Morgunblaðið - 12.04.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.04.1986, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR12. APRÍL1986 > Sund: Kalottkeppnin um helgina Sundlandslið íslands hólt utan á fimmtudagsmorgun til þátttöku í Kalott-keppninni sem að þessu sinni fer fram f Oulu f Finnlandi nú um helgina. Alls háldu 11 sundmenn utan og er ætlunin að sigra f þessu móti. ísland varð f örðu sæti á þessu móti f fyrra og nú á að bæta um betur. Þeir sem héldu utan voru: Ingi- björg, Arnardóttir, Þórunn Krstín Pótursdóttir, Bryndis Ólafsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Hugrún Ól- afsdóttir, Eðvarð Þ. Eðvarðsson, Ragnar Guðmundsson, Magnús Ólafsson, Tryggvi Helgason, Tóm- as Þráinsson og Jóhann Björns- son. Þjálfari landsliðsins er Guð- mundur Harðarson og Friðrik Ól- afsson er honum til aðstoðar. Ellen Ingvadóttir er fararstjóri og mun hún sitja Kalott fundinn sem hald- inn er í sambandi við keppnina. Skíði: Ása og Jóhannes Akureyrarmeistarar Akureyri. * ÁSA Þrastardóttir og Jóhannes Baldursson urðu Akureyrar- meistarar f stórsvigi í 13-14 ára flokki, en keppni fór fram f Hlfðar- fjalli um sfðustu helgi. Úrslit urðu annars þessi, stulk- urnarfyrst: Ása Þrastardóttir Þór 1:25,92 Marfa Magnúsdóttlr KA 1:27,38 Ema Kóradóttir KA 1:29,30 Kriatrún Birgladóttir KA 1:31,18 Mundína Kriatinadóttlr KA 1:32,46 Og þá eru það strákarnir: Jóhannes Baldursson KA 1:21,76 Vilhelm Þorstainsson KA 1:24,21 Viöar Einarsson KA 1:26,37 Erflngur Gudmundsson KA 1:25,59 Svarrir Ragnarsson Þór 1:27,46 Ævar Jónsson KA 1:27,92 Geir Gíslason KA 1:30,65 Eggert Eggertsson Þór 1:31,53 Jóhann Konráð Birgisson KA 1:42,25 Haukur Jónsson Þór 1:54,54 Ársbing ÍBA: Knútur áfram formaður Akureyri. KNÚTUR Ottersted var endur- kjörinn formaður íþróttabanda- lags Akureyrar á ársþingi banda- lagsins. Með Knúti í fram- kvæmdastjórn voru kjörnir Hall- grímur Skaptason frá íþróttafá- laginu Þór og Gunnar Kárason frá Knattspyrnufélagi Akureyrar. Iþróttir helgarinnar MIKIÐ verður um að vera f fþrótt- um þessa helgina. Unglinga- meistaramótið á skíðum á Isafirði þar sem tæplega 200 keppendur eru skráðir til leiks. íslandsmótið f badminton, fimleikamót ungl- inga og margt fleira. Hér á eftir fer það helsta. Badminton Islandsmótið í Badminton verð- ur haldið um helgina í Laugardals- höllinni. Keppt verður á laugardag og sunnudag. Fyrri daginn verður forkeppnin en á sunnudaginn hefst úrslitakeppnin klukkan 10 árdegis. Þátttakendur verða um eitt hundr- aötalsins. Skfði Unglingameistaramót íslands á skíðum fer fram á ísafiröi. Mótið hófst í gær og lýkur á morgun, sunnudag. Bláfjallagangan fer fram í dag og hefst kl. 14.00. Þetta er þriðja gangan af fimm í trimm- göngukeðjunni sem nefnist ís- landsgangan. Keppnin hefst við Borgarskálann í Bláfjöllum. Fimleikar Fyrsta mótið í almennum fim- leikum verður í dag, laugardag, í Digranesi í Kópavogi og hefst kl. 14.00. Mikill áhugi er fyrir þessu móti, fyrsta mótið sem er barna- og unglingamót í einstaklings- greinum og hafa 370 keppendur skráð sig til leiks. Keppendur koma frá Akureyri, Flateyri, Vestmanna- eyjum, Keflavík og úr hinum ýmsu félögum af höfuðborgarsvæðinu. Þetta er fjölmennasta fimleika- keppni sem FSÍ hefur haldið. Frjálsar íþróttir: Iðnaðarbankahlaupið 1986 fer fram á morgun, sunnudag og hefst kl. 14.00. Rásmörk eru víða um borgina og eru hlaupalengdir allt frá 1,4 km upp í 20 km. endamark er í Tjarnargötu fyrir framan Iðnað- arbankann. Yngstu þátttakendurn- ir hlaupa með Óskari og Emmu kringum Tjörnina og fá allir viður- kenningu sem Ijúka hlaupinu. Þeir yngstu geta skráð sig klukkustund fyrirhlaup. Knattspyrna Einn leikur verður í Reykjavíkur- mótinu í meistaraflokki karla. KR og Þróttur mætast á gervigrasinu í Laugardal kl. 20.30 á sunnudags- kvöld. Keila Um helgina verða úrslit í páska- móti KVR. í dag hefst parakeppni kl. 9 árdegis og einstaklingskeppn- in kl. 1 eftir hádegi. Á sunnudag kl. 16 verður síðan liðakeppni