Morgunblaðið - 12.04.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.04.1986, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR12. APRÍL1986 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir Guðmund Magnússon Ahrif kvenna á stjórn Reykjavíkur veruleg þær nefndir, sem sjálfstæðiskonur stjóma, s.s. heilbrigðis- og félags- málaráð, ráðstafa umtalsverðum fjármunum á ári hverju. Þama em sjálfstæðiskonur því í raun- verulegum valdastöðum í borgar- kerfinu. Þriðja atriði þessarar saman- tektar varðar varafulltrúa í borg- arstjóm, en í þeim hópi eru nokkr- ar sjálfstæðiskonur. Öndvert við t.a.m. þingflokkana á Alþingi era áhrif varafulltrúa í borgarstjóm- arflokkunum í Reykjavík veraleg allt lqortímabilið. Varaborgarfull- trúar sitja reglulega fundi með aðalborgarfulltrúum úr sínum flokkum og mjög margir þeirra sitja í ráðum og nefndum borgar- innar. Þess era dæmi að varaborg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins veiti mikilvægum stjómamefnd- um forstöðu og í því efni má benda á þær Önnu Jónsdóttur og Elínu Páimadóttur. Tveir af þremur fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins í borgarráði eru konur. konur koma bæði úr hóp aðal- borgarfulltrúa og varaborgarfull- trúa flokksins. Ingibjörg Rafnar er formaður félagsmálaráðs og haftiarstjómar, Katrín Fjeldsteð er formaður heilbrigðisráðs, Hulda Valtýsdóttir er formaður umhverfismálaráðs, Anna Jóns- NYJASTA skoðanakönnun Hagvangs leiðir í ljós, að Sjálfstæðis- flokkurinn er stærsti kvennaflokkur hér á landi. 34,3% alira kvenna styðja flokkinn. Siðan koma Alþýðubandalagið með 23,5% kvennafylgis, Samtök um kvennalista með 15,0% og Framsóknar- flokkurinn með 13,6%. Það er hins vegar umhugsunar- eftii, að fylgi kvenna við Sjálf- stæðisfiokkinn hefur minnkað frá því í sfðustu könnun Hagvangs í desember 1985, er það var 41,8%, og er minna en heildarfylgi flokks- ins, sem samkvæmt könnun Hagvangs í mars er 38,8%. Um ástæður þessa ætla ég ekki að fjölyrða, enda hef ég áður sett fram getgátur um það efni hér í blaðinu (Morgunblaðið 4. apríl 1986). Þegar hugað er að stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum og t.d. spurt, hvort hlutur þeirra sé þar fyrir borð borinn, veltur svarið auðvitað á því hvað menn eiga nákvæmlega við. Ef áhrif kvenna í Sjálfstæðisflokknum era borin saman við áhrif kvenna í öðram flokkum, sem sýnist vera skyn- samleg viðmiðun, er niðurstaðan sjálfstæðismönnum líklega mjög í hag, hvort sem litið er til sögu eða samtíðar. (Um Kvennalistann gildir að sjálfsögðu allt annað. enda era karlar þar utangarðs.) I þessu sambandi má nefna, að fyrsti kvenþingmaðurinn á Al- þingi var í Sjálfstæðisflokknum, fyrsti kvenborgarstjórinn í Reykjavfk var sjálfstæðiskona og sömu sögu er að segja af fyrsta kvenráðherranum. Enginn vinstri fiokkanna hefur treyst konu fyrir ráðherraembætti. Framundan era kosningar til sveitarstjóma, þ.á m. borgar- stjómar Reykjavíkur, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meiri- hluta og hefur aðstöðu til þess að sýna í verki afstöðu sína til jafnræðis kynjanna. Þegar þau mál era athuguð kemur ýmislegt forvitnilegt á daginn og verður hér staldrað við þijú atriði, sem sérstaka athygli vekja. í fyrsta lagi setu sjálfstæðiskvenna í borg- arráði Reykjavíkur, í annan stað hlut þeirra að nefndarforystu borgarinnar og í þriðja lagi áhrif þeirra í borgarstjómarflokki sjálf- stæðismanna í heild. arinnar, sitja 5 fulltrúar kjömir úr hóp borgarstjómarmanna. Full- trúar Sjálfstæðisflokksins eru Magnús L. Sveinsson, Ingibjörg Raftiar og Hulda Valtýsdóttir. (Auk