Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
57. tbl. 72. árg.____________________________________ÞRIÐJIJDAGUR ll.MARZ 1986_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Saudi-Arabía
minnkar ekki
olíuvinnslu
Riyadh, Saudi-Arabíu og PaHs, lO.mare. AP.
SAUDI-Arabar segjast ekki
munu minnka framleiðslu sína á
olíu þrátt fyrir þrýsting í þá veru,
en segja að það verði að leita
leiða til þess að stöðva verðlækk-
unoliu.
Þetta kom fram í upphafi fundar
olíumálaráðherra ríkja við Persaflóa
og lýstu þeir því yfir að núverandi
olíuverð væri óviðunandi. Skoruðu
ráðherramir á ríki innan og utan
Samtaka olíuframleiðsluríkja
(OPEC), að gera það sem nauðsyn-
legt væri til þess að snúa verðþróun-
inni við. Engar tillögur settu þeir
þó fram þar að lútandi.
Alþjóðaorkumálastofnunin lýsti
því yfír í dag að hún hefði endur-
skoðað tölur um olíunotkun í iðn-
ríkjunum vestan jámtjalds og gerði
ráð fyrir að notkunin yxi um 1% að
meðaltali vegna verðlækkunarinnar
á hráolíu. Gerir stofnunin nú ráð
fyrir því að notkun aðildarríkjanna
verði 34,3 milljónir fata á dag í stað
34 milljóna áður.
Hryðjuverk-
in í Punjab
verði stöðvuð
Nýju Delhí, Indlandi, 10. mars. AP.
ÖFGASINNAÐIR sikhar skutu í
dag á háttsettan stjórnmálaleið-
toga úr flokki Rajiv Gandhis
forsætisráðherra, Mangat Ram
að nafni, og særðu hann alvar-
lega, að sögn indversku frétta-
stofunnar UNI.
í kjölfar þessa atburðar fóru leið-
togar Kongressflokksins í Punjab og
þingmenn sambandsþingsins á fund
forsætisráðherrans og kröfðust þess
að hann gripi í taumana og stöðvaði
endurtekin hryðjuverk í fylkinu.
Sögðu þeir að ríkisstjóm hógværra
sikha í Punjab skipaði öfgasinna
lögreglumenn og hætta væri á að
ástandið færi enn versnandi. Engin
viðbrögð hafa borist frá fylkisstjóm-
inni í Punjab við þessum fullyrðing-
um.
í síðustu viku réðust öfgasinnar
sikha í Punjab með vélbyssuskothríð
á trúbræður sína og lögreglumenn,
sem gættu þeirra, og felldu sex
manns og særðu 15. Em þetta blóð-
ugustu átökin í ríkinu, frá því að
ríkisstjóm hófsamra sikha tók þar
við völdum fyrir fimm mánuðum, en
hryðjuverk hafa stöðugt færst í vöxt
að undanfömu.
Vélin rann stjórnlaust út af brautinni
Morgunblaðið/Ami Sæberg
FOKKER Friendship-flugvél Flugleiða, Árfari TF FLO, rann
út af flugbraut á Reykjavíkurflugvelli og stórskemmdist klukk-
an 11.30 í gærmorgun eftir að flugsfjórinn hafði hætt við
flugtak. Engin slys urðu á mönnum.
Sjá nánar fréttir og myndir á bls. 2, 30, 31, baksíðu og
forystugrein í miðopnu.
Challenger-slysið:
Jarðneskar leifar
geimfara fundnar
Kanaveralhöfða, 10. mare. AP.
LEITARSKIP bandaríska sjó-
hersins hefur fundið jarðneskar
leifar geimfaranna, sem fórust
með geimfeijunni Challenger 28.
janúar síðastliðinn, og einnig
hluta úr stjórn- og áhafnarklefa
ferjunnar. Að sögn hefur tekist
að ná hlutum úr klefanum á land
og einnig jarðneskum leifum
geimfaranna og eru þær nú til
rannsóknar hjá sjúkdómafræði-
stofnun sjóhersins. Brakið fannst
á 30 metra dýpi um 24 kílómetra
frá Kanaveralhöfða með aðstoð
hljóðbylgjuleitartækis.
Talsmaður Geimvísindastofnun-
ar Bandaríkjanna (NASA) tilkynnti
þetta á sunnudag og sagði að til-
kynningunni hefði verið slegið á
frest til þess að greina mætti skyld-
mennum geimfaranna frá fundin-
um. Svo virðist þó sem einhver
misbrestur hafi orðið þar á, því að
nokkrir nánir ættingjar fréttu fyrst
í sjónvarpi og útvarpi að jarðneskar
leifar geimfaranna hefðu fundist.
Talsmaður NASA sagði að það
tæki nokkra daga að ná braki
áhafnarklefans upp af hafsbotni og
ekki yrði um neinar nánari fréttir
af rannsókninni að ræða fyrr en
að björgun og rannsókn lokinni.
Flug- og hljóðritar í stjómklefa
feijunnar gætu varpað ljósi á orsak-
ir slyssins, en ekki er ljóst hvort
eða að hve miklu leyti hefur tekist
að bjarga þeim.
Sjá ennfremur frétt á bls. 22.
Geimfeijan ChaUenger fer i sina
hinstu ferð
Sovétríkin:
Félagar í friðarhreyf-
ingu á geðsjúkrahúsi
Moskvu, 10. febrúar. AP.
FÉLAGI í einu óopinberu friðarhreyfingu Moskvuborgar, segir að
sér hafi verið haldið í stofufangelsi í næstum þijár vikur, á meðan
27. þing sovéska kommúnistaflokksins stóð yfir. Var það gert til
þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum,
sem hið opinbera hafði ekki lagt blessun sína yfir.
Palme minnst með mínútu þögn
AP/Sfmamynd
Sænska þjóðin minntist Olofs Palme, hins látna forsætisráðherra síns, með mínútu þögn í gær. Á
myndinni standa þau hljóð, ekkja hans og synir, við minningarathöfn í sænska þinginu.
Sjá ennf remur fréttir á bls. 22.
Alexander Rubchenko, 25 ára,
sagði að lokað hefði verið fyrir sím-
ann í íbúð sinni 19. febrúar og sama
dag hefðu óeinkennisklæddir lög-
reglumenn tekið upp varðstöðu við
íbúð hans 24 tíma í sólarhring.
Varðstöðunni var ekki hætt fyrr en
í dag. Hann sagði ennfremur að
þremur öðrum félögum í friðar-
hrejrfingunni væri ennþá haldið
föngnum á geðsjúkrahúsi, en þang-
að voru þeir fluttir skömmu fyrir
upphaf flokksþingsins. Þessir félag-
Kovalenko, Ira Pankratova og Vikt-
or Smimov.
Friðarhreyfingin, sem berst fyrir
bættum samskiptum Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna, hugði á friðsam-
lega mótmælastöðu meðan á flokks-
þinginu stóð, til að þrýsta á um
afvopnun. í opnu bréfí til þingfull-
trúa áður en þingið hófst, hafði
hreyfíngin látið í ljósi vonir um að
samkomulag tækist milli stórveld-
anna um afvopnun.