Morgunblaðið - 12.04.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR12. APRÍL1986
47
Fjögur leikrit á Sæluvikunni
Akureyri.
Leiklistarklúbbur Pjölbrauta-
skólans frumsýndi á þriðjudags-
kvöldið leikritið Sjö stelpur eftir
Sviann Erik Thorstenson. Önnur
sýning er í kvöld, föstudagskvöld.
Fjórar sýningar eru í gangi á.
Sæluvikunni, sem nú stendur yfír.
Auk Sjö stelpna er það Rauðhóla-
Rannsý sem Hitt leikhúsið sýndi,
Spanskflugan sem Leikfélag Sauð-
árkróks sýnir og Leikfélag
Hvammstanga sýnir Saumastof-
una.
„Þetta er hluti af Sæluviku og
opnu vinnuvikunni," sögðu tveir af
leikurum í Sjö stelpum í samtali við
Morgunblaðið eftir frumsýninguna.
Þeir sögðu leikhópinn hafa lagt á
sig meiri vinnu en aðrir hópar á
vinnuvikunni því æfíngar hefðu
staðið yfír síðan í febrúar. „Við
máttum vera í öðrum hópum á
vinnuvikunni með þessu en það
gerði það enginn. Þetta tekur alveg
nógan tírna." Það eru tólf krakkar
sem taka þátt í sýningunni. Leik-
stjóri er Geirlaugur Magnússon.
Leikritið verður sýnt í kvöld og
jafnvel verður aukasýning ef vel
gengur að sögn aðstandenda.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Það var mikill handagangur í öskjunni í leikhúsinu á Sauðárkróki
á þriðjudagskvöldið. Kl. 20 hófst sýning leikfélags Fjölbrautaskóians
á Sjö stelpum. Strax og henni lauk var sviðið hreinlega rifið niður
og félagar í Hinu leikhúsinu ásamt Sauðkrækingunum settu upp
„bardaga hringinn" fyrir Rauðhóla-Rannsý á mettíma. Sú sýning
hófst síðan milli kl. 11 og 11.30 og stóð framundir klukkan 1.30.
Það var þvi nóg að gera hjá leikáhugafólki á Sauðárkróki um kvöld-
ið. Báðum sýningum var vel tekið. Báðir leikhópamir verða „á fjölun-
um“ á ný í kvöld, Sjö stelpur verða sýndar á Króknum, en Hitt
Leikhúsið verður með Rauðhóla-Rannsý i Sjallanum á Akureyri í
kvöld, laugardagskvöld og sunnudag. Meðfylgjandi myndir voru
teknar milli sýninga á þriðjudagskvöldið, þegar allt var á fullu við
að „rifa niður“ og „byggja upp“ á ný.
Sérstakur gestur kvöidsins
SVERRIR GUÐJÓNSSON,
söngvarl.
Hrönn og Jónas sjá um að láta
matargestum liða vel. Dansinn dun-
ar við undirleik Dansbands Jónasar
Þóris, söngvarar Helgi Hermanns og
Sverrir Guðjóns.
Opið til 03.
Þú nýtur þess að Borðapantanir í
veragesturokkar. síma 17759