Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1 l.MARZ 1986
91 31
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Hér sjást aðstæður á slysstaðnum i Skeijafirði. Flugvélin liggur þvert yfir Suðurgötu en endi flugbrautarinnar er þar sem olíubillinn er.
Ovíst er hvað olli flugóhappinu í gærmorgun:
Flugstj órinn heyrði hávaða
ogákvað að hættavið flugtak
Árfari rann samt brautina á enda, yfir 100 metra malarkafla, gegn-
um flugvallargirðinguna og staðnæmdist loks út á miðri umferðargötu
ÓLJÓST er hvað olli óhappinu í gærmorgun, þegar Fokker Friend-
ship flugvél Flugleiða, Arfara TF FLO, hlekktist á í flugtaki á
Reykjavíkurflugvelli. Flugslysanefnd og flugmálastjórn, sem vinna
að rannsókn málsins, hafa ekki viljað staðfesta að bilun hafi orðið
í öðrum hreyfli vélarinnar. Karl Eiríksson, formaður flugslysanefnd-
ar, sagði að rannsókn væri enn of skammt á veg komin til að hægt
væri að slá slíku fram.
Það sem liggur fyrir er að
skömmu eftir að flugtaksbrun hófst
heyrði flugstjórinn hávaða sem olli
því að hann taldi óvarlegt að halda
flugtakinu áfram og hætti því við.
Hins vegar liggur ekki ljóst fyrir
hvers vegna ekki tókst að stöðva
vélina áður en hún fór fram af
brautinni. Flugstjóramir vörðust
allra frétta þegar Morgunblaðið
leitaði til þeirra í gær.
Það var um klukkan 11.30 í
gærmorgun að Árfari hóf brun
vestur eftir braut 32, sem liggur í
norðvestur. Ferðinni ver heitið til
Patreksfjarðar og Þingeyrar. Lág-
skýjað var og mikil rigning, en
flugskilyrði þó vel fyrir ofan vallar-
lágmark, samkvæmt upplýsingum
flugmálastjómar. Sjónarvottur seg-
ist hafa heyrt mikinn hvin þegar
vélin var komin til móts við flug-
stöðvarbygginguna, eða um þriðj-
ung af flugbrautinni, og sýndist
vélin hemla. Farþegar í vélinni
sögðust hafa orðið varir við að
flugvélin hemlaði með stuttu milli-
bili, án þess þó að verulega drægi
úr hraðanum, sem þó var ekki
mikill, að sögn eins farþegans. Taldi
hann að vélin hefði verið á 80-100
km hraða þegar hún hemlaði fyrst.
Mikið vatn var á flugbrautinni og
segja kunnugir að það gæti hafa
dregið úr hemlunarhraðanum.
Flugvélin rann brautina á enda,
yfir um 100 metra langan malar-
kafla við enda hennar, í gegnum
girðinguna sem afmarkar flugvall-
arsvæðið og út á Suðurgötuna, þar
sem hún staðnæmdist að lokum.
I vélinni var 41 farþegi og fjög-
urra manna áhöfn. Enginn slasaðist
og komust farþegamir fljótt og
auðveldlega út úr vélinni. Farþegar
sýndu mikla stillingu og yfirvegun,
fóru skipulega að öllu og voru
komnir út í þann mund er fyrstu
vegfarendur bar að. Þeir voru allir
komnir um í farþegaafgreiðslu
Flugleiða fyrir hádegið.
Flugvélin er hins vegar mjög
mikið skemmmd. Vinstri vængurinn
skekktist og brotnaði að hluta,
hreyfillinn þeim megin losnaði frá
vængnum og spaðamir bognuðu.
Nefhjólið fór af og trjónan er stór-
skemmd að neðan. Festingar aðal-
hljóla skekktust. Að sögn Sæmund-
ar Guðvinssonar blaðafulltrúa Flug-
leiða er eins vist að ýmsar fleiri
skemmdir eigi eftir að koma fram
við skoðun.
Vélin er tryggð í London og í
dag koma þaðan menn til að skoða
hana og meta skemmdir. Trygging-
arverðmæti hennar er á bilinu 1,8-
2,0 milljónir dollara.
