Morgunblaðið - 27.04.1986, Síða 9

Morgunblaðið - 27.04.1986, Síða 9
IÍHS/ ^aUOAa.JWilJZ ÖIQAJflKyOflOM JR MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL1986---------------------------- 9 HUGVEKJA I„Það er ekki auðvelt að sjá syndir sín- ar, en það er auðvelt að sjá syndir annarra ogdœma þá tilglötunar, en sínar eigin syndir sér maður ekki?“ Jesús er að kveðja lærisveinana og undirbúa þá til að halda áfram því starfi sem Jesús hóf hér á jörð. Þeir áttu fyrir höndum að fara með fagnaðarboðskapinn um Jesúm til allra manna, og leitast við að gera þá að lærisveinum Krists. Jesús var á förum til Guðs sem hafði sent hann til jarðar til þess að vinna hjálpræðisverkið. Jesús sagði við lærisveinana: „Það er yður til góðs, að ég fari burt, því ef ég fer ekki, kemur ! hjálparinn ekki til yðar. En ef ég fer, sendi ég hann til yðar.“ Jóh. 16,7. Jesús gaf lærisveinunum fyrirheit um að senda þeim heilag- an anda sem mundi hjálpa þeim í öliu starfí þeirra og hugga þá í sorgum þeirra. Fyrsta verk and- ans er að sannfæra mennina um syndir þeirra. „Þegar hann kemur, mun hann sanna heim.inum, hvað er synd og réttlæti og dómur." Jóh. 16,8. Það er ekki auðvelt að játa syndir sínar, en það er auðvelt að sjá syndir annarra og dæma þá til glötunar, en sínar eigin syndir sér maður ekki? Það sann- ast oft það sem Jesús segir í fjall- ræðunni: „Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu.“ Við að lifa syndalífí deyfum við sam- viskuna og svæfum hana að lok- um og þá er okkur glötun vís. Davíð konungur féll í synd og Drottinn sendi Natan spámann til hans til þess að segja honum til syndanna. Natan sagði Davíð dæmisögu um syndugan mann. Þá reiddist Davíð manninum í dæmisögunni ákaflega mikið og sagði: „Sá maður sem slíkt hefur aðhafst er dauða sekur." En Natan sagði við Davíð: „Þú ert maðurinn." 2. Sam. 12,. Samviska Davíðs vaknaði og hann vitnar og segir: „Meðan ég þagði, tærðust bein mín, allan daginn kveinaði ég, því að dag og nótt lá hönd þín þungt á mér, lífsvökvi minn þvarr sem í sumar- breiskju. Þá játaði ég synd mína og fól ekki misgjörð mína... og þú fyrirgafst syndasekt rnína," og ennfremur: „Hann laut niður að mér og heyrði kvein mitt og dró mig upp úr glötunargröfínni, upp úr hinni botnlausu leðju og veitti mér fótfestu á kletti." Sálm. 32 og40. Guðs orð fyrir heilagan anda er lifandi og kröftugt: „og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjart- ans.“ Heilagur andi sannfærir ekki aðeins um synd, heldur einnig um réttlæti Guðs: „Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndimar og hreinsar oss af öllu ranglæti." 1. Jóh. 1,8. Fyrir- gefning Guðs er fullkomin: „Ég hef feykt burt misgjörðum þfnum eins og þoku og syndum þínum eins og skýi.“ Jes. 44,22. „Svo langt sem austrið er frá vestrinu, svo langt hefur hann fjarlægt afbrot vor frá oss.“ Sálm. 103,12. Það varð lærisveinunum sann- arlega til góðs að Jesús hét þeim heilögum anda, Hjálparanum, sannleiksandanum sem leiddi þá í allan sannleika. Jóhannes skírari sagði: „Ég skíri með vatni til iðrunar en sá sem kemur eftir mig, er mér máttugri, og er ég ekki verður að bera skó hans. Hann mun skíra yður með heilög- um anda og eldi.