Morgunblaðið - 12.04.1986, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR12. APRÍL1986
/, Jafnskjbtt og Kana fann út hi/erníg
Styrik x-tti aí> i/era, fór honn. oá imiáa reiár/\)c>LM
ásí er —
... að sýna honum
örlitla blíðu.
TM Reg. U.S. Pat. Otf.—all rights reserved
® 1985 Los Angeles Times Syndicate
Sögðuð þér ekki niðurgrafin kló-
settskál og venjulegt baðkar?
HÖGNIHREKKVÍSI
@ jöj i2> f ^ ÆÍ 1 <l O l /• 'C (l I /-Ov
»þA£> ER UÓGO SLÆMT MBÐ BIPILSBC/xUKMAfc. - -
. .. EW pARF HANN AD KOVIA AL-i-AN
Ó5T«AUJAe?A fVOTT/MN íp/Mbif'"
Sorphreinsunarmenn-
irnir ómetanleg hjálp
Það var á útmánuðum sem ég
lét verða af því að bijóta vegg á
milli tveggja herbergja á heimili
mínu. Nú er mér ljóst að þetta var
ekkert lítilræði. Sannarlega fékk ég
aðstoð málara, smiðs, húshjálpar
en þeir menn sem reyndust mér
alveg ómetanlegir, besta og örugg-
asta hjálpin í hreinsun úr íbúðinni
voru og eru sorphreinsunarmenn-
imir. Er ég vaknaði margan morg-
uninn voru þeir búnir að koma og
losa mig við alla svörtu pokana og
sannarlega var færðin ekki sú besta
þennan tíma.
I mörg ár hef ég fylgst með
störfum þeirra hér í hverfínu og í
öðrum hverfum borgarinnar. Ég hef
oft dáð þá og undrast hve verk
þeirra standast áætlun t.d. þegar
slæm færð er á vetrum — hve þeir
ganga rösklega til verks. Og em
fólki innan handar ef eitthvað hefur
safnast. Mer er tjáð að þeir gangi
um 25—30 km á dag og efa ég það
ekki.
Ef maður nær í þá em þeir hjálp-
fúsir og hlýlegir en mega aldrei
vera að að þiggja kaffi.
Ég hef víða séð í ýmsum borgum
erlendis að sorphreinsun er ekkert
svipuð því eins góð og hér og þá
met ég sorphreinsunarmenn okkar
enn meira.
Reykjavíkurborg hefur tekið
miklum stakkaskiptum hve hrein-
legri hún er orðin og fegurri og
eiga sorphreinsunarmennimir ekki
síst stóran þátt í þeirri breytingu.
Hafið þökk fyrir hjálpina þessar
síðustu vikur og ekki síður fyrir öli
árin, sem þið hafíð staðið svo frá-
bærlega vel við ykkar mikilvægu
störf við hreinsun borgarinnar.
Elín Torfadóttir
Víkverji skrifar
Meðalævi íslenzkra kvenna er
sú lengsta sem gerist í heimin-
um og meðalævi íslenzkra karla er
einnig með því lengsta sem þekkist.
Þetta kemur fram í grein sem
Gunnlaugur Snædal, formaður
stjómar Krabbameinsfélags ís-
lands, ritar í Heilbrigðismál, tímarit
félagsins. Þar segir ennfremur að
ekki séu horfur á að meðalævi verði
öllu hærri en orðið er.
Um þessar mundir er kröftum
hvarvetna beint að því að bæta líðan
fólks og auka lífslíkur. Sjúkdómar
eins og krabbamein hljóta að vera
ofarlega á óvinalistanum í þessu
samhengi. Um helgina fer fram
fjársöfnun meðal landsmanna og
rennur það fé sem safnast til
Krabbameinsfélags Islands. „Þjóð-
arátak í þína þágu“ er heiti þessa
átaks.
xxx
Sveinn Magnússon, læknir á
Heilsugæzlustöðinni í
Garðabæ, ritar grein í Heilbrigðis-
mál. Er fyrirsögn hennar „Reyking-
ar kvenna líkjast farsótt." Rekur
hann í upphafí hvenær reykingar
kvenna urðu almennar og segir:
„íslenskar konur haf nú hæsta
dánartíðni úr lungnakrabbameini í
heiminum. Arið 1983 dóu 26 konur
af hveijum 100.000 úr lungna-
krabbameini á íslandi, sem er miklu
hærra en í nágrannalöndunum, t.d.
