Morgunblaðið - 27.04.1986, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1986
33
Stjörnu
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Ég á dóttur sem fædd er þann
07.03. 1973 kl. 09.40 í Reykja-
vík. Mér þætti vænt um að fá
einhveijar upplýsingar um
stjörnukort hennar. Ég er sjálf
fædd 19.06. 1946 í Reykjavík.
Við mæðgumar höfum mjög
ólíkt skap og ef mögulegt er
vildi ég gjaman fá upplýsingar
um hvemig hægt væri að gera
samskipti okkar liprari. Hún er
mjög bókelsk, en hefur einnig
mjög gaman af að semja sínar
eigin sögur, leikrit og kvæði.
Með kveðju, móðir í Reykjavík."
Svar:
Dóttir þin hefur Sól, Merkúr
og Venus í Fiskum, Tungl í
Hrút í andstöðu við Úranus,
Mars á Miðhimni í Steingeit og
Tvíbura Rísandi. Hún er því
samsett úr Fiskum, Hrút,
Steingeit og Tvíbura.
ViÖkvœm og
kappsfull
í þeim hluta bréfsins sem ekki
er birtur gefur þú til kynna að
um ákveðið vandamál sé að
ræða án þess þó að segja nánar
til um hvað það gæti verið.
Því byggir eftirfarandi' á
ákveðnum getgátum. Við skul-
um fyrst líta á kort dóttur
þinnar. Þú segir að hún sé bók-
elsk og listræn. Hún er sem
Fiskur einnig næm og er t.d.
ákaflega móttækileg fyrir
umhverfínu og viðkvæm á hljóð
og raddblæ o.s. frv. Tungl í
Hrút og Mars á Miðhimni tákn-
ar að hún er einnig kraftmikil
og kappsfull. Þegar kapp og
næmi leggst saman koma oft
upp ákveðin tilfinningagos.
Einhver orð eru sögð sem virð-
ast harkaleg fyrir viðkvæma
sál og hún ríkur upp og fær
reiðikast. Mér virðist annar
viðkvæmur aðili vera í fjöl-
skyldunni. Hann er hins vegar
það mikið í loftsmerkjum
(hugsun) að hætt er við að
hann vilji ekki viðurkenna við-
kvæmni sína. Því er hætt við
að þau fari í taugamar hvort
á öðru, með smáatriðum eins
og raddblæ eða hljóðum, t.d.
með notkun á útvarpi eða sjón-
varpi. Hann hefur einnig
Tungl-Mars afstöðu sem táknar
að hann er fylginn sér, en getur
átti til að vera uppstökkur.
Hugsun
Þú ert Tvíburi með Tungl í
Vatnsbera. Þú ert því hugar-
orkumanneskja. Þú vilt meta
heiminn út frá skynsemissjón-
armiði, vilt stjóma tilfínningum
þínum og vera yfírveguð. Til
að sambandið verði liprara
þarft þú að gera þér grein fyrir
því að dóttir þín er fyrst og
fremst tilfínningavera. Þú get-
ur ekki krafíst af henni að þið
setjist niður og ræðið málin á
þínum forsendum. Hún sér
heiminn einfaldlega öðrum
augum en þú.
Tilfinningar
Það sem þú þarft að gera er
að viðurkenna að hún er við-
kvæm. Þú ættir t.d. að varast
að byrsta þig, ættir að hugsa
um það hvaða tón þú notar
þegar þú talar við hana. Þú
ættir ekki að skipa fyrir, heldur
biðja fallega. Dóttir þín hefur
í sér mýkt, sem vel er hægt
að höfða til. Þú ættir að sætta
þig við draumlyndi hennar og
hvetja hana til að nota það á
uppbyggilegan hátt. Hún er
einnig eirðarlaus og því kannski
ekki úr vegi að hvetja hana til
að hreyfa sig, að stunda ein-
hveijar íþróttir, eins og t.d.
jazzballet eða annað sambæri-
legt. Þar sem dóttir þín hefur
Satúmus ( spennuafstöðu við
Sól ættir þú að varast of mikla
gagnrýni. Hún hefur tilhneig-
ingu til að taka mál of alvarlega
og gæti því fengið minnimátt-
arkennd og dregið sig inn í skel.
X-9
DYRAGLENS
H!!T!??!?ni.?!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!l!!!!!!!!!!!H!!!!!!?!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!?!!?!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!?!!??!!!!!!!!n!!??!!!???!!!!!!!!!!!!!
