Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 6
6
■ •- M0RGUNBLADIÐ,ÞRIDJUDAGUR11.MARZ 1986
ÚTVARP / SJÓNVARP
Sveiflan
í föstudagsmorgunþátt þeirra
Ásgeirs Tómassonar og Kristjáns
Siguijónssonar á rás 2 mættu þrjú
ungmenni, ekki til að rabba við
þáttarstjórana, heldur til að syngja
og spila á hljóðfæri. Ég hef áður
beint þeirri hugmynd til rásarstjór-
anna á rás 2 að þeir taki upp þann
sið að kynna ungt listafólk og gefi
því kost á að leika og syngja í út-
varpssal, þá hreyfði ég þeirri hug-
mynd að rás 2 gæfí út á plötum
og snældum þá tónlist er þama
hljómaði. Slík útgáfustarfsemi
myndi vafalaust styrkja rás 2 í
sessi. En víkjum aftur að unga fólk-
inu er mætti í föstudagsmorgun-
þáttinn. Þar voru á ferð tveir ungir
hljóðfæraleikarar og söngkonan
Guðlaug Helga Ingadóttir. Eg hef
nú ekki mikið vit á söng en söngur
Guðlaugar Helgu hreif mig næstum
uppúr skónum, hafði ég á tilfínning-
unni að þama risi úr djúpinu verð-
andi söngstjama. Hver veit?
Stríðsyfirlýsing
Við eram orðin vön því að menn
lýsi yfír stríði í útlöndum, til dæmis
líður vart sá dagur að helsti vemd-
ari hryðjuverkamanna þessa heims,
Muhamed ai-Qadhafí, lýsi ekki yfír,
stríði ... á öllum vígstöðvum ...
eins og hann orðar það gjaman.
Hitt er öllu óvenjulegra að heyra
íslendinga lýsa yfír stríði... á öll-
um vígstöðvum og það í sjálfu Ríkis-
útvarpinu í kvöldfréttatíma. En
þannig er mál með vexti að Páll
Benediktsson fréttamaður ræddi við
Kristínu Ólafsdóttur félagsfræðing
í tilefni af alþjóðadegi kvenna síð-
astiiðinn laugardag, spurði Páll
Kristínu meðal annars hvemig helst
yrði bragðist við hinu kvenfjand-
samlega samfélagi er Kristín taldi
að blómstraði hér á landi. Syar
Kristínar Ólafsdottur félagsfræð-
ings: Með stríði sem háð verður á
öllum vígstöðvum, innan verkalýðs-
hreyfíngarinnar, í menntakerfínu, í
flölmiðlum og inni á heimilunum.
Það væri fróðlegt að fá svar við
því hvaða vopnum Kristín Ólafs-
dóttir hyggst beita gegn okkur
karlmönnunum í allsheijarstríðinu,
eða á máski að beita leynilegum
aðgerðum þannig að menn átti sig
ekki fyrr en byltingin er um garð
gengin og Kristfn Ólafsdóttir og
samverkakonur hennar hafa náð
undir sig öllum helstu lykilstöðum
samfélagsins. Og ég sem hélt í
einfeldni minni að ætlunin hefði
verið að dreifa valdinu milli kynj-
anna þannig að við gætum öll unnið
hér saman að því að skapa í sátt
og samlyndi betra mannlíf. En nú
er sum sé stríðshanskanum kastað
og það í kvöldfréttatíma ríkisút-
varpsins — einhver alvara býr hér
að baki.
Jón Múli
Jón Múli kvaddi okkur útvarps-
hlustendur síðastliðna helgi eftir
40 ára setu á þularstóli. Eg held
að á engan sé hallað þótt hér sé
fullyrt að rödd Jóns Múla hafí verið
samslungnari sál Ríkisútvarpsins
en rödd nokkurs annars manns. Jún
Múli og Ríkisútvarpið era í huga
flestra _ íslendinga óaðskiljanleg
heild. Ég minnist þess nú hversu
Jon Múli lífgaði oft skrælnaðan
texta. Því miður fékk Jón Múli
stundum ekki nægilega fijálsar
hendur, sumir menn skildu ekki að
hér fór snillingur er bætti sveiflunni
inní textann, að í rauninni var Jón
Múli alltaf að syngja textann, jafn-
vel þótt hann flytti aðeins auglýs-
ingar eða hinar óendanlegu forystu-
greinar. Þá má ekki gleyma mál-
vemdarstarfí Jóns Múla og því
hversu fyndinn og bráðskemmtileg-
ur hann var oft á tíðum. Sæti Jóns
Múla verður seint fyllt á öld elli-
smellanna.
Ólafur M.
