Morgunblaðið - 12.04.1986, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR12. APRÍL1986
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Nemi í prentiðnaði
óskast. Þarf að geta byrjað strax.
Æskilegt að umsækjandi hafi vit á vélum.
Umsóknum skal skilað til augl.deildar Mbl.
fyrir 16. apríl merktum: „Nemi — 1986“.
Framkvæmdasjóður
íslands
óskar að ráða ritara til starfa nú þegar.
Æskilegt er að viðkomandi hafi próf frá
verzlunarskóla.
Skriflegar umsóknir sendist til Framkvæmda-
sjóðs íslands, Rauðarárstíg 25, Reykjavík.
Verkstjóri óskast
til starfa við endurhæfingarvinnu vistfólks á
ríkisstofnun. Viðkomandi þarf að hafa
reynslu í iðnaðarstörfum.
Umsóknir merktar: „Endurhæfing — 8723“
sendistaugld. Mbl. fyrir22. apríl nk.
Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra
Hátúni 12 - Simi 29133 - Pósthólf 5147 - 105 Reykjavík - Island
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkraliðar
Óskum að ráða hjúkrunarfræðinga og sjúkra-
liða til fullra starfa eða hlutastarfa.
Uppl. um störfin veitir hjúkrunarforstjóri
Sigríður M. Stephensen, í síma 29133.
Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar,
Hátúni 12,
Reykjavík.
Seyðisfjörður
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið.
Upplýsingar í síma 2318 og hjá afgreiðslunni
í Reykjavík í síma 83033.
Hellissandur
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma
93-6616 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í
síma 83033.
ittrgtmMftMfr
Deildarstjóri
Staða deildarstjóra við byggingavörudeild
okkar á Húsavík er laus til umsóknar. Við
leitum að manni með reynslu og þekkingu.
Umsóknarfresturertil 25. apríl nk.
Upplýsingar veita Haukur Logason og Hreið-
ar Karlsson í síma 96-41444.
Kaupfélag Þingeyinga.
Lögreglumenn
Nokkra menn vantar til afleysinga í lögreglu
ísafjarðar nú þegar og í sumar. Fyrir vana
menn gæti orðið um varðstjórastörf að ræða.
Umsóknir þurfa að berast skrifstofu minni
eigi síðar en 25. apríl 1986.
9. apríl 1986
Bæjarfógetinn á ísafirði,
sýslumaðurinn í Isafjarðarsýslu,
PéturKr. Hafstein.
Framtíðarstarf
óskast
Óska eftir heilsdags- vel launuðu starfi. Hef
reynslu af skrifstofu-, sölu- og verslunarstörf-
um. Hef unnið sem deildarstjóri í stórverslun.
Get unnið sjálfstætt og er reglusöm. Get
byrjað fljótlega.
Upplýsingar í síma 31666 milli kl. 18.00 og
20.00 næstu daga.
Lögfræðingar
— laganemar
Opinber stofnun óskar eftir að ráða nú þegar
starfskraft til lögfræði- og innheimtustarfa.
Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi
starfsmanna ríkisins. Að auki er bílastyrkur
í boði.
Umsókn ásamt meðmælum, ef til eru, svo
og upplýsingum um aldur, menntun og fyrri
störf skal skilað í augl.deild Morgunblaðsins
fyrir fimmtudag 17. þ.m., í lokuðu umslagi
merktri: „Lögfræði — 038“.
Starfsfólk óskast
Duglegt og vandvirkt starfsfólk óskast nú
þegar í fiskiðju Granda hf. við Norðurgarð.
Um er að ræða störf við pökkun og snyrt-
ingu. Akstur í vinnu og aftur heim á morgn-
ana, í hádeginu og á kvöldin. Mötuneyti á
staðnum. Góð starfsmannaaðstaða.
Upplýsingar og umsóknir hjá starfsmanna-
stjóra í Norðurgarði eða í síma 29424 kl.
10-12 og 13-15.
GRANDI HF
raöaugiýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar 1
fundir — mannfagnaöir \
Aðalfundur
Aðalfundur Félags sumarbústaðalóða í Svarf-
hólsskógi verður haldinn á Hótel Loftleiðum
Leifsbúð, mánudaginn 14. apríl kl. 20.30.
Stjórnin.
Aðalfundur
Húseigendafélagsins verður haldinn föstudag-
inn 18. apríl kl. 18.00 að Bergstaðastræti 11 a.
Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagsmenn eru hvattirtil aðfjölmenna.
Stjórnin.
Ferðastyrkur til
rithöfundar
Ráðgert er að af fjárveitingu til norræns
samstarfs í fjárlögum 1986 verði varið 40
þúsund krónum til að styrkja rithöfund til
dvalar á Norðurlöndum.
Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borist
Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 4-6,
101 Reykjavík, fyrir 10. maí nk.
Umsóknum skal fylgja greinargerð um hvern-
ig umsækjandi hyggst verja styrknum.
Menntamálaráðuneytið, 9. aprí! 1986.
Háskólamenn
Til Kölnar fyrir 8200 kr. I
Stjórn Orlofssjóðs starfsmanna í Bandalagi
háskólamanna stendur fyrir þremur flug-
ferðum (leiguflug) í sumartil Kölnar.
Brottför Heimkoma Verð Börn
yngri
Dagur Tími Dagur Sæti en2ára
8. júlí 15:00 24. júlí 8.200 850
24. júlí 15:00 7.ágúst 8.200 850
7. ágúst 15:00 24. ágúst 8.200 850
Flugvallarskattur er ekki innifalinn.
Verð:
Hvert sæti: 8.200,- kr. Enginn barnaafsláttur
er veittur en börn yngri en tveggja ára greiða
aðeins tryggingu ca. kr. 850,-.
Pöntun farseðla:
Frestur til að kaupa farseðla er til 29. apríl
og skulu þeir greiðast á skrifstofu
BHMR/BHM að Lágmúla 7, 108 Rvík. Ef
menn póstsenda peninga skal það gert viku
fyrr. Við greiðslu fá menn afhenta tilvísun á
farseðil sem verður síðar afgreiddur á skrif-
stofunni. Bent skal á að flugvallarskattur
skal greiddur um leið og farseðill er afhentur.
Annað:
Á skrifstofu Arnarflugs er hægt að semja um
mjög hagkvæma bílaleigubíla og gistimögu-
leika.
Stjórn Orlofssjóðs.
Til sölu
þrjár timburskemmur ca. 350 fm og tvær
bogaskemmur 270 fm. Skemmurnar eru
seldar sundurteknar.
Upplýsingar í síma 99-3327 eftir kl. 20.00.
Frá Félagi hrossabænda
Vantar sláturhross til útflutnings. Skilaverð
um kr. 12.000,- til seljanda, sem greiðist
innan tveggja mánaða.
Móttaka skráningar er hjá Búvörudeild SÍS
og Markaðsnefnd Félags hrossabænda.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 137. tölubl. 1983 og 2. og 5. tölub. 1984 Lög-
birtingablaös á fasteigninni Nónás 6, neöri hæö, Raufarhöfn, þing-
lesinni eign Sigvalda Ómars Aðalsteinssonar, fer fram eftir kröfu Atla
Gíslasonar hdl., Brynjólfs Eyvindssonar hdl., Orlygs Hnefils Jónssonar
hdl. og Brunabótafélags Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17.
april 1986 kl. 17.00. Uppboöið er annaö og siöasta uppboö.
Sýslumaður Þingeyjarsýsiu.