var sambærileg tala 8 í Svíþjóð, 7
í Noregi og 6 í Finnlandi." Sveinn
fjallar síðan um fleiri sjúkdóma
kvenna, sem eru afleiðingar
reykinga. Hann segir að dapurlegt
sé til þess að vita að ekki dragi
eins mikið úr reykingum meðal
karla og kvenna. Stúlkur á skóla-
aldri virðist falla auðveldlegar fyrir
þessum vágesti en drengir.
Síðan segir Sveinn Magnússon í
grein sinni:
„Nú er mál til komið fyrir konur
að beina orkunni gegn þeim vágesti
sem skæðast hetjar á þær, reyking-
unum. Ef þær gera það ekki má
leiða að því sterkar líkur að fram
til aldamóta muni tvö þúsund ís-
lenzkar konur deyja fyrir aldur fram
vegna reykinga. Eru þá ótaldar
allar þær konur sem þurfa að beij-
ast við sjúkdóma sem leiða af
reykingum án þess að þeir dragi
þærtil dauða.“
xxx
Síðastliðið ár var mjög „gott
ferðamannaár" eins og það
heitir á máli þeirra, sem við þessa
atvinnugrein starfa. I ár er enn
spáð aukningu og í tölum frá út-
lendingaeftirlitinu virðist útlitið
vera gott. Þar kemur fram að út-
lendingarnir, sem hingað lögðu leið
sína fyrsta fjórðung þessa árs, voru
900 fleiri en sama tímabil í fyrra.
íslendingar voru einnig á faralds-
fæti því um 1500 fleiri landsmenn
komu til landsins janúar-marz í ár
en fyrstu þijá mánuði síðasta árs.
XXX
Viðmælandi Víkveija uppgöt-
vaði það um síðustu helgi að
vorið var komið. Hann er vaxinn
upp úr því að sippa, fara í stórfíska-
leik eða að fara í parís. Hann sagð-
ist hins vegar hafa lengt gönguferð-
ir sínar mjög og velti því fyrir sér
hvort ekki mætti setja upp í mið-
borginni aðstöðu fyrir fólk til að
tefla eða spila myllu. Sagðist hann
ekki eiga við mannvirki eins og
útitaflið fyrir neðan Bakarabrekk-
una. Heldur einföld töfl og myllu
málað á Torgið, þetta tæki ekki
mikið svæði, og leikmennimir væru
úr timbri, sem endumýja mætti án
mikils tilkostnaðar.
Maðurinn sagðist hafa verið í
Bem í Sviss fyrr í vetur þegar vorið
kom þar allt í einu eftir snjóa og
rigningar. Um leið hefði fólkið sezt
út á torg og gangstéttar með bjór
og léttan málsverð á borðum. Um
leið og snjómðningar hefðu horfíð
hefði myllan verið dregin fram og
fólk af báðum kynjum, en einkan-
iega komið yfir miðjan aldur, byijað
að spila. Þetta sagði hann ekki
bundið við Bern eða Sviss og Islend-
ingar mættu gjaman taka sér svona
hluti til fyrirmyndar.
Hann sagði að margt hefði
skemmtilegt verið gert til að hressa
upp á miðbæjarbraginn. Allt annað
væri að fylgjast með mannlífinu þar
en fyrir áratug eða svo — en alltaf
mætti þó bæta.
xxx
*
Imikilli umferð á annatíma í
vikunni kom strætisvagn á tals-
verðri siglingu niður Bankastrætið
og stakk sér á milli einkabílanna
eins og reglur gera ráð fyrir. Hann
lenti á grænu ljósi og bílstjórinn
hægði jú lítillega á sér í beygjunni.
Eldri konum, sem biðu eftir að
ganga yfir gangbrautina í Lækjar-
götunni fannst þó greinilega nóg
um. Þær hörfuðu lengra inn á
gangstéttina og spurðu hvor aðra
hvað gerðist ef bilun yrði í vagnin-
um eða gangandi vegfarandi álpað-
ist út á götuna.