Sæmundur Guðvinsson sagðist
ekki eiga von á því að áætlanir í
innanlandsflugi Flugleiða fæm úr
skorðum þótt Árfari væri úr leik.
„Hinir þrír Fokkerar flugfélagsins
munu liklega anna þörfmni næstu
daga, en auk þess hefur félagið
gert ráðstafanir til að taka á leigu
Twin-Otter vél hjá Flugfélagi Norð-
urlands til að fljúga á styttri leið-
um,“ sagði Sæmundur. Hann sagði
ennfremur að þegar í dag myndi
verða hafist handa við að leita eftir
kaupum eða leigu á nýjum Fokker.
Farþegar og sjónarvottur höfðu
orð á því að slökkviliðið hefði komið
seint á vettvang. Sögðu þeir að allir
hefðu verið komnir út úr vélinni
áður en sást til slökkviliðsins.
Morgunblaðið bar þetta undir Guð-
mund Guðmundsson slökkviliðs-
stjóra, og sagði hann að það tæki
að jafnaði rúma eina og hálfa mín-
útu að komast brautina á enda.
„Það er langur tími undir slíkum
kringumstæðum, ogoft virkar hann
lengri þegar um hættuástand er að
ræða. Við fórum strax af stað og
kallið barst og ég reikna ekki með
að við höfum verið lengur á leiðinni
en venjulega," sagði Guðmundur.
Hann sagðist hafa athugað dagbók
flugtumsins og þar væri skrifað að
slökkviliðinu hefði samstundis verið
gert viðvart.
Mikil mildi var að engin umferð
skyldi vera um Suðurgötuna þegar
óhappið átti sér stað. Oskar Ólason,
yflrlögregluþjónn umferðarlögregl-
unnar, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að umræður um umferðarör-
yggi við Reykjavíkurflugvöll hefðu
staðið í mörg ár án þess að nokkuð
hefði veri aðhafst. Sagðist hann
vonast til að nú tækju menn sig til
og gripu til aðgerða, því þetta óhapp
sýndi að þama gæti hæglega átt
sér stað stórslys.
Starfsmenn Flugleiða, flugvallar-
ins og slökkviliðsins hófu strax
undirbúning að því að flytja vélina
í skýli. Þeir nutu fljótlega aðstoðar
meðlima björgunarsveitarinna^.
Alberts á Seltjamarnesi. Krani lyfti
ttjónu vélarinnar og var hún dregin
þannig inn a'flugbrautina, þar sem
hægt var að koma undir hana vagni
að framan og draga hana í skýli.
Var því lokið fyrir klukkan þrjú
eftir hádegi.
Getur ekki gengið
svona öllu lengur
- segir Óskar Ólason yfirlögregluþjónn
um umfer ðar öryggi við Reykjavíkurflugvöll
„ÉG VONA bara að þetta atvik
verði til að gripið verði nú þegar
til ráðstafana varðandi umferðar-
öryggi við ReykjavikurflugvöU,“
sagði Óskar Ólason, yfirlögreglu-
þjónn umferðardeildar lögregl-
unnar, um óhappið á Reykjavíkur-
flugvelli i gærmorgun. Óskar
sagði að umræða varðandi um-
ferðaröryggi við völlinn hefði
staðið í mörg ár án þess að nokkuð
hefði verið að gert. „Þetta verður
vonandi til að vekja aftur upp þá
umræðu, því þetta getur ekki
gengið svona öllu lengur."
Óskar sagði að litlu hefði munað
að þama yrði stórslys. „Það fóm
bílar þama fram hjá rétt áður en
vélin fór út af brautinni og mesta
mildi að ekki fór verr. Þama er til
dæmis olíustöð rétt hjá og mikil
umferð olíubíla og það þarf auðvitað
ekki að spyija hvemig farið hefði
ef olíubíll hefði orðið fyrir vélinni."
Aðspurður sagði Óskar að sögusagn-
ir um að olíubíll hefði farið þama
um rétt áður væru óstaðfestar.
