Morgunblaðið - 27.04.1986, Page 22

Morgunblaðið - 27.04.1986, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL1986 Gámadagur í Eyjum Ljósmyndir Sigurgeir Jónasson Barízt af hðrku um bezta fiskinn — síaukinn útflutningur fersks fisks rýrir umsvif og tekjur fiskvinnslu og fiskverkafólks en bætir hag útgerðar og sjómanna ÚTFLUTNINGUR fersks fisks í gámum hefur verið mjög umtalaður að undanförnu og Iítur hver sínum augum silfrið. Deilt er um þjóðhags- lega hagkvæmni þessa, áhrif gámanna á afkomu fiskvinnslu og fiskverkafólks og á markaði fyrir frystan fisk og saltfisk. Gámafiskurinn er stað- reynd og það er fullyrt að einstaka útgerðir hafi bjargað sér frá gjaldþroti með útflutningi á fersk- um fiski. Það er ennfremur staðreynd að í flestum tílfellum fæst mun hærra verð fyrir ferskan fisk erlendis en hér heima. Fulltrúar fiskvinnslunnar telja að með þessu sé verið að flytja fiskvinnsluna úr landi og nýting stöðvanna hér verði því slök 3.960 lestir utan í gámum Frá áramótum til 15. apríl bárust 13.847 lestir af botnfiski til vinnslu í Vestmannaeyjum. Á sama tíma árið áður voru það 15.867 lestir, 1984 20.391 og 1983 23.505 lestir. Árin 1983 og 1984 fór enginn fiskur í gáma, árið 1985 344 lestir og í ár 3.690 lestir. Heildaraflinn þetta tímabil í ár er því 17.537 lestir, sem er rúmum 1.000 lestum meira en í fyrra. Nákvæmar tölur um teg- undaskiptingu í gámaútflutningi til 15. april liggja ekki fyrir, en fyrstu þijá mánuðina fóru 582 lestir af þorski í gáma, 852 af ýsu, 748 af kola og 363 lestir af öðrum tegund- um. Frystihúsin vilja síður taka á móti kolanum og hefur allur veiddur koli farið í gáma. Þorskafli trollbáta hefur verið mjög slakur og þeir því sótt meira en eila í kolann, þar sem verð fyrir hann erlendis er svipað og fyrir þorsk og ýsu. Útflutnlngur á ferskum kola hefur bjargað miklu Skipstjórar og útgerðarmenn trollbátanna fullyrða, að hefði ekki komið til útflutningur á kola í gám- um, hefði útgerðin staðið mjög höllum fæti og útflutningur í gám- og afkoman erfið. Nokkra athygli vekur, að við- brögð við þessum útflutningi hafa til þessa ein- göngu verið í orði, ekki á borði. Svo virðist sem lausn á þessu máli og niðurstaða um hagkvæmni og afleiðingar liggi hvergi fyrir. Ennfremur vekur athygli að mörg skip í eigu fiskvinnslu flytja ferskan fisk utan í gámum, þrátt fyrir yfirlýsingar um slæmar afleiðingar þess fyrir vinnsluna. Hér á eftir verður fjallað um áhrif útflutnings þessa frá Vestmannaeyjum og leitast við að bregða upp sem flestum sjónarmiðum og þeim hugmyndum, sem fram hafa komið um skipulagningu málsins. stafar einnig af minni afla af þorski og ýsu. Þessir aðilar segja, að þeim verði tæpast bannað að forða sér frá gjaldþroti og auka tekjur sínar. Þeir verði ennfremur að fá skýring- ar á því hvers vegna hægt sé að fá jafnmikið fyrir fískinn með haus og hala erlendis og fæst fyrir hann á Bandaríkjamarkaði, roðflettan, beinlausan og nánast tilbúinn í pottinn. Þeir vilja ennfremur fá skýringar á því hvemig fískvinnslan í Bretlandi getur borgað svona miklu hærra verð fyrir fískinn en gert er hér heima, fryst hann og sent á markað í samkeppni við frystihúsin hér. Sjómenn, útgerðar- menn og fiskvinnsla þrífast ekki hvert án annars og eru í raun skuldbundin hvert öðru. Því verða menn á hveijum tíma að taka tillit til hins, en augljóst virðist að ýms- um hlutum verði að svara áður en eitthvert samkomulag eða beint skipulag á skiptingu aflans milli gáma og vinnslu getur orðið. Gáma- fiskurinn er staðreynd, spumingin er hver áhrif hann hefur á hag annarra en útgerðar og sjómanna og hvemig við honum verður bmgð- ist. um hafí bjargað nokkrum útgerðar- félögum frá gjaldþroti. Meðalverð fyrir gámafísk, allar tegundir, sem seldur var í síðustu viku, var 50 til 60 krónur, þó verð i einstaka tilfell- um hafí verið nokkru lægra og jafnvel ekki skilað hagnaði. Miðað við slíkt verð kemur til skipta við sölu á kola nær fjórum sinnum meira en við heimalöndun og nær tvöfalt meira fyrir