Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ll.MARZ 1986 51 Búnaðarþing á móti frumvarpi um RALA BÚNAÐARÞING lagðist gegn frumvarpstillögiun um Rann- sóknastofnun landbúnaðarins. Frumvarpstillagan var samin af nefnd um landbúnaðarrannsókn- ir og óskaði landbúnaðarráð- herra eftir áliti búnaðarþings. Búnaðarþing beindi þvi til land- búnaðarráðherra að afgreiða málið ekki að svo stöddu, en beita sér hins vegar fyrir því, að áfram verði haldið gagngerri úttekt á starfsháttum RALA. Með þessari afstöðu sinni tekur búnaðarþing undir með sérfræðingum RALA 9g ráðunautum Búnaðarfélags Islands sem hafa lýst sig andvíga frumvarpinu. í greinargerð búnaðarþings segir að nefndin um landbúnaðarrann- sóknir hafi að því er virðist byijað á öfugum enda með því að semja frumvarpið. Hennar aðalhlutverk hefði verið að gera úttekt á rekstri RALA og annarra tilraunastofnana landbúnaðarins en því verki væri ekki lokið. Um frumvarpstillöguna segir í greinargerðinni „að ýmislegt orkar þar tvímælis, svo að ekki sé meira sagt, og mjög er hæpið, að breytingar þær, sem þar eru gerðar, miðað við gildandi lög frá árinu 1965, séu til bóta“. Það er einkum tvennt sem sett er út á í frumvarpsdrögunum. Annarsvegar að lagt verði niður tilraunaráð og hinsvegar að til- raunastöðvamar verði gerðar að sjálfstæðari einingum. Þá segir í greinargerð búnaðarþings að ekki megi gefa því sjónarmiði á neinn hátt undir fótinn, að landbúnaður- inn almennt sem atvinnugrein standi undir kostnaði við tilrauna- og rannsóknastarfsemina. Frumvarpið: Breytinga- þörf. Niðurstöður nefndarinnar sem samdi frumvarpstillögumar um RALA koma fram í frumvarpstillög- um og greinargerð. í greinargerð- inni segir að nefndarmenn séu sammála um að þörf sé á að breyta ýmsu í núverandi skipan íslenskra landbúnaðarrannsókna. Annars vegar þurfi að breyta stjómunar- legri uppbyggingu rannsóknamála, sem ekki verði gert nema með breytingu laga, og hins vegar að breyta ýmsu í innri skipan og starfs- háttum Rannsóknastofnunarinnar og tilraunastöðva. Megineinkenni frumvarpsins að mati nefndarinnar eru eftirfarandi: 1. Rannsóknastofnun landbúnað- arins er áfram miðstöð sérfræði- þekkingar á sviði landbúnaðar. Markmið landbúnaðarrannsókna em gerð skýrari en áður og höfð hliðsjón af langtímaáætlun Rann- sóknaráðs ríkisins f því efni. 2. Aukin eru tengsl rannsókna- málefna við aðila sem mikilvægt er að hafa samráð og samvinnu við um rannsóknastörf, með því að fjölga mönnum í yfirstjóm Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins. Nýir stjómarmenn verða tilnefndir af Stéttarsambandi bænda, af Bú- vísindadeild Bændaskólans á Cterkurog hagkvæmur auglýsingamiðin! Hvanneyri og af starfsmönnum stofnunarinnar. 3. Tilraunastöðvar verði efldar með samstarfi við samtök bænda í viðkomandi byggðarlögum. Jafn- framt verða stjómunarleg og fagleg tengsl milli höfuðstöðvanna styrkt með því að fulltrúar frá stjóm Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins og atvinnuveganna em saman í stjórn hverrar tilraunastöðvar og tengjast jafnframt í samstarfsráði. Gert er ráð fyrir skýrari verkaskipt- ingu milli tilraunastöðva. Tilrauna- starfsemi Skógræktar ríkisins að Mógilsá og Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum eru gerðar sjálfstæðar tilraunastöðvar, en faglega tengdar yfirstjóm rannsóknamála á sviði landbúnaðar. 4. Gert er ráð fyrir að hlutverk tilraunastöðvanna í fræðslustarf- semi og leiðbeiningaþjónustu vaxi, annars vegar með því að þær séu reknar í nánum tengslum við bún- aðarsambönd og fræðslustofnanir landbúnaðarins, þar sem kostur er, og hins vegar með því að ráðunaut- ar búnaðarsambanda eigi kost á starfsaðstöðu við landshlutastöðv- amar. 5. Sett eru í lög skýrari ákvæði um skipan, hlutverk og ábyrgð stjómar Rannsóknastofnunar land- búnaðarins annarsvegar og stjóma einstakra tilraunastöðva hins vegar. Þá er valdsvið forstjóra gert skýr- ara en var. 6. Þá er gert ráð fyrir að tilrauna- ráð Rannsóknastofnunar