Morgunblaðið - 12.03.1986, Page 53

Morgunblaðið - 12.03.1986, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR12. MARZ 1986 53 Tap gegn Bahrain: „Kom ekki á óvart“ - sagði Guðni Kjartansson, aðstoðarþjálfari qr'\ f „ÞAÐ KOM mór nú ekki á óvart að við myndum eiga í erfiðleik- um í þessum leik,“ sagði Guðni Kjartansson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í samtali við Morgunblaðið í gœrkvöldi. „Strákarnir höfðu flestir aðeins fengið tveggja til þriggja tíma svefn eftir meira en sólarhrings vöku, og voru því eðlilega dálftið sofandalegir í leiknum." Landslið Bahrain sigraði í leiknum með tveimur mörkum gegn einu, eftir að hafa haft 2:0 yfir í hálfleik. Fyrra markið kom eftir laglega sókn Bahrain-liðsins upp miðjuna — stungusending var gefin innfyrir íslensku vörnina og sóknarmaður Bahrain komst frír inn í vítateig og skoraði með föstu skoti. Seinna markið var langskot af 35 metra færi sem sveif yfir Þorstein í markinu og undir slána í netið. í síðari hálfleik kom íslenska liðið meira inn í leikinn, og eftir tíu mínútur náði Halldór Áskels- son, sem kom inná eftir leikhló, að skora fallegt mark. Hann fékk knöttinn inn í vítateig, og náði að skjóta föstu skoti úr vítateigs- horninu og í netið. Eftir markið var jafnræði með liðunum, en í heild var leikurinn fremur slakur. íslenska liðið að sjálfsögðu æf- ingalaust. Leikurinn var sá fyrsti sem landsliðið leikur undir stjórn landsliðsþjálfarans nýja, Sigi Held, og bar hann nokkurn keim af því að liðið þekkti ekki hug- myndir þjálfarans og að þjálfar- inn þekkti ekki liðið. Þorsteinn Bjarnason lék í markinu, og aft- asti varnarmaður, „sweeper", var Gunnar Gíslason. Fyrir fram- an hann léku tveir miðverðir, Loftur Ólafsson og Sævar Jóns- son, og Viðar Þorkelsson og Ormarr Örlygsson léku framliggj- andi bakverði. Á miðjunni léku síðan Ágúst Már Jónsson, Ólafur Þórðarson og Pótur Ormslev. í framlínunni léku Guðmundur Steinsson og Guðmundur Torfa- son í fyrri hálfleik, en Halldór Áskelsson og Sveinbjörn Hákon- arson í þeim síðari. í leikhlé kom Kristján Jónsson einnig inn á fyrir Pétur Ormslev. Lið Sahrain er þjálfað af Bret- anum Keith Birkinshaw, sem áð- ur var framkvæmdastjóri Totten- ham, og lék áberandi breskan bolta, á meðan leikur íslenska liðsins bar keim af þýskum sjón- armiðum þjálfarans nýja. Um 25 Halidór Áskelsson skoraði mark Íslandsígær. stiga hiti var á meðan leikurinn fór fram. Knattspyrnulandsliðið: Æfðu örfáum klukkustundum fyrir leikinn ÍSLENSKA knattspyrnulandsliðið hitti Sigi Held, hinn nýja þjálfara sinn, f fyrsta skipti f London þar sem hann kom til móts við liðið á leið til Bahrain. Strákarnir lögðu af stað frá fslandi eldsnemma á mánudagsmorguninn, komu til London um hádegið og eftir nokkurra klukkustunda viðdvöl þar var flogið til Bahrain. Þangað iiiTmnra var komið snemma morguns f gœrmorgun, en leika átti kl. 16.30 sfðdegis. En f stað þess að fara stystu leið í rúmin ákvað Sigi Held að hafa lauflátta æfingu til að ná ferðaþreytunni úr liðinu. Landsliðsmennirnir drífu sig úr ferðafötunum og f fþróttagalla og tóku klukkustundarlanga æfingu, eftir 20 tfma ferðalag, og aðeins nokkrum klukkustundum fyrír leik. Eftir æfinguna fóru menn í rúmið og fengu tveggja til þriggja tfma blund áður en fara þurfti á leikvöllinn. Það er þvf greinilegt að fslensku landsliösmennirnir verða ekki teknir neinum vettl- ingatökum af Sigl Held f framtfð- Inni. Bjarni stóð fyrír sfnu f Belgfu. BJARNI Friðriksson náði mjög góðum