Morgunblaðið - 12.04.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.04.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12«APRÍL 1986 Alþingi—Kristnitaka: Þúsund ára afmæli eftírÞorvald Garðar Kristjánsson Hér fer á eftir framsaga Þor- varðar Garðars Kristjánssonar, forseta Sameinaðs Alþingis, með tillögu til þingsályktunar um þúsund ára afmæli kristnitök- unnar á Alþingi árið 1000. Samkvæmt tillögu þeirri til þingsályktunar, sem hér er til umræðu, er lagt til að forsetum Alþingis sé falið að vinna að at- hugun á því með hvaða hætti verði af hálfu Alþingis minnst þúsund ára afmælis kristnitökunnar. Þessi tillaga er flutt af sérstæðu tilefni og málatilbúnaður með sér- stökum hætti. Tillagan er flutt af forsetum Alþingis og formönnum allra þingflokka. Með þessu er lögð áherzla á, að efni tillögunnar eigi að vera samkomulagsmál og hafið yfír allan ágreining milli þing- flokka. Ekki orkar tvímælis að tilefnið er sérstætt. Ber þar hvort tveggja til, gildi kristinnar trúar og hvemig kristnitakan bar að. Við sjáum fyrir okkur atburða- rásina á Alþingi á kristnitökuárinu. Heiðnir og kristnir menn sögðu sig úr lögum hvorir við aðra. Menn víg- bjuggust og við lá, að fylkingum lysti saman. Minni hlutinn bauð meiri hlutanum byrginn. Kristnir menn kusu sér lögsögumann. Þá skeður það sem með ólíkindum er. Lögsögumaður þeirra, friðsemdar- maðurinn Síðu-Hallur, fær hlutverk sitt í hendur lögsögumanni þings- ins, Þorgeiri Ljósvetningagoða. Leiðtoga heiðinna manna er ætlað að segja upp lög kristinna manna. Og enn gerast meiri undur. Leiðtogi heiðinna manna segir upp þau lög, að allir skulu einn sið hafa, allir skuli kristnir vera og allir játtu því. Alþingi tekur stjómmálaákvarð- anir. Svo var þegar kristnin var lögtekin. Þorgeiri Ljósvetningagoða er eining ríkisins ofar öllu. „Það mun verða satt, er vér slítum sundr lögin, at vér munum slíta ok frið- inn“. Hlutverk Alþingis er að standa vörð um einingu þjóðar. Sameinaðir sigmm við, sundraðir föllum við. Þorgeir Ljósvetningagoði sá til þess, að Alþingi brygðist ekki skyldu sinni á örlagastund. Forysta hans og fordæmi verður Alþingi leiðarljós um framtíð alla. Gildi kristinnar trúar er hið sama hvemig sem boðskap hennar ber að. I því efni breyta atburðimir á Alþingi árið 1000 engu um. íslend- ingar hefðu undir öllum kringum- stæðum tekið kristna trú og látið af hinum foma sið svo sem aðrar þjóðir í okkar heimshluta gerðu. Hins vegar verður aldrei ofmetin þýðing þess hvemig kristnitöku ís- lendinga bar að. Aðrar þjóðir þurftu að þola blóðsúthellingar, bræðravíg og ófrið áður en hinn fomi siður þokaði fyrir fagnaðarboðskap krist- innar trúar. íslendingar leystu mál- ið með þjóðarsátt. Margt er óljóst um atburði kristnitökunnar og sífellt rannsókn- arefni fræðimanna. Margar spum- ingar vakna. Hve mikil vom kristin áhrif orðin? Hve mikil brögð voru að því að innviðir hins foma átrún- aðar væm að gefa sig? Gerðu hinar andstæðu fylkingar beint sam- komulag um lausn málsins? Og ekki