Morgunblaðið - 27.04.1986, Page 4
JÓNAS Elíasson aðstoðarmaður
iðnaðarráðherra, sem jafnframt
er formaður stjórnar Orkustofn-
unar, lýsti þeirri skoðun á árs-
Messías í Langholts-
kirkju:
Aukatónleikar
ÍSLENSKA hijómsveitin og Kór
Langholtskirkju hafa haldið tón-
leika undanfama daga á Akra-
nesi, Selfossi og í Keflavík við
mjög góðar undirtektir.
Á fímmtudagskvöldið voru tón-
leikar i Langholtskirkju og varð
húsfyllir. Ákveðið hefur verið að
hafa aukatónleika í dag, sunnudag,
og he§ast þeir klukkan 16.30.
„Flutningur Langholtskósins, ís-
lensku hljómsveitarinnar og ein-
söngvaranna Garðars Cortes,
Halldórs Vilhelmssonar, Ólafar
Kolbrúnar Harðardóttur og Sólveig-
ar Björling á hinu stórbrotna og
sigilda tónverki Messías eftir
George F. Hándel gera tónleikana
að viðburði sem enginn tónlista-
runnandi ætti að láta fram hjá sér
fara,“ segir í fí-étt frá íslensku
hljómsveitinni. Stjómandi tónlei-
kanna er Jón Stefánsson.
INNLENT
fundi Orkustofnunar í vikunni
að endurmeta þyrfti virkjunar-
kosti ísiendinga. Hann sagði að
skoða þyrfti nánar smærri orku-
öflunarkosti sem hentuðu orku-
markaðnum betur en stærri
virkjanir og nefndi sérstaklega
möguleika á rafmagnsfram-
leiðslu úr jarðhita í því sambandi.
„Já, það má segja það,“ sagði
Jónas þegar hann var spurður hvort
hann væri að boða breytta stefnu
stjómvalda í virkjunarmálum,
„sannleikurinn er sá að eftir að nýja
orkuspáin kom út, þar sem gert er
ráð fyrir minni aukningu á raforku-
markaðnum en áður var spáð, henta
stórvirkjanir ekki eins vel og áður
og smærri virkjanir gætu þá verið
orðnar hagkvæmari."
Nánar aðspurður um við hvað
væri átt sagði Jónas að þeir virkjun-
armöguleikar sem fælust í fram-
leiðslu raforku með jarðgufu í
samvinnu við hitaveitur gætu orðið
hagkvæmir. í þessu sambandi
nefndi hann Hitaveitu Suðumesja
í Svartsengi, þar sem þegar fer
fram raforkuframleiðsla í smáum
stfl, og Hitaveitu Reykjavíkur á
Nesjavöllum, þar sem möguleikar
væm á raforkuframleiðslu í stærri
stfl. Jónas sagði að Landsvirkjun
virtist eiga fullt í fangi með að ljúka
Blönduvirkjun og alþingi hefði
samþykkt að næstu virlqanir yrðu
Fljótsdalsvirkjun og Sultartanga-
viriqun. „Ef markaðurinn vex ekki
hraðar en gert er ráð fyrir, til dæmis
með orkusölu til nýrrar stóriðju, sé
ég ekki annað en að þessar stóro
virkjanir verði óhagkvæmar stærð-
arinnarvegna," sagði Jónas.
Ljóðatónleikar í
Norræna húsinu
Ljóðatónleikar verða haldnir í
Norræna húsinu þriðjudaginn 29.
aprfl kl. 20:30. Sænska söng-
konan Marianne Eklöf syngur
við undirleik Stefans Bojstens. Á
efnisskrá eru meðal annars 9
söngvar eftir Þorkel Sigur-
björnsson við Ijóð eftir Jón úr
Vör, söngvar eftir Wilhekn Sten-
hammar, Wilhelm Peterson-
Berger og Xavier Monsalvatge.
Stefan Bojsten leikur verk eftir
Chopin.
Marianne Eklöf er fædd 1956
og nam söng við tónlistarháskólann
í Stokkhólmi. Lauk þaðan söng-
kennaraprófí 1980 og einsöngvara-
prófí 1981. Hún hefur verið í tímum
í Ijóðasöng hjá Erik Werba og
Dorothy Irving auk þess sem hún
hefur lært í New York og London.
Marianne hefur sungið hlutverk
Carmen f uppfærslu borgarleik-
hússins í Malmö og hlutverk Che-
robinos í Brúðkaupi Fígarós. Í vor
syngur hún í verki eftir Stravinsky
og í desember mun hún syngja í
Kátu ekkjunni, í Malmö.
Stefan Bojsten er fæddur 1955
og hóf pfanónám 7 ára gamall og
lauk einleikaraprófí frá tónlistar-
háskólanum í Stokkhólmi 1978.
Hann hefur hlotið verðlaun og
styrki fyrir frammistöðu sína, m.a.
