Morgunblaðið - 27.04.1986, Page 1

Morgunblaðið - 27.04.1986, Page 1
104SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 92. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Finnland: Verkfallið komið á fjórðu viku Helsinki. AP. VERKFALL opinberra starfs- manna er nú í fjórðu vikunni og engin lausn virðist í augsýn. Samningaviðræður hafa ekki verið boðaðar. Verkfallið hófst 2. apríl er launakröfum opinberra starfs- manna var hafnað. Talið er að verkfallið kosti ríkissjóð um 30 milljónir marka daglega, eða rúm- lega 24 millj. ísl. kr. Verkfallið hefur nær lamað flug- og járnbrautarsamgöngur, pósthúsum hefur verið lokað, há- skólakennsla hefur fallið niður og þjónusta ýmiss konar er í lág- marki. Útflutningsatvinnuvegimir áætla að tekjutap þeirra nemi um 200 milljónum marka á mánuði eða 1.650 milljónum íslenzkra króna. Norður-írland: Skæruliði drepinn Belfast, Norður-írlandi. AP. HERMENN drápu mann sem grunaður er um að vera skæru- liði írska lýðveldishersins og særðu annan, snemma i gær- morgun. Herma óstaðfestar fregnir að hinn látni hafi verið á meðal 38 skæruliða IRA, sem flúðu úr Maze-fangelsinu fyrir utan Belfast 1983. Er þetta mesti flótti úr bresku fangelsi frá upphafi. Fangaranir drápu einn fangavörð á flóttanum. Fregnir herma að maðurinn heiti Seamus Mcilwaine, 25 ára að aldri, sem var dæmdur til lífs- tíðarfangelsis árið 1982, fyrir morð á hermanni og lögreglu- manni árið 1980. Þrír lögrelumenn særðust í fyrrinótt í átökum við kaþólska unglinga. Sambandsflokkur mót- mælenda, hefur skorið á tengsl sín við Ihaldsflokk Margaretar Thatcher, til að mótmæla á tákn- rænan hátt samkomulagi ríkis- stjóma Bretlands og írlands um málefni Norður-írlands. 5 - Hæstiréttur Bandaríkjanna: Rógbornir verða að sanna sak- leysi sitt Washington. AP. FJÖLMIÐLAR þurfa ekki að sanna ærumeiðandi ummæli, sem leiða til meiðyrðamála, að mati Hæstaréttar Bandarikj- anna. Taldi naumur meirihluti dómara, að bandaríska stjórn- arskráin legði þeim, sem lög- sækja fjölmiðla vegna niðrandi ummæla, þá skyldu á herðar að sanna sakleysi sitt. Hæstiréttur kvað upp dóm í máli dagblaðsins The Philadelphia Inquirer á mánudaginn var, þar sem blaðið var sýknað í slíku máli með atkvæðum fímm dómara. Fjórir dómaranna níu voru á öndverðri skoðun. Sú meginregla hefur gilt í bandarísku réttarfari, að opinberir embættismenn og fólk í opinberu lífí þurfí að sanna sakleysi sitt vegna áburðar í §öl- miðlum og samkvæmt þessum dómi gildir hið sama um almenna borgara. Sandra Day O’Connor, hæsta- réttardómari, sem samdi álit meirihluta réttarins, segir að sumir kunni að þurfa að sæta því að sitja undir áburði, sem þeir geti ekki sannað að sé rangur. Hinn kosturinn sé, að fjölmiðlar greiði bætur vegna þess sem þeir segja satt en geta ekki sannað. Þessi kostur „leiði aðeins til þess að leggja hömlur á málfrelsi, sem sé tryggt í stjómarskránni". Alit minnihlutans var hins vegar það, að þessi túlkun laganna muni einungis verða ábyrgðar- lausum og meinfysnum ijölmiðl- um í hag. Sprengjutilræði gegn Bret- um og Bandaríkjamönnum Beirút, Lyon, London. AP. GÍFURLEGT tjón varð í öflugri sprengingu í byggingu Brezka Miðausturlandabankans í Beirút í dögun i gærmorgun en engan sakaði. Þá kviknaði eldur í skrif- stofum American Express í Lyon í Frakklandi eftir að sprengja sprakk i byggingunni. Alzheimer-sjúkdómurinn: Prótín vekur vonir New York. AP. VÍSINDAMENN við Albert Einstein-Iæknaskólann í New York hafa fundið í heila Alz- heimer-sjúklinga prótín, sem virðist ekki fyrir hendi í heila heilbrigðra. Þessi vísbending eykur vonir manna um að þekking manna á sjúkdómnum eflist og að um síðir verði unnt að greina hann. Alz- heimer er hrömunarsjúkdómur. Ekki er vitað hvað veldur honum og lækning hefur ekki reynst möguleg. Vísindamenn við meina- og taugafræðideild Albert Einstein- læknaskólans fundu prótínið við krufningu 28 látinna Alzheimer- sjúklinga. Fannst það í heila þeirra allra. Við samanburðarat- hugun reyndist prótínið ófínnan- legt í heila heilbrigðra. Það hefur heldur ekki fundizt í fólki sem þjáðist af öðrum taugakerfis- sjúkdómum en Alzheimer. Samtök, sem hingað til hefur ekkert verið vitað um, „Hópur 219 FA“, segjast bera ábyrgð á spreng- ingunni í Beirút. Maður hringdi í útvarpsstöð kristinna manna og kvað samtökin lýsa ábyrgðinni á hendur sér. Síðustu tvo daga höfðu menn skotið á byggingu bankans úr bifreið, sem ekið var hratt framhjá. Einn maður slasaðist lítillega er sprengja sprakk í lyftugöngum í skrifstofum American Express í Lyon. Hann varð fyrir fljúgandi glerbrotum handan götunnar, sem byggingin stendur við. Enginn hafði lýst abyrgð á hendur sér, en lögregl- an fann veggskrift í nágrenninu þar sem letrað var rauðum stöfum: „American Express, Black and Decker, Control Data, U.S. Go Horne". Talið er að sprengjutilræðin í Beirút og Lyon séu verk manna, sem vilji hefna loftárása Banda- ríkjamanna á Líbýu. Walter F. Mondale, keppinautur Ronalds Reagan í forsetakosning- unum 1984, lýsti í gær stuðningi við loftárásina á Líbýu. Hann sagði Reagan ekki hafa átt annarra kosta völ þegar sannanir lágu fyrir um aðild Líbýu að hryðjuverkum, sem beindust gegn Bandaríkjamönnum. Aðgerðir hefðu og verið óhjákvaemi- legar fyrst Evrópuríkin reyndust ófáanleg til samstarfs um efna- hagslegar refsiaðgerðir, sem Líbýu- menn hefðu átt að fínna fyrir. Mondale sagði að ákæra bæri Khadafy og lýsa eftir honum og bjóða há laun þeim sem klófesti hann. Mondale sagði það góðan árangur ef loftárásin yrði til þess að Evrópuríkin kæmu Bandaríkjun- um til aðstoðar í baráttunni gegn hryðjuverkum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.