sízt hafa fræðimönnum verið hugleiknar vangaveltur um þýðingu þess að leggjast undir feldinn. Tók Þorgeir ákvörðun sína undir feldin- um eða var hann að semja ræðu sína um ákvörðun sem áður var tekin? En hvað sem slíkum og þvflíkum spumingum líður em aðalatriði kristnitökunnar ljós. Svo er fyrir að þakka Ara hinum fróða. At- burðarásin á Alþingi við Oxará er vörðuð undram og stórmerkjum. Svo er forsjóninni fyrir að þakka. Svo var stjómvisku fyrir að fara að ekki má einungis nú vera til fyrirmyndar okkur Islendingum heldur öllum þjóðum til friðsamlegr- ar lausnar á vandamálum mann- legra samskipta. Slíkir em þeir atburðir sem minnast verður að maklegheitum. Kirkja landsins hlýtur að minnast Þorvaldur Garðar Kristjánsson. kristnitökunnar. Þjóðkirkjan hefír þegar látið málið til sín taka. Samkvæmt ákvörðun kirkjuþings 1984 tilnefndi kirkjuráð snemma árs 1985 nefnd þriggja manna, svonefnda kristnitökunefnd. Nefnd þessa skipa herra Pétur Sigurgeirs- son, biskup, og er hann formaður nefndarinnar, séra Heimir Steins- son sóknarprestur og þjóðgarðs- vörður og séra Jónas Gíslason, dós- ent. Nefnd þessi skal gera tillögur um það, hversu haga beri athöfnum þeim og framkvæmdum, sem efnt verður til af kirkjunnar hálfu vegna þúsund ára afmælis kristnitökunnar á Þingvöllum við Oxará. Kristnitökunefnd þjóðkirkjunnar Andrésar Eyjólfs- sonar minnst á Alþingi ANDRÉSAR heitins Eyjólfssonar fyrrv. alþingismanns var minnst á Alþingi sl. fimmtudag. Hér fara á eftir minningarorð sem Þor- valdur Garðar Kristjánsson, for- seti Sameinaðs alþingis, flutti. Andrés Eyjólfsson fyrmm al- þingismaður og bóndi í Síðumúla í Hvítársíðu andaðist í sjúkrahúsinu á Akranesi í hárri elli. Hann náði hæstum aldri þeirra manna sem setið hafa á Alþingi, skorti sjö vikur í tírætt. Andrés Eyjólfsson fæddist á Kirkjubóli í Hvítársíðu 27. maí 1886. Foreldrar hans vom Eyjólfur bóndi þar Andrésson bónda í Núps- túni í Hranamannahreppi, síðar í Syðra-Langholti Magnússonar og konu hans, Guðrúnar Brynjólfs- dóttur, bónda og hreppstjóra að Selalæk á Rangárvöllum Stefáns- sonar. Hann lauk búfræðiprófí frá Hvanneyri vorið 1911, var í vinnu- mennsku til 1912 er hann hóf bú- skap í Síðumúla. Þar var hann bóndi til 1957, átti þar síðan heimili til æviloka. Andrés í Síðumúla gegndi margs konar trúnaðarstörfum jafnframt búskap. Hann var hreppsnefndar- maður frá 1913 og oddviti hrepps- nefndar 1925—1966, í sóknamefnd Síðumúlasóknar 1912—1967, lengst af formaður. Hann var í skólanefnd Hvítárbakkaskóla 1920—1931, formaður skólanefnd- ar Reykholtsskóla 1930—1962 og í byggingamefnd bamaskóla Mýra- sýslu að Varmalandi 1951—1954. Hann var stöðvarstjóri Landssíma íslands í , Síðumúia 1921—1965. Formaður eftirlitsnefndar opinberra sjóða var hann 1935—1959 og átti sæti í nefnd við samningu fmm- varps um eyðingu refa og minka 1956. Hann var þingskrifari á Alþingi 1921-1924 og 1928-1935 og skjalavörður Alþingis 1935—1951. Sumarið 1951 var hann í kjöri fyrir Framsóknarflokk- inn í aukakosningum