þess situr Davíð Oddsson fundi ráðsins og er formaður þess sem borgarsfjóri, en hefur ekki atkvæðisrétt nema í fjarveru annarra borgarráðsmanna flokks- ins). Fulltrúar minnihlutaflokk- anna fjögurra era Siguijón Pét- ursson úr Alþýðubandalaginu og Kristján Benediktsson úr Fram- sóknarflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur með öðram orðum kosið tvær konur í þau þijú sæti í borgarráði, sem 12 manna borgarstjómar- hópur hans á kost á. Minnihluta- flokkamir hafa enga konu kosið í þau tvö sæti í borgarráði, sem 9 manna borgarstjómarhópur þeirra á kost á. Af 4 konum í borgarstjóm kýs Sjálfstæðisflokk- urinn sem sagt 2 í borgarráð, en minnihlutaflokkamir, sem hafa 5 konur í borgarstjóm, kjósa enga. Þegar á reynir, þegar um raun- veraleg völd er að tefla, virðast því þröng karlasjónarmið ráða ferðinni hjá vinstri flokkunum. Ingibjörg Rafnar borgarfull- trúi á sæti í borgarráði og er formaður félagsmálaráðs og hafnarstjómar Reykjavíkur. Jóna Gróa Sigurðardóttir borg- arfulltrúi Hulda Valtýsdóttir borgarfull- trúi á sæti í borgarráði og er formaður umhverfismálaráðs. Anna Jónsdóttir varaborgar- fulltrúi er formaður stjómar dagvista Reykjavíkur. dóttir er formaður stjómar dag- vista, Elín Pálmadóttir er formað- ur stjómar Bláfjallafólkvangs og stjómar Borgarbókasafnsins svo nokkuð sé nefnt. Allir, sem eitt- hvað fylgjast með borgarmálefn- um, vita að áhrif einstakra stjóm- amefnda era veraleg og sumar Aðeins sjálfstæðiskon- ur í borgarráði í borgarstjóm Reykjavíkur á 21 fulltrúi sæti, 12 úr Sjálfstæðis- flokknum, þar af 4 konur, og 9 úr Alþýðubandalaginu, Kvennafram- boðinu, Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum, þar af 5 konur. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins úr hópi kvenna era Ingibjörg Rafnar, Hulda Valtýs- dóttir, Katrín Fjeldsteð og Jóna Gróa Sigurðardóttir. í borgarráði, sem fer með framkvæmdastjóm málefna Reykjavíkur og er hin raunveralega valdastofnun borg- Nefndarforysta og áhrif varafulltrúa Annað atriði, sem vert er að hyggja að, er forysta sjálfstæðis- kvenna f mikilvægum stjómar- nefndum Reykjavíkurborgar. Þær Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi er formaður heilbrigðisráðs Elín Pálmadóttir varaborgar- fulltrúi er formaður stjómar Borgarbókasafns og fólkvangs- ins i Bláfjöllum. Áhrif kvenna tryggð Þegar niðurstöður próflqors sjálfstæðismanna fyrir borgar- stjómarkosningar í Reykjavík lágu fyrir í nóvember í fyrra vakti það að vonum almenna óánægju í flokknum, að aðeins ein kona náði að komast í eitt af átta efstu sætum framboðslistans. Ýmsir sjálfstæðismenn telja, að þessi úrslit hafi verið flokknum til hneisu, en margar „eðlilegar" skýringar era á niðurstöðu próf- kjörsins og hef ég áður rakið það efni á þessum vettvangi (Morgun- blaðið 30. nóv. 1985). Á það var hins vegar berit, og að ég hygg réttilega, að konumar á fram- boðslistanum væra orðnar tvær þegar horft væri til níu efstu sætanna (en það er alls ekki frá- leitt að Sjálfstæðisflokkurinn geti með markvissu starfi náð þeim árangri í komandi kosningum) og sex ef tekið væri mið af fimmtán efstu sætunum. Með það í huga, sem áður var sagt um almenn áhrif varafulltrúa í borgarstjóm og raunuveraleg vinnubrögð sjálfstæðismanna, er þessi síðasta ábending fyllilega réttmæt. Það virðist því mega staðhæfa, að með því að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði í borgarstjómarkosningum séu kjósendur að tryggja að það séu ekki karlar einir, sem fara með völd í Reykjavík, heldur bæði kynin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.