Morgunblaðið - 27.04.1986, Side 41

Morgunblaðið - 27.04.1986, Side 41
MQRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL1986 Ul ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd: Veruleikinn meira virði en yfirlýsing Norðurlönd eru kjam- orkuvopnalaus, hvert og eitt þeirra. Veru- leikinn, í þessu efni sem öðrum, er mun meira virði en yfirlýsing. Engu að síður hafa þeir aðilar verið allfyrirferðarmiklir í umræðu um vamaröryggi Norður- landa sem lagt hafa áherzlu á sér- staka yfirlýsingu um kjamorku- vopnalaus Norðurlönd. Hinsvegar eru menn orðfærri um kjarnavopn á Kolaskaga, svo að segja í túnfæti Norðurlanda (Finn- lands), að ekki sé talað um kjarna- vopn við Eystrasalt, sem Norður- lönd deila með Sovétríkjunum (þ.e. þremur fýrrum sjálfstæðum smá- ríkjum: Eistlandi, Lettlandi og Lit- háen), eða vaxandi flota kjarnakaf- báta, sem leggur leið sín um þvert og endilangt N-Atlantshafið. Umræðan um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd skýtur af og til upp kolli á Alþingi Islendinga. Hún hefur sinn sess í skýrslum utanríkis- ráðherra til Alþingis um utanríkis- mál. Þingmenn af Norðurlöndum funduðu sérstaklega um þetta efni í Kaupmannahöfn í nóvembermán- uði síðastliðnum. Ekki er úr vegi að þingbréf tylli tám á málið. Öryggi og friðargæzla „Eg fæ ekki séð að sérstök yfir- lýsing um kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum, varðandi svæði sem þegar er kjarnorku- vopnalaust, efli öryggi Islands, annarra Norðurlanda eða friðar- gæzlu í heiminum nema meira komi til.“ Þannig komst Geir Hallgrímsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, að orði í skýrslu til Alþingis um utan- ríkismál árið 1985. Hann bætir við: „Ástæða væri frekar til að beina athyglinni að umræðum um útrým- ingu kjamavopna þar sem kjama- vopn em nú til staðar en að vera með vangaveltur um svæði, sem em kjamorkuvopnalaus. Þá á ég til dæmis við víghreiðrin á Kolaskaga og við Eystrasalt. Kjamorkuvopna- kafbáturinn sem kom á ijörnr Svía um árið minnti okkur óþyrmilega á nálægð þessara ógnarvopna. Skil- yrði þess að ný yfírlýsing um kjam- orkuvopnalaus Norðurlönd hafí eitt- hvert gildi er að slík vopn, sem beina má til Norðurlanda, séu fjar- lægð. Sovétmenn hafa nokkmm sinnum gefíð í skyn að hugsanlega megi ræða um tilslakanir af þeirra hálfu, varðandi kjamorkuvopna- laust svæði, en ítrekaðar beiðnir norrænna ráðamanna um að Sovét- menn geri nánari grein fyrir þessum hugmyndum hafa ekki borið árang- ur. Yfirlýsing um lq'amorkuvopna- laust svæði hefur tæpast nokkurt gildi nema sem þáttur í samningum helztu kjamorkuvelda, sem bæm abyrgð á að slíkt samkomulag yrði virt. Við hljótum einnig að gera okkur grein fyrir því að séum við í varnarbandalagi og viljum njóta góða af því, þá er eðlilegt og sjálf- sagt að hafa samráð við bandamenn okkar. Það er homsteinn í stefnu vestrænna þjóða og öryggisvið- búnaði að líta á bandalagssvæðið sem eina heild, eitt og sama varnar- svæðið ... “ Haf ið og landið í skýrslu Matthíasar Á. Mat- hiesen, núverandi utanríkisráð- herra, um utanríkismál (1986) segir um sama efni: „Allt frá Kolaskaga, meðfram landamæmm Finnlands, um Eystrasaltsríkin, á Eystrasalti, jafn- vel upp í landsteina Svíþjóðar, og suður