Morgunblaðið - 27.04.1986, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 27.04.1986, Qupperneq 38
c ^38 - 'MORGÚNBLAblb/SlÍíMuSÁGÚRM:^^^ Gyða Ólafsdóttir, formaður MS félagsins á Islandi. Morgunblaðið/Ámi Sœbcrg MS fólk er yfirleitt bjartsýnt — enda þýðir ekki annað Rætt við Gyðu Ólafsdóttur, formann MS félagsins um starfið og leiðir til að lifa lífinu með MS sjúkdóminum, sem reynst hefur læknisfræðinni torráðin gáta og er ólæknandi enn. arra framfara á vegum félagsins segir hún vera að auka tölu félags- manna, sem í dag eru vel á fimmta hundrað, en alls eru tæplega 200 íslendingar sem hafa verið greindir með MS og uppgötvast árlega 5 til 10 tilfelli hér. „Við erum mjög bjartsýn á framhaldið og ekki ástæða til annars þegar litið er til þess sem þegar hefur áunnist. Ég held að fæstir hafi þorað að vona að draumurinn um húsnæðið yrði að veruleika svo skjótt, enda er félagið lítið og margir félagsmenn sem ekki geta starfað á þess vegum vegna sjúkdómsins," segir Gyða og bendir á að erlendis séu MS félög með stærri sjúklingasamtökum og til dæmis á Bretlandi séu þau þriðju stærst í félagatali á eftir krabba- meins- og hjartasjúklingasamtök- um, en í heiminum öllum er talið að um 2 milljónir manna séu með MS. Kippt úr daglega lífinu Gyða bendir á von þeirra í MS samtökunum um að geta haft á höndum vinnu sem í senn væri tóm- stundaiðja, þjálfun og létt starf fyrir meðlimi samtakanna, en varðandi atvinnu og það hvemig MS getur hamlað fólki í þeim efnum má benda á dæmi sem kemur fram í frétta- blaði MS 1986. Greinin er eftir Fanny Kristjánsdóttur kvenna- skólanema og þar segir m.a.: „Þessi kona sem ég þekki er mjög illa farin og er hún ekki nema 46 ára gömul. Hún hefur fengið þessi köst sem ekki hafa gengið til baka og hafa skilið eftir sig varan- leg einkenni. Hún er bundin hjóla- stól og býr í Sjálfsbjargarhúsinu. Það má segja að hún geti nánast ekkert gert án hjálpar. Hún þarf hjálp við allar líkamlegar þarfír, getur illa borðað án hjálpar og á stundum erfítt með mál. Hjá henni byijaði þetta í fótunum og jókst stig af stigi og var hún af og til á sjúkrahúsi og i endurhæfíngu, bæði hjá félagi lamaðra og fatlaðra og svo í nokkur skipti á Reykjalundi. Hún var í góðri vinnu, en svo kom að því að hún gleymdi verkefnum og ýmsum skilaboðum og í fram- haldi af því var henni sagt upp Þrír af starfsmönnum félagsins, f.v. Margrét Ólafsdóttir, sem hefur verið í félaginu frá upphafi, en það var stofnað 1968, Sigurbjörg Ármannsdóttir og Gyða Ólafsdóttir. Myndin er tekin í húsi félagsins að Álandi. Sjúkdómurinn MS, Multiple Sclerosis hefur löngum verið talin ein af ráðgátum læknis- fræðinnar, þar sem ekki er vitað um orsakir hans, ekki er vitað um hverjir eru líklegri en aðrir til að fá hann og ekki er vitað hvemig má lækna hann. Það er hins vegar vitað að með ýmsum leiðum má auðvelda það að lifa með sjúk- dóminn. Hann liggur í miðtauga- kerfínu með þeim afleiðingum að taugaboð truflast og þar með ýmis starfsemi líkamans s.s. sjónin, tal og aðrar meðvitaðar og ómeðvitað- ar hreyfíngar. Slík einkenni geta einnig orsakast