“ Þessa skím fengu lærisveinamir að reyna og hún stendur öllum til boða sem trúa á Jesúm Krist. Ávöxtur andans er „Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, æska, góð- viid, trúmennska, hógværð og bindindi." Gal. 5,22. Er hægt að hugsa sér betri gjafir þeim til handa sem áður voru bundnir viðjum sjmdarinnar. Þekktur listamaður segin „Ég óskaði mér auðæfa, frægðar og heiðurs. Ég hlaut það allt, en svo varð mér ljóst að þetta sem ég hafði þráð var einskis virði, það veitti ekki sanna gleði og frið í sálinni." Heimilisfriður fæst ekki fyrir peninga, friður Guðs ekki heldur. Hvað er betra en að eiga frið í góðri samvisku. Frið við Guð og frið við menn. Þegar Jesús kvaddi lærisveinana sagði hann við þá: „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfíst ekki né hræðist." Jóh. 14,27. Gleðin er einnig ávöxtur and- ans: „Því að ekki er Guðs ríki matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda.“ Róm 14,17. Engir hafa meiri ástæðu til að gleðjast en þeir sem eiga samfélag við Jesúm og heilagan anda. H. Booth endar einn af sálmum sínum á þessa leið: Hann mun þínar sorgir svæfa, sinnið hressa, veitafrið. Létta kviða ogótta eyða, allri hræðslu dauðann við. Hann mun færa gleði, gleði, gleði sem er varanleg. Gleði þá, sem Guðs böm eiga gleði, sem er eilífleg. Það síðasta sem Jesús sagði við lærisveinana áður en hann fór til himna, van „En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfír yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar." Við að öðlast kraft heilags anda gátu lærisveinamir unnið verkið sem þeim var falið. Nú hræddust þeir ekki lengur og þeir vitnuðu djarf- lega og undur og tákn gerðust. Þeir voru fátækir að veraldlegum auði en ríkir í Guði. „Náðin Drottins Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag heilags anda sé með yður öllurn." Óskar Jónsson Verk heilags anda eftir ÓSKAR JÓNSSON Jóh. 16,5-15. ^ FJÁRFESTINGARFÉIACIÐ UEMBBEfflMABKAÐURIHH idag ^ april 1986 Markaðsfréttir Sparifjáreigendur, athugið! Raunávöxtun kjarabréfa og annarra verðtryggðra verðbréfa helst óbreytt þrátt fyrir vaxtalækkanir. fjármál þín - sergrein okkar Veðskuldabréf - verðtryggð Veðskuldabréf - óverðtr. Lánst. 2afb. áári 1 ár 2ár 3 ár 4ár 5ár 6ár 7ár 8 ár 9 ár 10 ár Nafn- vextlr HLV 4% 4% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% Sölugengi m.v. mism. ávöxtunar- kröfu 12% 14% 16% 95 91 90 88 85 83 81 79 78 76 93 90 87 84 82 79 77 75 73 71 92 88 85 82 78 76 73 71 68 66 Lánst. 1 afb. áárl 1 ár 2ár 3ár 4ár 5ár Sölugengl m/v. mlsm. nafnvextl 20% HLV 15% 89 81 74 67 62 84 72 63 56 50 85 76 68 61 56 KJARABRÉF Gengl pr. 25/4 1986 = 1,547 Nafnverð 5.000 50.000 Söluverð 7.735 77.350 íslenskur fjármagnsmarkaður í apríl 1986 ' Óverðtryggö veðskuldabréf Kjarabréf Verðbrófasjóðsins Skuldabréfaútboð fyrirtœkja 'verðtryggð veðskuldabréf Spariskírteini Ríkissjóðíi Bankavextir Áhœtta p Fjárfestingarfélag íslands hf., Hafnarstræti 7, 101 Reykjavík. © (91) 28566, © (91) 28506 símsvari allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.