Jóhannesson
„Eg var skilinn eftir
á bryggjunni“
Á dagskrá rásar 1 í kvöld
er þátturinn „Ég var skil-
inn eftir á bryggjunni“,
Pétur Pétursson þulur
ræðir við Svein Ásmunds-
son um vertíðir í Vest-
mannaeyjum og leigubíla-
akstur í Reykjavík. „Ég á
í fóram mínum dálítið af
viðtölum við aldrað fólk. Ég
hef verið að safna þessu
efni á undanfömum áram,“
sagði Pétur Pétursson.
„Sveinn réri á mörgum
vertíðum frá Vestmanna-
eyjum og segir frá því.
Seinna gerðist hann leigu-
bílstjóri og var einn af
stofnendum Bifreiðastöðv-
ar Reykjavíkur, BSR.
Sveinn segir frá ýmsu sem
fyrir hann bar í akstrinum
og talar líka um afstöðu
leigubílstjóra til félagsmála
og samtaka. Lýsingar hans
era allskemmtilegar því þó
hann væri orðinn háaldrað-
ur — hátt á níræðisaldri —
er frásögn hans greinargóð
og hann kom vel fyrir sig
orði,“ sagði Pétur.
Viðtalið var hljóðritað
skömmu áður en Sveinn
Ásmundsson lést síðsum-
arsárið 1981.
Bílafloti í Lækjargötu. Myndin var tekin við konungskomuna árið 1921
. j ' í-c,K • Wm
■ —4'—" m i i Itl« « ” !
Einar Markússon píanó leikari.
íslensk
tónlist
■■ Á dagskrá út-
05 varpsins, rásar
— 1, verður leikin
íslensk tónlist, fyrst verkið
„Hugleiðing" eftir Einar
Markússon um tónverkið
„Sandy Bar“ eftir Hallgrím
Helgason. Höfundur leikur
á píanó. Þá verða sungin
lög eftir Sigvalda Kalda-
lóns. Elísabet Erlingsdóttir
syngur. Guðrún A. Krist-
insdóttir Ieikur á píanó. Og
að lokum fjögur íslensk
ÞRIÐJUDAGUR
11. mars
7.00 Veöurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.16 Morgunvaktin
7.20 Morguntrimm.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.16 Veöurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.06 Morgunstund barn-
anna: „Dagný og engillinn
Dúi" eftir Jónínu S. Guö-
mundsdóttur. Jónína H.
Jónsdóttirles(4).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
9.46 Þingfréttir
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt rriál. Endurtek-
inn þáttur frá kvöldinu áöur
sem Örn Ólafsson flytur.
10.10 Veöurfregnir.
10.26 Lesiö úr forystugreinum
dagblaöanna.
10.40 „Ég man þá tíö.“ Her-
mann Ragnar Stefánsson
kynnir lög frá liðnum árum.
11.10 Úr söguskjóöunni -
Aðdragandi og endalok
áfengisbannsins. Umsjón:
Elías Björnsson. Lesari:
Gunnar Halldórsson.
11.40 Morguntónleikar.
Þjóöleg tónlist frá ýmsum
löndum.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.46 Veöurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 ( dagsins önn - Heilsu-
vernd.
Umsjón: Jónína Benedikts-
dóttir.
14.00 Miödegissagan: „Opiö
hús" eftir Marie Cardinal.
Guörún Finnbogadóttir
þýddi. Ragnheiöur Gyöa
Jónsdóttirles (8).
14.30 Miödegistónleikar.
a. Oxberg-tilbrigöi eftir Er-
land von Koch. Fílharmoníu-
sveitin í Stokkhólrni leikur;
Stig Westerberg stjórnar.
b. Sex arabeskur eftir Leif
þjóðlög í útsetningu Ingv-
ars Jónassonar. Strengja-
sveit nemenda úr Tónlist-
Kayser. Mogens Ellegaard
leikurá harmoníku.
c. Uppsalarapsódía op. 24
eftir Hugo Alfvén. Sinfóníu-
hljómsveitin í Berlín leikur;
Stig Rybrant stjórnar.
16.16 Bariö að dyrum. Inga
Rósa Þórðardóttir sér um
þátt fráAusturlandi.
16.45 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Hlustaöu meö mér -
Edvard Fredriksen. (Frá
Akureyri.)
17.00 Barnaútvarpiö. Stjórn-
andi: Kristfn Helgadóttir.
17.40 Úr atvinnulifinu - lönað-
ur. Umsjón: Sverrir Alberts-
son og Vilborg Haröardóttir.
18.00 Neytendamál. Umsjón:
Sturla Siguijónsson.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
19.00 Aftanstund. Endursýnd-
ur þátturfrá 3. mars.
19.20 Ævintýri Olivers
bangsa.
Sögulok.
Franskur brúöu- og teikni-
myndaflokkur um viðförlan
bangsaogvini hans.
Þýðandi Guöni Kolbeins-
son, lesari með honum
Bergdís Björt Guönadóttir.
19.50 Fréttaágripátáknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dag-
skrá.
20.35 Sjónvarpiö(Television)
10. Áhrif til góös og ills.