landbún- aðarins verði lagt niður, en sett á laggimar samstarfsráð til að tryggja faglegt samráð stofnunar- innar og tilraunastöðvanna. Jafn- framt er stjóm stofnunarinnar heimilt að koma á fót verkefnaráð- um skipuðum faglega hæfum aðil- um utan stofnunar til að meta þörf fyrir rannsóknir og gera tillögur um verkefni og forgangsröðun þeirra og fylgjast með árangri til- rauna. Það skipulag og þeir starfshættir sem hér er lýst, er í reynd útfærsla á þróun sem þegar er hafin. Rann- sóknastarfsemi fengi þannig laga- heimildir til að gera nauðsynlegar breytingar án þess að vera bundin af takmörkunum núverandi skipu- lags. Sá andi í skipulagi og stjómun sem reynt er aið ná, er að opna rannsóknastarfsemina meira fyrir beinum samskiptum við þá atvinnu- grein sem hún þjónar, án þess að missa tökin á heildarsamræmingu landbúnaðarrannsókna. Er það gert í von um að þátttaka atvinnuvegar- ins og einstakra greina í fjármögn- un og framkvæmd rannsókna auk- ist og að rannsóknastarfsemin og atvinnuvegurinn verði fyrir gagn- kvæmum áhrifum og hvatningu. Það er sameiginlegt verkefni stjóm- ar og starfsliðs að notfæra heimildir laganna í því skyni. ' '' þegar vöxturinn er hraður* Unglingar verða að fá uppbyggilegt fœði vegna þess hve vöxfur þeirra er hraður á tiltðlulega fáum árum. Þar gegnir mjólkumeysla mikilvœgu hlutverki þvf án mjólkur, og kalksins sem í henni er, ná unglingamir sfður fullri hœð og styrk. Komið hefur í Ijós að neysluvenjur unglinga fullnœgja sjaldnast lágmarks kalkþórf og er þeim því einkar hœtt við hinum alvarlegu afleiðingum kalkskorts síðar á œvinni. Sérstaklega eru stúlkur f hœttu því þeim er hœttara við þeinþynningu og Mjólk í hvert mál hörgulsjúkdómum f kjölfar bameigna. Kalksnauðir megrunarkúrar og lélegt matarœði virðist einnig einkenna neysluvenjur stúlkna fremur en drengja. Fjögur mjólkurglös á dag innihalda lágmarkskalk- skammt fyrir unglinga og neysla undir því marki býður hœttunni heim. Það er staðreynd sem unglingar og foreldrar þeirra œttu að festa f minni þvf þegar vöxturinn er hraður er hver dagur dýrmœtur. ‘ Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk, eða undanrenna. Aldurshópur Ráðlagður dagskammtur af kalkiímg Samsvarandi kalk- skammturímjólkur- glösum (2,5 dl glös)* Lágmarks- skammtur f mjólkurglösum (2,5dlglös)** Bðm l-10ára 800 3 2 Unglingarll-18ára 1200 4 3 Ungt fólk og fullorðið Ófrfskarkonurog 800”* 3 2 brjóstmœður 1200”" 4 3 ‘ Hór er gert ráð fyrir að allur dagskammturinn af kalki komi úr mjólk. " Að sjálfsðgðu er mögulegt að fá allt kalk sem llkaminn þarf úr öðrum matvœlum en mjólkumnat en sllkt krefst nákvœmrar þekkingar á nœringarfrœðl. Hér er miðað við neysluvenjur elns og þœr flðkast I dag hér á landi. — Marglr sérfrœðlngar telja nú að kalkþötf kvenna eftir tíðahvörf só mun melri eða 1200-1500 mg á dag. ■■" Nýjustu staðlar fyrir RDSI Bandarlkjunum gera ráð fyrir 1200 tll 1600 mg á dag fyrir þennan hóþ. Mjólk inniheldur meira kalk en nœr allar aðrar fœðutegundir og auk þess B-vítamfn, A-vítamfn, kalíum, magnfum, zink og fleiri efni. Um 99% af kalkinu notar Ifkaminn til vaxtar og viðhalds beina og tanna. Tœplega 1 % er uppleyst í Ifkamsvökvum, holdvefjum og frumuhimnum, og er það nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun, vöðvasamdrátt, hjartastarfsemi og taugaboð. Auk þess er kalkið hluti af ýmsum efnaskiptahvötum. Til þess að líkaminn geti nýtt kalkið þarf hann D-vítamín, sem hann fœr m.a. með sólböðum og úr ýmsum fœðutegundum, t.d. lýsi. Neysla annarra fœðutegunda en mjólkunmatar gefur sjaldnast meira en 300-400 mg á dag, en það er langt undir ráðlögðum dagskammti. Úr mjólkurmat fœst miklu melra kalk, t.d. 800 mg úr u.þ.b. þremur glösum af mjólk. Helstu heimildír: Bækíngurinn Kak og beinþynning eftir dr. Jón ÓBar Ragnaisson og Nutrition and Physical Rness, 11. útg. 0 _______ efbr Briggs og Calloway, Hott Reinhardt and Winston, 1984 MJÓLKURDAGSNEFND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.