til Alþingis í Mýrasýslu. Hlaut hann kosningu og sat á Alþingi til 1956, á fímm þingum alls. Andrés Eyjólfsson átti heimili í Hvítársíðu ævilangt, bjó lengi stór- búi í Síðumúla en gaf þó kost á sér til tímafrekra starfa innan héraðs og utan, svo sem æviferill hans, sem hér hefúr verið rakinn, sýnir ljós- lega. Hann var höfðingi í héraði og rækti með vandvirkni og gjörhygli hvert það starf sem honum var falið. Innan veggja þessa húss starf- aði hann vel og lengi, lengst sem skjalavörður, en lauk störfum sínum hér með setu í þingsölum fram til sjötugs. Var hann þá öllum málum hér gjörkunnugur og því vel búinn undir þingmannsstörf. Ég vil biðja háttvirta alþingis- menn að minnast Andrésar Eyjólfs- sonar með því að rísa úr sætum. hefír þegar unnið gott starf. Þar hafa komið fram margháttaðar hugmyndir um athafnir og fram- kvæmdir af hálfu kirkjunnar í tilefni af þúsund ára afmæli kristnitök- unnar,- Miða þessar hugmyndir mjög að trúarlegri vakningu í landinu. Þessar hugmyndir vom ræddar á kirkjuþingi sl. haust og skulu ekki gerðar að umræðuefni hér. Við þinglausnir í júní sl. vék forseti sameinaðs þingis að kristni- tökuafmælinu. Var þess þá getið, að forsetar þingsins myndu taka til athugunar með hveijum hætti mætti af hálfu Alþingis minnast þúsund ára afmælis kristnitökunn- ar. Var þá gert ráð fyrir að forsetar hefðu samráð við ríkisstjóm og Þingvallanefnd um málið og sam- vinnu við þjóðkirkjuna. Síðan hafa forsetar Alþingis hugað að því með hvaða hætti Alþingi megi fyrir sitt leyti minnast kristnitökunnar. Hafa þeir m.a. tekið upp sameiginlega viðræðu- fundi með kristnitökunefnd þjóð- kirkjunnar um kristnitökuafmælið. Eins og þjóðkirkjan mun minnast kristnitökunnar með sínum hætti svo hlýtur Alþingi að minnast þessa atburðar á sinn hátt. Kirkjan mun nota þetta tilefni til trúarvakningar og eflingar kristni í landinu. Hver verður þá hlutur Alþingis? Hvemig ætlar Alþingi að nota tilefni þessa merkisafmælis? Hafa ber í huga, að ekki er aðalatriðið að halda há- tíð í tilefni afmælis heldur nota afmælið sem tilefnið til varanlegra framkvæmda. Því er spurt. Einkum hefír komið til tals, að Alþingi noti tilefni þúsund ára afmælis kristnitökunnar til ráðstaf- ana og framkvæmda sem efla mættu tengsl þess við hinn foma þingstað. Slíkt mætti í senn treysta Alþingi í þjóðarvitund og auka á reisn þess. Þá hefur m.a. komið fram sú hugmynd, að reist verði á Þingvöll- um hús Alþingis. þar væri þingsal- ur, þar sem halda mætti hátíðafundi í Alþingi þegar sérstök tilefni væm til. Mætti hugsa sér að þingsetning og þinglausnir fæm þar að jafnaði fram. í byggingu þessari væm húsakynni til guðsþjónustuhalds. Þannig yrði á ný Alþingi og kirkja samofín á Þingvöllum svo sem áður var í 800 ár. Þar væri hús sem hæfði Alþingi, sögu og náttúm Þingvalla við Öxará, arfleifð íslend- inga og þjóðmenningu. Margs þarf að gæta áður en Alþingi ákveður, hvort slíkt hús skuli reisa, hvar það skuli standa, hverrar gerðar það skuli vera og hveiju hlutverki það