Morgunblaðið - 27.04.1986, Síða 5

Morgunblaðið - 27.04.1986, Síða 5
MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL1986 Djass í Djúpinu I KVOLD verður leikinn djass í Djúpinu, Hafnarstræti 15. Það verður Kjallarakvartettinn sem leikur og hefjast tónleikamir kl. 21.00. Frá þingi Málm- og skipasmiðasambands íslands í Loftleiðahótelinu. Morgunblaðið/Emilía Málm- og skipasmiðasambandið: ASI móti efnahags- og kjara- málastefnu til nokkurra ára - þungar áhyggjur af ástandi í málmiðnaði MÁLM- og skipasmiðasamband íslands hefur hvatt til að verka- lýðshreyfingin setji fram efna- hags- og kjaramálastefnu til nokkurra ára þar sem markmiðið sé að ná fram og tryggja vaxandi kaupmátt launa í áföngum. Ályktun þessa efnis var sam- þykkt á 12. þingi sambandsins, sem haldið var í Reykjavík 17. til 19. apríi. í kjaramálaályktuninni er einnig sett fram það sjónarmið að samn- ingslegt verksvið Alþýðusambands íslands skuli í framtíðinni vera að ná samkomulagi við ríkisvald og samtök vinnuveitenda um grund- vallaratriði í efnahags- og kjara- málum. Þá er og lögð á það áhersla, að sérgreinasamböndum og ein- stökum verkalýðsfélögum verði skapað svigrúm til sérsamninga eftir aðstæðum í viðkomandi starfs- grein og fyrirtækjum. í slíkum samningum verði tekið mið af menntun, ábyrgð, starfsreynslu og vinnuaðstæðum, segir í ályktuninni. í fréttatilkynningu frá samband- inu segir að í ályktun þingsins um atvinnumál sé lýst áhyggjum af samdrætti í skipasmíðastöðvum og við bifreiðayfirbyggingar. I álykt- uninni segir m.a.: „Dregið verði eins og kostur er úr innflutningi á sambærilegum tækjum og vél- búnaði og framleiddur er innan- lands, eða unnt er að smíða hjá innlendum málmiðnaðarfyrirtækj- um.“ Þá er hvatt til þess að skipa- smíðastöðvum verði gert kleift að halda áfram jafnri og stöðugri smíði fiskiskipa þó þau séu ekki fyrirfram seld, enda sé endumýjun fiskiskipa- flotans óhjákvæmileg. í ályktun þingsins um vinnuvemd segir meðal annars, að vinnustaðir málmiðnaðarmanna séu ekki í samræmi við tæknilega og félags- lega þróun í landinu — málmiðnað- armenn skerði heilsu sína um leið og þeir selji vinnuafl sitt. Þingið taldi að óheppilegt húsnæði og verkfæri, léleg og röng stjómun, ónóg loftræsting og hávaðavemd væru meðal ástæðna þessa ástands og einnig „það sem er alvarlegast: stjómendur og starfsmenn halda ekki vöku sinni um vinnuvemd, em samdauna ástandinu." Þingið hvatti til aðgerða til að spoma gegn þessu ástandi og segir í ályktun sinni, að brýnasta verkefn- ið sé að efla öryggismálastarfið á vinnustöðum með því að kosnir verði öryggistrúnaðarmenn á hveij- um vinnustað, haldin verði nám- skeið fyrir öryggistrúnaðarmenn, svæðaöryggistrúnaðarmenn starfi á vegum verkalýðsfélaga (lands- eða svæðasambanda) á hveiju sviði, verkalýðsfélögin sinni betur að- búnaði á vinnustöðum, efnt verði til upplýsingaherferðar og komið verði á reglubundnum læknisskoð- unum á vegum verkalýðsfélaganna. Guðjón Jónsson, formaður Félags jámiðnaðarmanna, var endurkjör- inn formaður miðstjómar sam- bandsins. Varaformaður var kjörinn Guðmundur Hilmarsson, Félagi bifvélavirkja, ritari Hákon Hákon- arson, Félagi málmiðnaðarmanna á Akureyri, gjaldkeri Kjartan Guð- mundsson, Sveinafélagi málmiðn- aðarmanna á Akranesi, vararitari Einar Gunnarsson, Félagi blikk- smiða og meðstjórnendur Björgvin H. Ámason, Iðnsveinafélagi Suður- nesja, Guðmundur S.M. Jónasson, Félagi jámiðnaðarmanna, Krist- fínnur Jónsson, Félagi bifreiða- smiða, og Öm Friðriksson, Félagi jámiðnaðarmanna. Þessir menn mynda sambandsstjóm félagsins ásamt tólf öðrum. Þingfulltrúar vom 104 frá 19 félögum. Á þinginu flutti Páll Kr. Pálsson, fræðsluráðgjafi Félags ís- lenskra iðnrekenda, erindi um stöðu atvinnugreinarinnar og framtíð hennar. NAMSKEIÐ í SJÁLFSSTYRKINGU FYRIR KONUR (assertiveness training) í samskiptum manna á milli kemur óhjákvæmilega til vandamála og togstreitu. í slíkum tilvikum er aukið sjálfstraust, sjálfsvitund og þekking hverjum manni styrkur á sama hátt og það er undirstaða ánægjulegra samskipta. Námskeiðið er sniðið að bandarískri fyrirmynd og lögð áhersla á að gera þátt- takendum grein fyrir hvaða rétt þeir og aðrir eiga í mannleguni samskiptum og hvernig þeir geta komið fram málum sínum af festu og kurteisi án þess að láta slá sig út af laginu með óþægilegum athugasemdum. Ennfremur að læra að líða vel með sjálfum sér og hafa hemil á kvíða, sektarkennd og reiði með vöðvaslökun og breyttum hugsunarhætti. Upplýsingar í síma 27224 sunnu- dag og í síma 19156 virka daga. Athugið að fjöldi þátttenda ertak- markaður.____________________ /4NNk NKLDilMkRSDÓTTIR sálfræðingur Bræðraborgarstig 7 Sveit — börn Óska eftir plássi í sumar á góðu sveitaheimili fyrir 2 stráka 11 og 12 ára, einnig fyrir 15 ára gamla stúlku. Allt hörkuduglegir krakkar. Uppl. i sima 667086. Góóan daginn. AÐALFUNDUR VINNU- VEITENDASAMBANDS ÍSLANDS 1986 verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl í Súlnasal Hótel Sögu. Dagskrá: Kl. 11:00 Fundarsetning. Ræða formanns, Gunnars J. Frið- rikssonar. Kl. 11:40 Að ná árangri. Erindi: Magnús Gustafsson, for- stjóri. Kl. 12:15 Hádegisverðuraðalfundarfulltrúaoggesta. Kl. 13:30 Skýrslaframkvæmdastjóra. Kl. 14:00 Framleiðni og lífskjör. Erindi: Brynjólfur Bjarna- son, framkv.stj. Hörður Sigurgestsson, forstjóri og Valur Valsson, bankastjóri. Almennar umræður. Kl. 16:00 Framhald aðalfundarstarfa. Kl. 17:00 Fundarslit.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.