LJOSKA
TOMMI OG JENNI
?!!!!!!!!!!!!!!!:!!!!!!!!!!!!!!!!!!!?!!!!!:
FERDINAND
SMÁFÓLK
HEV, CHUCK..PIP
MARYEVERWEAR 6LA55E5?
WHAT PO VOU MEAN,
"MARV WHO?"
IN THE BIBLE! DOE5 IT
5AV ANYTHIN6 AB0UT
MARY WEARIN6 6LA55E57
Heyrðu, Kalli... gekk
María nokkuð með gler-
augu? Hvað áttu við með
„Hvaða María?“
mm
í Biblíunni! Stendur nokk-
uð þar um að María hafi
gengið með gleraugu?
THEN H0U) CAN MARCIE
PLAY MARY IN5TEAP OF
ME, ANP THE TEACHER ©
5AY5 l'M 60IN6 TO BE I
PLAVIN6 A 5HEEP7ÍÍ
LUHY CANT I EVER
BE A UIR0N6 NUMBER?
Hvernig getur Magga þá
leikið Maríu en ekki ég,
og kennarinn sagt að ég
eigi að Ieika rollu?!!
Af hveiju get ég aldreí
verið skakkt númer?
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Þorgeir Eyjólfsson og Guð-
mundur Sv. Hermannsson unnu
nýlega Butler-keppni Bridsfé-
lags Reykjavíkur. í síðustu
umferð áttu þeir í höggi við það
par sem veitti þeim mesta
keppni, þá Stefán Pálsson og
Rúnar Magnússon. Fyrirfram lá
ljóst fyrir að annað þessara para
myndi vinna mótið, svo ekki
mátti mikið út af bera. Guð-
mundur og Þorgeir unnu lotuna
naumlega, og munaði þar mest
um góða sveiflu í þessu spili:
Norðurgefur; N/S á hættu.
Norður
♦ D92
VK4
♦ Á1082
♦ Á543
Vestur Austur
♦5 .. 4K10876
VD963 VG1082
♦ 654 ♦ K7
♦ KG62 ♦ 108
Suður
♦ ÁG43
VÁ75
♦ DG93
♦ D7
Sagnir voru snaggaralegar.
Guðmundur vakti á einu eðlilegu
laufí í norður, Stefán í austur
ströglaði á spaða og Þorgeir lauk
sögnum með þremur gröndum.
Rúnari í vestur leist ekki á að
spila út einspili sínu í spaða og
valdi lítið hjarta.
Þorgeir drap þáð strax í
kónginn í blindum og spilaði litlu
laufí á drottninguna. Rúnar drap
á kónginn og hefði kannski gert
best í því að spila áfram laufi,
en í reyndinni hélt hann áfram
hjartasókninni. Þorgeir drap á
ásinn og spilaði aftur hjarta.
Vömin tók slagina sína tvo á
hjarta og spilaði laufi. En það
var of seint. Þorgeir drap á
laufásinn, og spilaði út spaða-
drottningu, kóngur og ás. Síðan
kom tígulás og meiri tígull.
Stefán í austur átti nú ekkert
nema spaða eftir og varð að
gefa níunda slaginn á spaða-
níuna.
Spilamennska Þorgeirs er
fullkomlega rökrétt. Það var
orðið nokkuð augljóst að austur
ætti skiptinguna 5—4—2—2, og
eftir innákomuna var Stefán lík-
legri til að eiga tígulkónginn.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Þessi staða kom upp í skák-
keppni stofnana og fyrirtækja í ár
í viðureign þeirra Jóns Þorsteins-
sonar, Verkamannabústöðum og
Jóhannesar Gísla Jónssonar Há-
skóla íslands. Síðasti leikur Jó-
hannesar var mjög slæmur, 7. —
Hf8-e8??
8. Bxf7+! — Kh8 (Svartur missir
drottninguna eftir 8. — Kxf7, 9.
Rg5+ - Kg8, 10. Re6) 9. Bxe8
og hvítur hefur gjörunna stöðu
með skiptamun og peði meira.
Litlu munaði þó að Jóhannesi
tækist að jafna taflið en allt kom
fyrir ekki og Jón vann um síðir á
liðsmuninum. Fyrir síðasta kvöldið
í stofnanakeppninni var Búnaðar-
bankinn efstur í A-riðli með 16 /
v. Flugleiðir höfðu 14 / v. og Rík-
isspitalaramir 14 v.