Morgunblaðið - 12.04.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.04.1986, Blaðsíða 16
16 ______________MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR12. APRÍL1986_ Prófessor á villgötum — eftir Jónas A. Aðalsteinsson Miðvikudaginn 12. mars 1986 birtist í Morgunblaðinu grein eftir Gísla Jónsson prófessor undir yfir- skriftinni „Hæstiréttur á villigöt- um“. Grein þessi er að stofni til um dóm Hæstaréttar íslands í hæsta- réttarmálinu nr. 4141/1984: Gísli Jónsson gegn Rafveitu Hafnar- fjarðar, sem kveðinn var upp hinn 16. desember 1985. Gísli Jónsson prófessor sótti mál sitt sjálfur, bæði í héraði og fyrir hæstarétti. í héraði var lögmaður vamaraðila, Rafveitu Hafnarfjarðar Gunnar Guðmunds- son hdl., en undirritaður flutti málið fyrir vamaraðila í hæstarétti. Þess skal getið að sem ólöglærður maður naut Gísli lögfræðilegra leiðbein- inga dómstólanna svo sem kveðið er á um í lögum um það efni. Eftir dóm æðsta dómstóls lands- ins, Hæstaréttar ísiands, fallast flestir á að viðkomandi máli sé þar með lokið, skorið sé endanlega úr ágreiningi um efnisatriði og deilum um lagatúlkun. í þessu máli er aftur á móti greinilegt, að prófessorinn sættir sig alls ekki við dóm hæsta- réttar í máli þessu og hefur nú að flytja málið fyrir alþjóð á síðum dagblaðanna. Ég undirritaður var ekki ráðinn til málsvamar á þeim vettvangi, en tel mér þó skylt að koma á framfæri réttum upplýsing- um um mál þetta vegna þess að svo mjög er hallað réttu máli í grein prófessorsins að ekki verður við unað. En um hvað íjallaði svo mál þetta? Skal nú að því vikið í eins stuttu máli og unnt er. Ágreiningsefnið Upphaf dómsmáls þessa var það að hinn 26. maí 1983 óskaði Raf- veita Hafnarfjarðar eftir lögtaksúr- skurði og framkvæmd lögtaks til heimtuskuldar Gísla Jónssonar að fyárhæð kr. 1.782,60. Er það hin tölulega fjárhæð sem málið snerist um. Prófessor Gísli mótmælti þess- ari kröfu og hinn 15.3. 1984 lagði hann svo fram greinargerð máli sínu til stuðnings. í greinargerð Rafveitu Hafnar- fjarðar segir orðrétt um ágrein- ingsefni þetta: „Ágreiningsefnið í máli þessu snýst um það að gerðar- þoli (Gísli Jónsson) telur að hann eigi rétt á að kaupa raforku til húshitunarkerfis síns samkvæmt framangreindum taxta D.I., sem er nokkru lægri en heimilistaxti í B-kafla gjaldskrárinnar. Gerðar- beiðandi (Rafveita Hafnarfjarðar) hefur hins vegar synjað óskum gerðarþola þar um enda sé hér um að ræða raforkukaup fyrir mótor (rafhreyfíl) sem knýr blásara á heimili hans. Blásari þessi flytur síðan húshitunarrásir í húsinu. Umrætt tæki sé notað til þess að flytja hitaorku en ekki til að fram- leiða hana. Tækið umbreyti raforku ekki beint í hitaorku eins og hitun- artæki gera. Tækið þjónar því sem vinnutæki eða vél.“ Í greinargerð Gísla Jónssonar prófessors segir aftur á móti: „Hús mitt að Brekkuhvammi 4 í Hafnar- fírði hefur frá upphafí verið kynt með lofthitun, þ.e. heitu lofti er blásið inn í herbergin. Kynding hússins hófst 1962. Upphaflega var vatnið sem notað er til að hita loftið upp, hitað með rafmagni að nóttu til sem keypt var skv. húshitunar- taxta, svokölluðum næturhitunar- taxta. Blásari lofthitunarkerfisins var á sama taxta en án rofa. Þetta karfí var í notkun í 15 ár eða þar til hitaveita