Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 47
■: MOKGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR ll.MARZ 1986
47
Þakkir til Hiigrúnar
Valtýr Guðmundsson ritar:
Kæri Velvakandi.
Mér fínnst knýjandi þörf á að
senda Filippíu Kristjánsdóttur —
Hugrúnu — mínar bestu kveðjur
fyrir þáttinn „Um daginn og veg-
inn“, sem hún flutti í ríkisútvarþi
eigi alls fyrir löngu. Það voru sann-
arlega orð í tíma töluð og hver
málsgrein þrungin speki og lífs-
reynslu hinnar mikilhæfu skáld-
konu, sem mér er þó til efs að hafí
ætíð notið sannmælis á bókmennta-
sviðinu. Enda er það síður en svo
nýtt fyrirbæri að þannig sé í pottinn
búið.
Hugrún drap á fjölmiðla. Hún
taldi, að sumir þeirra héldu uppi
næsta glæpsamlegum áróðri til hins
verra, gagnvart saklausu fólki, sem
ekki hefur gert flugu mein. Þetta
er hveiju orði sannara og ættu
þessir „vandræðagemlingar", sem
þannig haga sér að flytja til Sánkti-
Helenu eða þá í betrunarhús. Sjón-
varpið birtir einnig mjög ljótar
myndir, sem eru stundum svo fyrir
neðan allar hellur, að varla nokkur
Ágæti Velvakandi.
Ég sá í Mogga nú fyrir stuttu
rabb og beina umsögn um leik í
Ríkisútvarpi, nánar tiltekið um
„Iðrun og yfírbót" eftir Elísabetu
Cross.
Síðasti kafli greinarinnar fjallaði
um leikstjórann, Jón Viðar Jónsson
leiklistarstjóra útvarpsins. Þar segir
svo: „Eins og áður sagði var leik-
stjómin í höndum leiklistarstjóra
Ríkisútvarpsins. Ég hef áður getið
þess að mér fínnst ekki við hæfí
að leiklistarstjórinn leikstýri út-
varpsleikritum. Kemur þar tvennt
til: í fyrsta lagi er Jón ekki sér-
menntaður á sviði leikstjómar eða
leiks. í öðm lagi verður að telja í
hæsta máta óeðlilegt að leiklistar-
stjórinn ýti til hliðar, í eigin hags-
munaskyni, sérmenntuðu fólki.
Þ.e.a.s. leikurum þessa lands.“
Svo mörg vom þau orð. Ég sem
leikhúsmaður vildi fá að bæta þessu
við: Ég er Ólafi alveg sammála og
hefði þessi gagnrýni mátt vera fyrr
á ferðinni. Nú skulum við fara
stuttlega „yfír leikinn".
Þegar Klemens Jónsson hætti
sem leiklistarstjóri var eftirmaður
hans, _sem þá vann í leiklistardeild-
inni Óskar Ingimarsson settur í
stöðuna. Vænn maður með góðar
maður getur verið svo illa af guði
gerður, að hann bíði eigi tjón af.
Þá nefndi Filippía áfengisneyslu
sem fer mjög vaxandi, ár frá ári
og sér ekki fyrir endann á. Sömu-
leiðis nefndi hún ótímabært gjálífí
unglinga, er hefur margt illt í för
með sér, þegar frá líður. Það, að
leiða fólkið afvega með ráðgjöf á
skipulagðan hátt í mörgum tilfell-
um, er alveg hræðilegt, eins og
skáldkonan lét skína í á milli
línanna og raunar sagði bemm
orðum — að ég held. Auðvitað getur
enginn maður komið alveg í veg
fyrir notkun deyfílyfja af hvaða
tagi sem er. En að gera það næstum
að gamni sínu — eftir því sem best
verður séð — að auka á vandann
með ráðum og dáð, það er hreinn
og beinn glæpur og ekkert annað.
Vígbúnaðarkapphlaupið og
geimferðavitleysuna minntist
Filippía á og taldi réttara að vetja
öllum þeim íjármunum til líknar-
mála og nauðþurftar fátækra þjóða,
hinum megin á plánetunni. Þessu
er ég samþykkur að öllu leyti og
gáfur og vel látinn af öllum sem
til hans þekktu. Því miður bar
honum ekki sú gæfa að verða skip-
aður f starfíð. A meðan frestur var
ekki útmnninn notaði Jón Viðar
tímann og var með „palladóma í
Útvarpi" — um leiklist í Reykjavík.