árangri á opna belgíska meistaramótinu í júdó um helg- ina. Bjarni lenti f þriðja sæti f sfn- um þyngdarflokki, 95 kg flokkin- um. Fjölmargir sterkir júdómenn tóku þátt f mótinu og alls voru þátttakendur 260 f rá 16 löndum. Fyrsti Evrópuleikur- inn við Frakka íhaust ÍSLAND leikur tvo fyrstu leikina f þriðja riðli Evrópukeppninnar f knattspyrnu í haust. Og mótherj- arnir eru þau tvö lið sem almennt eru talin þau bestu f riðllnum - Frakkar, sem leikið verður gegn 10. september, og Sovótmenn, sem við ieikum við tveimur vikum sfðar, þann 24. september. Báðir leikirnir verða hór heima, en við leikum einnig gegn Austur-Þjóð- verjum f ár. Sá leikur fer fram í A-Þýskalandi 29. október. Það óvenjulega við leikdagana er að á næsta ári leikum við tvo leiki um mitt sumar, sem er afar sjaldgæft þegar um leiki í Heims- meistara- eða Evrópumóti er að ræða. Við leikum 9. júlí við Norð- menn hér heima og 23. júlí í Nor- egi. Síðasti leikur okkar í riðlinum fer fram í Sovétríkjunum 28. októ- ber á næsta ári. Leikir Islands í Evrópukeppninni fara fram á þessum dögum: Island-Frakkland 10. sept 1986 Island-Sovétríkin 24. sept. 1986 A-Þýskaland-Island 29. okt. 1986 Frakkland-lsland 29. apríl 1987 Island-A-Þýskaland 3. júní 1987 lsland-Noregur9. júlí 1987 Noregur-Island 23. júlí 1987 Sovétríkin-lsland 28. okt. 1987 Samið við Bogdan til rúmlega tveggja ára SEINT í gærkvöldi undirrituðu Jón Hjaltalín Magnússon og Bogdan Kowalczyk samnlng þess efnis að Bogdan annlat þjálfun fslenska handknattleiks- landsliðsins fram yfir Olympfu- leikana f Seoul 1986. Samning- urinn er háður þeim fyrlrvara að Bogdan fái leyfi pólskra yfir- valda til að starfa hór á landi á þessu tímabili. Bogdan hólt utan til Póllands snemma f morgun. Fyrstu verkefni landsliðsins eftir HM keppnina í Sviss verða væntanlega í apríl næstkomandi, þegar fyrirhugaðir eru nokkrir landsleikir. Ef allt fer að óskum, og Bogdan fær tilskilin leyfi mun hann stjórna liöinu í þeim leikjum, sem og öllum leikjum þess fram yfirÓL 1986. Jón Hjaltalfn Magnússon og Bogdan eftir undirritun samningsins f gærkvöldi. Morgunblaöiö/RAX Bikarúrslitin í körfuknattleik: Bandarískar klappstýrur? VERIÐ er að vinna í þvf af hálfu KKf, Njarðvfkinga og Hauka að fá heimsfrægar bandarfskar „klappstýrur“ til þátttöku f úrslitaleik bikar- keppninnar í körfuknattleik f Laugardalshöllinni annað kvöld. Svo vill til að hér á landi eru nú staddar klappstýrur banda- ríska fótboltaliðsins Dallas Cowboys. Klappstýrur þessa liðs eru víðfrægar fyrir hæfi- leika í sinni grein, og ferðast annað slagið um heiminn og skemmta — án liðsins sem þær eru kenndar við. Það er einmitt erindi þeirra á íslandi. Þær dvelja á Keflavíkurflugvelli og hafa haldiö sýningar fyrir bandaríska hermenn að undan- förnu. Ekki er að efa að þær munu laða að nokkurn fjölda áhorf- enda, ef þær fást til að koma á leikinn í Höllinni. Ribe vann RIBE, lið Gunnars Gunnarssonar og Gfsla Felix Bjamasonar, vann stóran sigur f átta liða úrslltum dönsku bikarkeppninnar f hand- knattleik f gærkvöldl. Uðlð bar þá slgurorð af HIK með 23 mörk- um gegn 20. Gunnar áttl ágætan leik og skoraði 4 mörk. Æfingamót í knattspyrnu á Akureyri um páskana AkureyrMO. marz. ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda fimm liða æfingamót f knatt- spyrnu um páskana á Akureyri. Það er knattspyrnudeild Þórs sem gengst fyrir mótinu. Þáttak- endur verða Þór, KA, KR, Keflavík og Völsungur frá Húsavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.