Morgunblaðið - 11.03.1986, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ll.MARZ 1986
SPARISJÓDUR VÉLSI7ÓRA
wmmmmmmmmmmmmmmmmi borgartúnmssimi 28577 ■■■■■
DITIMI
12
MANUDIR
HAIR VEXTiR
_______2Ql
Þetta eru einmitt höfuðkostir nýju bókarinnar
sem einungis er fáanleg í Sparisjóði vélstjóra.
Bundin sparibók heitir hún, bókin sem
bindur fé þitt í hóflegan tíma en veitir þér
um leið rífiega ávöxtun.
Gauksl
Athuga
útvarps-
rekstur á
Akranesi
Akranesi, 6. mars.
BÆJAJRSTJÓRN Akraness hefur
samþykkt að kjósa fimm manna
nefnd tíl að kanua leiðir til rekst-
urs útvarpsstöðvar og boðveitu
til móttöku á gervihnattasjón-
varpi og dreifingu myndbands
fyrir Akranes. Nefndinni er ætl-
að að kanna m.a. hvort rétt sé
að stofna félagsskap með ein-
staklingum í þessum tilgangi.
Fjölmiðlamál hafa um nokkurt
skeið verið til umræðu hér á Akra-
nesi og þá sérstaklega hlustunar-
skilyrði rásar 2 sem voru afleit til
skamms tíma. Nýr sendir sem
komið var fyrir í sambandi við
svæðisútvarpið breytti miklu og eru
skilyrði nú viðunandi að öðru leyti
en því að á þeim tíma sem svæðisút-
varpið sendir út er nær óhugsandi
að hlusta á rás 2 og þótt svæðisút-
varpið sé ágætt vilja sumir frekar
hlusta á góða þætti á rás 2 eða að
minnsta kosti að hafa möguleika á
að velja á milli. Þykir mörgum hér
vera undarlega að málum staðið
því fyrstu tvö árin sem útvarpað
var á rás 2 heyrðist mjög illa til
Akraness og svo þegar því hefur
verið kippt í liðinn er ekki nema
hluti af dagskrá rásar 2 sem fólk
getur notið.
JG
Vestmannaeyjar:
Opinber þjón-
ustugjöld
og útsvar
verða lækkuð
Vestmannaeyjum, 7. mars.
Á bæjarstjómarfundi fyrr í
vikunni var samþykkt að lækka
útsvarsálagningu í Vestmanna-
eyjum úr 10,8% i 10,2%. Þessi
ákvörðun bæjarstjómar kemur í
kjölfar samninga aðila vinnu-
markaðarins. Þá var og sam-
þykkt að lækka verð á heitu vatni
Fjarhitunar Vestmannaeyja og
rafmagni.
Heita vatnið lækkar úr 56 krón-
um tonnið f 52. Bæjarsjóður greiðir
niður heita vatnið sem nemur 3
krónum á tonnið og helzt sú niður-
greiðsla óbreytt. Grunnverð raf-
magns lækkar um 10% en auk þess
fellur niður 16% verðjöfnunargjald.
Þá var einnig ákveðið að lækka
dagvistargjöld um 5%. Allar þessar
lækkanir komu til framkvæmda frá
ogmeð 1. mars.
Lækkanir þessar voru samþykkt-
ar af öllum 6 bæjarfulltrúum Sjálf-
stæðisflokksins og fulltrúa Alþýðu-
flokks, en bæjarfulltrúar Alþýðu-
bandalags og Framsóknarflokks
sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Vegna efnahagsráðstafana þeirra
sem fylgdu í kjölfar kjarasamning-
anna, lækkunar vaxta og skerðing-
ar á tekjum jöfnunarsjóðs, verður
að endurskoðá flárhagsáætlun
bæjarins, þar sem ljóst er að tekjur
og gjöld munu lækka frá því sem
áður var gert ráð fyrir, þegar fjár-
hagsáætlun var lögð fram. Síðari
umræða um hana verður 12. mars
næstkomandi.
hkj
Leiðrétting
í GREIN minni „Opið bréf til heim-
spekideildar" 7. og 8. mars, hefur
orðið „snfða" breytzt f snúa. Þetta
kemur fyrir í sfðara hluta greinar-
innar, 8. marz, bls. 18, 4. dálk frá
vinstri, 25. línu að neðan.
Með þökk fyrir birtinguna.
Jón Kristvin Margeirsson