af öðrum tauga- sjúkdómum og gerir það læknum erfíðara fyrir með greiningu MS, sem er þó talinn vera einn algeng- asti sjúkdómurinn í miðtaugakerfi hjá ungu fólki. Á það mest á hættu að fá hann þegar það er á afkasta- mesta skeiði, þ.e. frá tvítugu til fertugs. Enfremur þykir ljóst að MS er nokkru algengari hjá konum en körlum, eða í hlutföllunum 3 á móti 2. Þá er MS aðallega í hvíta kynstofninum og algengari hjá fólki sem býr í tempruðum beltum jarðar, eða á milli 40. og 60. gráðu norð- og suðlægrar breiddar. En þó er ekki þar með sagt að sé viðkomandi með MS komi það endilega í ljós, „Læknar telja að fólk geti lifað og dáið með MS án þess að vera nokkru sinni greint, en MS kemur hins vegar fram við krufningu," útskýrir Gyða Ólafsdóttir, formaður MS fé- lagsins á íslandi, þegar blaðamaður flettir með henni í gegnum bækling- in „Það sem allir ættu að vita um MULTIPLE SCLEROSIS", sem fé- lagið gaf út á sl. ári og ofangreindar upplýsingar koma m.a. fram í. Meiri geta — minni einangrun En það er meira en útgáfustarf- semi sem MS félagið hefur á hönd- um í baráttunni gegn Multiple Scle- rosis, en félagið hefur valið þann kost að nota alþjóðlega heitið yfír sjúkdóminn. Þeirri baráttu og stefnu félagsins lýsir formaðurinn svo — að hjálpa MS fólki til meiri getu og minni einangrunar. Nýlega flutti félagið í húsnæði við Áland í Fossvogi, en áður hafði það skrif- stofu í húsi Krabbameinsfélagsins. í Álandinu verður dagvist fyrir MS fólk og er þessa dagana verið að vinna að því að geta hafíst handa, en ráðgert er að á staðnum verði iðjuþjálfun, handavinna, tóm- stundavinna og fleira sem miðar að endurhæfíngu MS fólks, sem og morgunmatur, hádegisverður og miðdagskaffi. „Iðjuþjálfunin er nokkuð sem við bindum miklar vonir við og hefur reynst okkur vel í gegnum tíðina, því oft þarf að þjálfa fólk til að gera einfalda hluti eins og að halda á bolla eða hnífa- pörum, eða þá að þjálfa erfiðari hluti eins og vélritun og ýmiskonar handavinnu," segir Gyða. 5—10 manns greindir árlega Forsendur þessara sem og ann- störfum. Samt má geta þess að þegar vinnuveitendur hennar kom- ust að því að vangeta hennar í starfí var vegna sjúkdóms reyndust þeir henni vel og styrktu hana um árabil." Um 30% MS fólks lifir „eðlilegn“ lífi Ofangreint dæmi sýnir hve erfitt MS getur reynst fólki og kippt því úr sínu daglega lífi, en þó er það ein ráðgátan enn varðandi sjúk- dóminn að ekki leggst hann á sama veg á alla. „Margt MS fólk lifír tiltölulega eðlilegu lífí þrátt fyrir sjúkdóminn og við teljum að um 30% MS fólks á íslandi stundi eðli- lega vinnu. Hins vegar eru margir sem eru ekki lengur inni á sínum upphaflegu vinnustöðum vegna skertrar orku og eru þá ýmist heima, á stofnunum eða vinna á vemduðum vinnustöðum. Aðalat- riðið í þessu er að MS fólk má umfram allt ekki ofþreyta sig. Þreyta og úthaldsleysi er það sem hijáir flesta og eðlilega fýlgir því stundum talsvert andlegt álag og áhyggjur yfír því að geta ekki sinnt sínum fyrri skyldum gagnvart umhverfínu að sama skapi og áður,“ segir Gyða. „En það eru til leiðir til að forðast köst eftir