var tekin í notkun í stað næturhitunar þann 6. apríl Jónas A. Aðalsteinsson „I úrskurði sínum tók héraðsdómarinn af- stöðu til allra máls- ástæðna með tilvitnun í lagaákvæði eftir því sem við átti. I dómi hæstaréttar er þessi úrskurður héraðsdóm- arans staðfestur, m.a. með vísan til forsendna hans. Með því tekur hæstiréttur undir þær sem slíkar. Það er þvi alrangt sem margítrek- að kemur fram í um- ræddri gfrein Gísla Jónssonar prófessors, að rök meirihluta hæstaréttar hafi nánast engin verið og án nokk- urra Iagatilvitnana.“ 1977. Þar sem raforkunotkun hita- kerfisins var þá einungis vegna blásaramótors, var ekki lengur tal- inn grundvöllur fyrir næturhitunar- taxta og þess því óskað munnlega við rafveitustjóra að fá keypta raf- orku á blásarmótorinn skv. órofnum hitataxta. Málið var í athugun hjá rafveitustjóra í rúm tvö ár og á meðan fór salan fram skv. nætur- hitunartaxta. Með bréfí dags. 12.09.79 sagði rafveitustjóri upp raforkusölu skv. næturhitunartaxta frá og með 20.10.79 án þess að bjóða upp á annan húshitunartaxta. Með bréfí dags. 20.09.79 sótti ég formlega um að fá keypta raforku skv. órofnum hitataxta, Dl. Með bréfí dags. 27.11.79 var beiðninni hafnað. Þar sem ég taldi rök raf- veitunnar fyrir synjunni ekki stand- ast, tilkynnti ég með bréfí dags. 03.03.80, að ég hefði ákveðið að kaupa raforku á blásaramótor minn skv. órofnum hitataxta, Dl. Ákvörðun mín byggðist á því að ég taldi mig fullnægja öllum þeim skilyrðum sem í gjaldskrá voru fyrir kaupum á raforku skv. þessum gjaldskrárlið og að ég ætti þar með rétt til að velja þann taxta. Af hálfu Rafveitu Hafnarfjarðar hafa aldrei komið fram önnur andmæli gegn því, að ég fullnægði umræddum skilyrðum, en þau að ekki væri um húshitunarnotkun að ræða. Því sjónarmiði hefí ég ávallt vísað á bug. Má þar m.a. benda á að raf- orkusala í blásaramótorinn hafí þá farið fram skv. húshitunartaxta í rúm 17 ár.“ Dómur í héraði Hinn 5. apríl 1984 kvað Valgarð Sigurðsson, dómari í þessu máli, upp úrskurð í því og segir þar m.a.: „Það er meginatriði þessa máls hvort gjaldskrá Rafveitu Hafnar- fjarðar sé gild réttarheimild að því er varðar skilmála fyrir raforku- sölu.“ { 24. gr. orkulaga segin „Skilmála fyrir raforkusölu skal setja í reglugerð." í 8. gr. 1. mgr. reglugerðar fyrir Rafveitu Hafnaríjarðar nr. 268, 27. október 1969 segir: „Rafveita Hafnarfjarðar selur raforku til almenningsþarfa á orkuveitusvæði sínu, alls staðar þar sem taugakerfí hennar nær til, með þeim skilmál- um, sem ákveðnir eru í reglugerð þessari og gjaldskrá rafveitunnar á hveijum tírna." Með þessu ákvæði lætur framkvæmdavaldshafí lægra settu stjómvaldi, í þessu tilviki bæjarstjóm Hafnaifyarðar, það eftir að semja skilmálana fyrir raforku- sölunni til birtingar í gjaldskrá rafmagnsveitunnar sem hann síðar staðfestir og birt er í B-deild Stjóm- artíðinda á sama hátt og reglugerð- in. Gjaldskráin er þannig hliðsett stjómvaldsregla reglugerðinni og því gild réttarheimild og sett á grundvelli hennar og það fæst ekki séð að viðkomandi stjómvald hafí hér farið út fyrir lagaheimild sína með þessari skipan svo að ógildi varði. Varðandi þá málsástæðu gerðar- þola (Gísla Jónssonar) að með skil- greiningu sinni á húshitun í gjald- skrá sé Rafveita Hafnarfjarðar