Þetta hlustaði ég jafnan á og fannst
ekki mikið til, einkum vegna þess
að hér var maður á ferð sem sagði:
„Þetta veit ég og svona á þetta að
vera.“ Má vera að 25% af dómunum
hafi verið réttir og þokkalegir en
afgangurinn eða 75% var „snakk“
og dálítil illgimi.
Viti menn. Þetta dugði til þess
að Jóni Viðari var veitt staðan. Þau
leikrit sem Óskar hafði ákveðið að
taka til meðferðar reif hinn nýi
leiklistarstjóri niður og sagði: „Hér
ræð ég.“ Rétt er það en ég hef það
fyrir satt að frægum leikritum, sem
beinlínis vom skrifuð fyrir útvarp,
hafí verið vísað frá þó Óskar hafi
þegar verið búinn að ákveða þau
til flutnings. Maðurinn var bara
ekki í því skapi að gera sitt besta.
Góður maður sagði forðum:
„Það er afsakanlegt að vera
blankur en ófyrirgefanlegt að vera
leiðinlegur.“
Höskuldur Skagfjörð.
Filippía Kristjánsdóttir.
hefí raunar engu við að bæta, nema
hvað ótalinn fjöldi saklausra borg-
ara um allan heim er tekinn af lífí
árlega, án dóms og laga.
Innbrot em framin og skemmd-
arverk unnin á flestu milli himins
og jarðar. Jafnvel gamalt fólk er
lamið niður á götum úti eða í heima-
húsum, til þess að ná af því örfáum
krónum. Vel fengnir fjármunir eða
hitt þó heldur.
Efnislega vom þetta helstu atrið-
in úr hinu talaða orði Hugrúnar.
Þau em þó ekki eins nákvæm og
æskilegt hefði verið, sökum þess
að ég man ekki betur. En síðustu
niðurstöður þessarar ágætu konu,
vom þær að mannkjm allt þyrfti
að rækta betur heilræði Jesú Krists
og breyta eftir þeim í hvívetna. Öll
getum við sjálfsagt tekið undir það
af heilum hug.
Fleiri fallegar
bíó-myndir
Sveitakona hringdi.
Mig langar til að þakka fyrir
tvær myndir sem nýlega vom sýnd-
ar í íslenska sjónvarpinu. Sú fyrri
var „Sá gamli kemur í heimsókn"
með Fred Astair og sú síðari var
„Ástardraumar". Þetta vom hvom
tveggja fallegar myndir sem rifjuðu
upp gamlar minningar.
Mér finnst einnig að mætti sýna
aftur gömlu framhaldsþættina sem
vom á dagskránni fyrir nokkmm
áram svo sem „Húsbændur og hjú“,
„Aston-fjölskyldan" o.fl. Mér leiðist
að horfa á allt ofbeldi og lélegar
spennumyndir sem em sýndar í
sjónvarpinu og því mætti vera meira
um léttar og skemmtilegar myndir
eins og þær sem ég nefndi að fram-
an.
Sammála Ólafi
E. TH. MATHIESEN H.F.
BÆJARHRAUNl -10, HAFNARFIRÐI, SIMI 651000.
TIDNIBREYTAR FYRIR
RIÐSTRAUMSMÖTORA
FRÁ
0HITACHI
Tœkninýjung sem
byggö er upp á ör-
tölvutœkni
Þýöur gangur á rafmótor
einnig viö lága tíöni.
Stillanlegur hrööunartími
frá 1—150 sek.
Mjög einföld handvirk
stjórnun.
Möguleiki á aö stýra sjálf-
virkt.
| UKITÆKNI
EfflVAL
Grensásvegi 7.108 Reykjavik.
Box 8294. S 681665. 686064
KROSSVIÐUR
T.d. vatnslímdur og
vatnsheldur - úr greni,
birki eða furu.
SPÓNAPLÖTUR
T.d. spónlagðar, plast-
húðaðar eða tilbúnar
undir málningu.
Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket.
Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu
VerðL SPARIÐ PENINGA!
- Smíðið og sagið sjálf!
Pið fáið að sníða niður allt plötuefni
hjá okkur í stórri sög
- ykkur að kostnaðarlausu.
BJORNINN
Við erum í Borgartúni 28