Morgunblaðið - 12.04.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL1986
53
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 14—15
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
mh'^naaiBimilWllllllMHI
Bréfritara þykir það óréttlæti að unglingar fæddir á sama árinu fái ekki námssamningf á sama tima.
lívximt!wsgimmi
HVAÐ HAFA ÞAU
TIL SAKA UNNIÐ?
í morgunþættinum á rás eitt á
þriðjudag komu tveir ungir menn
til viðtals ásamt aðstoðarmanni
forsætisráðherra. Forsaga þess
máls var sú að þessir strákar eru
báðir fæddir seint á árinu '70 og
þeir vildu benda á það óréttlæti sem
þeir verða fyrir vegna þessarar
óforsjálni foreldra sinna.
Þetta órættlæti er fólgið í því,
að krakkar komast ekki á náms-
samning fyrr en 16 ára og í flestum
tilfellum hefur það í för með sér
fyrir þessa krakka, að ekki getur
orðið af skólagöngu fyrr en eftir
áramót og allir geta séð, að þar fer
dýrmætur tími til spillis eða nánar
tiltekið heil önn.
Ekki nóg með það, — þessir
unglingar koma til með að þurfa
að vinna þennan tíma til að hafa
lifibrauð og á mun lægri launum
en jafnaldrar þeirra sem fæddir eru
fyrr á árinu (nánar til tekið 85%
af launum hinna).
Auðvitað skiljum við öll að krakk-
ar taka út mikinn þroska á þessum
árum. Aðstoðarmaður ráiðherra
orðaði það í þá veru að yfírleitt
væri álitið, að þeir sem fæddir
væru í jan. væru auðvitað þroskaðri
en þeir sem fæddir eru 30. desem-
ber sama ár.
Skynsamleg ályktun, — en at-
hugum hana nánar!
Fólk er mjög misþroskað andlega
og líkamlega, alveg án tillits til
aldurs. Af hveiju er krökkunum
allt í einu mismunað í námi eftir
fæðingardegi þegar mest á reynir?
Gegnum allan grunnskólann hafa
þau mátt gjöra svo vel að vera
samferða þeim sem hafa verið allt
að einu ári eldri og enginn vorkennt
þeim.
Þau hafa orðið að keppa við hin
eldri allan þennan tíma og væntan-
lega staðið sig misvel, en hvemig
sem það hefur gengið, hefur þeim
engin miskunn verið sýnd vegna
aldursmunarins. Þegar þau eru
orðin 15 ára gömul ætlar þjóðfélag-
ið allt í einu að fara að „vemda"
þau!
Þau ljúka grunnskóla og langar
í nám, — en komast ekki af því þau
eru fædd á vitlausum degi. Þau
verða að vinna hálfan veturinn, —
en því miður á skítakaupi, af því
þau eru fædd á vitlausum degi.
Hvar er réttlætið gagnvart þess-
um krökkum? Er það fólgið í því
að þau fái allt í einu „vemd þjóð-
félagsins" í þessu furðulega formi?
Er forsvaranlegt að stoppa þau
af á viðkvæmum tímamótum með
þessum hætti, þegar þau hafa alltaf
þurft að fylgja árganginum eftir í
blíðu og stríðu?
Og hver er tilgangurinn?
Jóhanna Harðardóttir
kennari.
Bréf til útvarpsins
Einhvem tíma í vetur skrifaði ég
útvarpinu og spurði hvort ekki
mætti vanda betur val léttrar tón-
listar þar á bæ.
Svo sem við var að búast hefur
breytinga naumast orðið vart, en
ýmsir hafa fært í tal við mig að
biðja þig, Velvakandi góður, að
birta ofan greindan bréfstúf og
geri ég það hér með (lítið eitt breytt-
an):
Það er mál manna að útvarp/
sjónvarp verði um ókomin ár helzta
bijóstvöm íslenzkrar tungu gegn
erlendum áhrifum, enda verður
ekki, vegna gerbreyttra þjóðhátta
trausts að vænta hjá strjálbýli og
sveitafólki svo sem fyrr á ámm
þegar verzlunarstaðir um land allt
vom hálf-danskir, og tungutak eftir
því óhijálegt.