skuli gegna. Tími ákvarðana er ekki enn kominn. Tillaga þessi til þingsálykt- unar felur ekki í sér ákvarðanir um aðgerðir eða framkvæmdir vegna þúsund ára afmælis kristnitökunn- ar. Tillagan er efnislega um það, að Alþingi sé samþykkt, að forsetar þess haldi áfram athugunum sínum og viðræðum um kristnitökuaf- mælið. Er þá gert ráð fyrir, að forsetar hafí samráð við ríkisstjóm, þingflokka og Þingvallanefnd um það er málið varðar. Jafnframt er þessi þingsályktun- artillaga flutt til að leggja áherzlu á, að Alþingi hafí mikilvægu hlut- verki að gegna og megi ekki láta sinn hlut eftir liggja, þegar minnst verður merkustu löggjafar þess. Til framkvæmda kepiur hins vegar ekki fyrr en málið er af athugunar- stigi og Alþingi hefír ákveðið, hvað gera skuli af þess hálfu í tilefni þúsund ára afmælis kristnitökunn- ar. Þó að Alþingi og þjóðkirkja noti tilefni þúsund ára afmælis kristni- tökunnar sitt með hvomm hætti hljóta þessir aðilar að standa saman að margs konar undirbúningi að sameiginlegum hátíðarhöldum á kristnitökuafmælinu. Við gemm ráð fyrir að þjóðhátið verði árið 2000. Flutningsmenn þessarar þings- ályktunartillögu, forsetar og for- menn þingflokka, leggja áherzlu á mikilvægi þess að full samstaða megi vera á Alþingi um það er varðar þúsund ára afmæli kristni- tökunnar. Tillaga þessi til þings- ályktunar er til komin og undirbúin með það í huga. Með tilliti til þess er ekki lagt til að tillagan gangi til nefndar að umræðu þessari lokinni. Frumvarp um starfsmenn þjóðkirkju: Þrjú biskupsdæmi — Fjölgiin starfsmanna Fram hefur verið lagt frum- varp til laga um starfsmenn þjóð- kirkju íslands. Frumvarpið er í fimm köflum og fimmtíu og niu greinum. Fyrsti kaflinn fjallar um presta, annar um starfsmenn kirkjunnar og þjóðkirkjusöfnuði, þriðji um prófasta, fjórði um bisk- upa og biskupsdæmi og loks kafli um stjórnvaldsreglur, gildistöku og niðurfellingu eldri laga. Fmmvarpið gerir ráð fyrir því að biskupsdæmi verði þijú: Reykjavík- urbiskupsdæmi (Reykjavík, Reykja- nes, Vestfírðir), Skálholtsbiskup- dæmi (Austurland og Suðurland) og Hólabiskupsdæmi (Norðurland). Biskup íslands fer síðan með yfír- stjóm sameiginlegra mála þjóðkirkj- unnar. Meginefni frumvarpsins fjallar um embættisgengi, störf og starfs- hætti presta, prófasta og biskupa, sem og annarra starfsmanna þjóð- kirkju. Það er samið af kirkjulaga- nefnd. Það hefur fengið umfjöllun hjá ýmsum kirkjulegum stofnunum. Það er lagt fram, óbreytt, að ein- dreginni ósk kirkjuráðs, til kynning- ar. I athugasemdum við fmmvarpið segir þó að „ríkisstjómin geti ekki samþykkt það óbreytt". í rökstuðningi kirkjunnar manna segir að „rökin fyrir fjölgun biskupa með sjálfstæðu biskupsvaldi séu bæði reist á sögulegum ástæðum og mati á raunhæfum þörfum“. Fmmvarpið gerir og ráð fyrir því að kirkjan geti ráðið fleiri starfs- menn en nú er heimild til, svo sem ellimálafulltrúa, prest til sjúkra- húsaþjónustu og fréttafulltrúa þjóð- kirkjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.