„Það hafa ýmsar hugmyndir verið
uppi um hvemig umferðaröryggi
verður best tryggt þama við völl-
inn,“ sagði Óskar. „Ein er sú að
grafa veginn niður, undir brautina,
og eins hefur verið rætt um að setja
þama upp umferðarljós, sem stöðvar
alla umferð á meðan vélar hefla sig
á loft af þessari braut. En þessi ljós
eru ekki í pöntun svo að ég viti ogc
það tekur eflaust langan tíma að
koma þessu í gegn, — nema að þetta
atvik verði til þess að ýta við mönn-
Aðdáunarvert hversu ró-
legir allir farþegar voru
- sagði Ólafur Ólafsson landlæknir, sem var meðal farþega
„ÉG NEITA því ekki að það fór um mig þegar ég áttaði mig á hvað
var að gerast, en í svona tiifellum er það oft frekar eftir á sem menn
verða hræddir,“ sagði Ólafur Ólafsson landlæknir, sem var meðal
farþega í Fokkervél Flugleiða þegar óhappið á Reykjavíkurflugvelli
varð. Ólafur kvaðst fyrst hafa áttað sig á að ekki var allt með felldu
þegar skyndilega var dregið niður í hreyflum vélarinnar er hún var
komin á talsverða ferð eftir flugbrautinni.
„Það er auðvitað ekkert gaman- íslendingum, þó maður reyni auðvit
mál að lenda í svona löguðu. Þetta
er undarleg upplifun og það hvarfl-
aði svo sem að mér að þetta kynni
að verða mitt síðasta," sagði Ólafur.
„En einhvern veginn er það þannig,
að maður lifír í voninni þegar svona
stendur á og trúir því varla að illa
fari. Forlagatrúin er sterk í okkur
að í lengstu lög að hafa áhrif á
örlögin. En við íslendingar gefum
seint upp vonina enda lífseig þjóð.
Þannig held ég að flestum í vélinni
hafí verið innanbijósts."
Ólafur sagði að það hefði verið
aðdáunarvert hversu rólegir allir
farþegarnir voru. „Það heyrðist
hvorki hósti né stuna á meðan á
þessu stóð og menn sýndu mikið
æðruleysi á þessari hættustundu,"
sagði hann. „Hvað það er sem ræður
slíku æðruleysi undir svona kring-
umstæðum er ekki gott að segja,
en líklega er það þessi trú manna í
lengstu lög að ekkert alvarlegt komi
fyrir. En hvað sem öðru líður er
þetta sú stysta vísitasíuferð út á
land sem ég hef farið.“
Landlæknir sagði, að svona eftir
á kæmi margt upp í hugann, til
dæmis varðandi öryggismál á
Reykjavíkurflugvelli og hversu
þröngt völlurinn væri staðsettur í
Ólafur Ólafsson landlæknir
höfuðborginni. Ljóst væri að grípa
þyrfti til aukinna öryggisráðstafana,
cinkum með tilliti til umferðar við
völlinn.
Frá f lugmála-
stjórn og flug-
slysanefnd
MORGUNBLAÐINU barst svo-
hljóðandi fréttatilkynning frá
flugmálasljórn og flugslysa-
nefnd síðdegis í gær:
Laust fyrir kl. 11.30 í morgun ók<
F-27 flugvél Flugleiða hf., FI-32,
með áætlun á PatreksQörð, út og
óskaði eftir braut 32 til flugtaks.
Veður var lágskýjað og mikil rign-
ing en flugskilyrði vel fyrir ofan
vallarlágmark. Flugstjórinn hóf
flugtaksbrun, heyrði þá hávaða sem
olli því að hann taldi óvarlegt að
halda áfram flugtakinu og hætti
því við. Ástæðan fyrir því að ekki
tókst að stöðva vélina áður en hún
fór fram af brautinni liggur ekki
enn ljós fyrir að svo komnu máli.
Um borð í vélinni var 41 farþegi^
auk 4ra manna áhafnar og engan
sakaði.
Rannsókn heldur áfram.
Tilkynningin er undirrituð af
Karli Eiríkssyni formanni flugslysa-
nefndar og Hauki Haukssyni vara-
flugmálastjóra.