Morgunblaðið - 12.04.1986, Blaðsíða 12
MQRGUNBLADID, LAUGARDAGUB12. APRÍL1986
Leikfélag Hafnarfjarðar 50 ára:
„Áhuginn er að drepa okkur“
— segir for-
maður leik-
félagsins sem
frumsýnir
Galdra-Loft í
kvöld
Leikfélag Hafnarfjarðar
heldur upp á hálfrar aldar
afmæli sitt 19. apríl nk., en í
kvöld, 12. apríl, verður það
Galdra-Loftur sem á fjölum
Bæjarbíós í Hafnarfirði i fyrsta
sinn í leikstjóm Amars Jóns-
sonar. „Leikrit Jóhanns Sigur-
jónssonar um hann Galdra-Loft
var ekkert endilega hugsað
sem afmælissýning - það hittist
bara svona á,“ vom fyrstu orð
formanns leikfélagsins,
Guðnýjar Dóra Gestsdóttur, í
spjalli við blaðamann Morgun-
blaðsins, sem fylgdist með einni
af lokaæfingunum í Hafnar-
firði.
„Við réðumst í Galdra-Loft til
að eiga möguleika á þátttöku í
norrænu áhugamannalistahátíð-
inni, sem haldin verður hér á landi
í sumar. Bandalag íslenskra leik-
félaga velur tvo leikhópa til þátt-
töku og síðan munu leikhópar
koma frá hinum Norðurlöndunum.
í tilefni afmælisins, hinsvegar,
hyggjumst við gefa út vandað
afmælisrit þar sem rakin verður
saga félagsins, eldri félagar segja
frá stofnun og leikhússtarfsem-
inni hér á árum áður auk þess sem
við, sem nú erum starfandi,
komum til með að skrifa í ritið,"
hélt formaðurinn áfram.
Galdra-Loftur er sjöunda verk-
efni Leikfélags Hafnarfjarðar síð-
an það var endurvakið fyrir fjór-
um árum af núverandi félögum
þess, en áður hafði starfsemin
legið niðri í um 10 ár. Kjami
Leikfélags Hafnarfjarðar nú er
hópur ungs fólks, sem upphaflega
stofnaði leiklistarklúbb í Flens-
borgarskóla fyrir nokkrum árum
og vill halda leiklistarstarfínu
áfram þrátt fyrir að skóiaárin séu
öll. Eldri félagar leikfélagsins
hafa síðan komið til liðs við unga
fólkið og sem dæmi um það er
elsti leikarinn í Galdra-Lofti 70
ára, Ársæll Pálsson. Skráðir
meðlimir leikfélagsins eru 90 en
um helmingur tekur virkan þátt
í starfínu. Fyrsta verkefni þessa
hóps var „Bubbi kóngur" eftir
Alfred Jerry. Síðan fylgdu fleiri í
kjölfarið: „Þið munið hann Jör-
und“ eftir Jónas Ámason, „22.
grein" eftir Joseph Heller, „Veisl-
an“ - einþáttungur eftir French
Leikstjórinn Amar Jónsson er
fastráðinn sem leikari hjá Þjóð-
leikhúsinu en sagðist þó hafa
gaman af því að vinna með svo
samiýndum hóp og Leikfélagi
Hafnarfjarðar. „Ég starfa fyrst
og fremst sem leikari sjálfur en
það fer ekki hjá því að eitthvað
sitji eftir í manni á löngum ferli
svo það er ýmislegt sem maður
getur liðsinnt fólki með sem ekki
hefur mikla reynslu." Amar sagði
að Galdra-Loftur væri gamall
kunningi sinn, en hann lék hlut-
verkið sjálfur árið 1968 hjá Leik-
smiðjunni.
Verkið er byggt á kunnri þjóð-
sögu um skólapiltinn Loft, sem
nam á Hólum. í grein sinni „Loft-
ur á leiksviðinu", sem birtist í
Skími 1980, rekur Jón Viðar
Jónsson mismunandi túlkanir á
Galdra-Lofti á sviði, frá Jens og
Indriða Waage til Amars Jónsson-
ar, og segir að athyglisvert sé
hversu túlkun Lofts sé svo mjög
háð samtímanum hverju sinni.
Amar sagði að áður en hann hafí
tekið að sér hlutverk Lofts, hefði
mikið verið lagt upp úr ofurmenn-
isímyndinni. Loftur hafí verið yfír
fjöldann hafinn, grimmur, eigin-
gjam og djöfullegur. Eyvindur
Eriendsson leikstýrði árið 1968
hjá Leiksmiðjunni og þá var
ákveðið að fara aðrar leiðir. Lögð
var áhersla á æsku Lofts eins og
Jóhann Siguijónsson ætlaðist
reyndar til frá upphafi. Jóhann
gerði ráð fyrir að Loftur væri 21
árs í leikritinu, „ungur og óráð-
inn“. Loftur Amars Jónssonar var
taugaveiklað ungmenni, til hans
komu kröfur úr öllum áttum um
ábyrgð og ákvarðanir sem hann
vék sér jafnan undan. Ráðleysi
hans og örvænting óx eftir því
sem kröfumar urðu eindregnari
uns bilið milli ofstækisfullra hug-
mjmda hans og veruleikans varð
óbrúanlegt. Þá missti hann vitið
ogdó.