meðfram ,járntjaldinu“ aust- anmegin hafa Sovétmenn myndað belti kjamaflauga, sem miðað er m.a. á Norðurlönd. Auk kjama- vopna hafa Sovétmenn komið fyrir fjölmennum herjum og birgðum hefðbundinna vopna í nágrenni Norðurlanda. Á sviði hefðbundinna vopna er um gífurlega yfírburði Sovétmanna að ræða. Fælingar- stefna Atlantshafsbandalagsins, sem m.a. byggist á kjamavopnum, tryggir öiyggi aðildarríkjanna, þar á meðal Islands, Noregs og Dan- merkur, gegn þessum hemaðar- mætti. Það hlýtur að vera ein af forsendum fyrir samkomulagi um Einn af mörgnm Myndin sýnir sovézkan kjarna- kafbát, einn af mörgum, sem siglir þau höf er tengja Græn- land, Island, Færeyjar, England og Noreg. Sovézkir kafbátar fara og um Eystrasalt og Norð- ursjó. Slíkir kafbátar eru ekki gott innlegg í umræðuna um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. kjarnorkuvopnalaust svæði, að jafn- I vægi ríki á sviði hefðbundinna hergagna." Olafur G. Einarsson, þingmaður Reyknesinga, komst svo að orði um „kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum“ á Alþingi fyrir skemmstu, þegar hann ræddi um hafsvæði, sem heyra til Norðurlönd- um, í tengslum við umræðuefnið: „Ef svæðið frá Finnlandi til Grænlands yrði lýst kjamorku- vopnalaust svæði, þýddi það ekki einungis að löndin sjálf, Finnland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Fær- eyjar, Island og Grænland, væru kjarnorkuvopnalaus, heldur einnig allt hafsvæðið innan þess svæðis, þ.e.a.s. sundið milli íslands og Grænlands, Norð-austur-Atlants- hafíð, Norðursjór og Eystrasaltið. Sovétríkin em andvíg svo víðtækri skilgreiningu á hugtakinu svæði, og neikvæð afstaða Breta og Bandaríkjamanna kann að vera af sömu rót.“ Ólafur sagði og að í umræðu um efnið skyti hvað eftir annað upp spumingunni um það, hver vera skuli mörk hins kjamorkuvopna- lausa svæðis á Norðurlöndum; hvort taka eigi hluta Sovétríkjanna með í þá mynd og jafnvel hluta Norður- Þýzkalands. j Þessar mikilvægu hliðar málsins hafa ekki fengið nægilega umljöll- un. Meira ber á orðaflóði, skrifí og skrafi, sem fleytir kerlingar á yfir- borði tnála en fer ekki ofan í megin- atriði, er vægi hafa. Mergurinn málsins hlýtur að vera sá, að mark- tækir samningar um afmörkuð kjamorkuvopnalaus svæði séu hiuti af víðtækara samkomulagi, víð- feðmu afvopnunarsamkomulagi austurs og vesturs, sem feli í sér gagnkvæmni, það er afvopnun beggja aðila, ogtrúverðugt eftirlit. Einhliða afvopnun þjónar ekki þeim megintilgangi að tryggja fríð með frelsi þjóða og mannréttum einstaklinga. Hún getur þvert á móti þýtt að sá minnihluti mann- kyns, sem býr við lýðræði, þingræði og mannréttindi, í vestrænum skiln- ingi þessara orða, yrði enn minni. MALLORKA Unaösreiturinn í stiðrí Brottfarardagur 6. maí. 8 sæti laus. Brottfarardagur 25. maí. Uppselt. Brottfarardagur 15. júní. 12 sæti laus. Brottfarardagur 2. júlí. Laus sæti. Brottfarardagur 23. júlí. Laus sæti. Brottfarardagur 13. ágúst Uppselt. Brottfarardagur 3. september Laus sæti. Brottfarardagur 24. september. 18 sæti laus. Brottfarardagur 22. október. Vikuferð, laus sæti. (ItCOMTIK FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstígl.Símar 28388 og28580

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.