megni, svo sem að þreyta sig ekki og einnig er fólki ráðlagt að reyna að forðast flensur og kvef og umgangast ekki aðra sem eru með þannig kvilla, því að köstin sem fylgja MS eru líklegri ef ónæmiskerfíð er veikt fyrir, eins og gerist í kjölfarið á flensu." Þegar kastið kemur Það er algengt að MS greinist ekki hjá fólki fyrr en eftir nokkurt skeið og fleiri en eitt kast. Fyrstu einkennin em oftast væg og hverfa af sjálfu sér og sjúkdómurinn getur legið niðri vikum og mánuðum saman, jafnvel í mörg ár áður en hann gerir aftur vart við sig. Venju- leg sjúkdómsmynd eru stutt köst sem ganga alveg eða að mestu til baka, en einkennin breytast eftir því hvaða hlutar miðtaugakerfísins skaðast og það sem gerir MS ólíkan flestum öðrum taugasjúkdómum er að einkenni koma og fara fyrirvara- lítið. „ Að meðaltali er talið að köstin komi um 0,6 til 6,7 sinnum á ári, en algengast er að kast vari í 4 til 12 vikur. Meðan á þeim stendur er fólk ýmist heima eða leggst inn á sjúkrahús. Húsmæður til dæmis eiga oft erfítt með að vera heima við í rúminu, það er svo auðvelt að stelast framúr og sýsla eitthvað í heimilisstörfunum, ég þekki það frá sjálfri mér og fleirum," segir Gyða. „Eins er mjög óæskilegt að MS fólk sé eitt meðan á kasti stend- ur, til dæmis getur jafnvægið bilað og fleira komið til og MS krefst mikils af aðstandendum." MS þýðir ekki að lífið sé búið Um viðbrögð fólks við MS grein- ingu segir Gyða þau misjöfn og oft velta mikið á því hvort fólki hafí verið gert ljóst að mögulega sé það með MS. „Okkur fínnst stundum að læknar mættu vera hreinskilnari við fólk sem gæti verið með MS og gera því grein fyrir þeim mögu- leika áður en að greiningu kemur. Margir eiga erfítt með að viður- kenna sjúkdóminn og þá sérstak- lega yngra fólk, en það að fá MS þýðir alls ekki að lífið sé búið. MS íeiðir ekki til dauða og margir lifa með MS áralangt án þess að þeir þurfi að breyta mikið út af sínu lífs- mynstri," segir Gyða, sem var sjálf greind með MS fyrir tíu árum, hefur fengið flest einkenni sjúkdómsins, en náð sér vel á milli kasta. „Ég er ein af þessum heppnu,“ segir hún, „og það er mjög nauðsynlegt að við sem erum „á fæti" séum virk í félaginu. Ekki síst vegna hinna sem eru í hjólastólum og við getum gert svo mikið fyrir. Hins vegar hefur það gerst að fólk sem hefur nýlega verið greint með MS og fengið aðeins lítil einkenni mætir á félagsfund í Sjálfsbjargarhúsinu og fær hálfgert áfall. Finnst þetta ekki vera fyrir sig, það sé ekki svona mikið veikt. En þá ber að hafa í huga að fundimir eru haldnir í Hátúninu til að auðvelda því MS fólki sem þar býr að sækja þá, auk þess sem þeir eru opnir öllum öðrum fbúum og hveijum sem er, þeir eru ekki bara fyrir fólk í hjólastólum. Reyndar fundum við þegar skrif- stofan í húsi Krabbameinsfélagsins var opnuð að fólk var duglegra við að hafa samband þangað og kynna sér félagið heldur en við að koma á fundi. Vonandi eykst það enn með tilkomu aðstöðunnar og skrif- stofanna hér í Álandinu. En þó að svartsýni gæti kannski hjá sumum XSf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.