að ákveða og þrengja gildissvið reglu- gerðar um söluskatt og laga um verðjöfnunargjald, þá hefur ekkert það verið leitt í Ijós í máli þessu að um óeðlilega ákvörðun sé að ræða miðað við reglugerð um sölu- skatt og lög um verðjöfnunargjald. Pjármálaráðherra skipar sölu- skattsmálum, og hvað þetta atriði varðar er ákvæði í 2. gr. 13. lið reglugerðar nr. 316, 8. september 1978, þess efnis að rafmagn til hitunar húsa og laugarvatns sé undanþegið söluskatti. Skilgreining á því hvað sé húshitun og hveijir séu skilmálar fyrir raforkusölu til húshitunar er síðan af eðlilegum ástæðum eftirlátin stjómvaldi sem með þau mál fara. Svo er einnig með verðjöfnunargjald. Varðandi úrskurði fjármálaráðu- neytisins og iðnaðarráðuneytisins, sem getið er á dskj. nr. 21, sem Námshópar fyrir ellilí feyrisþega eftirJónu Eggertsdóttur Breytingar sem orðið hafa í ís- lensku samfélagi á undanfömum ámm hafa leitt til þess að sífellt fleiri hætta störfum 70 ára og fara á eftirlaun. Flestir em þá við góða heilsu og hafa mikið starfsþrek. Ymsir hafa einhver viðfangsefni að fást við, en aðrir hafa lítið hugleitt það tímabil sem framundan er. Það er mikil breyting að hafa verið í fullu starfí og hverfa til aðgerðar- leysis. Slíkt getur valdið tómlæti og sinnuleysi. Líkamleg og andleg hrömun siglir þá gjaman í kjölfarið og þörf fyrir félagslega þjónustu og stofnanavist eykst. Um allan hinn vestræna heim er skortur á verkefnum talið eitt aðal- vandamál ellilífeyrisþega í dag og margt bendir til að lífshorfur þeirra séu vemlega skertar af þeim sökum einum að þá skortir hlutverk. Verkalok hafa vemlegar breyt- ingar í för með sér. Samband rofnar við vinnufélaga, hætta verður á einangmn og fjárhagur verður oft naumarí. Þetta orsakar svokallaða gerviöldmn sem stafar af því að hinn aldraði einstaklingur fær nei- kvæða sjálfsímynd. Hann tekur á sig það hlutverk sem þjóðfélagið þröngvar upp á hann. Margvíslegar rannsóknir hafa þó sýnt að aldraðir eiga auðvelt með að læra og tileinka sér ný námsefni og geta miðlað öðmm. í Danmörku em lög þess efnis að hið opinbera styrkir fræðslu- starfsemi fyrir ellilífeyrisþega. Undanfarin 10 ár hafa á gmndvelli þessara laga starfað námshópar fyrir ellilífeyrisþega í Viborg á Jót- landi. Ulla Brita Gregersen, iðju- þjálfí, hefur haft umsjón með þess- ari starfsemi frá upphafí. Til að byija með vantreystu þátttakendur sér. „Við getum þetta ekki," heyrð- ist oft sagt. Eitt af því fyrsta sem tekið var til umfjöllunar var efnið „minningar úr skóla". Rifjað var upp kennsluefni frá því þátttakend- ur vom í skóla. Síðan var samband haft við ýmsa gmnnskóla og spurt að því hvort hópamir mættu koma í heimsókn og ræða við bömin um kennsluefnið í dag. Jafnframt buð- ust þátttakendur í námshópunum til að segja frá hvemig skólalífið og kennslan hefði verið þegar þeir vom í skóla. Fmmkvæði þessu var vel tekið og fljótlega fóm ellilífeyrisþegamir að fá boð frá skólum víðsvegar um Danmörku. í dag em þeir eftirsóttir við kennslu við ýmiss konar skóla. Þegar t.d. hjúkmnarfræðinemar hafa lokið þeim hluta námsins sem fjallar um hjúkmn aldraðra em ellilífeyrisþegar fengnir til að segja frá eigin reynslu af því hvemig líf þessa aldurhóps sé. Margvísleg efni hafa verið tekin til umfjöllunar m.a. alþjóðleg sam- skipti og stofnanir. Tvær náms- ferðir hafa verið skipulagðar til útlanda til borganna Strassburg og „Verkalok hafa veru- legar breytingar í f ör með sér. Samband rofn- ar við vinnufélaga, hætta verður á einangr- un og fjárhagur verður oft naumari. Þetta or- sakar svokallaða gervi- öldrun sem stafar af því að hinn aldraði ein- staklingur fær nei- kvæða sjálfsímynd.