Leikendur í Galdra-Lofti eru
14 talsins. Aðalhlutverkið, Loft,
leikur Davíð Þór Jónsson. Hlut-
verk Steinunnar er í höndum
Guðnýjar Dóm, Dísu leikur Vig-
dís Gunnarsdóttir, Atli Geir Grét-
arsson leikur Ólaf vinnumann,
Amór Bjömsson er biskupinn að
Hólum, Svanhvít Magnúsdóttir
biskupsfrúin, Jón PálJ Þorbergs-
son ráðsmaðurinn og Ársæll Páls-
son blindi maðurinn. Ölmusumar
em í höndum þeirra Gísla Guð-
laugssonar, Jóhönnu S. Krist-
mundsdóttur, Amar Almarssonar,
Halldórs Magnússonar, Katrínar
Þorláksdóttur og Kristínar G.
Gestsdóttur. Búninga hefur Alda
Sigurðardóttir hannað.
Texti: Jóhanna Ingvarsdótt-
ir.
Molnár og „Rokkhjartað slær“
eftir Þómnni Sigurðardóttur og
meðlimi Leiksmiðju leikfélagsins.
í haust var það svo bamaleikritið
„Fúsi froskagleypir" eftir Ole
Lund Kirkegaard sem sett var upp
hjá þeim Hafnfírðingum. Guðný
Dóra sagði að sýningar bæm sig
misjafnlega en þó hefði „Bubbi
kóngur“ slegið öll sýningarmet -
5.000 manns komu. Leikfélagið
fór með „Rokkhjartað slær“ alla
leið til Mónakó í fyrrasumar til
að taka þátt í alþjóðlegri áhuga-
mannaleiklistarhátíð. „Við lékum
verkið á íslensku og m.a.s. hlógu
sýningargestir á réttum augna-
blikum.
Áhuginn er að drepa okkur -
við nennum bókstaflega öllu.
Leikhússtarfsemi er auðvitað gíf-
urleg vinna, sérstaklega fyrir
áhugamannahópa sem vinna allt
í sjálfboðavinnu. En við fáum
alveg heilmikið út úr þessu sjálf.
Við emm ekki á götunni eins og
flest önnur áhugamannaleikhús á
höfuðborgarsvæðinu og er það
bæjarstjóminni hér að þakka. Við
höfum fíjáls afnot af Bæjarbíói,
sem er hið ágætasta hús - komum
300 manns í sæti.
Heitasta ósk Lofts er að standa með
alla visku mannanna á þröskuldi leynd-
ardómsins — Davíð Þór Jónsson.
Davíð Þór Jónsson og Guðný Dóra Gestsdóttir í hlutverk-
um sínum sem Loftur og Steinunn.
Jón Ingi Sigurmundsson stjóraandi með hressum kórfélögum á æfingu.
Kór Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja með röð tónleika
Selfossi.
KÓR Fjölbrautaskóla Suðurlands
heldur röð tónleika nú í apríl
undir stjóra Jóns Inga Sigur-
mundssonar. Kórinn fer í söng-
ferðalag til Danmerkur og Svi-
þjóðar f lok mai og verður það
lokaverkefni kórsins á þessu
starfsári.
Fyrstu tónleikamir verða í Skál-
holti 16. aprfl kl. 21.00. Því næst
á Hellu 20. apríl kl. 14.00. Þá á
Selfossi 26. og 27. apríl kl. 15.00
og loks er fyrirhugað að halda tón-
leika 17. maí í Vík f Mýrdal.
í ferðinni til Danmerkur og Sví-
þjóðar mun kórinn syngja f Horsens,
Silkiborg, vinabæ Selfoss, í Sankti
Pálskirkjunni í Kaupmannahöfn og
í Jónshúsi. Sungið verður í dóm-
kirkjunni í Lundi og einnig í Málmey
íSvfþjóð.
Kórfélagar leggja mikið á sig til
að afla Qár til fararinnar. Sveitarfé-
lög styrkja kórinn, mörg hver og
§ár er aflað með tónleikum, vísna-
kvöldum og útgáfu laga frá sl. ári
á hljómsnældu. Einnig gangast þeir
fyrir málverkahappdrætti og eru
málverkin eftir félaga í Myndlistar-
félagi Ámessýslu.
Þegar litið var inn á æfíngu hjá
kómum um daginn var auðheyrt
og séð að kórfélagar lögðu sig alla
fram enda mikið í húfí að vel takist
þegar á hólminn kemur.
SigJAns.