Breskur heimildamynda-
flokkur i þrettán þáttum um
sögu sjónvarpsins, áhrif I
arskólanum í Reykjavík
leikur, Ingvar Jónasson
stjómar.
ÚTVARP
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.46 Daglegt mál. Siguröur
G. Tómasson flytur þáttinn.
19.60 Fjölmiölarabb
Siguröur G. Tómasson flytur
þáttinn.
20.00 Vissiröu þaö? — Þáttur
í léttum dúr fyrir börn á öll-
um aldri. Stjórnandi: Guð-
björg Þórisdóttir. Lesari:
Árni Blandon.
20.30 Aö tafli. Jón Þ. Þór flytur
þáttinn.
20.55 „Eins og grasiö". Jón
frá Pálmholti les úr óprent-
uöum Ijóöum sínum.
21.05 Islensktónlist.
a. „Hugleiöing" eftir Einar
Markússon um tónverkið
„Sandy Bar" eftir Hallgrím
SJÓNVARP
ÞRIÐJUDAGUR
11. mars
þess og umsvif um viöa
veröld og einstaka efnis-
flokka.
i þessum þætti er rakiö
hvernig sjónvarpiö getur
bæði veriö mannskemm-
andi og til menningarauka.
Þýöandi Kristmann Eiösson.
Þulur Guðmundur Ingi
Kristjánsson.
21.35 Söngvakeppni sjón-
varpsstööva í Evrópu 1986.
Islensku lögin kynnt —
Fjóröi þáttur. Stórsveit sjón-
varpsins leikur tvö lög.
Söngvarar: Eirikur Hauks-
son og Pálmi Gunnarsson.
Útsetning og hljómsvéitar-
stjórn: Gunnar Þóröarson
og Þórir Baldursson. Kynnir
Söngvakeppni
sjónvarpsstöðva
■ í kvöld heldur
35 kynning áfram á
■“ íslensku lögun-
um í söngvakeppninni.
Stórsveit sjónvarpsins leik-
ur tvö lög, söngvarar era
Eiríkur Hauksson og Pálmi
Gunnarsson. Útsetning og
hljómsveitarstjórn er í
höndum Gunnars Þórðar-
sonar og Þóris Baldursson-
ar. Kynnir er Jónas R.
Jónsson og stjómandi upp-
töku Egill Eðvarðsson.
Helgason. Höfundur leikur
á pianó.
b. Sönglög eftir Sigvalda
Kaldalóns.
c. Fjögur íslensk þjóölög í
útsetningu Ingvars Jónas-
sonar. Strengjasveit nem-
enda úr Tónlistarskólanum
í Reykjavik leikur; Ingvar Jón-
asson stjórnar.
21.30 Útvarpssagan: „[ fjalla-
skugganum" eftir Guömund
Daníelsson. Höfundur les.
(7).
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.16 Veðurfregnir.
22.20 Lestur Passíusálma (38)
22.30 „Ég var skilinn eftir á
bryggjunni". Pétur Péturs-
son ræöir viö Svein Ás-
mundsson um vertíöir i
Vestmannaeyjum og leigu-
V
Jónas R. Jónsson. Stjórn
upptöku Egill Eðvarösson.
21.50 ivargaklóm.
(Bird of Prey II)
Nýr flokkur — Fyrsti þáttur.
Breskur sakamálamynda-
flokkur í fjórum þáttum.
Framhald fyrri þátta sem
sýndir voru 1983. Aðalhlut-
verk Richard Griffiths.
Tölvufræöingurinn Henry
Jay á enn í vök að verjast
vegna baráttu sinnar viö
alþjóölegan glæpahring
sem hann fékk veöur af í
tölvugögnum sinum.
Þýðandi Bogi Arnar Finn-
bogason.
22.40 Kastljós.
Þáttur um erlend málefni.
23.10 Fréttir í dagskrárlok.
Eiríkur Hauksson söngv-
ari.
bilaakstur í Reykjavík.
(Hljóöritaö skömmu fyrir lát
Sveins.)
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
11. mars
10.00 Kátirkrakkar
Dagskrá fyrir yngstu hlust-
endurna í umsjá Guölaugar
Maríu Bjarnadóttur og
MargrétarÓlafsdóttur.
10.30 Morgunþáttur
Stjórnandi: Páll Þorsteins-
son.
12.00 Hlé
14.00 Blöndun á staönum
Stjórnandi: Sigurður Þór
Salvarsson.
16.00 Söguraf sviöinu
Þorsteinn G. Gunnarsson
kynnir tónlist úr söngleikjum
og kvikmyndum.
17.00 Hringiðan
Þáttur í umsjá Ingibjargar
Ingadóttur.
18.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagöar í þrjár
mínútur kl. 11.00, 15.00,
16.00 og 17.00.
SVÆÐISÚTVÖRP
REYKJAVÍK
17.03—18.00 Svæðisútvarp
fyrir Reykjavík og nágrenni
— FM 90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5 MHz.