Sífellt aukast hin erlendu áhrif,
einkum enskrar tungu.
Með þessum línum leyfí ég mér
Góð orð séra
Þorbergs
Góði Velvakandi.
Ég vil þakka sr. Þorbergi Krist-
jánssyni fyrir hans góðu orð í
þættingum um daginn og veginn
7. apríl síðastliðinn. Sérstaklega
snerti það mig er hann minntist á
fóstureyðingar af félagslegum
á8tæðum. Þetta er mál, sem varðar
alla þjóðina, sem alþingismenn
verða að taka til umhugsunar, ef
vel á að fara. Hugarfar okkar þarf
á styrk að halda til að standa saman
gegn þessari vá.
Með þökk, Kristín
að víkja að einum þess háttar
þætti. Þegar lög em leikin í útvarpi
með dagskrárliðum eða milli þátta,
kveður jafnan við væmin ensk-
amerísk tónlist, gjama með viðlag-
inu „æ löw jú“ í síbylju, ellegar
gaddavírs„músík“, þar sem hvergi
örlar á laglínu, t.d. í hléi á undan
fréttum sjónvarps.
Margir telja Akureyrarútvarpið
með því bezta í dagskrá útvarps.
Nýlega barst þaðan ágætur þáttur
um mannlíf á Grímsstöðum á Fjöll-
um og í Indónesíu, en fyllt var í
eyður með þremur eða fjórum
ensk-amerískum væmni-lögum.
Ef ekki verður komizt hjá þessum
ófögnuði (sem ófáum er eflaust að
skapi), er þá ekki nóg af honum á
hinni rásinni?
Ég nefni þessi fáu dæmi af fjöl-
mörgum sem virðast stuðla að af-
siðun þjóðarinnar, einkum ungs
fólks, enda ljóst að tungu vorri
stafar mest hætta af ásókn enskrar
tungu. Hvers vegna má ekki breyta
ögn til og flytja meira af t.d. þýzkri,
sænskri, rússneskri, ungverskri
músík, eða argentískan tangó, svo
fátt eitt sé nefnt.
Ekki er mælzt til þess að skrúfað
sé fyrir ensk-amerísk lög, aðeins
að annarra þjóða tónar fái að njóta
sín betur.
Fjöldi fólks, að vísu flest komið
af gelgjuskeiði, er á sama máli um
framangreind viðhorf.
Svo eru kvikmyndir sjónvarps;
þær eru yfírleitt enskar eða amer-
ískar og svo ómerkilegar að fæstir
nenna á að horfa. E.t.v. hefur sjón-
varpið ekki efni á að kaupa vand-
aðri myndir, og verður sjálfsagt
ekki við því gert.
Kjartan Ragnars
BORÐBÚNAÐUR TIL LEIGIJ
Leigjum út alls konar borðbúnað fyrir fermingar-
veislur og önnur tækifæri, s.s. diska, hnífapör,
glös, bolla, veislubakka og fleira.
Allt nýtt.
Borðbúnaðarleigan,
siml 43477.
FELAG EINSTÆÐRA FORELDRA
S'
FEF
í Skeljanesi 6, laugardag og sunnudag
12. og 13. apríl frá kl. 2 e.h. báða daga.
Óvenjumikið úrval af húðvænum hús-
gögnum, öldruðum hægindastólum,
svefnbekkjum ofl. Fjölbreyttur tízkufatn-
aður frá ýmsum tímabilum, barnaföt seld
eftir vigt. Allskonar skrautmunir og eld-
húsvarningur, þ. á m. lager af long-drink
glösum. Og fleira og fleira.
Allur ágóði rennur til húsbyggingasjóðs
FEF.
Ath. að strætisvagn nr. 5 hefur endastöð
við húsið.
Streymið á svæðið og gerið frá-
bær kaup
Flóamarkaðsnefndin
Gott verð
ekki satt!
Kr, 1892.-
Opið í dag
kl. 10.00-16.00
ATH! Húsgögn-gjafavörur-heimilistæki-
málning-barnafatnaður
Vdrumarkaðurinn hl.
Ármúla 1A Sími: 686112
t