meö þátttöku fimm liða. Búist er við spennandi og jafnri keppni í öllum greinum. Ballskák íslandsmótið í öðrum flokki verður haldið í dag og á morgun á Klapparstíg. Matthías Matthíasson kemurfrá Bandaríkjun- um til að leika með körfuknattleikslandsliðinu: „Vona að ég standi mig“ í ÍSLENSKA körfuknattleiks- landsliðinu sem leikur á Evr- ópumeistaramótinu hár í Reykjavík í næstu viku verður einn leikmaður sem fslenskir körfuknattleiksunnendur þekkja lítið sem ekkert til. Hann heitir Matthías Matthíasson, er 21. árs og afar hávaxinn — 2.02 m á hæð. Matthías er Reykvíkingur og lék sem unglingur með Val. Eftir fyrsta ár í menntaskóla fór hann til náms í Bandaríkjunum, eins og svo margir hávaxnir körfu- boitamenn á undan honum. Hann nemur nú tölvu- og við- skiptafræði við St. Cioud State University í Minnesota. Yngri bróðir hans, Magnús Matthías- son, sem leikur með unglinga- landsliðinu er einnig viö nám í sama skóla. „Já, ég hef æft vel undanfarin ár“, sagði Matthías í spjalli við Morgunblaðið. „Ég leik með liði skólans, og æfi með því að sjálf- sögðu, og í vetur hef ég einbeitt mér að æfingunum. Hef setið af mér þetta keppnistímabil, eins og sagt er, þ.e. óg hef ekkert spilað á opinberum mótum vegna þess að samkvæmt regl- um ytra varð ég að sleppa úr einu keppnistímabili á þeim þremur árum sem ég átti eftir af náminu. Eg og þjálfari minn töldum best að sleppa þessum vetri úr í stað þess að þurfa að sleppa öðru hvoru keppnistíma- bilinu sem eftirer." „Veturinn hefur því að miklu leyti farið í að ná upp krafti og úthaldi hjá mér. Æfingaprógram þessara háskólaliða er geysilega strangt, við æfum nánast dag- lega í 11 mánuði á ári. Aðeins einn mánuður er tekinn í frí, og það var einmitt síðasti mánuður. Ég þurfti því að æfa einn sfðustu vikurnar, og fæ væntanlega ekk- ert frí fyrr en eftir ár næst," sagði Matthías hinn hressasti. En þekkir hann nokkuð til samherjanna í íslenska landsliö- inu eftir 5 ár á erlendri grund? „Já, ég lék með þessu liði í Austurríki í fyrra og var svo hérna heima um jólin og gat æft svolítið með þeim þá. En það er óneitan- lega alltaf erfitt að koma inn í lið sem ekki þekkir leikstíl minn, og þegar ég þekki ekki leikstíl hinna leikmannanna. Þeir eru heldur ekki vanir að vera með stóran mann á miðjunni og þess vegna er þetta ef til vill enn erfiðara. En ég vona bara að ég standi mig vel og standist þær kröfur sem til mín eru gerðar." Hvað tekur svo við? Ætlar Matthías að reyna að komast að hjá atvinnumannaliðum í Banda- ríkjunum? „Ég efast nú um það. Ég er kannski stór, en engir tveir, og átján eins og Pétur. Eg býst við að Ijúka mínu námi og • Matthías á æfingu koma svo heim. Námið er aðalat- riðið. Ef til vill leik ég mér í körfu- bolta þegar ég kem heim. Ég á frekar von á því". íslenska landsliðið leikur fjóra leiki í C-riðli Evrópumeistara- mótsins sem hér fer fram - við Norðmenn, íra, Portúgali og Skota. Keppnin hefst á þriðju- daginn. Pétur ekki með á móti Houston Frt Gunnari Valgeirsaynl, fréttamanni Morgunblaðsins I Bandarik)unum. PÉTUR Guðmundsson kom ekk- ert inná f leik Los Angeles Lakers og Houston Rockets í Los Ange- les á fimmtudagskvöldið. Leikur- inn var mjög jafn og spennandi, en lauk með naumum sigrl Lakers 117:113. Ástæðan fyrir því að Pétur kom ekkert inná í leiknum er án vafa sú að nú er Mitch Kupchak aftur kominn í slaginn eftir að hafa verið meiddur um nokkurt skeið. Hann lék mikið með á móti Houston. Mitch Kuphak þessi er gamal- reyndur jaxl, hann varð meistari með Washington fyrir átta eða níu árum og hefur feiknarlega reynslu. Ekki er við öðru að búast en að Kupchack verði notaður sem vara- maður nr. 1 fyrir Kareen Abdul Jabbar í úrslitakeppninni sem hefst eftir rúma viku, og að hinir mið- herjarnir tveir, Lucas og Pétur Guömundsson verða að láta sér nægja að sitja á bekknum í flestum leikjanna sem eftir eru, nema í þeim tilfellum sem Lakers ná alveg öruggri forystu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.