Morgunblaðið - 27.04.1986, Side 26

Morgunblaðið - 27.04.1986, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 27. APRtL 1986 Messias ________Tónlist JónÁsgeirsson Níundu áskriftartónleikar ís- lensku hljómsveitarinnar voru haldnir í Langholtskirkju og á efnis- skránni var Messias eftir Handel. Stjómandi var Jón Stefánsson og flytjendur, auk íslensku hljómsveit- arinnar, voru Kór Langholtskirkju og einsöngvaramir Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sólveig M. Björling, Garðar Cortes, Halldór Vilhelmsson og tveir kórfélagar Harpa Harðar- dóttir og Ragnheiður D. Fjeldsted. Orgelleikari var Gústaf Jóhannes- son. Það þarf ekki að tíunda neitt um gæði tónverksins, þó geta megi þess, að það eigi ávallt sama erindi til fólks, þar sem hvorki aldur verks- ins eða tíska tímans breyta nokkru um listrænt gildi verksins. í heild var flutningurinn góður og söngur kórsins alveg sérstak- lega. Söngur Garðars Cortes var glæsilegur og aðrir söngvarar voru góðir, þó nokkuð væri söngur Hall- dórs og Sólveigar hljómlítill á lág- sviðinu, uppi á svölum að heyra. Tveir kórfélagar fluttu smá tónles og vekur slíkur söngur traust á Jón Stefánsson Garðar Cortes ÞÚ ÞARFT ENGAR ÁHYGGJUR AÐ HAFA AF ÞRÓUN VAXTAMÁLA NÆSTU ÁRIN EF ÞÚ KAUPIR SPARISKÍRTEINI T T efðbundin spariskírteini ‘ * ríkissjóðs fást nú með allt að 9% ársvöxtum umfram verðtrygg- ingu, tryggðum a.m.k. næstu 6 árin (allan binditímann). Þessu öryggi spariskírteina ríkis- sjóðs verður ekki hnekkt þótt aðrir vextir breytist. Að þessu leyti hafa spariskírteini ríkissjóðs sérstöðu. Skírteinin eru því bæði örugg og arðbær fjárfesting - höfuðstóllinn tvöfaldast á aðeins liðlega átta árum. Þér gefst ekki betri kostur á að tryggja þér góða ávöxtun á fé þitt í langan tíma. Sölustaðir spariskírteina ríkissjóðs eru Seðlabanki íslands, viðskipta- bankarnir, sparisjóðir, nokkrir verðbréfasalar og pósthús um land allt. RIKISSJOÐUR ISLANDS RÍKISSJÓÐS góðri raddskipan í kómum. Veikasti hlekkurinn var hljómsveitin og mun að sjálfsögðu nokkru valda reynslu- leysi kórstjórans í að segja hljóð- færaleikurum til og gagnrýna þá. Til að nefna dæmi, var cellóleikur- inn of sterkur í einsöngsþáttunum og hljómsveitarmillispilin oft hljóð- fallslega óviss. Það hefur verið sagt um stjómendur, að þeir eigi það til að gera ýmsar breytingar á tón- verkum, til að koma á þau sínum einkennum. Þessar breytingar hafa á stundum þótt smekklegar en aðrar ósmekklegri verið varðar sem tilraun til að nálgast hið uppruna- lega. Þar um hefur síðan verið deilt öllum viðeigandi til óþurftar. Ein breyting, sem þó var ekki nema að mestu í einum þætti, var að kljúfa „langa púnkteringu" með þögn og það án tillits til þess hvort orð var þar með slitið í sundur. Þá var gert of mikið úr áherslum á nokkmm stöðum, sem olli því að hratt tón- ferti varð nokkuð „gusulegt". Sem betur fór, þá var þetta „áherslu- crescendo" ekki ríkjandi einkenni, en slíkar breytingar minna á styrk- leikabreytingar þær sem Reger gerði á verkum barokkmeistaranna og voru aðaleinkenni rómantískra flytjenda. Þá má einnig deila um hvort Handel hafi kunnað að greina á milli einfaldrar og tvöfaldrar „punteringar" og vilja margir halda því fram, að þrátt fyrir að flytjendur á ýmsum tímum hafi notað þá „tvöfoldu", er víst að í handritum Handels er hún nær ávallt einföld. Hvað svo sem segja má um þessi atriði, verður það að segjast eins og er, að í heild var flutningur verksins glæsilegur og sérstaklega söngur kórsins, sem var bæði skýr og raddlega vel útfærður, enda er Jón Stefánsson frábærlega snjall kórstjóri. Fyrirlestur um „Ferómon og fiskgöngur44 MÁNUDAGINN 28. apríl mun Hans Nordeng frá dýrafræði- deild Oslóarháskóla halda fyrir- lestur um „Ferómon og fisk- göngur“ á vegum Líffræðifélags Islands. Sérsvið Hans Nordeng er vist- fræði vatnafiska og er hann kunn- astur fyrir rannsóknir sínar á Sal- angen-vatnakerfinu í Norður- Noregi. Leiddu þær rannsóknir til þess að hann setti fram nýjar kenn- ingar í vistfræði, þar á meðal „Ferómínakenninguna" sem hann ætlar að fjalla um á fyrirlestrinum. „Ferómónakenningin" leitast við að skýra hina nákvæmu ratvísi laxa frá hafí og upp í sína heimaá með því að gönguseiði á leið út úr ánum skilji eftir sig lyktarslóð sem full- orðni laxinn síðan fylgi í heimaána og alla leið á fæðingarstað. Hefur þessi kenning um ratvísi það ,fram yfir aðrar kenningar að hún er sér- hæfð og erfðabundin fyrir hvem stofn og kemur í veg fyrir stofna- blöndun. Einnig tekur hún tillit til tímasetningar göngunnar þannig að lax fer aldrei að ganga fyrr en eftir að seiðin fara að ganga úr ánum og gefa þannig til kynna að ástandið í ánum sé eðlilegt og öllu sé óhætt. Kenningu þessa setti Nordeng fyrst fram 1971 og.hefur hún verið mjög umdeild meðal líffræðinga. Nú á síðustu árum hefur Nord- eng varað við þeirri hættu sem villtum stofnum stafar af fiskeldi, en fískur sem þaðan sleppur og nær að hrygna í ám getur breytt gena- samsetningu villta stofnsins og þannig brotið niður aðlögun og náttúruval sem staðið hefur um þúsundir ára. Fýrirlesturinn verður haldinn í Odda, hugvísindahúsi Háskóla ís- lands, stofu 101 oghefstkl. 20.30. (Fréttatilkynning.) .Ayglýsinga- síminn er22480

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.