsökuðu klef- ann hátt og lágt. Þegar það bar ekki árangur skipuðu þeir Islendingnum með sér, og fóru með hann og allt hans hafurtask í skýli, sem þeir höfðu til umráða. Var farangurinn enn skoðaður svo og öll skilríki, sýni tekin úr lýsisflöskunni og einhveiju blandað saman við það. Varð það samsull rauðleitt á lit og úrskurður gefinn: Þetta er ópíumolía. íslendingurinn móðgaðist fyrir lýsisins hönd og vildi alls ekki viðurkenna að það væri ólyfjan. Var hann þá umsvifaiaust fluttur á virðulegri lögreglustöð og það í fylgd Qögurra vopnaðra manna. Þegar þangað var komið var hringt í síma og nokkru síðar kom náungi, sem sýnilega var yfirmað- ur hinna. Var nú aftur gerð tilraun með lýsið og útkoman var hin sama: ópíumolía. Ekkert gagnaði þótt íslendingurinn byðist til þess að drekka úr flöskunni. Því var hafnað. Sjálfsmorð vildu þeir að sjálfsögðu ekki horfa upp á í sín- um húsum. Farangurinn var nú enn grann- skoðaður, Islendingurinn yfir- heyrður langa hríð og loks látinn hátta sig úr hverri spjör og allt vendilega rannsakað. Þegar flest var „þjörmuðu" að honum einir átta, og við dyr stóð ætíð vopnað- ur maður. Skýrslan, sem tekin var, var upp á nokkrar vélritaðar síður. Undir hana varð íslendingurinn að skrifa vildi hann fá frelsi sitt aftur. Það gerði hann þótt hann vissi harla lítið undir hvað hann skrifaði því hollenska er ekki hans sterkasta hlið. Síðan var honum tjáð að drykkurinn yrði sendur í nákvæma efnagreiningu og reyndist hann göróttur yrði „hinn seki“ eftirlýstur sem eiturlyfja- smyglari um allan hinn siðmennt- aða heim. Alls tók þetta umstang um þrjár klukkustundir. Það fyrsta sem íslendingurinn gerði þegar heim kom var að kaupa sér nýja lýsisflösku. Vildi hann þegar bæta sér það upp að hafa misst vikuskammtinn sinn á meðan á sýningunni stóð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.