þorsk og ýsu. Meðalbrúttóverð, sem greitt er fyrir þorsk og ýsu heima, hefur verið um og yfír 25 krónur og fyrir kolann tæpar 10 krónur. Hagur útgerðar og sjómanna er því ótvíræður þó tekið sé tillit til rýmunar á fískinum á leið á markað. Kostnaður við út- flutning á þorski og ýsu er talinn 12 til 14 krónur á hvert kíló og 17 til 19 krónur á kolanum vegna hærri tolla. Með tilliti til rýmunar aflans og aukinnar vinnu sjómanna verður verð fyrir fískinn erlendis að minnsta kosti að vera hærra sem þessu nemur til að beinn hagnaður náist. Nokkur þrýstingur hefur verið á sjómenn og útgerðarmenn að draga úr gámaútflutninginum vegna samdráttar í fiskvinnslu heima fyrir af þessum sökum, en sá samdráttur Áhöfnin á netabátnum Gullborgu ísar gámafiskinn. Um síðustu mánaðamót höfðu aðeins 6% af afla hennar farið í gáma. Ymsum kemur spánskt fyrir sjónir hve mikið er nostrað við fiskinn sem fer I gámana. Gárungamir segja að hann sé jafnvel tannburstað- ur. Alla vega em körin vandlega pússuð áður en þau em sett í gámana. Afkoma kvenna í snyrtingn og pökkun síst lakari en ella Samdráttur hefur orðið í físk- vinnsiunni í Eyjum, sérstaklega saltfiski. Sá samdráttur á sér að hluta til skýringu í breyttri aflasam- setningu, þ.e. auknum hluta kola í aflanum. Áhrif þess á afkomu kvenna, sem vinna við snyrtingu og pökkun í bónus, eru lítil. A.m.k. hefur dagvinnu verið haldið uppi í húsunum. Grunniaun fyrir dagvinn- una eru tæpar 20.000 krónur á mánuði og bónus er á bilinu 50 til 100% ofan á þau. Svo virðist, sem ekki sé ástæða til að kvarta yfír slíkum launum, þrátt fyrir að vinn- an sé erfíð. Það er staðreynd, að með lengingu vinnutíma nýtist bón- usinn verr, bæði starfsfólki og frystihúsunum. Samdrátturinn kemur hins vegar verr niður á karlmönnum, sem hafa bætt sér upp lág laun með yfírvinnu. Jón Kjartansson, formaður Verkalýðs- félags Vestmannaeyja, segir að samdráttur sem þessi geti valdið fólksflótta og dragi úr tekjum bæjarins. Samdráttur í framleiðslu saltfisks miðað við sama tíma í fyrra erum 50%. Þessi samdráttur dregur einnig verulega úr atvinnumögu- leikum unglinga í sumar, en í Vestmannaeyjum hafa ungiingar átt auðvelt með sumarvinnuna til þessa. Annar hópur manna hefur orðið fyrir tilfínnanlegum telq'u- missi vegna gámanna, en það eru vörubílstjórar. Þeir hafa haft tals- verða atvinnu af því að aka físki frá bryggjunum upp í vinnslustöðv- amar, en gámafiskinum er ekkert ekið. Hann fer beint af bryggjunni um borð í skip. Gámamir hafa bylt fyrri gildum Útflutningur físks í gámum hefur að vissu leyti bylt fyrri gildum. Sjó- menn hafa til þessa fullyrt, að ekki sé unnt að gera að netafíski í dagróðrum. Þeir hafa nú sjálfír sýnt fram á, að það er hægt og komið með mun betra hráefni að landi en ella. Hins vegar hefur aðgerð úti á sjó í mörgum tilfelium þýtt, að hrognum og lifur hefur verið hent. Vinnsla lifrar í bræðslu hefur dreg- ist saman um 20% og hrognafram- leiðsla um 50%. Nokkrum verðmæt- um er þama hent í sjóinn á kostnað gámafísksins og raunhæft virðist að reikna það inn í dæmið, þegar það er gert upp. Með því að hirða hrogn og lifur ættu sjómenn og útgerð að geta aukið tekjur sínar enn frekar. Menn eru nú hættir að mæla afla í lestum, heldur spyija þeir um verðmæti. Það hlýtur að vera kappsmál okkar að skapa sem mest verðmæti úr 'aflanum og því verður það að teljast vafasamt að henda verðmætum fyrir borð. Kvóti á hvem bát þýðir að kapphlaupið um fískinn stendur ekki lengur í sama mæli og áður. Menn geta þvf gefíð sér betri tíma til að ná skammtinum og gætt þess, að verð- mæti fari ekki til spillis. Verri fiskurinn í vinnslu, betri f iskurinn í gáma Nokkur brögð hafa verið að því, að sjómenn vanda sérstaklega meðferð þess físks, sem í gáma fer, en hugsa minna um þann, sem fer til vinnslu í landi. Ennfremur em dæmi um það, að dauðblóðgað- ur fískur fari í vinnsluna, hinn í gámana. Það er í raun lítt skiljan- , --------------—-------------rr\

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.