Sonning-tónlistarverðlaunin. Stef-
an hefur haldið tónieika með helstu
sinfóníuhljómsveitum Svíþjóðar auk
tónleika í Finnlandi, Bretlandi,
Frakklandi og Rúmeníu.
(Úr fréttatilkynningu)
Fats í matarboðinu á Amarhóli. Tfl vinstri er Björgvin Halldórsson, sem hafði veg og vanda af
heimsókn hans hingað til lands. Maðurinn með hvítu húfuna er lífvörður Fats, sem sjaldan víkur
langt frá honum.
Mun aldrei
gleyma Islandi
- sagði Fats Domino þegar hann kvaddi
ROKKSTJARNAN Fats Dom-
ino og hljómsveit hans fóru
héðan til Chicago síðdegis á
fimmtudaginn, en síðustu tón-
leikar hans voru í Broadway á
þriðjudagskvöldið. Hafði Fats á
orði er hann kvaddi að hann
myndi aldrei gleyma heimsókn
sinni til landsins og þeim mót-
tökum sem hann og félagar
hans hefðu fengið hér á landi.
Fats hafði heldur hægt um sig
á milli tónleikanna og fór lítið út
úr hótelsvftu sinni á Hótel Loft-
leiðum, þar sem hann dundaði
gjaman við matseld að hætti New
Orleans-búa. Hann fór ekki í
skoðunarferðir með félögum sín-
um í hljómsveitinni og eitt sinn
er honum var boðið í eina slíka
um Reykjavík benti hann út um
gluggann og kvaðst hafa ágætt
útsýni yfír borgina.
A miðvikudag brá hann þó út
af vananum og þáði hádegisverð-
arboð á Amarhóli. Fats lék á als
oddi í matarboðinu og brá sér á
píanóið á milli rétta og söng og
spilaði fyrir viðstadda. Á matseðl-
inum var hreindýrapaté, gufusoð-
in rauðspretta með heilsteiktum
humar og frönsk eplaterta. Lauk
Fats miklu lofsorði á matinn.
Fats skoðar efni hjá Sævari Karli.
einkum þó sjávarréttina, sem er
hans uppáhaldsfæða.
Eftir matinn fór Fats í skoðun-
arferð um bæinn og kom meðal
annars við hjá Sævari Karli þar
sem hann skoðaði efni og keypti
sér gaberdín-frakka, en fyrir utan
tónlistina og matinn hefur Fats
mikinn áhuga á fötum. Einnig
keypti hann bindi hjá Sævari
Karli og svo ilmvatn, sem hann
ætlaði að færa eiginkonunni Rose-
maiy við heimkomuna. Áður en
þeir félagar yfírgáfu landið á
fímmtudaginn brogðu þeir sér í
Bláa lónið og þótti mikið til koma.
Voro þeir allir sammála um, að
íslandsferðin hefði verið ævintýri
líkust, enda mikið gert til að hafa
ofan af fyrir þeim meðan á dvöl-
inni hér stóð.
Tillaga Verktakasambandsins:
Jónas Elíasson aðstoðarmaður
iðnaðarráðherra:
Huga þarf betur að
smærri virkjunum
Raforkuframleiðsla með jarðgufu kemur vel til álita
Hugmyndin góð og athugunarverð
- segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
„MÉR finnst hugmyndin
mjög góð og athugunarverð.
Það er tvímælalaust til bóta
að draga almennt úr sveifl-
um sem verða á fram-
kvæmdum í landinu og að
því leyti tel ég þessar tillög-
ur áhugaverðar," sagði
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra er hann
var spurður álits á tillögum
Verktakasambands íslands
um að flýta vegagerðar-
framkvæmdum sem fyrir-
hugaðar eru samkvæmt
langtímaáætiun ríkisstjórn-
arinnar.
Steingrímur sagði að hann
hefði leitað til Þjóðhagsstofnun-
ar vegna þessara tillagna Verk-
takasambands íslands til þess
að fá álit þeirra á því hvaða
þjóðhagslegt gildi það hefði að
færa til framkvæmdir sem þess-
ar.
Hann sagði að ákaflega erfítt
væri að fá lánsfé á þessu ári
og því næsta vegna mikillar
ásóknar. Forsenda þess að hægt
yrði að fara eftir þessum tillög-
um væri því sú að fleiri krónur
fengjust úr bensínsölunni til
vegagerðar en nú. Ef bensín
lækkaði meira en spáð hefur
verið ætti að athuga þennan
möguleika
„Ég hygg að það sé rétt sem
haft er eftir Þorsteini Pálssyni
fjármálaráðherra að það verður
erfítt að framkvæma þetta með
viðbótarlánsfé. Rikissjóður þarf
að fá mikið lánsfé hér innan-
lands og það eru takmörk fyrir
því hve mikið er til útlána. Auk
þess heldur það uppi vöxtum ef
mikið er leitað á þennan mark-
að,“ sagði forsætisráðherra að
lokum.