“ Genf. Áður en farið var af stað var aflað upplýsinga um aiþjóðlegar stofnanir í þessum borgum, starf- semin var rædd ítarlega og síðan var fengið leyfi til að skoða stofnan- imar. Hver hópur hittist einu sinni í viku, en þátttakendur em önnum kafnir í sambandi við verkefni sem unnið er að hveiju sinni. Haft er eftir syni eins þátttakandans: „Áður en móðir mín byijaði þátttöku í námshóp var hún mjög einmana. Hún vildi helst að við systkinin kæmum daglega. Nú er hún svo upptekin af náminu og því sem gerist í hópnum að hún er sjaldan heima. Við systkinin verðum að panta með löngum fyrirvara til að hitta hana heima og veikindi hefur Jóna Eggertsdóttir hún ekki tíma til að hugsa um.“ í þessu starfí hafa þátttakendur oft komið á óvart með að sýna hæfíleika sem engan gmnaði að í þeim byggi. Einnig hefur tekist að ná góðum tengslum við ýmsa ald- urshópa, sem án efa er engu að síður til gagns og ánægju fyrir þá sem yngri em en þá eldri. Víða í Danmörku hafa nú verið stofnaðir námshópar fyrir ellilífeyr- isþega sem starfa á svipuðum gmndvelli og hópamir í Viborg. Ulla Brita Gregersen sem frá upp- hafí hefur haft umsjón með hópun- um í Viborg hefur verið fengin til að segja frá starfseminni víða um heim. Um þessar mundir er hún í fyrirlestraferð í Bandaríkjunum. Fyrir tilstuðlan Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis, Iðju- þjálfafélags íslands og Öldmnar- fræðafélags íslands mun hún halda fyrirlestur í Norræna húsinu í Reykjavík 15. apríl nk. um náms- hópa fyrir ellilífeyrisþega. Höfundur er félagsráðgjnfi. Stofnfundur Samtaka áhuga- manna um sel- veiðihlunnindi Stofnfundur Samtaka áhuga- manna um selveiðihlunnindi verður haldinn í Bændahöllinni sunnudaginn 13. april næst- komandi og hefst klukkan 13. Á fundinum verða lögð fram drög að lögum félagsins. Rætt verður um stöðu selveiðimála og fmmvarp til laga um selveiðar við ísland, sem nú liggur fyrir á Alþingi. Undirbúningsfundur að stofnun samtakanna var haldinn í nóvem- ber síðastliðnum og var þá kosin bráðabirgðastjóm sem í eiga sæti Eysteinn G. Gíslason, Skáleyjum, Jón Benediktsson, Höfnum og Friðrik Jónsson Stykkishólmi. í drögum að lögum félagsins segir m.a.: Tilgangur félagsins er: að standa vörðum rétttindi þeirra sem selveiðijörðum ráða og stuðla að því að þeir reki skyldur þær er réttindunum kunna að fylgja, að spoma gegn handahófskennd- um veiðum og fækkunaraðgerð- um, að vinna að aukinni og bættri nýtingu selaafurða og hafa fmm- kvæði að og samvinnu við ýmsa aðila um að vinna selskinnum markað á ný, að hvetja til aukinna rannsókna á selastofnunum við ísland, að stuðlá að því að hefð- bundnum aðferðum við nýtingu sela sé viðhaldið, að stuðla að því að sett verði heildarlöggjöf um seli og selveiðar sem taki mið af framantöldum atriðum. (Úr fréttatilkynningu.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.