Morgunblaðið - 12.04.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.04.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR12. APRÍL1986 Utanríkisráðuneytið; Fundur ut- anríkis- ráðherra Norður- landanna Utanríkisráðherrar Norður- landa héldu hinn reglulega vor- fund sinn i Stokkhólmi 9. apríl 1986. Að venju vorfundanna áttu ráð- herramir óformlegar viðræður og skiptust á skoðunum um mikilvæg- ustu utanríkismál líðandi stundar, meðal annars um ástandið í al- þjóðamálum, afvopnunarmál, þ. á m. um kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum, þróun mála á hinum ýmsu fundum Öryggis- málaráðstefnu Evrópu og um fjár- þröng Sameinuðu þjóðanna. Ráðherramir ræddu einnig ástandið í suðurhluta Afríku og í því sambandi skýrslu um fram- kvæmd norrænu áætlunarinnar um ráðstafanir gegn Suður-Afríku. Afstaða Norðurlanda til Chile var einnig rædd á fundinum. Næsti utanríkisráðherrafundur Norðurlanda verður haldinn í Kaup- mannahöfn síðari hluta sumars 1986. Ásamt Matthíasi Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, sátu fundinn af íslands hálfu þeir Benedikt Grönd- al, sendiherra, og Ólafur Egilsson, skrifstofustjóri utanríkisráðuneytis- ins. (Fréttatilkynning) Borgarafundur í Garðinum: Unnið að gerð nýs aðalskipu- lags — Utsvarsprósentan 10,4 Garði. ÚTSVARSPRÓSENTAN verður 10,4% á þessu^ári, gerð nýs aðal- skipulags stendur yfir, litlar sem engar hafnarframkvæmdir verða á þessu ári, Heiðarbraut, Einholt, Urðarbraut og Klappar- braut fá einhveija aðhlynningu, ólíklegt er að kennsla hefjist i haust i 9. bekk í Gerðaskóla. Þetta eru nokkrar staðreyndir sem fram komu á almennum borgarafundi si. fimmtudags- kvöld en þar sátu hreppsnefnd og sveitarstjóri fyrir svörum hjá fundarmönnum sem töldu liðlega 40 manns þegar mest var. Niðurstöðutölur áætlunarinnar eru tæpar 40 milljónir og eins og áður er stór hluti þess ijár bundinn með lögum þannig að ráðstöfunarfé er mun minna. Stærstu útgjaldaliðir 40 listamenn fá 4,7 milljónir í starfslaun ALLS sóttu 120 manns um starfs- laun listamanna í ár og hefur úthlutunarnefndin nú skipt 4.692.000 kr. til 40 iistamanna. Þessi upphæð er ákveðin á fjár- lögum fyrir 1986 og miðast við byrjunarlaun menntaskólakenn- ara og starfstímann 3—12 mán- uði. Eftirtaldir hlutu starfslaun: 12 mánaða laun: Haukur J. Gunnarsson, leikstjóri. Jóhanna Kristín Yngvadóttir, myndlistarmaður. 6 mánaða laun: Nína Gautadóttir, myndlistarmaður. Sigur- laug Jóhannesdóttir, myndlistarmaður. Sóley Eiríksdóttir, myndlistarmaður. Steingrímur E. Kristmundsson, myndlistarmaður. Jóhannes Helgi, rithöfundur. Stefanía Þorgrímsdóttir, rithöfundur. Sigrún Hjálmtýsdóttir, söngkona. 3 mánaða laun: Ásdís Sigurþórsdóttir, myndlistarmaður. Ás- gerður Búadóttir, myndlistarmaður. Guðmund- ur Thoroddsen, myndlistarmaður. Guðrún Svava Svavarsdóttir, myndlistarmaður. Halldór Ás- geirsson, myndlistarmaður. Hallgrímur Helga- son, myndlistarmaður. Haraldur Ingi Haralds- son, myndlistarmaður. Haukur Dór, myndlistar- maður. Helgi Þorgils Friðjónsson, myndlistar- maður. Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður. Kristján Guðmundsson, myndlistarmaður. Kristján Steingrímur Jónsson, myndlistarmað- ur. Lísbet Sveinsdóttir, myndlistarmaður. Sig- rún Eldjám, myndlistarmaður. Sigurður Þórir Sigurðsson, myndlistarmaður. Svala Sipirleifs- dóttir, myndlistarmaður. Sverrir Olafsson, myndlistarmaður. Þór Vigfússon, myndlistar- maður. Þórður Hall, myndlistarmaður. Þuríður Fannberg (Rúrí), myndlistarmaður. Öm Þor- steinsson, myndlistarmaður. Glúmur Gylfason, tónlistarmaður. Gunnar R. Sveinsson, tónlistar- maður. Hörður Torfason, tónlistarmaður. Mist Þorkelsdóttir, tónlistarmaður. Páll Eyjólfsson, tónlistarmaður. Þórir Baldursson, tónlis*armað- ur. Elísabet Þorgeirsdóttir, rithöfundur. Valdís Óskarsdóttir, Ijósmyndari. Viðar Eggertsson, leikari. Viðar Gunnarsson, söngvari. Úthlutunamefnd skipuðu: Birgir Sigurðsson. sr. Bolli Gústavsson og Knútur Hallsson, for- maður. eru stjórn sveitarfélagsins, 3,4 millj., sýslusamlag 2,8 millj. og til tónlistar- og grunnskóla tæpar 3,5 milljónir. Útsvar er stærsti tekjulið- ur, 21,3 milljónir, og aðstöðugjöld 6 milljónir. Berlega kom fram á fundinum hve ríkið er mikill dragbítur á fram- kvæmdir sem það á að taka þátt í, t.d. má nefna að 1982 var byggt við grunnskólann. Tók það verk aðeins nokkra mánuði en loka- greiðslur frá ríkinu eru væntanlegar árið 1990, að sögn sveitarstjóra. Þá kom fram að einungis fengust 500 þúsund krónur þegar Garð- braut og Skagabraut voru lagðar í fyrra. Það verk kostaði um 8 millj- ónir. Fram kom á fundinum að ekki stæði til að laga Gerðaveg í sumar en áætlanir gæfu til kynna að þær framkvæmdir kostuðu 7-8 milljónir eða sömu upphæð og kostaði að leggja Garðbraut og Skagabraut. Til gamans má svo geta þess að minnsta upphæðin í fjárhagsáætl- uninni er kr. 1000 og er til eyðingar á minkum. Það kom einnig fram á fundinum að helmingur þessarar upphæðar hafi nú þegar verið greiddur út. Arnór Um 40 manns sóttu borgarafundinn um fjárhagsáætlun Gerðahrepps 1986. Morgunblaðið/Amór Breiðholtsskóli: Skóla- sýning í dag í DAG, laugardaginn 12. apríl, verður skólasýning í Breiðholtsskóla vegna 200 ára afmælis Reykjavíkur. Sýningin stendur frá klukkan 13 til 18 og hefst með leik Lúðrasveitar Árbæjar og Breið- holts framan við anddyri skól- ans. Klukkan 14 verður for- eldraskemmtun í hátíðarsal skólans. Á sýningunni verður sýnd vinna nemenda, sem tileinkuð er Reylqavík vegna afmælisins. Hvernig að veija réttu stöngina? 45 1940-1985 Hafnarstræti 5, Reykjavík. Sími (91)-16760. Komdu við í Hafnarstræti 5 og skoðaðu frábært úrval okkar af veiðistöngum. Allar ABU-stangirnar eru með vönduðum lykkjum, þannig að línan rennur mjúklega í gegn. Verð og gæði við allra hæfi. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.